Landið - 05.07.1918, Page 2
io6
LANDIÐ
„Hugfró“ J
Tóbaks- og sælgætis-verzlun,
Laugaveg1 34. Sími 739.
Keykj avík.
Heildsala. Smásala.
Allskonar tóbaksvörur og sælgæti.
Vörur sendar um alt land gegn eftirkröfu. Allar
pantanir afgreiddar tafarlaust.
Sendið pantanir með síma eða bréfi.
»Hugfró« er ný verzlun, sem fær vörur sínar milli-
^ liðalaust, og er strax að verða
stsersta og bezta tóbaksverzlun
landsins.
Utanáskrift símskeyta: »Hugfró«. Reykjavík.
Virðingarfylst.
Ó1 afsson.
=K
=^r—m=
:K
vísi verður ákveðið, heimilast hér-
aðslæknum landsins að hækka
gjaldskrá þá, sem um getur í 4.
gr. laga nr. 34, 16. nóv. 1907, svo
og borgun fyrir ferðir, sem ákveðin
er í 5. gr. sömu laga, um alt
að 50%. — 2. gr. Lög þessi öðl-
ast þegar gildi.
Greinargerð. Þar sem það virð-
ist óhjákvæmilegt, að bætt séu
launakjör lækna, en nefndinni hins
vegar virðist sanngjarnt, að almenn-
ingur taki nokkurn þátt í því, að
bæta kjör þessarra starfsmanna
þjóðarinnar sérstaklega, hefur hún
leyft sér að bera þetta frv. fram.
33. Frv. til laga um verðlags-
nefndir. Frá bjargráðan. nd. 1. gr.
Stjórnarráðinu veitist heimild til,
eftir tillögum bæjarstjórna, að skipa
nefndir til að ákveða verðlag á út-
lendri og innlendri vöru. — 2. gr.
Stjórnarráðið setur með reglugerð
nánari ákvæði um starfsvið nefnda
þessarra og önnur atriði um fram-
kvæmd laganna. í reglugerð má
ákveða sektir fyrir brot gegn
ákvæðum reglugerðar eða ráðstöf-
unum, gerðum samkvæmt henni. —
3 gr. Ákvæðum verðlagsnefnda má
skjóta til stjórnarráðsins til fullnað-
arúrslita. — 4. gr. Verðlagsnefndir
fá borgun fyrir starf sitt úr bæjar-
sjóði, eftir reikningi, sem bæjar-
stjórnin úrskurðar. — 5. gr. Með
lögum þessum eru úr gildi numin
lög nr. 10, 8. sept. 1915, og lög
nr. 7, 8. febrúar 1917. — 6 gr.
Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.
Pingsályktunartillögur.
38. Tillaga til þingsályktunar
um almenningseldhús. — Alþingi
ályktar að heimila landsstjórninni
að veita tveim mönnum, einum
karlmanni og einum kvenmanni,
sem bæjarstjórn Reykjavíkur mælir
með, alt að 4000 kr. styrk til þess
að kynna sér erlendis fyrirkomu-
lag almenningseldhúsa og rekstur
þeirra.
Styrkur þessi veitist gegn því,
að Reykjavíkurbær leggi fram það,
sem á vantar. — Alítist þess eigi
þörf að senda menn utan í þess-
um erindum, er landsstjórninni
heimilt að verja fénu til styrktar
því, að almenningseldhúsi verði
komið á fót.
39. Tillaga til þingsál. um lán
handa klæðaverksmiðjunni Álafossi.
— Alþingi ályktar að heimila lands-
stjórninni að lána eigendum klæða-
verksmiðjunnar á Alafossi alt að
100 þús. krónur, til að fullkomna
verksmiðjuna á ýmsan hátt. —
Lánið veitist gegn veði í verk-
smiðjunni og ábyrgð, er stjórnin
tekur gilda, ávaxtist með 5% og
greiðist með jöfnum afborgunum á
20 árum.
40. Tillaga til þingsál. um bráða-
birgðalaunaviðbót handa starfs-
mönnum Iandssímans. Frá fjárveit-
inganefnd nd. — Alþingi ályktar
að heimila Iandsstjórninni að verja
alt að 40000 kr. á ári af tekjum
landssímans til bráðabirgðalauna-
viðbótar handa starfsmönnum lands-
símans. — Af launaviðbót þessarri
greiðist engin dýrtíðaruppbót.
Við tillögu þessa hafa komið
breytingartillögur frá þeim Magn.
Guðm.syni, Gísla Sv., Pjetri Otte-
sen og Ein. Árnasyni: 1. Fyrir
„40000“ í 1. málsgr. tlll. komi:
25000. — 2. Önnur málsgr. orðist
svo: Stjórnarráðið úthlutar launa-
viðbót þessarri, að fengnum tillög-
um landssímastjóra.
41. Tillaga til þingsályktunar
um raflýsingu á Laugarnesspítala.
— Alþingi ályktar að heimila
landsstjórninni að verja fé til þess
að raflýsa holdsveikraspítalann í
Laugarnesi.
*
Samþykt frumvörp.
Um bæjarstjórn á .ísafirði.
Um hækkun á vörutolli.
Um hafnsögu f Reykjavík.
Um bæjarstjórn í Vestmannaeyj-
um.
Um mótak.
Um stimpilgjald.
Samþyktar þingsál.till.
Um rannsókn sfmaleiða.
Um heimild fyrir stjórnina til
þess að veita styrk til að kaupa
björgunarbát.
Um þóknun handa Jóh. Þóíðar-
syni pósti á ísafirði.
Um lán handa Suðurfjarðahreppi
Um uppgjöf á eftirstöðvum af
láni úr landssjóði til Fiskifélags ís-
lands til steinolíukaupa.
Um efnivið til opinna róðrarbáta.
Síldveiðin 1918.
Álitsskjal utgerðarmanna.
Útgerðarmenn, víðsvegar af Iand-
inu, hafa átt fundi með sér hér í
bænum fyrir skömmu og kosið
nefnd til þess að bera fram tillög-
ur við stjórn og þing, viðvíkjandi
síldveiði í sumar. AHstórt álitsskjal
hefur birzt frá nefnd þessarri, þar
sem grein er gerð fyrir hag síldar-
útvegsins, eins og hann stendur
nú. — Samkvæmt skýrslu þessarri
eru nú í landinu um 300000 síldar-
tunnur, taldar nær 6 miljón króna
virði Auk þeSs liggur mikið fé í
bryggjum, húsum, síldarstæðum o.
fl., sem að síldveiði Iýtur.
Nú hefur aðeins fengist útflutn-
ingsleyfi á 50 þúsundum tunna til
Svíþjóðar, en það er miklu minna
en vænta má, að veitt verði. Horfir
því til vandræða um alt hvað meira
veiðist.
Nefndin leitar þess vegna hjálp-
ar landsstjórnarinnar í þessu efni
og fer fram á, að stjórnin kaupi,
fyrir hönd landssjóðs, alt að 150
þús. „ápakkaðar" tunnur síldar og
borgi þannig:
Fyrstur 50000 tunnurnar 75 au. kg.
Aðrar 50000 — 50-------
Þriðju 50000 — 40-------
en þá yrði meðalverð 55 aur. kg.,
eða alt kaupverðið kr. 827500000.
Nefndin hugsar sér að stjórnin
selji svo síldina því verði, er hér
segir:
Til Svíþjóðar 50000 tunnur á 1
kr. kg. = kr. 500000.00.
Til Ameríku 25000 tunnur á 50
au. kg. — kr. 1250 000.00.
En til manneldis, skepnufóðurs
og ef til vill bræðslu yrði að nota
75000 tunnur á 27 aura kg. = kr.
2025000 00
Það eru samtals kr. 827500000.
Samkvæmt þessarri áætlun ætti
Iandssjóður ekki að tapa á þess-
um kaupum. Málið verður nú lagt
fyrir alþing.
Aðalfundur Eimskipafélagsins
var haldinn hér í bænum 22. þ. m.
Samþykt var að skifta ársarðinum
þannig:
1. I eirdurnýjunar- og varasjóð legg-
ist.................kr. 77217.20
2. Stjórnendum félags-
ins sé greitt í ómaks-
laun alls...........— 4500.00
3. Endurskoðendum .
greiðist í ómakslaun
alls ...............— 1500.00
4. Hluthöfum félagsíns
greiðist í arð 7%
af hlutafé því, kr.
I-Ó73-3SJ-53) sem rétt
hefurtilarðs ... — 117134.61
5. Utg.stjóra greiðist
sem ágóðaþóknun . — 2000.00
6. í eftirlaunasjóð fé-
lagsins leggist . . — 25000.00
7. Radíumsjóði íslands
séu gefnar .... — ioooo.oo
kr- 23735r-8r
En 521 þús. kr. var varið til frádrátt-
ar bókuðu eignaverði félagsins.
Tvær tillögur komu fram um laga-
breytingar. Náði aðeins önnur sam-
þykki fundarins, Samkvæmt henni
Lifsábyrgðarfélagið
JYLLAND.
undir eftirliti danska ríkisins og við-
urkent af því, býður íslendingum
hagkvæm lífsábyrgðarkjör.
Ávaxtar íslenzkar innborganir
hér á landi.
Alíslenzk læknisskoðun; yíir-
læknir félagsins hér er Guðmundur
Björnson landlæknir.
Skírteini gefin út hér í Reykja-
vík af aðalumboðsmanni félagsins
hér, samkvæmt umboði félagsins.
Athugið tryggingarskilyrðin áður
en þér kaupið líftryggingu annars-
staðar.
Aðalumboðsmaður á ísiandi
Ó. G. Byjólfsson,
Reykjavík.
hefur stjórn félagsins framvegis ó-
bundnar hendur um hve mikla ágóða-
þóknun hún veitir framkvæmdarstjóra
félagsins.
Fjórir menn gengu úr stjórn, sam-
kvæmt hlutkesti og voru þessir dregn-
ir úr:
Eggert Claessen,
Jón Þorláksson,
Halldór Daníelsson,
Árni Eggertsson.
Með því að Vestur-íslendingar höfðu
eigi tilkynt útnefning fulltrúaefna, samþ.
fundurinn að fela stjórninni að kjósa
mann í stað Árna Eggertssonar, þegar
hún hefði ráðfært sig við hann, en
hans er nú von á Gullfossi.
í stjórn voru endurkosnir:
Eggert Claessen með 16268 atkv.
Jón Þorláksson — r2594 —
Halldór Daníelss.— 8447 —
Endurskoðandi var endurkosinn Ó.
G. Eyjólfsson, en varaendurskoðandi
Guðm. Böðvarsson. Halldór Eiríksson,
sem áður var varaendurskoðandi, mælt-
ist undan endurkosningu.
Samþ. var tillaga stjórnarinnar um
aukin skipakaup. Rætt var og um lög
um eftirlaun starfsmanna Eimskipafé-
lagsins og því máli írestað til næsta
fundar.
Símskeyti lá fyrir fundinum frá hlut-
höfum i Vesturheimi. Um það urðu
nokkrar umræður. Samþ. var að lokum
till. frá Sig. Eggerz ráðherra um að
fundurinn teldi æskilegt, að samband
héldist milli hluthafa austan hafs og
vestan, en síðan önnur frá P. A. Ólafs-
syni, þar sem æskilegt var talið að allir
hlutir Eimskípafélagsins lentu í hönd-
um hérlendra manna og stjórninni
falið að gangast fyrir hlutabréfakaupum
vestra.
Tillaga var samþykt frá B. H. Bjarna-
son um að veita Emil Nielsen 5000 kr.
dýrtíðaruppbót fyrir árið 1917 og önnur
tillaga frá Sigurjóni Jónssyni, að veita
stjórninni 4500 kr. uppbót í sama
skyni.
Yfirdómari Eggert Bricm var fundar-
stjóri, en Gísli sýslumaður Sveinsson
skrifari. Forsetastörf annaðist varafor-
seti Halldór Daníelsson, því að Sveinn
Björnsson forseti var sjúkur.
íslenzka samninganefndln.
Skrifarar hennar eru þeir Gísli ís-
leifsson fulltrúi og Þorsteinn Þorsteins-
son hagstofustjóri.
Fréttir.
Slys á Siglnflrdi.
19. f. m. vildi það sorglega slys til
hér, að ungur maður, Rögnvaldur
Rögnvaldsson að nafni, ættaður af
Höfðaströnd, datt út af bryggju og
druknaði. Var verið að leggja pall á
bryggjuna og kölluðu smiðirnir á hann
til þess að lypta undir tré; gekk hann
hratt fram til þeirra, en aðra leið en
vanalega, og datt niður. Um leið féli
niður pallur og náði pilturinn strax í
hann en slepti honum jafnskjótt, sökk
til botns og skaut aldrei upp aftur.
Svo hittist á, að menn á bát voru að
róa þarna fram hjá örfáa faðma frá;
snéru þeir strax við, en gátu þó ekíci
náð 1 hann. Þarna var um 16 feta dýpi,
og enginn viðstaddur svo vel syndur að
kafað gæti til botns, en þó var það
reynt, Eftir á að gizka fimtán mínútur
náðist maðurinn upp; var þá læknir
kominn á staðinn, gerði hann strax
tilraunir til lífgunar en þær reyndust
árangurslausar þrátt fyrir það þó alt
væri gert sem tilheyrir og hægt var. —
(„Fram").
Svínartokt Kanpmannnhafnarbæjar.
Kaupmannahafnarbær er nú að ráð-
ast í svínarækt, og það svo um munar,
því ætlunin er, eftir því sem „Politik-
en" segir frá, að framleiða 4000 svín
árlega. Byrjunin var gerð með 310 gölt-
um og gyltum. („Dbr.").
Próf.
Fyrri hluta læknaprófs hafa lokið:
Guðni Hjörleifsson með 1. eink. og
Danfel Fjeldsted, Eggert Einarsson
Briem, Jón Árnason og Karl Magnús-
son með 2. eink. —
ý Frú Gnðrún S. Ólafsdóttlr
á Bergsstöðum, kona síra Björns
Stefánssonar, en dóttir Ólafs prófasts
Ólafssonar í Hjarðarholti er nýlátin
eftir nýafstaðinn barnsburð. Hún Iætur
eftir sig 4 börn.
Prestastofna
hófst hér 1 bænum 26. f. m. Jón pró-
fastur Sveinsson prédikaði við setning-
una. Fundirnir voru haldnir í húsi K.
F. U. M. og tveir fyrirlestrar fluttir í
kirkjunni af síra Magnúsi Jónssyni dó-
sent og biskupi.
Þórður Tliorstelnsson
sonur Steingríms skálds og rektors,
særðist öðru sinni á Frakklandi í vetur