Frækorn - 15.12.1912, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.12.1912, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N 85 Hjer í trúnni vjer lítum þá blessuðu borg þar blasa við eiiífðar sól, þar til hátígnar-stólnum vjer stöndum þar hjá, |: og stöðvað er tímanna hjól :| þar til hátignar-stólnum o. s. frv. Ó, hve sæluríkt verður við söngvahna hljóm, öll sorgin þá liðin er hjá, • þegar ástvini vora, sem unnum á jörð, :| þar aftur vjer fáum að sjá, :j þegar ástvini vora o. s. frv. (J J þýddi). Þar er Jesús, vor bróðir, sem bar vora synd, í bústaðnum himneska þeim. Hann á kórónum heldur að krýna oss með, [: þá komum vjer frelsaðir helm. :| Hann á kórónum heldur o. s. frv. kvið móður minnar og fæðast ? Sann- arlega ekki, því hin náttúrlega fæð- ing er skeð, og verður ekki 4end- urtekin. En þú verður að fæðast ofan frá, ef þú vilt komast inn í þami heim, sem er hjer efra; því, til þess, að öðlast líf og tilveru í æðra heimi verðúr þú að fæðast í hann. Hvernig má þetta ske? Jestis svaraði: Enginn hefur stigið upp til himins, nema sa, sem niður stje af himni, mansins sonur, sem er á himni. Jóh. 3. Ef þú, Niko dernus, vilt koma þangað upp, þá er hjer sá, sem er kominn til að flytja þig þangað. Þú verður að gefa sjálfan þig mjer á vald, þá mun jeg koma þjer þangað. Jeg skal meðtaka þig og láta eðli mitt gagntaka þig og endurskapa þig, og í mjer skaltu flytjast inn í eilífð- arríkið. Þegar vjer leggjum oss sjáifa í Jesú hönd, samrýmumst vjer honum, svo hans guðdómlegu lög og kraftur gagntaki oss. Þegar vjer sáum frækorni í jörðina, deyr hýðið, en lífið læsir sig út og tek- ur inn í sig dauðu moldina alt um kring. Og þegar vjer sjáum trjá- stofninn, greinar, blöð og blóm, þar sem lífskraftarnir þróast í, þá sk Ijum vjer, að dauða náttúran hef- ur flutst í æðra veidi og lífskraftur- inn eykst. Þannig hefur guð sent hingað niður Iífs-fræ, sem út- þenur sína blessandi lífskrafta til vor og tengir þá fast við móttak- endur, og veita þeim nýtt líf, því öllum sem meðtóku hann, gaf hanii kraft til að verða guðs börn, þeim, sem trúa á hans nafn. Jóh. 1, 12. Og, að lokum, þeyar guð hefur fullþroskað hið mikla víntrje sitt, má endurþekkja þar hans son, Jes- úm, sem stofninn,og þeir, sem trúðu á liann. sem greinarnar, inyndaðir úr dauða efuinu, en p'antaðtr á hon- um og hluttakandi gjörðir í lífi hans. Hvíldardagsmálið. Nokkrar athuganir við rit Mi. C. H. Cox: »Vi/lukenning s. d. adventista*. • Rvík 1912. X. Hvíidardagur nýa sáttmálans. Mr. Cox er sífelt að tala um sunnudaginn að hann sje hvíld- ardagur nýa sáttmálans, en hann gleymir því, að sýna fram á nokk- urt einasta orð í heilagri ritningu sem kennir þetta. Ef mr. Cox kemur með einn einasta stað úr ritningunni, sem kennir oss það, að sunnudaguriun sje af guði eða Kristi settur hvildardagur í stað sjöunda dags vikunnar, þá getur hann verið viss um, að geta útrýmt »hvíldardeginum gamla«; en hann veit það ofurvel, að slík orö finnast ekki í biblíunni. XI. Drottins. dagur. Cox vitnar í Op. l,10ogsegir, að »heilagur andi nefni greinilega« þar sunnudaginn »drottins dag<. En þetta er rangt. Ekkert orð í Opinberunarbókinni gefur til kynna, að t kap. 1,10 sje átt við sunnudaginn. Það var Sylvester páfi (314—335) sem breytti nafni sunnudagsins og gaf honum nafn ið »drottins dagur«, svo að Jó- hannes gat ekki átt við neina slíka málvenju í þessu tilliti á 1. öld. Sje svo, að Jóhannes eigi' við vísan vikudag í Op. 1,10., þá út- skýrir ritliingin orðtækið á þann hátt, að »drottins dagur< er hvíld- ardagur drottir.s, hinn sjöundi dagur. Sjá 2. Mós. 20, 8-10; Esajas 58, 13. 14. Hið sennilegasta viðvíkjandi orðtækinu »drottins daguroOp. 1, 10. er. það, að átt sje við >dóms- ins mikla dag,« sem postulinu Pjetur eins og svo mareir aðrir höfundar nefna þessu nafni. En »dagur drottins muin koma sem þjófur á nóttu« (2. Pjet. 3, 1.).

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.