Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 2

Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 2
2 F R Æ K O R N Kærleikurinn. — Nl. Það var einn þeirra átíma gamla sáttmálans, sem furðaði sig á, hvers- vegna þessar þjáningar yrðu að koma. Hann segir: hinum óguð- legu vegnar vel, þeir eru feitir og hafa alsnægtir, en þeir sem ótttast guð eru fátækir, lítilmótlegir og fyr- irlitnir, og þegar eg aðgætti þetta, þá áfeldi eg þig. Eg gat ekki skilið þetta, þangað til eg gekk inn í helgidóminn, þar sá eg afdrif þeirra, hversu þú setur þá á húlku og hversu þeir taka enda með skelfingu, en mér hélzt þú við þína hægri hönd. Sálm. 73. Hann7 varðveitti sín börn á hörmungatímunum; já, einmitt þetta leiddi þau nær lifandi guði. Og eftir að þeir einu sinni höfðu séð, að hann var hinn lifandi guð, gat hann lagt á þá, og á sarna hátt á oss, sem eruvn börn hans, þjáningar í einni eða annari mynd, svo mikið sem hverog einn megnar að béra. Skilur þú þetta af eigin reynslu? Móses segir fólkinu, eftir að það hafði yfirunnið Midíanítana: Alt, sem e!d þolir, skuluð þérláta gaúga í gegnum e!d. En alt, sem ekki þolir e!d, skuiuð þér láta ganga gegnum vatn. 4. Mós. 31, 23. Þann- ig er því varið með herfangið, sem hann tekur meðal hinna sterku og voldugu, að það sem getur hreinsast með eldi, það verður að ganga gegn um eld, og það sem ekki þolir eld, skal hreinsast í vatni. Hann leggur ekki þyngra á oss en vér megnum að bera. Sumir fá að hreinsast í eldi, þeir sem af honum eru fyrir- hugaðir að líkjast mynd hans sonar, svo að hann megi vera frumburður meðal margra bræða. Róm. 8, 29. Su.nir eru það, er hann tekur úr eldsafni hörmunganna, hreina eins og drottins eigið orð, skæra eins og silfur í deiglunni, sjö sinnum hreins- að. Sálm. 12, 6. Þannig Móses. Hvaða vald er það, sem fær hann til að neita að kallast Faraós dóttur- sonur? Hann sér þjóð, sem hafði gefið sjálfa sig guði, til þess að vera hans fólk, leidda inn í þjáning- ar til þess að undirbúast fyrir ríki hans. Guð segir: Esaú gaf eg Seirs- fjall til eignar, en Jakob flutti með sonum sínum til Egyptalands. Jós. 24, 4. Á öðrum stað: Jakob elsk- aði eg, en Esaú hataði eg. Róm. 9, 13. Sannarlega undarlegur kær- leikur! Þegar hinn hataði Esaú fær Seirs frjósömu akurlönd, fær hinti elskaði Jakob að fiýja ti! Egyptalands að þræla þar við tígulsteinagjörð. En guð er kærleikur, og flytur þá burt aftur og leiðir þá um dimmar undarlegar brautir; en hvernig, sem það gengur, og þó þeir virðist ofur- seldir eymd sinni ogvaldi hins vonda, þá leiðir þó guð sitt fólk ti! sigurs. Hvað heldur þú, að Móses hafi séð, þegar hann hafnaði þeirri sæmd að kallast Faraós dótturson? Hann hefir séð guðs kærleika í Jesú Kristi, og með honum, Kristi, vill hann líða. Það var guðs kærleikur í hinum krossfesta f/ælsara, sem guð opinberar fyrir honum, og hann sá að ætti hann að geta skilið og fá meðtekið í hjarta sitt þenna kær- Icika, þá varð hann að beygjast gegnum þjáningar fyrir Krists sakir. Móses vildi heldur líða ílt með guðs fólki, en njóta skammvinnrar ánægju syndsamlegs munaðar, og áleit það meiri ávinning að líða vanvirðu Krists, en alla Egyptalands fjársjóðu, því hann leit til Iaunanna. Hebr. 11, 25. Þegar Mikka stóð frammi fyrir Akab konungi,og allir hinir spá- mennirnir sögðu: legðu til orustu, þér mun heppnast, og hann einn sagði: legg þú ekki til orustu, því eg sá allan ísrael tvístraðan, eins og sauði sem engan hirði hafa á fjöllunum, og guð hefir sent lyga- anda í alla þessa spámenn. — Hvað var það, sem veitti spámanninum þrek til að tala og vitna, þó hann vissi, að kgnungurinn mundi fyrir það setja hann í myrkvastofu og fæða hann á vesaldar brauði og vatni? 1. Kon 22. Hvaða vald er það, sem knýr sannleikann fram af vörum hans? Það er guðs kærleiki, sem hann sá opinberaðan í hinum þjáða Messías. Kærleiki Krisís þving- ar oss. Með því vér ályktum svo, að ef einn er dáinn fyrir alla, þá séu þeir allir dinir, 2 Kor. 5, 14. Og þegar Esajas stendur einn framrni tyrir fólkinu, er snúist hafði til skurðgoðadýrkunar, og býður því að koma, hótandi því útskúfun frá guði á himnuni, ef það snéri ekki aftur, þá fær hann fyrir eigin reynslu að vita, hvað það er að líða mcð Kristi. Gg þegar hann af frjálsum vilja gengur út í kvalafulla’i dauða — livað ætli það sé, sem styrkir hann í öllum þessum ógurlegu hörm- ungum, ef ekki það, að guð leyfði honum að sjá harmkvæla-manntnn, sem vatiur var við þjáningar, iíða fyrir misgjörðir fólj^sins, og verða syudafórn fyrir það? Es. 53, 3. 8. Ótti er ekki í elskunni lieldur útrekur fulikomin elska óttann. í því sýnir sig, að elskan með oss er fullkomin, aðvérhöfum djörfung á degi dómsins. Kærleikurinn hefir þrengt sér inn hjá oss, og vegna þess hefir einriig óttinn, eitt skifti fyrir öll verið rekinn burtu frá sjálf- um oss. Þú ottas* að deyja, og það er eðlilegt, en þú óttast ekki dóminn, því vér vitum, að vérhöf- utn eilíft líf og komum ekki til dómsins. Kærleikurinn hefur kent oss, að það er > óbrigðull'sannleikur orðið, sem Jesús sagði: hver sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.