Ingólfur


Ingólfur - 18.08.1907, Qupperneq 2

Ingólfur - 18.08.1907, Qupperneq 2
130 INGÓLFUR inn við þessi orð utnboðsmannsinp. Þinginönnuni brá allmjög við og Dokkr- ir þeirra gripu fram í og kváðu þetta mestu fjarstæðu og ósannindi. Umboðsmaðurinn sagði að þetta mundi áreiðanlegt, Jringmuður liefði sagt sér ])að, og þeir Piytz og Ryder hefði tekið það sem skýrt og afdrátt- arlaust loforð, sem ekki yrði af brugð- ið. Eitthvað hnaut enn í sumum þing- mönnum að mótmæla þessu, og bætti Kl. J. þá við, að þetta hefði verið eftir öll veizluhöldin í Dmmörku og þingmenn þá glaðir og örir eftir gildin og mundu því líklega að minsta kosti ekki hafa gætt þess að mótmæla þess- ari beiðni fyrrnefndra manna, svo að þeir hefði skilið undirtektir þeirra sem óbrigðult loforð! BJeira var ekki rætt um mál þetta „eldhúsdaginn“, enda var nóg komið. Málið er þá svo vaxið, að þeir „stór- daniruir“ Prytz og Ryder, sem verið hafa að vasast í skógræðdu hér á landi um nokkur ár, sýna þá frekju og áleitni við þingmenn á Botníu í fyrra að láta þá skuldbinda sig með loforði til þess að stofna skógarvarðarembætti á næsta alþingi, handa út’endum óreyndum manni — Kofoed Hansen — með 500Öj króna árslaunum og eftirlaunarétti. Reyndar hafa uú þingmenn þverneitað að nokkuð sé hæft í þessu, allir þeir sem „Ingólfur“ hefir átt tal við, enda er það harla ólíklegt og svo óþinglegt og heimildarlaust sem mest má verða ef þiugmenn léti hafa sig til slíkra skuldbindinga utan þings og í öðru landi. Þá væri skörin sannarlega komin upp í bekkinn, ef islenzkir þingmenn færi að láta erlenda kapteina hafa sig til þess í veizluvaldi suður í Danmörk að stofna íslandi til handa ný, óþörf og afardýr embætti. Slíku háttarlagi munu flestir trauðir að trúa, enda þótt stjórn- in láti sér sæma að lýsa yfir því á al- þingi og herma það sem órjúfanlegt loforð upp á þingmennina. Magur árangur. Nú skal stuttlega litið á nauðsyn þessa embættis og nytsemi þeirra afskifta sem fyrrgreindir ú lendingar hafa baft af skóggræðslu hér í landi. Það mun nú vera um 7 ára skeið, sem Ryder, Pryts og Flensborg hafa verið að vasast hér í skóggræðslu upp á landssjóðs kostnað. Þeir hafa fengið stórfé úr landssjóði til að „vo'sa“ með. Alt að helmingi þess heflr gengið í ferða- vastur og aukakostnað. Og hver er á- rangurínn eftir þennau tíma? Hann er sv) hverfandi, að engum getur dottið slíkt í hug, sem ekki hefir sjálfur séð. Nokkrar gaddavírsgirðingar með visn- uðum og skrælnuðum smáplöntum, al* dauðum eða hálfdauðuui, né þroskalausum með öIJu. Komið og skoðið „skógrækt- ina“ (!) við Rauðavatn og á Þingvöllum. Þar sést ekkert nema puntur og lyng, sem dafnar vel af því að það er ekki slegið eða bitið. En „plönturnar11 bless- aðar eru hálfu aumari nú, beldur en þegar þær voru se;tar niður og flestar horfnar með öllu. —Aðkoraumenn, sem heyrt hafa gumað af þessu og vita hvo miklu Lefir verið til kostað, verða alveg forviða þegar þeir sjá þessar stöðvar. Eina skóggræðslustöðin, sem vel hefir hepnast og þróast vel í nýgræðingur, er stöðin á Akureyri. Sigurður Sig- urðsson frá Draflastöðum hefir valið henni stað og sagt fyrir um hana að öllu leyti. Um þá stöð skrif- aði Fiensborg ónot og niðraði henni á allar iundir, þótti hún illa sett og af vanþekkingu gerð, en reynslan hefir nú sýnt, hversu mikið var að marka haus miklu „þekkingu“ og vísdóm. Allir hedvita menn sjá nú, hvort nokkuit vit væri í því að fara að kosta stórfé til skógræktar hér að svo stöddu. Kostnaðarlitlar tilraunir þarf að gera enn ekki allfá ár áður en farið er að leggja í stórkostnað við skógrækt. Þá fyrst er miklu fé tilkostandi, þegar nokkur veruleg reynsla hefir fengist af minniháttar tilraunum; þær má gera umsvifalitið með fyrirsögn og umsjón ianlendra manna; hér er engiun skort- ur á nógu lærðum mönnum og reynd um til slíkra starfa. Euginn neitar því, að ákjósaDlegt væri. að hægt væri að leggja fram sem mest fé til þess að rækta og vernda skóg í landinu, en enn sem komið er liggja þó önnur andvirki nær garði. Þetta hefir Kofoed Hansen jafnvel við- urkent sjálfur, því að í vetur játar hann að betra mundi að leggja fyrst alúð við ræktun þess lands, sem meiri arð gefi af sér og fljótara komi til afnota. „Það tekur langan tima að rækta skóg“, seg- ir hann, „miklu fljótlegra, er að þurka votlendar mýrar, plægja þær, bera á þær áburð og sá í grasfræi og smára.“ Er þessa ekki getið vegna þess að það sé nokkur ný uppgötvun, heldur hins, að það sýnir hve þetta er augljóst mál þegar það dylst jafnvel tkki ókunnug- um mönnum sem lítt þekka hér til. Brögð eru að þegar barnið finnur. „Taka skal silfurdisk.41 Ókunnugir menn mega ætla, að þessi -fimmþúsund króna yfirskógarvörður sé eiuhver óviðjafnanlegur afreksmaður, úr því að stjórnin metur verk hans svona hátt, en það er víst lítil ástæða til þess. Maðurinn er með öllu ókunn- ur hér og óreyndur, ferðaðist að vísu um landið í fyrrasumar með Flensborg og ritaði svo í vetur í danskt búnaðar- rit mjög bágborna grein um landbún- að hér, fulla af villum og misskilningi. Þessari grein svaraði P. Feilberg í sama blaði nokkru siðar og reif rækilega niður vitleysur hennar. Feilberg er kunnugastur búnaðarmálum héroglands- háttum allra manna í Danmörku og má því meira byggja á skoðunuin hans en bráðókunnugra manna. Hann leggur eindregið móti því, að danskir menn sé teknir til þess að hafa um- sjón og fyrirsögn um ræktun á Islandi og sýnir fram á, hversu það sé misráð- ið. Segir hann, að það sé eina skyn- samlega aðferðin frá D ina hálfu til þess að efla búnaðarframfarir á íslaudi að leiðbeina ungum Islendingum til bók- legs og verklegs náms í útlöndum og leggur mikla áherz u á, að hér hagi svo ólíkt til móts við önnur lönd, að engar likur sé til að aðrir en íslend- ingar sé færir um að finna rétt ráð og réttar framkvæmdir til búnaðarbóta og hafi þrek og þolgæði til að sigrast á óblíðu náttúrunnar. Segir hann svo meðal annars: „Pað landbúnuðar-hyggiuvit, semþarf til þcss að yfirvinna erfiðleikana á Is- landi, er ekki liœgt að fi frá öðrum löndum, fað verður að þróast í landinu sj&lfu, á sama liátt sem plönturnar, sem eicja að geta þrifist þar, og ekki er liægt að vonast eftir, að aórir en Islending- ar liafi svo mikið þrelc, þolgœði og slril- ning á erfiðleikunum, að von sé um sigurl Hann rninnir einnig á, að jafumörg breiddarstig sé á milli Norður-Ítalíu og Danmerknr, sem Danmerkur og íslands og segir, að ef ítalskur maður kæmi til Jótlandsheiða og réði til að rækta þar vínber, þá væri það naumast stœrra glappuskot, en viðbúið vœri að danskur maður gerði, sem færi að dæma um ís- lenzkan landbúnað eftir stutta dvöl hér. Og hann gerir napurt skop að búnað- arbollaleggingum Kofo'M Hausens og tel- ur þær viðlíka gáfulegar eins og fyrir- sögn nokkra um matreiðslu, er byrji svo: „ Taka slcal silfardisk.u Stjórnin og aðrir þeir, sem hafa svo óbilandi trö’latrú á útlendingum, að þeir vilja ráða þá hingað til ýmissa starfa fyrir margfalt kaup við það, sem tiðkast heflr innanlands, ættu vel að at- huga röksemdir Feilbergs gamla, áður en þoir flana lengra í því efui. Uggvænleg stefna. Auk þess sem skógræktarfrumvarp stjórnarinnar er ram'dtlaust viðvíkj- andi stofnun yfirskógarvarðarembættis- ins og fleira, þá felst og í því tvenns konar stefna, sem mjög er viðsjárverð og skaðleg. 1 fyrsta lagi hlyti þetta hálaunaða embætti að verða til þess, að 'aun op- inberra starfsmanna í landinu hækkuðu. gífurlega, því að engin sanngirni væri að láta aðra starfsmenn, sem hafa meiri og vandasamari störf fá miklu lægri laun en skógarmanninn. Á þessu brydd- ir líka þegar í fjárlagafr.v. stjórnarinn ar, þar sem árslaun eins embættismanns eru t d. aukin úr 3000 upp í 4500 og fleira í þá átt. í öðru lagi kemur fram vantraustið á íslendingum, til þess að geta haft á hendi forustu mikilvægra starfa. Sá hugsunarháttur er þjóðinni stórskaðleg- ur, hnekkir sjálfstrausti hennar og sjálf- stæðisviðleitni og ætti stjórnin sízt að stuðla að slíku. Konungst'örin. Síðustu dagarnir. Á fimtudaginn 8. þ. m. hafði konungur boð til morgunverðar í latínuskólanum og bauð þangað alþingismönnum, rikisþings- mönnum og ýrasum öðrum. Vóru j ar ræðuhöld nokkur og mannfagnaður. Um kveldið var dansleikur í Birna- skólanum; veitti bæjarstjórnin honum forstöðu og bauð til konungi og öðrum gestum. Var þar fjöldi borgara og alls um 400 manns. Stóð sú skemtun langt fram á rótt. Engar vóru þar ræður haldnar, en margt skeggrætt og skraf- að. Krossadrífa var þar mikil um náttmálaskeið, og kom víða niður, sem sagt mun verða annarsstaðar hér í blað- inu. Loka-veizla var á föAudaginn. Átti landssjóður það boð og var kallaður morgunverður. Situ þar um 200 manna. Ræðuhöld vóru allmikil. Þótti langmest til . koma þeirrar ræðu, er Dahl flutti þar, tíðindamaður blaðsins „Politiken". Árnaði hann frelsinu heilla í endalok tölu sinDar og var það ný- lunda. Kl. 4 síðdegis gekk konungur í bát og hélt til skips síns og alt förunejti haDS. Var þá skotið mörgum fallbyssu skotum. Um náttmál hófst dansleikur og veizla í konungsskipinu. Var þangað biðið mörgu fólki úr landi, körlum og kon- um. Flugeldum var skotið á herskip- unum og eitthvað i landi þegar skyggja tók um kveldið. Um kl. 1 e. miðnætti kom boðsfólkið í land. Skömmu síðar léttu skipin akkerum og héldu áleiðis til ísafjarðar. Alla þessa daga var veður hið feg- ursta. Skip konungs kom til ísafjarðar II. þ. m. Veður var hráslagalegt, norðan- kaldi og þoka á fjöllum. ísfiiðingar fóru á móti konungsflotan út á Djúp á 7 eimskipum og 70 vélarbátum. Þótti gestunum mikið til þess kom8. Á landi var skreytt moð flöggum og vótu á stöngum allmafgir íslenzkir fánar. Þar var sungið snjalt kvæði eftir Guðmund skáld Guðmundsson og ýmsar ræður haldnar. Annars hefir ógerla f/ézt af því sem þar fór fram. Akureyri 14. ágúst 1907 kl. 8,15 siðd. Kouungur kom hér á höfnina kl 10'/2 í gærmo’gun. Ríkisþingsmenn komu í land 10 mín. fyrir kl. 11 og tók bæj- arstjórn á móti þeim á bæjarbryggjunni. Þar var reistur heiðursbogi mikill og öll bryggjan flöggum skreytt. Börn voru í röð á bryggjunni og héldu þau á dönskum fánum og fálkafánum, gáfu stúlkurnar ríkisþingsmönnum blóm og sungu svo öll börnin. Konungur kom í land kl. tl, var þá gengið upp að að templarabúsi. Þar var fyrir hópur íslenzkra meyja í íslenzkum búningi bæði peisu og faldbúningi. Var eiu þeirra (Hulda Laxdal) kjörin til að gefa kon- ungi blómvönd. Þá var gengið inn í templarahúdð. Aðgangur að því kost- aði 10 krónur fyrir bæjarbúa þá er þátt tóku í gleðinni, en 2 kr. kostaði aðgangur að veggsvölum fyrir áhorrend- ur. í templarahúsinu var veitt kampa- vin, kransakaka og vindlar. í templarahúsinu talaði Guðl. sýslu- maður fyrir minni konungs og þakkaði konungur. Þá talaði Guðl. at'tur fyrir minni annara gesta og svaraði þá for- maður þingsins danska. Var þá geng- ið inn fyrir hafnarbjyggju, þar biðu vaguar og hestar og var nú haldið inu að Kristnesi, þar var áð. Þá var ha'dið að Hrafnagili. Tjald var þar reist 32 álna langt og 14 álna breitt og borð- uðu 200 manns kaldan mat Tjaldið var mjög skreytt og mæltu það gestirn- ir, að þetta væri hinn ágætasti kaldur matur er þeir he'ðu fengið á íslandi. Þar var veitt kampavín, limonade, kaffi, likör og vindlar. Á Hrafnagili töluðu þeir yfir borðum Guðl. sýslum., konung- ur og Vigfús veitingam., en einn hinna dönsku þingmanna talaði á í-lenzka tungu Úti var reistur ræðupallur og töluðu þar konungur og Jakob Hav- steen konsúll. Svo telst, til að á Hrafna- gili hafi verið samankomnar um 3 þús- undir inanns. Veður var ágætt allan þann dag en kuldar höfðu gengið áður og svo er aftur kalt í dag. Nú var haldið nið- ur á Akureyri aftir. Var þá ætlasttil að komið væri saman aftur í templara- húsinu, en þar sem menn urðu svo ó- hreinir af moldriki á leiðinni, varð ekk- ert af þvi og fóru gestir út á skip. Þar var baldio veizla fyrir bæjarfull- trúana og nokkra menn aðra, en skip- in fóru af stað kl 6 í morgun. Fyrir móttöbunui stóðu Kriðrik Krist- jánsson, Otto Tulinius og Sig. Hjörleifs- son, en V. Knudsen var framkvæmdar- stjóri þeirra. Seyðisfuði 14. ág. 1907 kl. 3,JS. Nú er verið að undirbúa konungs- komuna í mesta máta. Er kouungs von kl. 2 á rnorgun. Flagggöng hafa verið reist frá bæjarbryggjunni upp að skólahúsinu, þar verður tekið á móti kouungi. Síðan verður gengið inn á Langatanga; er þar reist tjald mikið. Þar verða etnir ávextir og vín drukk- ið. Konungur fer væntanlega út á skip sitt um kl. 6 síðd. Þá verður tekið til að dansa bæði í skólahúsinu og bind- indishúsinu. Engin skip fara héðau út á móti konungi, skip hans legst vænt- anlega við bæjarbryggjuna. BMein ís- lenzk flögg verða hér uppi. Fálkinn er komimi hér, fór frá Eyjafirði kl. 12

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.