Frækorn - 31.01.1911, Blaðsíða 3

Frækorn - 31.01.1911, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 11 ar væri. Ekki er því að neita, að ýmsir meðal gáfuðustu manna heims- ins hafa hneykslast á kristinni trú;og hefir vantrúin heldur ekki sparað að hrósa sér af þeim. Hún hefir talið sig eiga alla skynsemi, allar gáfur, en ánafnað kristninni >alt merglaust og andlega visið.« En þessum slego-judómi vantrúarinnar er líkt farið og hrakspám hennar. Reyndin er öll önnur. Þeir, sem afdráttarlaust játa kristna trú, eru að öllum jafnaði eingu síðri að and- legu atgjörvi en hinir, sem á móti eru, og afburðamenn að gáfum eru að minsta kosti ekki færri í flokki kristinna manna en utan kristninnar. Ef kristin trú væri eins heimsku- leg og óvinir hennar lata i veðri vaka, þá hefði allir skynberandi og hugsandi menn hlotið að forðast hana, hæðast að henni, annaðhvort opinberlega eða í hjörtum sínum. Þá hefði hún hlotið að vera útdauð, hlegin út úr heiminum, fyrir löngu. Því hvað getur staðist til lengdar, sem kemur algjörlega í bága við alla mannlega skynsemi? Hér er það einmitt, sem mótstöðumönnum vorum skjátlast; kristin trú er ekki í ævarandi, óyfirstíganlegri mótsögn við alla mannlega skynsemi. Skyn eða skilningur mannsins er aðeins verkfæri, aðeins augagler eða sjón- auki, er hann lítur gegnum á það, sem fyrir hann ber. Trú hans er augað; jafnvel hjá vantrúarmönnum; því allir menn hafa einhverskonar trú, þótt ekki sé nema á mátt siun og megin. »Ef því auga þitt er heilt, þá mnn allur líkami þinn vera í birtu; en sé auga þitt sjúkt, þá mun allur líkami þinn vera í myrkri; ef því Ijósið, sem í þér er, er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið!« (Matt. 6, 22. 23). Þegar maður lít- ur svo á kristin trúarbrögð og heil- aga ritning ineð sjúka auganu, liinni stórgölluðu, afvegaleiddu, trúarsann- færing sinni, gegnum gler skynsmei sinnar, þá sér hann þar tómar of- sjónir; honum finst þar ekkert vera nema öfgar einar og mótsagnir. En trúaður maður horfii á þesa sömu hluti með augum kristinnar trúar í gegnum gler sinnar skyn- semi, og sér þar samræmi eitt og guðlega speki. Skynsemin er því ekki aflið, sem mestu ræður í sál- um manna, heldur trú þeirra, ein- hverskonar trú, jafnvel hjá vantrú- armönnum. Kristiu trúarbrögð finn- ast þeim tóm heimska, af því þeim finst augaglerið, skynsemin, hafa leitt í ljós ofsjónir þær, sem í raun réttri komu tram í myrkri eigin sálna þeirra. Því er það og, að margir, fjölda- margir, meðal mikilmenna heimsins hafa verið trúaðir, kristnir menn, og hafa alls ekki dæmt kristin trúarbrögð útlæg í nafni skynsemi s;nnar, heldur þvert á móti lagt þeim lið með eigin vitnisburði sínum. G. G. i Sam. MARÍA MAGDALENA. Ritornella. Þegar holdsins ríki rénar, ryður iðranin sér braut; breysk var María Magdalena, mikil var og hennar þraut; Á fœtur Jesú feldi’ hún tárin, fæðði þá með gullnu hári. Á fætur Jesú felldi, hún tárin, föl var hún og hugarsjúk; með líknar-grösum græddi' ’annsárin, góðs er læknis höndin mjúk; smyrslin Jesú sárt ei svíða, særð ei þurfa hjörtu að kvíða. Smyrslin Jesú sárt ei svíða, svíar verkur, undin grær, langt er eigi bata’ að bíða, ben af táradöggin þvær; rótt varð Maríu Magdalenu miskunnar í blíða hlénu. Rótt varð Maríu Magdalenu, — minnug þetta geymdi hnoss; fylgdi Kristi að feigðartrénu, til fóta sat hún hans við kross; iðraninnar ímynd fögur, enga fegri geyma sögur. VALD SANNLEIKANS. Eftir Edvard Wavrinsky. Annaðhvort heyrði eg eða las — fyrir löngu þó — um blóðþyrstan harðstjóra, Austurlanda-höfðingja, er þræll hvatti til göfuglegs verks. Konungurinn hafði unnið sigur í miklu stríði, og liinir herteknu óvinir hans voru færðir bundnir fram fyrir hásæti drotnarans, til þess liann gæti notið þeirrar »ánægju« að sjá óttann á ásjónum þeirra, er þeir hugsuðu um hinn ægilega dauða, sem beið þeirra. Einn hinna herteknu manna krýp-. ur á hné móti násætinu og biður uni náð og vægð. Hann nötraði allur af ótta. Sigurvegarinn naut þessarar sjón- ar með dýrslegri unaðssentd. »Hvers þorir þú að biðja?« hróp- aði liann. »Náð! Vægð! Eg hefi ætíð talað vel um yður hjá höfðingja vorum, þá er hann hafði valdið og ofsótti yður. Eg hefi oft lagt líf mitt í hættu fyrir yður og beðið um vægð til handa yður, þegar þér og menn yðar þurftu þess með.« »Ha! ha! Aumingi, þú óttast dauðann, og þú vilt frelsa líf þitt með fyrirlitlegri lygi.« »Nei, það er sannleikur, sem eg segi yður. Náð! Vægð!«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.