Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 06.04.1911, Qupperneq 1

Ingólfur - 06.04.1911, Qupperneq 1
INGÖLFUR IX. árg. Iteykjavík, flmtudaginn 6. apríl 1911. 14. blað. Hótunarbpéf Stórstúkunnar Ósvífui baunmanna keyrir fram úr hófi. í fundarbyrjun í efri deild í gær, áð- ur enn byrjað var að ræða frumvarpið um fre*tun bannlaganna, var eftirfar- Það fyrsta sem fyrir mörgum verð- ur er þeir lesa bréf þetta eru itaðhæf- ingarnar, rangfærslurnar og útúrsnúning- amir. í 1. málsgrein segir bréflð, að frestun laganna, í hvaða formi sem er sé á móti eindregnum yfirlýstum vilja mikils meiri hluta þjöðarinnar* einsog meðal annars* síðustu þingmálafundir bera ljósan vott um. Þetta er sum- part ranghermi og sumpart rang- færsla. Um þetta mál, frestun bann- laganna, liggur yfirhöfuð ekki fyrir neinn yfirlýstur v-ilji þjóðarinnar annar en sá sem fram kom á síðustu þingmálafund- um, og það er sannarlega ranghermi, að „mikill meiri hluti þjóðarinnar“ hafi þar tjáð sig á móti frestun bannlaganna; af h. u. b. 60 fundum alls voru rétt rúmlega 30 mótfallnir frestun. Þetta ætti framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar að vita, Ingólfur flutti skýrslu um það ekki alls fyrir löngu. 2. málsgrein i bréfinu er óröhstudd staðhœfing, sem eflaust samir sér vel á fundum Goodtemplara og likum stöðum, en það er heimskulegt að bera slíkt á borð fyrir fólk flest. Vér höldum því fram að á síðasta þingi hafi verið stig- * Auðkent af oss. andi prentuðu bréfi frá framkvæmdar- nefnd Stórstúkunnar útbýtt meðal þing- deildarmanra: ið óhappaspor, og stendur þar þá stað- hæflng móti staðhæfing, og Goodtempl- arar eiga enga heimtiugu á og geta ekki ætlast til að meira tillit sé tekið til þeirra staðhæfingar en vorrar. 3. málsgreinin er staðhcefing, útúr• snúningur og rangfærsla, öllu hrúgað saman í eina litla málsgrein. Það er staðhæfing, sem ekki er nokkur fótur fyrir, að frestunin mundi verða þjóð og þingi til minkunar erlendis. Og það er útúrsnúningnr og rangfærsla, er því er haldið fram i bréfinu, að það sé Iítt skiljanlegt að sömu mennirnir, sem á síðasta þingi greiddu bannlögunum at- kvæði eitt skuli nú verða með frestun á framkvæmd þeirra. Þeir herrar í stórstúkunni ættu þó að vita það, að nú stendur öðruvísi á, enn á síðasta þingi. Þá var búist við að fyrir þessu þingi mundi liggja fullDægjandi frum- vörp um tekjuauka fyrir landssjóð í stað áfengistollsins; nú vita allir að svo er ekki — og frestun bannlaganna verður því ekki „lítt skiljanleg" heldur sjálfsögð. Um 4. málsgrein sagði séra Sigurður Stefánsson í ræðu sinni í gær, að ef það væri satt og rétt, sem þar stendur, að tekjur landsjóðs mundu ekki aukast að nokkrum mun þótt innflutningur á- fengis væri gefinn laus i 3 ár til, þá væri bannið ónauðsynlegt, þegar svo mikið væri orðið dregið úr drykkjuskap landsmanna. Allir sjá nú hversu mikils virði eru þessar mótbárur æðstu mauna Good- templarafélagsíns og bannliðsins hér á landi hversu þær eru veigamiklar og haldgóðar. Þar er svosem ekki verið að bera fyrir brjósti heill og hag lands- ins. Nei, þetta bréf er sprottið af ein- hverri óumræðilegri hræðslu fyrir því, að frestunin muni geta orðið til að steypa af stalli skurðgoði þeirra, bann- guðinum, þvingunarguðinum, 'sem þeir hafa fallið fram og tilbeðið, og offrað honum dómgreind sinni og skynsemi. En það er líka annað, sem fyrir mannum verður við lestur bréfs þessa. Það er sá hroki, sú ósvífni, sem þessir æðstuprestar skurðgoðsins leyfa sér gagn- vart löggjafarþingi þjóðarinnar, sá tónn, sem þeir tala i, eins og þeir, sem valdið er gefið. Eða verður lengra jafnað hroka og ósvífni, en að nafngreindir menn, stjórnendnr félagsskapar, sem angana hefir út um allt laud, skuli ger- ast svo djarfir að rita Alþingi hótnnar og ögrunarbréf, setja því kosti, ef það fari ekki að vilja þessara háu herra. Það er jafnvel mjög vafasamt livort slíkt athæfi fellur ekhi undir sektarákvæði 96. gr. og 229.. gr. álmennra hegningarlaga. Yér getum þess á öðrnm stað hér í blaðinu, að við 2. umr. fjárlaganna í neðri deild var samþ. styrkurinn til Stórstúku íslands; en styrkurinn er nú butdinn því skilyrði, að Stjórnarráðinu sé gefiu sundurliðuð skýrsla um hvern- ig fénu sé varið. Það skyldi ekki undra oss, þó að á þeirri sundurliðuðu skýrslu Stórstúkunnar til Stjórnarráðsins væri einn liðurinn sá, er gerði grein fyrir kostnaði við prentun og útsendingu á hótunarbréfi til löggjafarþings Islendinga. Þykir mönnum þá ekki fénu vel varið ? Og þykir möunum ekki bindindisstarf- semin í góðra manna höndum? Óhyggileg pólitík. Þegar við lítum rólega á siðustu at- burði í íslenskri pólitik, undrumst við mjög hvernig sjálfstœðismenn hafa komið fram gagnvart Kr. Jóussyni sem ráð- herra. Við skiljum að vísu vel að hr. Skúla Thóroddsen hafi gramist að hann varð eigi útnefndur ráðherra af konungi. Skúla fylgdu nokkuð margir sjálfstæðis- menn og aðrir vildu ekki fella hann á þessu þingi, og hafði hann því ef til vill ástæðu til að álíta, að hann hafi staðið mjög nærri, og ef til vill að konungur hafi gengið fram hjá honum. Þetta gerir skiljanlegt að honum gramd- ist í bráðinni og gremja hans beindist að Kr. J. Við skiljum einnig vel að Birni Jóns- syni gramdist að sleppa völdunum og itórreiddist er þau féllu í hendur þeim manni, sem hann hafði gert svo mjög á hluta. Því að það var hin meita v&ntraustsyfirlýsing á framkomu hani sem hugsast gat. Við skiljum ennfremur að þetta gat brætt laman aftur formann Björnsliðins og formann Sparkliðsins. „Á rþeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir.u Eu við skiljum eigi framkomu sjálf- stæðisfiokksins í heild linni. Fyrir hon- um áttu að vaka málin en ekki menn- irnir, heill landsins en eigi lérhagsmunir einstakra manna. Nú er það Ijóst að Kr. J. og ijálfitæðiimenn eru sömu skoðunar um flest mál, séritaklega aðal- málið sambandimálið. Flokknum átti því að vera innan handar að vinna með ráðherra Kr. J. og halda með því áhrif- um sínum á stjórn landsins. Flokks- menn áttu að sjá hve meðferð þesiara mála biði mikið tjón ef þeir rýrðu flokkinn og hlýtur þetta að sjást f meðferð á stjórnarskrármálinu og fjárlög- unum, þar sem engir fundir hafa getað átt sér stað með ráðherra og flokknum i heild sinni. Eu auk þessara stórmála, er að líta á ýms önnur mál, sem ekki eru pólitísk. Um öll þau mál átti sjálfstæðisflokkur- inn að sjálfsögðu að geta staðið sem einn maður. Skulum við sem dæmi nefna kosningu gæslustjórans í efri deild. Þar hefði ráðherra og flokkur- inn átt að geta unnið saman og komið sínum manni að. En hvað hefir sjálfstæðisflokkurinn gert? Fyrst reka þeir Kr. J. úr flokknum, að vísu einungis með 16 atkv. (af 25 flokksmönnum og 34 þjóðkjörnum þing- möanum). Með þeisu gefa þessir menn skýrt til vitundar að þeir vilja enga samvinnu við mannínn Kr. J. og meina honum þvi að styðja flokkinn í ópóli- tíikum málum, þótt þeir auðvitað fylg- iit að í a’tkvæðagreiðslu um pólitíik mál. Þessu næst bera þeir fram vantrausti- yfirlýsingu, aem að vísu ekkináðifram að ganga, þar sem aðeins urðu 12 atkv. með henni en 13 á móti ank forseta. En með þessu herða þeir menn enn meir á sundurlyndinu innan flokksins. Afleiðingin af öllu þesiu framferði meiri hluta sjálfstæðiiflokksini hlýtur hverjum manni að liggja í augum uppi. Hún spillir fyrir flokknum á þingi, rýrir álit hans hjá almenningi, gerir hann hálf hlægilegan í augum andstæðinganna og sýnir betur en nokkuð annað hve sundurlaus flokkurinn er og veikir með þvi styrkleika ham í koiningarbarátt- unni. Og hvað er unnið við þetta? Ekkert fyrir flokkinn, og lítið fyrir frumkvöðla mótipyrnunnar gegn Kr. J. Og því er þetta mjög ohyggileg og óvarkár pólitík. Steinþór. Botnvörpungarnir veiða enn ágætlega vel. Á laugar- daginn var komu inn bæSi „Mars“ full- hlaðinn eftir fárra daga útiviit, og „Vale of Lennox", ikipstj. Jón Jóhannuon sömuleiðis fullhlaðinn með 37,000 eftir 10 daga útiviit. Á mánudaginn kom „Snorri goði“, sömuleiðis hlaðinn. 2. 3. 17 RAMKVÆMDARNEFND Stórstúkunnar hefir sannipurt, að komið sé fram í háttvirtri efri deild alþingis frumvarp til laga um freitun á framkvæmd bann- laganna, sem samþykt voru á síðasta þingi. Um þetta leyfir framkvæmdarnefnd Stóritúkunnar sér að snúa sér til hins háa alþingis og benda því á: 1. Að frestun á lögum þessum, í hvaða formi sem er, yrði á móti eindregn- um yfirlýstum mikils meiri hluta þjóðarinnar, eins og meðal annars síð- ustu þingmálafundir bera ljósan vott um. Að með þessu væri stigið itórt spor aftur á bak á þeirri happaleið, sem aíðasta þing lagði út á. Að slík freitun mundi verða þjóð og þingi til minkunar erlendis, með því að séritaklega öllum áhugamönnum þessa máls mundi verða lítt skiljan- legt, að sömu þingmennirnir, sem með stórum meiri hluta sam- þyktu bannlögin á síðasta þingi (18 : 6 í neðri deild, og 8 : 5 í efri deild), skuli nú verða með frestun á framkvæmd þeirra. Að þótt frestað yrði að meira eða minna leyti framkvæmd á innflutnings- ákvæðinu, þá mundi það ekki auka að neinum mun tolltekjur landsjóðs, því að úr því að taka á fyrir allan innflutning og söluá áfengi 1. jan. 1915, þá munu kaupmenn eins flytja inn þessar 3. ára birgðir fyrir lok þessa árs. Auk þess verður framkvæmdarnefndin að lýsa yfir því, að hún er þess fullviss, að með því að hver frestun á framkvæmd bannlaganna er brot gegn ótvíræðum vilja kjósenda, muni allir bindindismenn oq bannvinir líta svo á, að þeir þingmenn, er greiða slíkri frestun atkvæði sitt, segi þeim stríð á hendur, og hljóta þeir þvi að sameina krafta sína til þess að vernda bannlögin.* Vér berum það traust til þingsins, að það felli frumvarp þetta og kviki i engu frá gerðnm sínum á síðasta þingi í þessu efni. Reykjavík 3. apríl 1911. Virðingarfylit Halldór Jónsson stórkanslari. 4. Þ. J. Thoroddsen stórtemplar. Jón Arnason stórg. ungtemplara Sveinn Jónsson itórgjaldkeri. Anna Thoroddsen itór-varatemplar. Pétur Zóphóníasson stórg. kosninga. Haraldur Níelsson stór-kapellán. Jón Pálsson stórritari. Indriöi Einarsson fyrv. stórtemplar.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.