Frækorn - 12.10.1910, Page 3

Frækorn - 12.10.1910, Page 3
F R Æ K O R N 139 Þessar miljónir og biljónir af smáögnum sameinuðu sig fyrir ein- hverja heppilega tilviljun, þannig að þær mýnduðu ekki einasta alla þessa óteljandi himinhnetti, héldur mynd- uðust um leið hin órjúfanlegu nátt- úrulög, svo að nú hreyfast hnett- irnir á brautum sínum í dásamlegri röð og reglu öld eftir öld. Þannig verður að skýra málið samkvæmt skoðun hinna guðlausu; engin önnur skýring er til hjá þeim. En hvar er skynsemin orðin, ef menn geta gert sig ánægða með slíkt? Og sami erfiðleikurinn mætir, ef spurt er hjá hinum guðlausu um það, hvaðan lífið sjálft hefir upp- runa sinn. Svarið er ekkert annað en: til- viljun ! Guðleysingjarnir sjálfir eru lifandi röksemdir gegn guðleysinu, sem þeir halda sig við. Dr. X. Tung’an. Það er alkunnugt, að læknar at- huga tungu sjúklingsins, og ekkert ber svo órækan vott um heilbvigð- an líkama, eins og einmitt tungan. Tungan þarf að vera laus við sérhvern snefil af falsi, óhreinindum og svikum;algerlpga frásneidd lélegu ganini og léttúðar tali. Hrein tunga hefir sagt skilið við alt léttúðar skraf, alt óguðlegt málæði, sem er mjög alment meðal fólks. Hrein tunga er einnig laus við alt ónytju-hjal. Sá, sem á hana, hefir lært þá gullnu reglu, að kunna að þegja, og finna yndi í kyrrlátri gleði, og með því að vera í samfélagi við hinn lifandi, almdttuga guð. HverP Hver skylcii :eita að hinum glat- aða sauði, ef ekki sá, sem mist hefir? Hver hefir mist, ef ekki sá, sem átt hefir? Hver hefir átt, ef ekki sá, sem skapað hefir? Og skáparinn er guð fyrir son- inn. ■« Og guð er sá, sem fyrir soninn leitar að hinum týnda sauði. Tertullían. Aldrei. Aldrei áttu að vinna um megn. Aldrei að tala um yfirsjónir ann- ara. Aldrei áttu að svíkja trygðamál. Aldrei áttu að fara að heiman með óvingjarnleg orð á vörum. Aldrei áttu að hlæja að óförum ann- ara. Aldrei áttu að gefa gjöf til þess að fá aðra gjöf í staðinn. Aldrei áttu að lofa án þess að efna. Aldrei áttu að vera með vondum fé- lögum; sæktu góðan félagsskap, eða vertu einn. Aldrei áttu að hefna þín. Aldrei áttu að vanrækja tækifæri til að láta gott af þér leiða. Brennivínstrúin og kenningarfrelsið. Séra Matthías Jochumsson ritar oft á móti bannlögunum, og að því er séð verður, hefir hann það helst á móti þeim, að þau skerði frelsi manna tíl þess að ná sér í áfengi og neyta þess. Kenningarfrelsið í trúmálum, fyrir aðra en hann sjálfan, á aftur ekki upp á pall- borðið hjá honum. Meðal annars segir hann í síðasta blaði Norðra: »miklu meira eimir eftir af gamalli trúarþrælkun hjá alþýðu en svo, að kenningarfrelsi megi verða leytt í söfnuðunum.« Mjög má hvötin til áfengisnautnar vera rétthá í augum þeirra manna, er svo hugsa, úr því þeir telja hana rétthærri en hvötina til þess að þjóna guði sínum, á þann hátt, sem samvizka mannanna býð- ur þeim helzt að gera það. Nl. 24/9 ’IG. ,.Saga allrar kristninnar sýnir, að hin kristnu trúarbrögð eru í langtum meiri hættu að verða eyðilögð af bandalagi við hið veraldlega vald en af mótþróa og ofsóknum.« Macaulay. Bækur og rit, send »Frækornum«. Guðm. Björnsson: Um áfeng- isnautn sem þjóðarmein og ráð til að útrýma henni. Reykjavík 1910. Kostnað- armaður: Sigurður Eiríks- son. Rit þetta er 93 bls. að stærð, og að efni til er það safn af því, sem Guðm. Björnsson landlæknir hefir ritað og talað um áfengismálið, og síðast í kverinu kemur ritgjörð, sem ekki áður mun prentuð, þar sem höf. segir frá þeim tildrögum, er urðu til þess, að hann fyrir 12 ár- um fór að gefa sig við áfengismál- inu. Enginn íslenzkur mentamaður hef- ir lagt meiri rækt við að fræða þjóð sína um áfengið en landlæknirinn hefir gjört. Og hann talar um mál- ið af læknisfræðilegri þekkingu, sem ekki er hægt að rengja, enda hefir heldur enginn maður reynt að gera það. Andstæðingar bindindismáls- ins og aðflutningsbannsmálsins geta ekki sagt um ritgjörðir landlæknis, að þær séu markleysur, og reynt að »þegja þær í hel«. Og það er ágætt vopti og vel til fallið, í baráttunni á þessum tíma, þegar andstæðingar bannlagamálsins gerast drjúgir í orði og reyna að telja þjóðinni hughvarf í þessu mik- ilsvarðandi máli, að geta lagt í hend- ur þeirra annað eins rit og þetta er, og sagt við þá: »Þið verðið að brjóta þetta vopn, hrekja þessar ástæður, áður en ykkur geti miðað neitt áfram á vígvellinum.« Og vér, bindindis- og bannlagamenn, getum verið rólegir í því efni. En »lng- ólfur« og »Sjálfstjórn« þarf að taka á því, sem þau eiga. Ekki muni af veita. En í einu tilliti megum vér ekki vera rólegir: Vér verðum að vera samtaka höfundi og útgefanda þessa rits í að koma því út meðal al-

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.