Frækorn - 01.04.1913, Síða 7

Frækorn - 01.04.1913, Síða 7
F R Æ K O R N 31 til að hefna sín, virðingjargjarn og óástúðlegur. En hann opnaði hjarta sitt fyrir vináttu Krists, Ieyfði hinum heilögu áhrifum eins og sólskini að streyma inn í sig. Og það um- breytti honum. V. Farsæl þjónusta. Meðal hinna mörgu göfugu eig- inleika, sem guð hefir gefið oss, er sá einn, að vjer höfum sjerstakan áhuga á, að þjóna og gjöra gott; það er gleði vor og ánægja. Mað- ur er sæll af því að hjálpa fátækum, umkomulausum og þurfandi. Það er nautn fyrir menn sjálfa, að auð- sýna öðrum góðgjörð. Menn eru sælir af því að gjöra aðra sæla, En þessum göfuga eiginleika er eins og öllu góðu hætta búin, að saurgast. Hann getur flekkast af óhreinum hvötum,svo sem sjálfselsku, sjálfshælni, metnaðargirnd o. fl. því- líku. Og ef þetta fær að komast inn og hella beiskju sinni í hið hreina líf, spillir það ávöxtunum; þeir missa heilbrigði og kraft, er þeir að öðrutn kosti veittu, og tapa fegurð sinni. Mættum vjer því frelsast og hreinsast frá þessari og allri annari saurgun og óhreinind- um. Þegar guð i sannleika fyllir hjarta vort, þá er oss sönn gleði að þjóna öðrum með þeirri gáfu, sem oss er af guði gefin, og oss finst það raunalegt, að fá ekki eða geta ekkí veitt þjónustu. Sje þjónustan þegin og vel metin, þá eykur þaö gleðina, svo bæði þjónustu-veitandi og þeir, sem hann þjónar, geta glaðst í sam- einingu. En fari svo, að menn fái að laun- um fyrir óeigingjarna og sjálfsfórn- andi þjónustu hniðrun, álygi og smán, þá reynist ágæti trúarinnar og kærleikans; þá sýnir sig, hvað vjer höfum lært af jesú. Þá er oss gjarnt að fmnast og segja: þetta eru vanþakkir og ranglát laun — já, mörgum verður að segja, að það sje hrópandi ranglæti! Og guðs orð segir það einnig. — En sjáið, þetta er mjói vegurinn, em Jesús gekk á undan; það eru fótspor Jesú og sá vegur liggur ekki ti! glötun- ar — mei, hann leiðir til heiðurs og vegsemdar, þangað sem Jesús er á undan farinn. Og aðgættu, að það er einmitt þangað, sem hann vill nú leiða sína trúu — einnig þig og mig. Ó, drottinn gefðu mjer, visku og kraft, kærleika og þolgæði, til þess eins og þú, að ganga þennan veg án möglunar, þar til fagra og dýrðlega takmarkinu er náð! N. P. T. Af guði fæddur. Hernig vjer getum vitað, hvort vjer erurrt fædcfir af guði eða ekki, sjest af eftirfarandi orðum úr 1. brjefi Jóhannesar postula. »Hver, sem rjettlæti stundar, hann er af honum (guði) fædd- ur« (2, 29.). »Hver sem af guði er getinn, drýgir ekki synd.« (3, 9). »Hann getur ekki syndgað, því hann er af guði getinn,« (3, 9). »Hver, sem elskar, er af guði fæddur®, (4, 7). »Hver, sem trúir. að Jesús sé Kristur, er af guði fæddur,« (5, I). »Kristur er af guði fæddur«, (5, 1). »Alt, sem af guði er fætt, sigr- ar heiininn.* (5, 4.). Einhver hefir sagt: »Yfir dyr himnaríkis vhefir Kristur skrif- að handa öilum trúuðum: »fæð- ing«. Hinn óendurfæddi Krists-ját- andi getur ekki sigrað heiminn, þvf hugsun hans tilheyrir heim- inum, þó nafn hans sje skráð í kirkjubók. Hinn óendurfæddi getur syndgað, því það er hans eðli og löngun. Hinn endurfæddi getur fallið í synd — orðið á að syndga, en það er óeðlilegt ástand, sem hann reynir að frelsast úr. Hinn óendurfæddi vill helst lifa holdlegu lífi — hinn endurfæddi vill losast við hyggju holdsir.s ÍTeistar. Hvað á loks að verða úr oss, »kristnum að kalla«, sem erum svo ofmettir af trúarbragða-regl um, og skrafi urn Krist, að Krist- ur sjálfur hjá almenningi missir gildi sitt, sem lífsins brauð. Með- an heiðingjarnir í ákafa seíjast tii borðs í náðarríki guðs velgir yfirskins kristnina við hinni rik- ulegu fæðu. Guð tekur sínar gjafir frá þeim síðamefndu og veitir heiðingjum. »Jeg þekki verk þín«, segir guð; hann hef- ir viðbjóð á hálfvelgjunni. »Trú, von og kærleikur«, segir guð. »Þekking verk og lofstýr manna<, svarar kristnin. Mitt í öllu þessu á guð þó trúar eftirleifar, sem eru máttarstólparnir í fjelagsheildinni. Eyrirlíttu smjaður, en dragðu ekki að launa liið góða þangað til eftir dauðann. — Stríðið við hið Holdlega eðli er þyngsta baráttan, sem háð er nokkru sinni. — Einn reyndur vinur er beiri en tveir nýir.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.