Ingólfur


Ingólfur - 18.08.1907, Side 4

Ingólfur - 18.08.1907, Side 4
132 INGÓLFUR um þeirra, að hann verður als ekli metinn til peninga. É" vil sérstaklega beina því til þeirra landa minna, er sæti eiga í hinni ný- stofnuðu nefnd, að muna eftir þessu og ég skora á þá að láta íslendinga halda þessum k;örgrip s.ínum heilurn og óskertum. Hinn mesti rómur var gerður að ræðunni og margir í lendingar gengu til hr. Dahls, ei npp var staðið frá borðum, til þess að þakka honum f}rir hin frjálsmannlegu ummæli hans. En haft er það eftir houum, að sumir með- al landa hans hafi kunnað honuin litl- ar þakkir fyrir og haft orð á því við hann, að hann með þessu lofaði of miklu fyrir höud hinnar döusku þjóðar. Sagði hr. Dahl, að margir íslendingar hefðu þakkað sér fyrir ræðuna, en eng- iun danskur maður nema — lconung- urinn. Sami blaðamaðurinn kom einn dag inn í sölubúð. Þar hitti hann íslenzk- an stúdent og varð litið á flagg-nælu, er stúdentinn bar í jakkahorninu. Hún var blá’ með hvítum krossi. Þá varð stúdontinum að orði: Fyrir þessu ætl- um við nú að berjast! Og þar til svaraði hr. Dihl hiklaust: Þad get ég svo vel skilið! Þegar margir D.inir og flestir íslend- ingar hafa hlotið slíkan skilniug sem þessi danski blaðamaður og jafnframt eignast frjálslyudi hans, fer að liðkast til um íslandsmál. Veizlugestur. Konungskvæði. Þorsteinn skáld Erlingsson hafði ver- ið beðinn að yrkja ljóð, til konungs- fagnaðar í kaupstað einum hér á landi. Var þetta kvæðið. En það er í almæli að Hannesi Hafstein hafi þótt jnð ó- þjált í leirlækjarfarvegi hátíðahaldsins og bjáróma við kynbótaræðurnar og systragælurnar við Dani. Kvæðið er tekið eftir Hugni en þar voru í því tvær prentvillur: 1. er., 6. visuorð vellir f. vœttir, 4. er., 7. visu- orð fagra f. frœgu. Þú sást, gylíi, göfgu jökulmeyna greiða hafið enni björtu frá, völlinn helga hörmum sínum leyna, Heklu standa fólgnum glóðum á. Hversu fanst þér, vísir, þ,óðin vaka, vættir íslands, hilmir, fagna þér? Hér er markið, hvernig vættir taka hverju því, sem konungsmerki ber. Vættir okkar vaka tíðast hljóðar, vini kjósa, ráða landsins trygð; Einars fylgj»’ er útnessvörður þjóðar, aðrar skima hver úr sirini bygð. Sá er boði fyrstur fastra trygða fólksins, eftir næturmyrkrin löng, þegar væltir vorra fósturbygða vakna til að hefja morgunsöng. Er nú fylkir fjarri slíkur dagur? Fólkið tók í þína mHdingshönd; konungsnafnið glæsti forðum fagur frægðarljómi’ ura gjörvöll Norðurlönd. Nú vill landið meira þoka mega mörkum þeim, sem neyðin hefir sett. Nú vill þjóðin tyggja traustan eiga til að vernda heiður sinn og rétt. Fylkir vor. í ölluin okkar sögum er þeim kongum fegurst merki reist, sem hinn sterka sveigðu fyrirlögum, sem hinn smæsti gat að fullu treyst. Fegri bænir á hér ekkert hjarta en þú, kongur,'inættir líkjast þeim; veiti þær þér framtíð fræga’ og bjarta, fylgi þér að Sjálandsströndum heim. Jóhannes Jósefsson og Þjóðólfur. Jóhannes Jósefsson mun ókunnur all destum R-^ykvíkingum að öðru en nafn- inu einu. Þó virðast menn hér gera sér það að skyldu að níða hann og rægja öðrum fremur og bera honuin á brýn öll þau óknytti, en þeir sjálfir þekkja svo vel. Mest hefir þó borið á þessu upp á síðkastið. Þó hefir Jóhann- es sér það eitt til saka unnið, að hann hefir nú þegar 22 ára að aldri — gert íslandi sóma sem íþróttamaður bæði hér á landi og erlendis; en slikt virðist vera dauðasök í höfuðstað þessa lands. Auð- vitað er eigi ástæða til að kippa sér upp við dóm þeirra manna, er reka at- vinnu sina á götuhornum, þá að níða og ófrægja ókunna menn og fella stað- lausa dóma. En þá kastar fyrst tólfunum, er heið- virt blað sem „Þjóðólfur“ kryddar kon- ungskrásir sínar ineð „götuáburði“ þess- um um Jóhannes Jósefsson, „er kvað þykja alldrembilátur og „stórsnúðugur“ af atgervi sínu, en það skartar illa á hverjum manni, þótt vel fær sé í ein- hverri grein enda sjaldan þokkasælt.“ Þes*i eru orð blaðsins og virðast þau sérstaklega ætluð vissum hluta Rvíkur- lýðsins. Því fair skynbærir menn munu dæma vilja fyrsta nafukunna íþrótta- mann landsius eftir því, er Þjóðólfi eða öðrum „kvað þykja“, enda er slíkur rökfærslugrundvöllnr harla ósamboðinn skynsömum mönDum. Má því endurtaka aðdróttanir Þjóð- ólfs á þaDn hátt, að það skarti illa að fleygja órökstuddum sögum enda sjald- an þokkasælt. — En eigi nóg með þessu. Svo er Jó- hannesi brugðið um að hafa lagt mót- stöðumann sinn „áður en hinn hafði fyllilega áttað sig,“ og náð þannig 3. verðl. En blaðið bætir úr skák með því að segja, að hinn mundi hafa unn- ið verðlaunin, „ef liann liefði eklci fallið“ fyrir Jóhannesi, og er það allsennilegt — einkum þó ef Jóhannes liejði dottið! Mér vitanlega var „Þjóðólfur" eigi glímudómari á Þingvöllum, og meðan að glimumecn sjálfir sætta sig við glimudómana, ætti „Þjóðólfur“ einnig að gera það. Það mun ætiö „þokka- sælast.“ Sérlega þegar sannanir eru eigi ríkari en hinar fyrnefndu. Að lokum fáein orð til þeirra, sem hugsa vilja sjálfir! Eg þekki hr. Jóhs. Jósefsson fremur lítið. Þó fullkomlega á við flesta i Rvík. Eftir minni við- kynningu er hann afburða hraustmenni e tir aldri, kappsamur og einbeittur mjög, ærlegur og drenglyndur fremur því, er vér eigum að venjast nú á dög- um. Hann ber gott traust til sjálfs sín, meðan má, enda mundi hann aldrei maður verða ella En manna fljótastur er hann til að viðurkenna yfirburði annara, ef því er að skifta. Látum hann því einnig njóta sannmælis. Jlelgi Valtysson. Krossar nafnbætur o. fl. Hinn 8. þ. m. vóru þessir gerðir að riddurum af dannebrog: yfirdómai arnir Kristján Jóns- son og Jón Jenson, Sigurður Brieni póstmeistari, Axel Tulinius sýslumaður, Jón Þórarinsson skólast,ó:i í Flensborg, Halldór Jónsson bankagjaldkeri, For- berg símastjóri og þrír heimboðsnefnd- armennirnir: Jón Jakobsson, séra Ólaf- ur ÓJafsson og Skúli Thoroddsen. Tveir úr þeirii nefnd, er áður vóru riddarar fengu dannebrogsmannakrossinn: Guðm. Björnsson laDdlæknir og Jón Magnús- son skrifstofustjóri. Sama kross fengu þeir Klemens Jónsson landritari, Björn M Ólsen prófessor, Halldór Danielsson bæjarfógeti, Björn Sigfússon á Kornsá, Bjarni Jónssou sniki.ari, Stefán Eiríks- son hinn oddhagi, Agú*t Helgason Birtingaholti, Lárus P dsson homöopath, Björn Bjarnarson í Gröf, Gunnl.HUgur Þorsteinsson á Kiðjabergi, Jón Hjör leifsson í Skógum, Jóu Einarsson í Hemru, Jens Jónsson á Hóli í Dalas., Þorsteinn Bergmann á Saurum Snæf. Björn Jónsson á Yeðramóti Skagaf, Þorsteinn Guðmundsson yfirmatsmaður í Rvík og Eiríkur B iem. Lektor Þórhallur Bjarnarson fékk prófessorsnafnbót. Sýslufulltrúar þeir, er vóru með konungssveitinni: Eggert Bendiktsson í Laugardælum og Þorsteinu Thoraren- sen á Móeiðarhvoli fengu brjóstnælu úr gulli með fangamarki konungs. Jón Guðmundsson póstur /ékk samskonar nælu. Guðmundur Hávarðarson öku- maður og Jón bón-di á Laug fengu minnispening úr silfri. Verðleikapen- ing úr gulli fékk Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Drykkjupeninga í almennri mynt gaf konungur stúlkum þeim, er gengu um beina í ferðinni, 5 kr. hverri og lögreglumönnunum viðlíka mikið. (Iframh.) Botuvörpungar tveir enskir vóru sektaðir nýlega i Hafuarfirði um 1000 kr, hvor og afli og veiðarfæri upptæk. „Beskytteren“ náði skipurn þessum und- an Jökli og varð að flytja þau til Hafnarfjarðar af því að sýslumaður var ekki heima í Stykkishólmi. Erlend símskeyti til Ingólfs frá R. B. Khöfn. 13. ág. Símaverkfall breiðist út um alla stór- bæi Bmdarikjanna og heftir það mjög allar fréttasendingar. Verkfallsmenn heimta laun sín hækkuð um 25% og hóta verkfalli er nái yfir Bandaríkin og Canada. í gær gerðu 4000 Márar áhlaup á Norðurálfumenn í Casablanca, en hrukku uudan Frökknm. VerkfalIsóJrðir allmiklar í Belfast á írlandi daglega. í gærkveldi skant her- Jið á múginn og biðu tveir menn baDa. Khöfn. 15. úg. Englandsbanki hefir hækkað útláns- vexti úr 4 upp í 41/2°/0- Frá Seyðísfirði. Konungur og föruneyti hans kom til Seyðisfjarðar á fimtudaginn kl. 2*/t. Konungsskipinu var lagt að bæjarbryggj- unni og þar gekk konungur á land. Síðan var gengið inn í barnaskólann nýja, og þar lór móttökuathöfnin fram. Ræður helztar: Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti fyrir minni konungs, en kon- ungur mælti fyrir minni Seyðisfjarðar. Þá var gengið norður yfir Fjarðarárbrú og inn í Langatanga og þar drukkið vín og neytt ávaxta. Um kvöldið hafði konungur boð á skipi sínu og bauð þangað bæjarstjórninni o. fl. Kl. 10 um kvöldið lögðu skipin af stað. Bærinn hafði verið mjög sbreyttur, og mannsöfnuður meiri en dærai eru til þar. Riddarar voru þeir gerðir Jóh. Jóhann- esson bæjarfógeti og Stefán Th. Jóns- son konsúll, en dannebrogsmenn þeir Gísli Jónsson gullsmiður á Seyðisf. og bændurnir Jónas Eiríksson á Breiðavaði fyrr skólastjóri á Eiðum Jón Bergssou á Egilsstöðuin,',Halldór Be.'iediktsson á Klaustri og Gunnar Palsson á K tils- stöðum. Ostar og pilsur margar tegundir fást ódýrar í veizlun Kristins Magnússonar. í dag er síðasti sýn- ingardagurinn hjá Ás- grími málara. Carl F. Bartels úrsmiQur Laugaveg 5, Talsimi 137. Hefir mikið úrval af allskonar úrum og klukkum, úrkeðjum barla og kvenna, armböndum, armhringum o. fl. Munið að kaupa úrin með Fálka- merkinu. Café & Resturant „Baldurshagi'1 (í Mosfellssveit). Ávalt á reiðum höndum heitur og kaldur matur (á aunnudögum þó að eins kaldur matur) Chokolade, Koko, Kaffi The — o. s. frv. Kaupendur Ingólfs, þeir er búferlum flytjast, eru beðuir að láta ritstj. vita um það sem fyrst, lielzt skriflega. Munnleg skilaboð á skotspónum fara oft að forgörðuiu. er skozka limónaðið sem fæst í Sölntu.r n inum. íslenzkir fánar úr ósviknu efni frá Þýzkalandi fást keyptir hjá Einari Grunnarssyni íTemplarasundi og Benedikt Sveinssyni á Skólavöiðu- stíg, 11 a. Manchettuhnappur fundinn við veginn á Mossfellsheiði. Ritstj. vísar á. ®-------------------------------0 Árelðanlega vöuduð svissnesk vasa úr hvergi eina ódýr og á Laugaveg 38. St. Runólfsson. Ritstjórar og eigendur: Ari Jönsson Benedikt Sveinsson. Fólagspr entsmið j an.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.