Gjallarhorn


Gjallarhorn - 28.03.1911, Síða 1

Gjallarhorn - 28.03.1911, Síða 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stefánsson. • • • •♦••••♦•••• ••• V, 14. * • • ♦• ♦♦♦-••♦♦-♦• ♦♦•♦•♦• •-♦-•■♦- Akureyri 28. marz. ••••••••••••♦♦••••••>• 1911. W Stór útsala! Frá fimtudegi 30. marz til mánudags 3. apríl að báðum dögurn meðtöldum selur Brauns verzlun Hamburg allar hinar margbreyttu, vönduðu og útgengilegu vörubirgðir sínar með frá 10 fil yfir 25°|o afslæffi. Notið tækifærið meðan pað gefst. Það er ekki nema einu sinni á ári. (|®r Brauns verzlun Hamburg hefir engar gamlar vörur. pær eru allar nýjar og vandaðar. Virðingarfylst. Balduin Ryel. Gæzlustjóraþrætan. Eins og getið var um í síðasta blaði, að í ráði væri, var Eiríkur Briem sett- ur aftur inn í gæzlustjóraembættið á föstudaginn var. Við atkvæðagreiðsl- una f neðri deild, um það, greiddu 14 atkv. með því, Skúli Thoroddsen greiddi ekki alkv., en kunnugt er, að bæði hann og Hannes Þorsteinsson forseti neðri deildar töldu afsetning- una óhæfilega lögleysu. Móti greiddu atkv. 10 »Björnungar«. Þeir fjórtán voru: Bjarni Jónsson frá Vogi, Einar Jónsson Geldingalæk, séra Eggert Pálsson, Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, Jón Jónsson Múla, Jón Jónsson Hvanná, Jón Magnússon bæjarfógeti, Jón (Ölafsson, Jón Sigurðsson Haukagili, Ólafur Briem, Pétur á Gautlöndum, Stefán Stefánsson Fagraskógi, Sig. Sigurðsson ráðunautur.. Báðir gæzlustjórarnir, sem Björn Jónsson rak frá embættum sínum í nóvb. 1909, eins og kunnugt er, hafa því verið settir inn í þau aftur af réttum dómara í málinu, og það glap- ræði B. J. því dæmt ómerkt á alla vegu. Það glappaskotið loks leiðrétt. En eftir er þó enn margt og mikið ógert, til þess að lagfæra það, er hlotist hefir af gerræði B. J. gagnvart Landsbankanum. Margt af því er auðvitað óbætan- legt, svo sem áhrif þau, er »banka- málið« hafði á öll viðskifti manna í landinu, bæði lamandi og deyfandi. . Eða óhugurinn, sem það vakti út um heim í garð íslendinga. Hver get- ur talið tölum það tjón, er þjóðin hefir af honum haft í augum nágranna- þjóðanna t)g hver gæti bættþaðtjón? Eða öll úlfúðin og óvildin, sem það tiltæki B .J. varð orsök til manna á með- al í landinu sjálfu. Hver getur jafnað öll þau illindi og deilur, svo jafnheilt sé um sem áður? Tíminn einn. Mennirnir, sem urðu fyrir rangindunum og þetV sem studdu þeirra málstað, verða að reyna að fyrirgefa hinum, er voru valdir að upp- hafi lögbrotanna. Það verður þjóðinni í heild sinni affarasælast* og það á einnig að vera ljúft þeim, er hafa náð rétti sínum og fengið hann viðurkendan. Það er gamalt mál, að reynslan er oft dýrkeypt. Og svo hefir það nú orðið íslendingum með veru Björns Jónssonar í ráðherrasætinu. Hún sýnir það, dvölin hans þar, að ekki er sama, hvaða persónu er slett niður í þann sess. Og í fáum stöðum eru misindis- menn þjóð vorri hættulegri en þar. Það þarf þjóðin að muna. Guðm. S. Th. Guðmundssoi) pósfafgreiðslumaður. Sigluf. 25/3. I dag andaðist hér í kauptúninu Guðmundur S. Th. Guðmundsson póst- afgreiðslumaður eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Banamein hans var krabbamein í maganum. Guðm. sál. dvaldi hér mestan ald- ur sinn. Hann var fyrst lengi bókhald- ari við Gránufélagsverzlun, en síðan rak hann um nokkur ár verzlun fyrir eigin reikning. Þegar póstafgreiðsla var sett hér, tók hann við því starfi og sömuleiðis forstöðu símastöðvar- innar, þegar hún tók til starfa. Hann var vinsæll maður, lipurmenni og góð- ur drengur. Hann var kvæntur Sigurlaugu Bjarna- dóttur, er lifir hann ásamt fjórum börnum. 200 ára afmæli Skúla fógeta. Telja má nú áreiðanlegt, að þess muni verða minst eftir því sem föng verða til, og vonandi sem bezt og myndarlegast, í flestum kauptúnum landsins að minsta kosti. í ráði er að efna til samskota í sjóð, er beri nafn Skúla fógeta. Ekki neitt ákveðið samt enn þá, til hvers honum verði varið eða vöxtunum af honum; en helzt í þá átt einhverja, er menn gætu hugsað sér að bezt hefði hugnað Skúla gamla. Ekki hugsað neitt til minnisvarða eða líkneskis af Skúla í bráðina. Eng- in mynd heldur til af honum, að sögn. Asgeir Sigurðsson konsúll í Reykja- vík hljóp mannlega undir bagga með að koma málinu á rekspöl og vinnur óefað áfram að framkvæmd þess. — Far er það í styrkum höndum. Lífsábyrgðarfélagið Andels-Anstalten. Kaupmannahafnarblaðið » Politiken « skýrir frá því, að samningar muni vera að takast um það að lífsábyrgð- arfélagið »Andels-Anstalten« kaupi lífs- ábyrgðarfélagið »Tryg« og taki að sér þær lífsábyrgðir, sem menn hafa keypt í »Tryg«. »Tryg« hefir um all-mörg undan- farin ár starfað hér á íslandi og boð- ið mönnum góð kjör, þeim er vilja kaupa sér lífsábyrgð. Pað hefir einnig haft duglega umboðsmenn, og eru því líkur til, að margir íslendingar séu í lífsábyrgð í »Tryg«. »Andels-Anstalten« er ungt lífsá- byrgðarfélag og hefir ekki starfað hér á Islandi fyr en á miðju síðastliðnu ári, en þó hafa þegar nokkrir keypt þar lífsábyrgð. — í Danmörku hefir það fádæma mikla útbreiðslu. Pað starfar undir ströngu eftirliti ríkis- stjórnarinnar dönsku, og iðgjöld þess eru mjög lág. Sennilegt að þeir, sem hafa keypt lífsábyrgðir í »Tryg«, muni eftirleiðis greiða lægri iðgjöld en að þessu, ef af því verður, að »Andels- Anstalten« kaupi »Tryg«. Friörik Nietzsphe. Á hverju ári koma enn út æfisögur ög ritdómar um þann mikla gáfu- og ólánsmann. Um hann segir Stead rit- stjóri: »Eg játa, að sá blessaði mað- ur gengur fram af mér. Eg er líklega oflítið »afarmenni« til þess að kunna að meta hans andríki og þá speki, sem hans »Zarapústra« segir. Þó er það síður fyrir þá sök, að mér ofbjóði, heldur leiðist mér hann: Alt, sem hann segir, bendir til óskapnaðar. Jafnvel dr. Brandes, sem hælir hon- um á hvert reipi, segist ekki nærri því ætíð skilja, hvað N. meini. Og honum ritaði N. 1887 þessi orð: »Ná- lega alt, sem eg er búinn að semja ætti helzt að strika yfir.« Það skil eg dável og samþykki. Fáir hugsa eg munu endast til að lesa æfisögu hans, sem ekki eru áður eitthvað heillaðir af heimspeki hans — þótt kynlega sundurlaus sé. Jafn bilaður maður, þótt spekingur sýnist, vekur fremur með- aumkvun en aðdáun, hin sífelda höf- uðveiki hans færir sóttnæmi þeim sem les. Það er og ofureðlilegt, að flestir aumkvi þann, sem alla meðaumkvun kvaðst hata, og sýndi í lífi sínu sjálf- ur svo grátlega mótsetningu fyrirmynd- ar sinnar og kenninga. M. J. Reikningar, Hreppsgjaldaseðlar, Sóknargjaldaseðlar, Skuldabréf og kvittanir fást í bókaverzlun Odds Björnssonar,

x

Gjallarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.