Frækorn - 01.04.1912, Blaðsíða 8

Frækorn - 01.04.1912, Blaðsíða 8
24 F R Æ K O R N hefur gjört það nauðsynlegt að eg gæti látið almenning vita eitthvað um þetta má), þótt mér hinsvegar þyki það ákaf- lega sárt vegna trúbræðra minna, sem hafa beinst á þennan hátt gegn mér Reykjavík 4. apríl 1Q12. David Östlund. II. 8. apríl. Klagandans heyrðu sögn., um sinn, síðan aðgæt hvað talar hinn, segir hið alkunna, íslenska sálma- skáld H. P. Því, sem hefir verið skrifað um s. d. adventista í »Vísi« og öðr- um blöðum hér í bænum, mun verða svarað grein fyrir grein, þeg- sa formaðurinn fyrir Norðurlanda- armbandinu, hr. J. C. Raft kemur hingað í sumar eða í haust. Eg vil þess vegna biðja almenning um að bíða og dæma ekki í þessu mál- efni, fyr en hann hefir heyrt frá báðum hliðum; og ef eg hef lært að þekkja íslendinga rétt, svo munu þeir gera það með ánægju. Því, sem snertir mig persónu- !ega mun verða svarað þá um leið; því eg vil ekki svara nokkru nú, og að öðru sé ósvarað. Ef þess vegna skyldu koma fleiri svertandi greinir, þá verður því öllu svarað seinna. O. J. Olsen. III. 9. apríl. »Klagandans heyrðu sögu' um sinn«, þ. e. stjórnarráðið og mikill hluti Reykjavíkur bæar heyrðu hana. »Klagandinn« bar upp margs konar óhróður um mig. »Síðan aðgæt, hvað talar hinn«, þ. e. hinn áklagaði; hann gerði grein fyrir sínu máli svo vel, að stjórnarráðið úrskurðaði, að alls ekkert tilefni væri til máis- sóknar gegn Östlund. Frá þessu er sagt í »Vísi« 5. þ. m. og úr- skurðui stjórnarráðsins þar birtur. »Aðgæt« vel þá grein. Olsen treystir sár ekki til að bera fram eitt einasta orð sér til varnar í þessu máli og biður um frest þangað til »í sumar eða í haust«. Úr því svo er kotnið, að hann ge'ur ekki nú þegar gert hreint fyrir sínum dyrum, þá ætla eg mjer ekki að skrifa meir um hann að svo stöddu. En þó skal eg taka það fram, að ekki muni honum of gott að setja traust sítt til hr. Rafts, sem hann nefnir, því að framkoma hans gagnvart mér hefur verið þannig vaxin, að hann mun hafa ærið nóg með að svara fyrir sjálfan sig, áður en hann fer að verja þá menn hér, sem farið hafa með rógburð gagn- vart mér. íslendingar þekkja mig talsvert, og eg þekki þá svo vel, eftir nærri 15 ára dvöl hér á landi, að eg veit, að enginn heiðarlegur maður mun hér cftir leggja trúnað á ósannaðar óhróðurssögur um mig, eftir því sem nú er fram komið. »Klagandinn«, hr. Olsen, tekur sjer vonandi hvíld .frá »sögum« sínum úr þessu. Og hann ætti auðvitað að gera það, þar eð hann engar sannanir færir fyrir máli sínu. Hann ætti líka að geta haft eitt- hvað annað og nytsamara að gera en að eiga við þessar sögusagnir, sem ekki heppnast betur en reynd er á orðin. David Östlund. SIMSKEYTI Sjcrstætt tilboð! Vjer gefum 2000 kr. í verðlaun! Til pess að kynna vörur vorar hvarvetna, gefum vjer hvej- um þeim, er kaupir hjá oss: Anker-Remontoir Karl- eða kven-úr eða einhvern annan verðmætan hlut með því skilyrði að pöntun fylgi á ágætlega eftirgerðri Diana gullkeðju ogjafn- framt kr. 1.65 með póstávísun eða í frímerkjum. Sendingin fer með fyrsta pósfi. 3<luxv\S eJVw aS ^vevvx ^etvdwau J^au kawpau^t úx eSa axvuax \jevívcv»Wx xvlut- uv. Seud\uavu ev ^etvd ófeeu,?\s. MT Hinn stóri skrautverðlisti vor yfir allar vörur tegundir fylgir hverri sendingu Skrifið þegar: C. Christensens Varehus Saxogade 50, Köbenliavn V. Stofnað 5. Stofnað 1895. Gefins og kostnaðarlaust er vor stóra verðskrá Nr. 24 send Hún er með um 3000 mynd- um af búsáhöldum, verk- færum, stálvörum, vopn- um, hljóðfæum leðurvör- um, úrkeðjum, brjóstnál um, silfursmíði, pípum o.fl. Einfaldasti mátinn er að kaupa vörur sínar með póstinum. Lesið verðlistann og sje þar eitthvað sem þjer þurfið á að halda, þá biðjið nm það á brjefspjaldinu sem hon- um fylgir. Líki yður vörurnar hald- ið þjer þeim, búið annars vel um þær og sendið oss aftur. Skrifið eftir verðlistanum og hann verður sendur yður gefins. S,d.Aðventistar. Fyrsti söfnuður. Opinbera samkomu heldur David Östlund á sunnudag kl. 6lf2 síðd. í Samkomusalnum í Berg- staðastæti no. 3 (húsi hr. Ásgr. Magnússonar). Allir velkomnir.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.