Frækorn - 01.04.1912, Blaðsíða 2

Frækorn - 01.04.1912, Blaðsíða 2
18 F R Æ K O R N til ykkar aftur. Við viljum koma aftur! Átti hann ekki að koma ein- samall aftur? Ouð hafði sagt: tak son þinn og offra honumsem brenni- fórn. Ekki svo að skilja að Abra- ham vildi koma sér undan að hlýða, en hann bar í brjósti sér eilífðar- vonina, og gegnum dauðann sér hann fram til upprisunnar. Hann vissi, að guð megnaði einnig að reisa upp frá dauðum. (Hebr. 11, 19.) Þannig hugsaði hann, þegar hann sagði við þrælana: bíðið hér meðan eg og sveinninn förum og biðjumst fyrir og komum svo aftur. En á meðan þeir ganga þarna, er annar, sem einnig er hugsandi um förina, og það er sonurinn. Ætli Isaak gruni, að hann sjálfur sé út- valinn til að vera fórn? Hann segir: sjá, hér er eldurinn og við- urinn, en hvar er sauðurinn til brennifórnarinnar? Abraham hafði ekki kjark til að svara: Þú ert sauðurinn til brenmfórnarinnar. En ef til vill, hefir rödd hljómað f brjósti Abrahams, að sá sonur, sem öll fyrirheitin skyldu uppfyll- ast í, ekki ætti að líða dauðann, þó faðir hans yrði að fórnfæra honum, og með undanfærslu svarar hann: guð mun sjá fyrir sauð til brenni- fórnarinnar. Og guð gjörði það. Þegar Abraham hafði auðsýní algjörða hlýðni, bygt aitarið og lagt soninn á það og tekið hníf- inn, til að slátra honum, þá aftrar guð honum fráað framkvæma áform sitt og sýnir honum hrút, sem hékk á hornunum í runni nokkrum, og Abraham tekur hann og framber guði sem fórn. Og á öllum tímum í sögu mann- kynsins er spurt: hvar er sauður- inn tii brennifórnarinnar? í sögu ísraelsmanna mætum vér sífelt þess- ari spurningu, og sömuleiðis í sögu sjálfra vor. Vér höfum spurt: hvar er sá, sem oss á að flytja frelsun? Hvar er fórnin? Hvernig eigum vér að verða hluttakandi í því, sem friðþægir fyrir heimsins synd? Þegar Isaak spyr: hvar er sauður- urinn til brennifórnarinnar, þá gef- ur guð lambið. Áður var það orðið augljóst fyrir hjarta Abrahams, að guð sér um þáð, sem á að leggja á altarið, þannig hafði fólk hans einnig fengið að reyna, eins og postulinn segir, að þessi von bjó svo lifandi í hinum tólf kyn- þáttum, að þeir, til að öðlast fyrir- heitin, óaflátanlega þjónuðu guði nótt og dag. (Pgb. 26, 6—7). Þessvegna þegar ísraelsmenn spyrja: hvar er sauðurinn til brennifórnar- innar, þá svararguð: hérerlambið. Vér skulum líta á nokkra staði í gamiatestamentinu, hvernig guð með ýmsum atvikum gefur ísraeis- fólki þetta svar. Hann lætur það fyrst verða þræla í ókunnu landi, lætur þá koma til Egyptalands og dvelja þar fjögur hundruð og þrjátíu ár, en ákveður svo að leysa þá út, — og á hvern hátt er það, að hann frelsar þá, ef ekki með þessu 1 a m b i ? Vér lesum: Drottinn mælti við Móses og Aron í Egyptalandi, og sagði: Þessi mánuður skal vera yður höfuðmánuður, hann skal vera fyrsti mánuður ársins hjá yður. Tal- ið til allrar alþýðu ísraelsmanna, og segið: á tíunda degi þessa mánað- ar skal hver húsbóndi hjá yður taka lamb fyrir sitt hús, eitt fyrir hvert heimili. En ef ekki er svo mannmargt á heimili, að upp fái etið lambið, þá taki hann með sér bónda þann, er næstur honum býr, eftir manntali, svo að þér skuluð ætla svo marga til lambsins, að þeir fái upp unnið. Það lamb, sem þér hafið til þess, skal vera ann- markalaust, hrútlamb og ársgamalt, og má vera hvort er vill ásauðar- lamb eða hafurkið. Þetta lamb skuluð þér varðveita til hins 14. dags þessa mánaðar, þá skal því slátra á samkomu allrar alþýðu ísra- elsmanna millum tveggja aftna. Þá skal taka nokkuð af blóðinu og ríða því á báða dyrustafi og dyra- tré þeirra húsa, þar sem lambið er etið. Blóðið á þeim húsum, þar sem þér eruð, skal vera yður sem teikn; eg mun sjá blóðið og ganga fram hjá yður (2. Mós. 12, 1—7. 13.). Vel gátu þeir hugsað um þær niundir sem þeir voru seldir sem þrælar í Egyptalandi, að guð væri búinn að yfirgefa sitt fólk, en þó leiðir guð það burt þaðan. Og alt, sem þeir höfðu brotið á þess- um tíma, er á einu augnabliki af- máð fyrir blóðið. Hann leiðir þá frjálsa yfir um rauða hafið, en fyrst á að slátra lambinu, fyrst á að rjóða blóðinu á dyrustafina, og þeg- ar guð kemur og sér blóðið, þá veit hann, að hér er hans fólk, og morðengillinn fer franr hjá. Og þetta fólk, sem rjóðaði blóði lambs- ins á dyratré sín, gengur þurrum fótum yfir um hafið, þarsem óvin- irnir sökkva til þess aldrei að sjást framar. Frh. Gleðin. Gleði þín verður að koma frá glöðu hjarta — hjarta sem þvegið er í lindinni, er hreinsar frá allri synd, hjarta sem hefir gefið sig Kristi. Hlátur þinn og bros sé ekki tómlegt, eins og vér sjáum oft. Með öðrum orðrum, það verður að vera ljós innra með oss, sem er svo sterkt, að það uppljómar augun. Setjum svo að tíu menn, er vana- lega fara skemtigöngu eftir vissri götu, á hverjum degi ganga þar með glöðu yfirbragði, þar eð hjörtu þeirra eru full fagnaðar, og þú skalt

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.