Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 14.11.1911, Qupperneq 3

Ingólfur - 14.11.1911, Qupperneq 3
INGÓLFUR 183 eða bindindisloforð sitt, en nokkur ann- ar maður sem eg þekti. Eg skrifaði þessa staðhæfingu af fullri þekkingu og i hreinni alvöru. Er það ekki skýlaust brot á loforði Goodtemplara, að taka við peningum, láta kaupa sig — með öðrum orðum: móta sér — til þess að senda vikulega út á meðal alþýðu á prenti skrum og akjall um áfengiseitrið ? Þetta hefir Björn Jóneson gert svo tugum ára skift- ir. Á meðan Goodtemplarar lý»a sjálf- ir velþóknun sinni á þessu athæfi eiga þeir langt í land til þess að skilja anda Reglunnar og kjarna loforða sinna. Björn Jónsson á heiður og þakkir skilið fyr- ir margar ítarlegar og áhrifamiklargrein- ar og margar snjallar ræður um bind- indismálið, og sérstaklega bera honum hlýjar þakkir allra sannra Goodtempl- ara fyrir starf hans á tveimur síð- uatu þingum fyrir það mál. Eu hversu ítækir flokksmenn, sem Goodtemplarar eru, þá má ofstæki þeirra í með- haldi með einstökum mönnnm aldrei fara svo langt, að virðingu og sóma reglunnar sé hætta búin; en þannig verður það, ef meðlimir hennar sjá ekki, að sá sem gerist verkfæri í hendi brennivínssala til þess að útbreiða á- fengislof, brennivínskaup og sölu og þar af leiðandi brennivínsdrykkju, er brot- legur meðlimur. Bj'órn Jónsson hefir brotið Goodtempl- araheit sitt í livert slcifti sem Isafold undir lians stjórn hefir flutt áfengisaug- lýsingu án athugasemda eða mótmœla, og það er býsna oft. Eg teldi mér vanvirðu að heita Good- templari ef andi félagsins væri svo mik- illi hálfvelgju blandinn, að Goodtempl- arar mættu að ósekju hjálpa vínsölum til þess að geta komið út á meðal fólks- ins aem mestu af áfengi, Eins lengi og eg verð bindindismaður — og eg vona að það verði jafnlengi og eg lifi — mun eg eftír föngum reyna að berj- ast á móti þess konar hálfvelgju innan félagains. Eg væri svikull Goodtempl- ari ef eg gerði það ekki. Sig. Júl. Jóhannesson. Dr. Cook í Khöfu. Það þótti tíðindum sæta, er aú fregn barst til Kaupmannahafnar, að dr. Cook, sá sem þóttist hafa fundið Norðurpólinn, væri væntanlegur aftur þangað og ætlaði að halda þar fyrir- leatur. Eins og kunnugt er tóku Dan- ir honum tveim höndum þegar hann kom úr hinni frægu „Norðurpólsferð" sinni, háskólinn sæmdi hann doktors- nafnbót og mikið var dýrðaat með hann. En er það komat upp, að dr. Cook hafði skrökvað upp allri sögunni, urðu Danir skömmustufullir mjög, og meganúekki ógrátandi á Cook minnast. Þótti þeim nú, eins og von var, hin mesta bíræfni af honum, að ætla sér að koma og halda fyrirle»tur um för aína, einmitt í Kaup- mannahöfn. Dr. Cook kom þ. 24, f. m. og hélt fyrirlestur þá um kvöldið í höll Oddfel- lowa í Höfn. Var honum tekið með ópum og óhljóðum strax og hann kom inn á pallinn, og fékk hann með naum- indum hljóð til að tala. Sýndi hann þar Ijósmyndir úr ferðalagi sinu, þar á meðal mynd af „pólnum“, með stjörnu- merki Bandaríkjanna blaktandi þar á stöng. Þótti mönnum þetta kynlegt, því menn vissu ekki til, að hann hafi haft nokkra ljósmyndavél á ferðalaginu! Sýndu Hafnarbúar honum nú alla þá lítilavirðingu sem þeir gátu og má Cook veslingnum nú þykja tvennir tím- arnir, eða þegar hann kom þar i fyrra sinnið, umkringdur af öllu stórmenni Dana og krýndur öllum þeim heiðri, aem þeir gátu sýnt honum mestan. „Fjalla-Eyvindur" leikrit Jóhanns skálds Sigurjónssonar, heflr nýlega verið gefið út í Khöfn. Blöðin hæla bókinni á hvertreipi. Mun hennar verða getið hér seinna. Próf. Ágúst Bjarnason varði doktorsritgerð sina við háskólann fyrir skömmu. Vér höfum ekki enn fengið þau blöð, þar sem minat er á vörn hans. A Iþmgiskosnmgar. í Barðastranasýslu er koainn Björn Jónsson fyrv. ráðherra með 235 atkv. Guðm Björnsson sýslum. hlaut 119 atkv. 1 Austur-Skaftafellssýslu er kosinn Þorleifur Jónsson á Hólum, með 82 atkv. Séra Jón Jónsson á Stafafelli hlaut 68 atkv. Er nú að eins ófrétt um Norður-í»a- fjarðarsýslu, en þar er talið víst að hr. Skúli Thóroddsen verði kosinn. Borgarstjóri Páll Einarsson er nú kominn úr utanför sinni; fórhann eins og kunnugt er til útlanda í þeim tilgangi, að reyna að útvega bænum til- boð um lán til hafnargerðarinnar, en margir voru í sumar vondaufir um að takast myndi að fá það nokkursstaðar. Vér höfum uú átt tal við borgarstjóra til þess að fá að frétta um árangurinn af för hans. Sem betur fer reynist það ekki svo, að öll sund væru oss lokuð, og hefir hann nú meðferðis tilboð um lánið frá 3 bönkum í Kaupmannaböfn, Landmandsbanken, Privatbanken og Handelsbanken, og skildist oss að það væri með allgóðum kjörum. Annara sagði borgarstjóri oss svo margt, sem vér lofuðum aö þegja yfir, að vér eigum bágt með að muna hvað vér megum segja og hvað e£ki;en svo mikið er víst, að hann var i besta skapi, og tökum vér það sem góðs vita. Hneyksli í Goodtemplarareglunni, Hún vill þröngva skoðanafrelsi meðiima sinna. Eitirtektarverður brottrekstur. Mikið afrek er mælt að templarar hafl unnið nýlega. Þeir liafa að því er sagt er vikið hr. kaupmanni Ásgeiii Sigurðs- syni, konsúl Breta, úr Reglunni fyrir það eitt, að hann studdi til þingmennsku þingmannaefni vor andbanninga. Þröngsýni, hroki, heiraika og frekja eru þeir göfugu eiginlegleikar, sem þetta síðasta afrek templara er bygt á. Ef þeir ætla sér að ávinna félagsskap ainum óblandna og innilega fyrirlitningu allra réttiýnna manna, þá verður ekki annað sagt enn að þeim takist það furðanlega. Ef þeir ætla sér að eyði- lGSSÍ8, félagsakapinn, þá eru þeir vissu- lega á réttri leið. Þegar svo langt er komið, að þeir vilja mega ráða ekki einungia því, hvað menn eta og drekka, heldur einnig þvi hvaða, akoðanir menn megi hafa á mönnum og málefnum, þá getur varla hjá því farið, að allir ær- legir og góðir drengir kjósi heldur að segja skilið við þá. Þessir háu herrar í Reglunni eru annnara farnir að gerast sá blettur á þjóðfélagi vorn, að full á- stæða virðist til að grípa til vopna gegn þeim. Aðaltilgangur þeirra er beraýni- lega ekki letgur sá, að efla bindindi í landinu, heldnr sá, að ala upp her af nógu þrællunduðum og smáaálarlegum fénaði, er þeir geti sigað útí hvað sem er og notað í pólitíakar þarfir sínar, Ekki öfundum vér neinn þann aem vill leggja sig undir svipu þessar herra. En þeim fer nú væntanlega að fækka úr þeasu. Eftir að þetta var skrifað höfum vér átt tal við einn af bestu menn Regl- unnar og sagði hann oss, að enn muni ekki vera búið að vinna afrekið — að minsta kosti væri það „enn ekki fyrir blöðin“. Ef til vill fer þá avo, að templarar þori ekki þegar til kemur að gera alvöru úr þessu hneykali. En hvort sem svo fer að þetta verði nokk- urn tíma „fyrir blöðin“, eða ekki, þá stendur þó óhaggað alt það, aem sagt er hér að ofan, því að Stórstúkan hefir úrskurðað að skuldbinding félagsmanna skuli skilin á þá leið, og templarar þora þá ekki að framfylgja fyrirakip- unum hennar, ef þeir hætta við þenn- an brottrekstur, sem vér fullyrðum, að hafi verið ráðinn. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. „Ceresu og „Sterlingu komu frá út- löndum 13. þ. m. Þau fóru hérumbil samtímia frá Vestmannaeyjum á sunnu- dagskvöldið var, og er svo sagt, að ekki hafi verið til aparað hvorki með kol né annað, og hafi hvor viljað kom- ast á undan öðrum til Reykjavíkur, enda komu skipin hingað um mjög líkt leyti uni morguninn þ. 13., Ceres þó ýfið á undan- Sagt er að þau hafi verið h. u. b. 9*/a kl.tíma frá Vestmannaeyjum hingað. Farþegar með þeim voru með- al annnara: Helgi Zoéga kaupm., Guðm. Böðvarsson kaupm., próf. Ágúst Bjarna- son, borgaratjóri Páll Einarsson, frk. Sigríður Siemsen o. fl. frá útlöndum. Frá Vestmannaeyjum komu þeir Karl Einarsson sýslum., og Gunnar Ólafason kaupm. Taugaveikin er enn að stinga sér niður hér og þar í bænum, en er þó sögð mjög væg víðaat hvar. Að avo miklu leyti sem unt er að koma fyrir eru sjúklingarnir íluttir á spítalann. Auk þess eru ýmsir kvillar aðrir að gera vart við sig bænum, segja læknarnir. prof. Finnur Jónsson hefir ánafnað háskólanum hér alt bókasafn sitt eftir sinn dag, að þvi er „Lögrétta" skýrir frá. Trygqvi Gunnarsson bankastj. hefir gefið Ungmennafélagi íslands stóra spildu af landi anstur í Árnessýslu, og ætlaat til að hann verði hafður til skóg- ræktar. Sameinaða Gufuslcipafélagið í Khöfn var nýlega búið að ákveða að byggja til íalandsferða stórt farþega og flutn- ingaskip, mcð öllum nýtísku útbúnaði og ríkmannlega úr garði gert; var á- ætlað að það mundi kosta nálægtmilli- ón króna. — En nú er komin frétt um að félagið aé hætt við að byggja skipið; ekki er fullkunnugt um ástæð* urnar til þesa. Þrír nýjir botnvörpungar eru í smíð- um i Englandi fyrir meun hér i bæ. Odýrast Tóbak hverju nafni sem nefnist, sömuleiðis Vindlar, Vindlingar og allskonar Soelgœti í stóru úrvali. Verslunin Vikingur öarl LárussoB. Cacao og Chocolade í heildaölu og smásölu Á einn þeirra að heita „Skúli Fógeti,“ og eiga þeir hann „ Jóns Forseta“ félag- ar. Hinir tveir eiga að heita „Baldur“ og „Bragi,“ eign þeirra bræðra Th. og Péturs J. Thorsteinsson. — Pétur Ól- afsson kaupm. á Patreksfirði sigldi tij Englands um daginn og er sagt að hann hafi þar ætlað að kaupa sér botnvörp- ung. Alt er þetta gert með tilstyrk íslanda Banka. — Enn er sagt, að mik- ill bolnvörpuútvegur sé ráðgerður í Hafnarfirði. Þar hefir hr. Magnús Th. S. Blöndahl keypt verzlunarhúa þaujog lóð, sem Brydea-verslun átti áður, og mun ráðgert að verka fiskinn þar. Er mælt að nokkuð margir íslendingar verði i félagi um útgerð þessa, og að þýskt útgerðarfélag eitt verði í samvinnu með þeim. — Ennfremur kvað íslendingsfé- lagið hafa hugsað sér að leigja tvo botnvörpunga um næstu vertíð. Yfirréttarlögmaður Oddur Gialason lét í sumar byggja ofurlítinn skemtiskála inni í blómsturgarði sínum ; en honum hafði láðst að sækja um leyfi til hinn- ar háu byggingarnefndar, og er það talin stór synd. Ennfremur hafði hann látið aetja torfþak á skálann, og er það talin enn stærri synd því, avo er ákveð- ið í byggingarsamþykt höfuðborgarinn- ar, að ekki megi reisa hús með torfþaki inni í bænum. Hin háa byggingarnefnd heflr nú skipað hr. Oddi Gíslasyni að rífa þakið af skála sinum. Mörgum mun þykja þetta kynlegt, þar sem akál- inn var allra laglegaata hús, og það aem prýddi h'ann var einmitt torfþakið, auk þess sem hann stóð í blómsturgarði privatmanns, og gerði þar engum manni mein. — Ástæðan til þesaarar fyrskip- unar ér oss aagt að sé sú, að bygging- arnefndin hafi í geðilsku bannað hr. Brillouin konsúl að reisa kofa með torf- þaki á lóð hans, og hafi hún nú ekki viljað gera sér mannamun. Von er á frá útlöndum í þessari viku skipunum „Vendayssel11 og „Kiew“ og eru þau bæði nærri því fullfermd af á- fengi. Hlýtur það að vera ógurleg sjón fyrir alla Templara, að verða að horfa uppá alt það áfengi og geta ekkert af því sett sér til munna. Starfinn sem umsjónarmaður áfengis- kaupanna er veittur Jóni Á. Egilsson, bókhaldara í Ólafsvík. Umsækjendur voru 16. Miklar tröllasögur ganga utn það hér í bænum, að ráðist hafi verið á konsúl Brillouin i kvöld; vér höfum apurt hr. Brillouin sjálfan hvort nokkuð sé hæft í því, og kveður hann nei við því.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.