Frækorn - 01.04.1912, Blaðsíða 7

Frækorn - 01.04.1912, Blaðsíða 7
F R Æ K O R N 23 Þá mun söfnuðinum vegna vel og vinna guðs ríki gagn hér vor á meðal. Það skal tekið fram, að þessi umrædda yfirdrotnun hinnar útlendu sambandsstjórnar er ný í reyndinni; yfirstjórnin hefir aldrei fyr en nú viljað taka af hinum einstöku söfn- uðum frelsi til þess að kjósa for- stöðumenn sína, og sambandið held- ur annarsstaðar þeirri reglu, að launa ekki úr sínum sjóði forstöðu- menn safnaðanna. Starfsmenn sam- bandsins (trúboðarnir) eigaað vinna að útbreiðslu flokksins, en ekki get- ast forstöðumenn hinna einstöku safnaða. Forstöðumenn safnaðanna eru alment kosnir úr söfnuðunum sjálfum, en eigi sendir þeim af sambandinu. Máli þessu til frekari skýringa set eg hér þrjár blaðagreinar sem ný- lega birtust í Reykjavíkurblaðinu »Vísir«: Adventistar I Reykjavík. 1. 5. aprí 1912. Menn mun reka minni til þess, að brot úr söfnuði D.Östlunds hér í Reykjavík sótti í des. 1911 um konunglega staðfestingu á nýkomn- um trúboða, Olsen að nafni, sem safnaðarforstöðumanni í stað Öst- lunds, en Olsen var synjað um staðfestinguna, enda var það sjálfsagt, þar sem söfnuðurinn í heild sinni tekið alls ekki æskti eftir skiftum á forstöðumanni. Hve marg' manna var með í þessu uppþoti, er ekki vel hægl að sjá, því að leíðtoginn fór leynt með a!t þar að lútandi, en þó er kunn- ugt orðið, að á fundi, er safnaðar- brotið hélt 25. nóv. 1911, voru viðstaddir um 16 manns, og af þeim kusu 13-15 (konur og karlar) Olsen fyrir forstöðumann. En í umsókninni til stjórnarráðsins dags. 5. des. 'll segja umsækjendurnir ósatt frá tölu brotsins Þeir segja að »hér um bil 23 meðlimir hafa í einu hljóði samþykt (nefndan dag, 25. nóv.) að br. Olaf J. Olsen þjóni sem formaður þeirra.« — Hefðu umsækjendur viljað satt segja um fylgið 25. nóv., þá hefðu þeir sagt: »hér um bil 15«, en hærrt töluna virðast þeir hafa búið til með því að telja nokkra utanbæarmenn með, sem búsettir eru langt fyrir utan safnaðar-svæði Reykjavíkur og ekki voru hér staddir ^nefndan dag 25. nóv.«, og gátu þá alls ekki kosið Olsen. Auk þessa er um- sóknin vítaverð af því að hun var tilraun til að fclla D. Östlund frá stöðu, algerlega ábakviðhann. Því fór sem fór. Olsen var synjað. Östlund hélt forstöðunni. En ekki voru fráhvarfsmennirnir samt af baki dottnir. Þeir byrjuðu á nýju.n leik og sendu 21. febr. þ. á. kæru til stjórnarráðsins, þar sem þeir meðal annars báru þá sök á Östlund, að hann hefði—tekið nokkur hundruð eintök árganga af blaðinu >Frækorn« frá adventistum áNorð- urlöndum, og er þessir árgangar brunnu 22. jan. '10, hefði Östlund látið brunabótafél. Norge greiða sér andvirði þeirra. Nú fóru kærendur fram á það, að stjórnarráðið svifti Östlundhinnikgl. viðurkenningu sem forstöðumaður, en veitti hana Olsen. En þegar til Östlunds kasta kom, þá gat hann gefið stjórnarráðinu þær upplýsingar, að hann hafi verið og sje, einn eigandi blaðsins »Frækorn« og þetta studdi haun með bréfi frá sjálfum yfirmanni s. d. aðventista á Norðurlöndum, J. C. Raft, þar sem Raft segir skýlaust, að Frækorn« síu eign Östlunds. Kæra þessi féll því niður. Og öll önnur kæruatriði voru líka þess eðlis, að þau gátu enga ástæðugefiðtil málssóknar gegn Östlund eða til þess að svifta hann forstöðu safnaðarins. Nu er þá líka þessi tilraun gegn Östlund að engu orðin. Stjórnarráðið hefur 3. þ. m. sent Östlund svo- látandi úrskurð viðvíkjandi kær- unni: Stjórnarráð fslands, Reykjavík 3. apríl 1912. Að þartil gefnu tilefni skal yður til vitundar gefið, að stjórnarráðið hefur ekki fundið ástœðu til þess að fyrirskipa réttarrannsókn gegn yður í tilefni af kœru frá stjórn safnaðar nokkurs adventista íReykja- vík dags. 21. febr. þ. á. F. h. r. Kl- Jónsson Éggert Bríem. D. Östlund heldur framvegis kgl. staðfestingu sem forstöðumaður safnaðarins. Veri má, að Olsen fái líka staðfestingu, sem hann kvað óska mjög eftir, en það verður þá fyrir nýan söfnuð, og fráhvarfsmenn- irnir verða þá að segja sig hrein- lega úr söfnuði Östlunds. Hvert álit söfnuðurÖstlunds sem heild hefir á forstöðumannsstarfi hans, sjest á eftirfarandi yfirlýsingu, sem samþykt var í einu hljóði á aðalfundi safnaðarins, 4. jan. '12: »Söfnuður s. d. adventista íReykja- vik teiur sér Ijúft að votta hinum núverandi forstöðumanni, D. Öst- lund, fylsta traust sitt og óskar þess, að söfnuðurinn njóti forstöðumensku hans sem lengst^ Samkomu'iiúsið »BeteI« bygði D. Östlund á eigin kostnað árið 1905, eftir áð stjórn flokksins á Norður- löndum lét undir höfuð leggjastað efna skýlaust loforð um byggingu samkomuhúss í Reykjavík á kostn- að Norðurlandasamoands s. d. adv. Síðar vildu adventistar ytra samtná eignarhaldi á þessu húsi, og árið 1906 afsalaði Östlund sér húsinu til flokksins í Danmörku gegn ein- um 2000 kr. sem borgun. Húsið var virt rúm 7000 kr. Veðdeildar- skuld, sem á húsinu hvíldi, hafði s. d.a.söfnuður i R.víktekið aðsér,að greiða gegn frjálsum afnotum hússins. En nú er þessum söfnuði neitað um afnot hussins, og hinn löglegi forstöðumaður þessa safnaðar, D. Östlund, má þar engasamkomu halda. — — Svona getur ofstækin far- ið með menn. * * Upplýsingar þær, sem birtar eru hér að framan, hef eg látið Vísi í té. Stöðugur rógburður síðustu mánaða

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.