Ingólfur


Ingólfur - 18.08.1907, Blaðsíða 4

Ingólfur - 18.08.1907, Blaðsíða 4
132 INGÓLFUR um þeirra, að hann verður als ekki metinn til peninga. Eg vil sérstaklega beina því til þeirra landa minna, er sæti eiga í hinni ný- stofnuðu nefnd, að muna eftir þessu og ég skora á þá að láta íslendinga halda þessum k;örgrip nnum heilum og óskertum. Hinn mesti rómur var gerður að ræðunni og margir 1-lendingar gengu til hr. Dahls, ei upp var staðið frá borðum, til þess að þakka honum fyrir hin frjálsmannlegu ummæli hans. En haft er það eftir houum, að sumir með- al landa hans hafi kunnað honum litl- ar þakkir fyrir og haft orð á því við hann, að hann með þessu lofaði of miklu fyrir höad hinaar döaskuþjóðar. Sagði hr. Datal, að margir íslendingar hefðu þakkað sér fyrir ræðuna, en eng- inn danskur maður nema — konung- urinn. Sami blaðamaðurinn kom eian dag inn í sölubúð. Þar hitti hann íslenzk- an stúdent og varð litið á flagg-nælu, er stúdentinn bar í jakkahorninu. Hún var blá' með hvítum krossi. Þá varð stúdontinum að orði: Fyrir þessu ætl- um við nú að berjast! Og þar til svaraði hr. Dihl hiklaust: Það get ég svo vel skilið / Þegar margir Dinir og flestir íilend- ingar hafa hlotið slíkan skilning sem þessi danski blaðamaður og jafnframt eignast frjálslyndi hans, fer að liðkast til um íslandsmál. Veidugestur. Jóhannes Jósefsson og Þjóðólfur. Konungskvæði. Þorsteinn skáld Erlingsson hafðiver- ið beðinn að yrkja Ijóð, til konungs- fagnaðar í kaupstað einum hér á landi. Var þetta kvæðið. Ea það er í almæli að Haanesi Haf«tein hafi. þótt l>að ó- þjált i leirlækjarfarvegi hátiðahaldsins og bjáróma við kynbótaræðurnar og systragælurnar við Dani. Kvæðið er tekið eftir Hugni en þar voru í því tvær prentvillur: 1. er., 6. visuorð veliir f. vættir, 4. er., 7. visu- orð fagra f. frœga. Þú sást, gylfi, göfgu jökulmeyna greiða hafið enni fojörtu frá, völlinn helga hörmum sinum leyna, Heklu standa fólgnum glóðum á. Hversu fanst þér, vísir, þjóðin vaka, vættir Mands, hilmir, fagna þér? Hér er markið, hvernig vættir taka hverju því, sem konungsmerki ber. Vættir okkar vaka tíðast hljóðar, vini kjósa, ráða landsins trygð; Einars fylgjV er útnesávörður þjóðar, aðrar skima hver úr sinni bygð. Sá er boði fyrstur fastra trygða fólksins, eítir næturmyrkrin löng, þegar vættir vorra fóstuíbygða vakna tii að hefja morgunsöng. Er nú fylkir fjarri slíkar dagur? Fólkið tók í þína mridingshönd; konungsnafnið glæsti forðum fagur frægðarljómi' um gjörvöll Norðurlönd. Nú vill landið meira þoka mega mörkum þeim, sem neyðin heíir sett. Nú vill þjóðin tyggja traustan eiga til að vernda heiður sinn og rétt. Fylkir vor. í öllum okkar sögum er þeim kongum fegurst merki reist, sem hinn sterka sveigðu fyrirlögum, sem hiun smæsti gat að fullu treyst. Fegri bænir á hér ekkert hjarta en þu, kongur, mættir líkjast þeim; veiti þær þér framtíð fræga' og bjarta, fylgi þér að Sjálandsströuduin heim. Jóhannes Jósefsson mnn ókunnur all (lestum Eaykvíkingum að öðru en nafn- inu einu. Þó virðast menn hér gera sér það að skyldu að níða hann og rægja öðrum fremur og bera honum á brýn öll þan óknytti, en þeir sjálíir þekkja svo vel. Mest heiir þó borið á þessu upp á síðkastið. Þó hefir Jóhann- es sér það eitt til saka unnið, að hann hefir nú þegai 22 ára að aldri — gert íslandi sóma sem íþróttaroaður bæði hér á landi og erlendis; en slíkt virðist vera dauðasök í höfuðstað þessa land?. Auð- vitað er eigi ástæða til að kippa sér upp við dóm þeirra manna, er reka at- vinnu sína á götuhornum, þá að níða og ófrægja ókunna menn og fella stað- lausa dóma. En þá kastar fyrst tólfunum, er heið- virt blað sem „Þjóðólfur" kryddarkon- ungskrásir sínar með „götuáburði" þess- um um Jóhannes Jósefsson, „er kvað þykja alldrembilátur og „stórsnúðugur" af atgervi sínu, en það skartar illa á hverjum manni, þótt vel fær sé í ein- hverri greia enda sjaldan þokkasælt." Þesgi eru orð blaðsins og virðast þau sérstaklega ætluð vissum hluta Rvíkur- lýðsins. Því fáir skynbærir menn munu dæma vilja fyrsta nafnkunna íþrótta- mann landsins eftir því, er Þjöðólfi eða öðrum „kvað þykja", enda er slikur rökfærslugrundvöllnr harla ósamboðinn skynsömum mönnum. Má þvi endurtaka aðdróttanir Þjóð- ólfs á þann hátt, að það skarti illa að fleygja órökstuddum sögum enda sjald- an þokkasælt. — En eigi nóg með þessu. Svo er Jó- hannesi brugðið um að hafa lagt mót- stöðumann sinn „áður en hinn hafði fyllilega áttað sig," og náð þannig 3. verðl. En blaðið bætir úr skák með því að segja, að hinn mundi hafa unn- ið verðlaunin, „e/ hannhefðiekki fallið" fyrir Jóhannesi, og er það allsennilegt — einkum þó ef Jóhannes hefði dottið! Mér vitanlega var „Þjóðólfur" eigi glimudómari á Þingvöllum, og meðan að glímumecn sjálfir sætta sig við glimudómana, ætti „Þjóðólfur" einnig að gera það. Það mun ætió „þokka- sæJast." Sérlega þegar sannanir eru eigi rikari en hiuar fyrnefndu. Að Jokum fáein orð til þeirra, sem hugsa vilja sjálfir! Eg þekki hr. Jóhs. Jósefsson fremur lítið. Þó fullkomlega á við flesta í Rvík. Eftir minni viC- kynningu er hann afburða hraustmenni e'tir aldri, kappsamur og einbeittur mjög, ærlegur og drerglyndur fremur því, er vér eigum að venjast nú á dög- um. Hann ber gott traust til sjálfs sín, meðan má, enda mundi hann aldrei maður verða eJla Ea manna fljótastur er hann til að viðurkenna yfirburði annara, ef því er að skifta. Látum hann því einnig njóta sannmælis. Helgi Valtýsson. M Ólsen prófessor, H*lldór Daníelsson bæjarfógeti, Björn Sigfússon á Kornsí, Bjarni Jónssou snikkari, Stefán Eiríks- son hinn oddhagi, Ágíut Helgason Birtingaholti, L4rus P Jsson homöopitb, Björu Bjarnarson í Gröf, Gunnlaugur Þorsteinsson á Kiðjabergi, Jón Hjör leifsson í Skógum, Jón Einarsson í Hemru, Jens Jónsson á Hóli í Dalas., Þorsteinn Bergmann á Saurum Snæf. Björn Jónsson á Veðramóti Skagaf, Þorsteinn Guðmundsson yfirmatsmaður í Rvík og Eiríkur B iem. Lektor Þórhallur Bjarnarson fékk prófessorsnafnbót. Sýslufulltrúar þeir, er vóru með konungssveitinni: Eggert Bendiktsson í Laugardælum og Þorsteinn Thoraren- sen á Moeiðarhvoli fengu brjóstnælu úr gulli með fangamarki konungs. Jón Guðmundsson póstur fékk samskonar nælu. Guðmundur Hávarðarson öku- maður og Jón bómli á Laug fengu minnispening úr silfri. Verðleikapen- ing úr gulli fékk Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Drykkjupeninga í almennri mynt gaf koaungur stúlkum þeim, er gengu um beina i ferðinni, 5 kr. hverri og lógreglumönnunum viðlíka mikið. (Framh.) Botnvörpungar tveir enskir vóru sekt\ðir nýlega í Hafnarfirði um 1000 kr, hvor og afli og veiðarfæri upptæk. „Beskytteren" náði skipum þessum und- an Jókli og varð að flytji þau til Hafnarfjarðar af því að sýslumaðnr var ekki heima í Stykkishólmi. Krossar nafnhætur o. fl. Hinn 8. þ. m. vóru þessir gerðir að riddurum af dannebrog: yfirdómai arnir Krisfján Jóns- son og Jón Jenson, Sigurður Briem póstmeistari, Axel Tulinius sýslumaður, Jón Þórarinsson skólast^óii í Flensborg, Halldór Jónsson bankagjaldkeri, For- berg símastjóri og þrír heimboðsnefnd- armennirnir: Jón Jakobsson, séra Ólaf- ur Ólafssonog Skúli Thoroddsen. Tveir úr þeirri nefnd, er áður vóru riddarar fengu dannebrogsmannakrossinn: Gaðm. Björnsson landlæknir og Jón Magnús- son skrifstofustjóri. Sama kross fengu þeir Klemens Jónsson landritari, Bjöm ErJend símskeyti til Ingólfs frá B,. B. Khöfn. 13. ág. Símaverkfall breiðist út um alla stór- bæi Bandarikjanna og heftir það mjög allar fréttasendingar. Verkfallsmenn heimta laun sín hækkuð um 25% og hóta verkfaJIi er nái yfir Bandaríkin og Canada. í gær gerðu 4000 Márar áhlaup á Norðurálfumenn í Casablanca, en hrukku undan Frökknm. VerkfalJaó-irðir allmiklar í Belfast á írlandi daglega. í gærkveldi skaut her- Jið á múginn og biðu tveir menn bana. Khöfn. 15. ág. Englandsbanki hefir hækkað útláns- vexti úr 4 upp í 4tlj2°j0. Frá Seyðísfirði. bændurnir Jónas Eiriksson a Breiðavaði, fyrr skólastjóri á Eiðum Ji'm Borgsson á Egilsstööuiii,>'H;.lldór Benediktí^on á Klaustti og Gunnar Palsi-on á K tils- stöðum. Konuagur og föruneyti hans kom til Seyðisfjarðar á fimtudaginn kl. 23/4. Konungsskipinu var lagt að bæjarbryggj- unni og þar gekk konungur á land. Síðan var gengið inn í barnaskólann nýja, og þar íór móttökuathöfnia fram. Bæður helztar: Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti fyrir minni konungs, en kon- ungur mælti fyrir minni Seyðisfjarðar. Þá var gengið norður yfir Fjarðarárbrú og inn í Langatanga og þar drukkið vín og neytt ávaxta. Um kvöldið hafði konungur boð á skipi sínu og bauð þangað bæjarstjórninni o. fl. Kl. 10 um kvöldið lögðu skipin af stað. Bærinn hafði verið mjög skreyttur, og mannsöfnuður meiri eu dærai eru til þar. Riddarar voru þeir gerðir Jóh. Jóhann- esson bæjarfógeti og Stefán Th. Jóns- son konsúll, en dannebrogsmenn þeir Gísli Jónsson gullsmiður á Seyðisf. og Ostar og pilsur margar tegundir fást ódýrar í veizlun Kristins Magnússonar. í dag er síðasti sýn- ingardagurinn hjá Ás- grími málara. Carl F. Bartels Laugaveg 5, Talsimi 137. Hefir mikið úrval af allskonar úrum og klukkum, úrkeðjum karla og kvenna, armböndum, armhringum o. fl. Munið að kaupa úrin með Fálka- merkinu. Café & Resturant „BaldurshagL" (í Mosfellssveit). Ávalt á reiðum höndum heitur og kaldur matur (á aunnudögum þó að eins kaldur matur) Chokolade, Koko, Kaffi The — o. s. frv. Kaupendur Ingólfs, þeir er búferlum flytjast, cru beðuir að láta ritstj. vita um það sem fyrst, helzt skriflega. Munnlog skilaboJ á skotspónum íara oft að forgörðum. liiil mladrykkw er skozka Iimónaðið sem fæst í SÖlUtnr 33.133.-LI.XX1.. ir úr ósviknu efni frá þýzkalandi fást keyptir hjá Einari Gunnarssyni íTemplarasundi og Benedikt Sveinssyni á Skólavörðu- stíg, 11 a. Manchettuhnappur fundinn við veginn á Mossfellsheiði. Eitstj. vísar á. Árelðanlcgra vöuduð svissnesk vasa -Clt? hvergi eins ódýr og á Laugaveg 38. St. Bunölfsson. u- Ritstjórar og eigendur: Ari Jönsson Benedikt Sveinsson. F úlags pren tsiBÍði an.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.