Ingólfur

Eksemplar

Ingólfur - 31.01.1904, Side 1

Ingólfur - 31.01.1904, Side 1
INGÓLFUR. II. ÁR. Reikjavík, siinimdaginn 31. janúar 1904. 4 blað. INGÖLFUR. kemur út einu sinni í viku eftirleiðis; aukablöð við og við; ræðir landsmál öll og stórmál höfuðstaðarins; flitur fréttir innlendar og útlendnr; er besta auglísingablað. Kost- ar 2 kr. og SO a, erlendis 3 kr., útsölumenn fá 20% og 1. árg. blaðsins meðan til vinst ef þeir hafa ÍO kaupendur. JÓN PORKELSSON SKÓLASTJÓRI. Góður varstu en gn^egð þú áttir lofsverka og líknstafa. Þig ég átti öllum trúrri vin og allra veglindastan. Skarð er nú firir skildi orðið og vinfátt vinaþurfa. En góð er minniug göfugs vinar, þótt helfregn harma veki. Jón Þorkelsson var fæddur á Sólheim- um í Sæmundarhlíð í Skagafirði hinn 5. nóv. 1822 og var hann tíundi maður frá Jóni biskupi Arasini í beinan karllegg.' Hann ólst upp við fátækt og tók því seint til nárns og vann firir sér sjálfur. Hann útskrifaðist úr Reikjavíkurskóla 1848 með beztu einkunn. Fór hann siðan til háskól- | ans í Kaupmannahöfn og tók þar embætt- j ispróf í málfræði og sögu 1854. Hélt hann þá samsumars til Islands og varð tímakennari við lærðaskólann þá um haust- ið. Hann var settur kennari við skólann 1859 en veitt var honum embættið 1862. Sjö árum síðar varð hann ifirkennari. Hann var settur skólastjóri 1872 en fékk veitingu 1874. Veitti hann síðan skólan- um forstöðu, þar til er hann fékk lausn 1895. Hann var hinn mesti eljumaður og vann sér oft um megn. Var hann og þreittur orðinn og farinn að heilsu hin síðustu ár æfi sinnar og hafði nær enga *) Sjá Sunnanfara I. ár, 9 (bls. 85). Pað er eftir Jóni I’orkelssini ingra haft, sem þar segir um sett hans. Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á Islandi er Umboðsmaður: Jens B. Waage. fótavist síðustu árin tvö. Hann andaðist 21. janúar 1904 og var öllum harmdauði, þeim er til hans þektu. Jón Þorkelsson var hár maður vegsti og fremur grannvagsinn, nokkuð togin- leitur í andliti og góðmannlegur á svip. Hann var snirtimaður í allri framgöngu hæverskur og viðmótsgóður. Hann var maður hibílaprúður og hinn besti heim að sækja, ræðinn og alúðlegur við gesti og veitti þeim vel Hann var ör á fé, hjálp- Jón Þorkelsson. fús og svo brjóstgóður að hann mátti ekk- ert aumt sjá. Hann var freniur bráðlind- ur, en bjó aldrei lengi ifir, þótt honum líkaði miður, og hrekklausari og hreinlind- ari mann hef eg aldrei þekt, þeirra sem eru af barnsaldri. Við engan mann á sú vísa fremur en hann, er honum þótti feg- urst í latneskum skáldskap. Hún er þessi: Integer vitæ scelerisque purus non eget Mauris jaculis neque arcu nec venenatis gravida sagittis Fusce pharetra. Grímur Thomsen hefur þítt vísuna laus lega og er þetta þíðingin: Vammlausum hal og vítalausum fleina vant er ei, boglist þarf hann eraðreina, banvænum þarf hann oddum eiturskeita aldrei að beita. Sannaðist það, er ómaklega var á hann ráðist, því að eigi mátti það honum geig vinna. Skapraun gerði það honum er skólanum óviðkomandi menn gerðust til að rangfæra gerðir hans og lasta skólann. En engum eiturskeitum beitti hann sér til varnar. Var það honum næg vörn að hann var grandvar og vammlaus eða eins og segir í vísunni integer vitæ scelerisque purus. Um það bil sem Jón Þorkelsson tók að hneigja hug sinn að skólanámi lofaðist hann Sigríði Jónsdóttur, er hann kvæntist 1854 þá er hann var heim kominn. Voru þau siðan ásamt þar til er hann dó. Samfarir þeirra voru góðar og voru þau samtaka um rausn og örlæti við gest og gangandi. Athvarf var þar öllum frænd- um þeirra og foreldrahús. Eigi kann ég að telja alla þá fátæka námsmenn, sem þar áttu athvarf og hæli, en það veit ég að þeir voru mjög margir. En hitt er mér ljúfast á að minnast, að þar hef ég átt foreldrahús frá því er ég kom í skóla og alt fram á þenna dag. Jón Þorkelson var hinn mesti starfs maður og vann kappsamlega að vísindum auk kenslu og skólastjórnar. Alt vísinda- starf hans hné að íslenskri tungu og sögu landsins, því að hann unni islensku máli og íslensku þjóðerni af heilum lmg. Má vera að einhverjir sé þeír menn, er higgi það lítils virði að rannsaka mál og eðli þess. En eigi bnfa þeir þá ljósan skiln- ing á þeim hlutum. Því að hugsun, mál og þjóðerni er svo saman tvinnað að eigi má eitt dafna ef öðru hnignar. Er þetta þríþættur strengur, sem heldur þegar mest á liggur, og bindur saman umliðna æfi þjóðarinnar og hollar framtiðarvonir henn- ar. Er því fátt gagnlegra landi og líð en þekking á móðurmálinu og gott skin á því, hversu best má lísa réttri hugsun með alkunnum orðum. Starf Jóns Þor- kelssonar að þessu var bæði mikið og gott. Ritsmíðar hans flestar eru taldar í Sunnanfara I ár, 9; þó hefur hann síðar gert hinn fjórða orðabókaauka og fl„ sumt prentað og sumt í handriti. Hann var mikils metinn af öllum þeim mönn- um, er báru skin á þá hluti. Var hann kjörinn félagi í hinu daivska vísindafélagi og vísindafélaginu í Kristjaníu. Hannvar forseti bókmentafélagsins í Reikjavík 1868 -—77, en var kjörinn heiðursfélagi þess 1885. Árið 1877 var hann fulltrúi ís- lendinga á háskólahátíðinni í Uppsölum og varð þá heiðursdoktor í heimsspeki. Hann var og R. Dbr. og síðar dbr. maður. Jón Þorkelsson var glöggur, nákvæmur og skildurækinn kennari og vinsæll af lærisveinum sinum. I stjórn sinni var hann sama ljúfmennið sem annarstaðar, en ljúfmenskan er sá veldissproti sem all- ir hlíða. Því að velvild hlíðandans er

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.