Frækorn - 01.04.1912, Blaðsíða 3

Frækorn - 01.04.1912, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 1Q sjá, að þeir hafa áhrif á aðra. Gleðin iæsir sig til annara. En glöðu and- litin eru undantekning. Oættu að tuttugu fyrstu andlitunum, er þú mætir á götunni, og þú munt sjá, aðtíuafþeim hafa ömurlegt, strangt niðurbeygt, háðslegt eða óstaðfestu- legt útlit. Hér er starf fyrir trú- boðann. íklæð þig sjálfan huggun fagnaðarerindisins. Leyf honum, er huggaði Maríu og Mörtu, er þær höfðu mist bróður sinn, honum, sem hugsvalaði Abraham eftir missir Söru, honum, sem enduniærði hið hrelda hjarta Davíðs, er hann misti son sinn, honum, er gaf Jóhannesi að syngja lofsöngva, — þegar hann var útlægur gjör til hinnar eyði- legu Patmus en varð þótil hamingju mörgum þúsundum óhamingjusöm- um og ofsóttum — leyf honum að gefa þér af sinni himnesku auð- legð. Leyfðu honum að verða að fullu og öllu ráðandi yfir eðlisfari þínu, og þú skalt verða til blessun- ar fyrir alla, sem mæta þér. Marg- ur, er á við erfiðleika að stríða í Iífinu, er fóttroðinn og verður fyrir álýgi, mun segja: Fyrst þessi maður er sæll, þá get eg líka verið það; getur verið honum hafi mæít sár reynsla eins og mjer, og þó fetar hann veg sinn með því andliti, er í hverjuni drætti ber merki gleði og himinsfriði. Hví harma eg þá? Þar sem hann öðlaðist fögnuð sinn get eg fengið minn. »Hví ertu svo niðurbeygð, mín sál! og óróleg í mér? bíð þú guðs; því eg mun enn þakka honum, mínum frelsara og mínum guði«. Talmage. — Einn geisli af kærleika guðs eitt leitfur af Krists hreinleika, sem gagntekur sálina, sýnir sérhvern blett syndarinnar, og auglýsir spillingu og andlega fátækt mannsins. Blessun ungbarna. Eftirfarandi sönnu og íhugunar- verðu orð segir dr. theol.og prófessor August Hahn í bók sinni: »Lehrbuch der chrislichen GIaubens«: »Ef vér viljum stranglega fylgja hinni postullegu meginreglu, þá ættu ungbörn samkvæmt innsetningu og eftirmynd frá Jesú og postulum hans að vígjast meða blessun (Matt. 18, 15 fg. sbr. Mark. 10, 14. og Lúk. 18,15. fg. sbr. 1. Kor. 7. 14), en einungis fullorðnir menn að verða skírðir, þá er þeir eru komnir til viðurkenningar á nauðsyn sáluhjálp- arinnar og hvað þurfi til þess, og í sannleika trúa fagnaðarerindinu«. Því ekki að fylgja þessiri »megin- reglu« ?— Biblían í Kína. Fyrir hundrað árum síðan voru engar líkur til að íbúar Kína, 400 miljónir manna, gætu átt kost á að kynnast guðs orði. Nú eiga þeir alla biblíuna á sínu eigin móður- máli, og fyrir starfsemi biblíufélags- ins eru ýmsirkaflar biblíunnardreifðir út um nærri því öll héruð þessa risavaxna ríkis. Biblían í Kína hefir orðið að þola helmingi meiri smán, hatur og fyrirlitningu, heldur en nokkur önnur bók, sem eg þekki. Ef guð talaði ekki sjálfur í þessari bók, og ef ekki væri þrá í hjarta hvers eftir þessum guði, þá væri fyrir löngu útgjört um biblíuna í Kína. Hvað viðvíkur mínu eigin trú- boðs-starfi, Manschuríu, þá er ávöxt- tirinn af útbreiðslu biblíunnar sá, að trúboðinn hefir unnið hylli al- þýðumannsins. Fyrir 25 árum var því öðruvísi háttað. Þegar vér um þær mundir vorum á ferð utn Manschuríu, var mjög örðugt að fá næturgistingu, já, vér urðum að vera mjög varkárir, ef ekki átti að verða upphlaup eða blóðsúthellingar. Það var nærri því ómögulegt aö fá hús til leigu. Eg man eftir að í eitt skifti ráku þeir mig út frá gististaðnum, og eg varð að vera um nóttina hjá svínahjörðinni. En þegar eg fimm árum síðar kom í sama bygðarlag, tók fólkið af öllum stéttum á móti mér, og gjörðu mig að heiðursborgara. Nú er maður boðinn velkominn gestur alstaðar. Kristnir Kínverjar Iesa miklu kapp- samlegar biblíuna sína en margir vor á meðal. Flestir hafa auðvitað heldur ekkert annað að lesa í, t. d. engin dagblöð né skemtibækur, sem eyðir svo miklu af okkar góða tíma sem betur væri varið til lesturs guðs orða; þeir hafa ekki heldur þús- undir annara skemti-rita, sem oft væru betur ólesin. Vorir kristnu Kínverjar eiga að- eins eina bók, og í henni lesa þeir nótt og dag, heima og á ferðalög- um. Já, rnargir þeirra, ef til vill fjórði hlutinn, hefir lært að lesa eingöngu vegna biblíunnar, og þann- ing styðst hin almenna mentun í Kína, að miklu leyti við biblíuna. En fólkið les hana ekki að eins, heldur líka lærir mikið af henni utan bókar. Eg þekti blindan mann, mann, sem kunni alt nýjatestamentið utan bókar svo vel, að þó hin helga bók væri tekin burt úr heiminum gat hann lesið hana upp eftir minni orð fyrir orð. Þessi blindi maður Tschany — með djúpri sorg og þó með gleði segi eg það — ber nú píslarvættis-sigurkórónuna. Ofsókn- arárið 1900 var heimtað, að hann afneitaði Kristi, og fórnfærði til af- guðanna. Hann neitaði að gjöra það, og þeir hjuggu af honum höfuð- ið. Minning hans mun ætíð vera til blessunar i Manschúríu. W.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.