Alþýðublaðið - 23.05.1963, Side 4
ERUM VIÐ BAKKABRÆÐUR?
STJÓRNARANDSTAÐAN heldur því fram, að
erlent fjármagn sé íslendingum mikill háski.
Rétt mun það, að forsjá sé kappi betri í þeim
efnum. Samt fer því fjarri, að erlent fjármagn
þurfi að vera íslenzku þjóðinni hættulegt, ef við
kuimuni að lialda á þeim málum. Framtíðarþró-
un atvinnuveganna og efnahagslífsins á Islandi
kann að vera undir því komin, að við öflum
okkur erlends f jármagns, án þess að verða því
svo háðir, að hætta stafi af.
Reynslan er lærdómsrík. Við liöfum tekið mörg
erlend lán undanfarna áratugi og varið þeim
fjármunum til margvíslegra framkvæmda heima
fyrir. Framsóknarflokkurinn hefur átt drjúgan
þátt í þeim ráðstöfunum. Ekki hefur þetta er-
lenda fjármagn reypzt hættulegt frelsi og sjálf-
stæði íslendinga. Þvert á móti. Það hefur auð-
veldað okkur að ávaxta gæði landsins og bæta
hag þjóðarinnar.
Framtíðarverkefni íslendinga eru vissulega
mörg og mikil. Land okkar og haf er að ýmsu
leyti óunnin náma. Auðæfi híða okkar í skauti
jarðar og djúpi sjávar. Auðvitað þurfum við fjár
magn til að finna þau og vinna. Þátttaka okkar
I alþjóðlegu samstarfi á að gera það mögulegt,
að þetta fjármagn fáist, án þess að hætta fylgi.
Þess vegna er afstaða stjórnarandstöðunnar ekk-
ert annað en minnimáttarkennd. Og þetta mun
varla stefna liennar, ef málið er krufið til mergj-
ar. Alþýðubandalágið og Framsóknarflokkurinn
taka ekkert ínark á upphrópunum Tímans og
Þjóðviljans um skaðsemi erlends fjármagns.
Hluti af heiminum.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN telur sig mál-
svara samvinnuhreyfingarinnar, en hún er alþjóð
leg eins og allir vita. Erlent fjármagn á hennar
vegum myndi naumast varhugavert að dómi
Framsóknarflokksins. En er þá hættulegt, að ís-
lendingar verði sér úti um erlent fjármagn með
þátttöku sinni í alþjóðlegu samstarfi, sem hef-
ur meðal annars þann tilgang að tryggja efna-
hag og atvinnulíf hlutaðeigandi ríkja? Eða eru
íslendingar kannski þeir Bakkabræður, að þá
megi ekki senda á mannamót þjóðanna nema til
þess að þegja og halda að sér liöndum?
. Sú tíð er liðin, að ísland geti talizt afskekkt
Iand og einangrað. Lega þess er á krossgötum
veraldarinnar. Við erum hluti af heiminum. Þess
vegna er ekkert sjálfsagðara en íslendingar not-
færi sér þegnréttinn í samfélagi þjóðanna, en
vitaskuld með liliðsjón af ábyrgð og skyldu.
Austræna gullið.
KOMMÚNISTAR þykjast ekki mega heyra
það nefnt, að vestrænt fjármagn komi tU sög-
unnar á íslandi. Kenning þeirra er sú, að við
skulum forðast allar stórframkvæmdir, sem mark
að geti tímamót. En ætli þeim sé þetta alvara
í raun og veru?
Sennilega myndu kommúnistar ljá máls á lán-
tökum austan járntjalds, ef þeim væri trúað fyr-
ir íslenzkri landsstjórn. Og sumir ætla, að þeir
meti mikils slíka fjármuni nú þegar. Stórfyrir--
tæki kommúnista í Reykjavík hljóta að hafa kost-
að ærna peninga. Hér skal ekkert um það full-
yrt, hvaðan þeir séu komnir. En hugsum okkur,
að gullið sé ef til vill austrænt.
Gæti verið, að liér sé einmitt fundin skýr-
ingin á afstöðu ÞjóðvUjans til hugmyndarinnar
um erlent fjármagn? Kommúnistum er ekkert
keppikefli, að þátttaka okkar í samtökum vest-
rænna þjóða efli hag og sjálfstæði íslendinga.
Hins vegar kunna þeir vel að meta Rússagullið.
Það er alls ekki sama, hvaðan peningarnir koma.
Og hvað yrði Eysteini Jónssyni fyrir, ef hann
kæmist í fjármálaráðherrastólinn einu sinni enn
og réði efnahagsmálum þjóðarinnar? Dettur
nokkrum manni í hug, að frægasti skuldakóngur
landsins seildist aldrei í erlenda fjárhirzlu? Vildi
hann þá fremur Rússagullið en þá peninga, sem
íslendingum standa til boða á Vesturlöndum?
Spurningarnar eru kannski óþægUegar, en tíma-
bærar hljóta þær að teljast.
Misheppnaður áróður.
ÍSLENDINGAR hafa kunnað að fara með er-
lent fjármagn. Stundum fylgdi því áhætta. Samt
liefur það átt mikinn þátt í frámförum okkar og
velmegun. Þess vegna kemur ekki til mála, að
hrakspár Tímans og Þjóðviljans skjóti nokkrum
íslendingi skelk í bringu. Þetta er misheppn-
aður áróður, sem engan blekkir. Hins vegar
gerum við okkur ljóst, að erlent fjármagn verð-
ur að þjóna íslenzkum hagsmunum. Og Bakka-
bræður hefðu scnnilega ekki kunnað meö það
að fara. — Ilerjólfur.
10KAIÖNLEIKAR S. I. A
STARFINU A FÖSTUDA6
Vatnajök
pósturá
ÞETTA er fimmta árið, sem Jökla
rannsóknafélagið gefur út Vatna-
jökulsumslögin í 5000 tölusettum
eintökum. Auk þess eru gefin út
1000 ótölusett umslög. Sérstök
myndskreyting er á þessum um-
slögum. í fyrra var mynd af Sveini
Pálssyni til minningar um tvö
SEXTÁNDU og síðustu tónleik-
«r Sinfóníuhljómsveitar íslands á
fiessu starfsári verða haldnir í
f láskólabíói nk. föstudag, 24. maí.
3Á efnisskránni eru þrjú verk: For-
feikurinn að Meistarasöngvurun-
*im eftir Wagner, Orgelkonsert
eftir Poulcnc og loks 4. symfónía
Brahms.
Einleikari í orgelkonsertinum
■verður bandaríski organleikarinn
3E. Power Biggs, og leikur hann á
lítið rafmagnsorgel, sem fengið
verður að láni til tónleikahalds-
fns. Lét hann þess getið i viðtali
við blaðamenn í gær, að sér þætti
f)að fallegur virðingarvottur við
Poulencs, sem dó í janúar sl., að
! velja ■ orgelkonsert hans til flutn-
ings nú.
Annars gat Mr. Biggs þess sér-
staklega hve mikið væri til af góð-
um pípuorgelum á íslandi. Hafði
hann meðferðis lista yfir 27 pípu-
orgel, sem eru í íslenzkum kirkj-
um. Kvað hann íslendinga búa ó-
venjulega vel að þessu leyti. Hann
minntist sérstaklega á orgel Akur-
eyrarkirkju, sem hann lék á sl.
sunnudag og kvað það afargott
hljóðfæri. Hann kom hingað síðast
um 1957 og finnst mikið til um
breytingarnar á þessu sviði sem
öðrum. Hann hefur þegar leikið í
Reykjavík tvisvar, einu sinni á
Akrancsi og á Akureyri og fer í
hundruð ára afmæli hans, en í ár'
er litprentuð mynd af jöklasóley, i
sem er það fjallablóm okkar, er
hæst leitar, og hefur fundizt hér
í blóma í 1500 metra hæð yfir sjó.
Flestir kaupendur að tölusettum
umslögum réyna að halda sömu
númerum ár eftir ár og fá þannig
samstæða ,,seríu“-árganga. Eig-
endur tölusettra umslaga frá 1962
þurfa að gefa sig fram sem allra
fyrst eða fyrir 25. maí n.k., ef
þeir vilja tryggja sér forgangsrétt
að sömu númerum í ár. Umslögin
verða til sölu og afgreiðslu eins
og áður í Radíóbúðinni, Óðinsgötu
2, á vegum Magnúsar Jóhannsson-
^ar, og tekið á móti pöntunum í
síma 18275. Verð umslaganna er
eins og áður: tölusett 10,00 kr., en
jótölusett 5,00 kr.
| Auk þess hefur félagið látið
prenta bréfspjöld með litmynd af
jóklasóley og ýmsum fróðleik um
.Vatnajökul á ensku og íslenzku.
;Eru spjöld þessi ætluð til að setja
innan í umslögin. Spjöldin eru
seld sérstaklega með umslögunum,
og er verð þeirra tvær krónur.
Póststjómin hefur reynzt okkur
mjög velviljuð og Pósthúsið í
Reykjavík hefur sent með okkur
á Vatnajökul öll árin einn sinn
bezta stimplara og skíðagarp, Grím
Sveinsson, og væntum við, að svo
verði einnig í þetta sinn.
. Mánudaginn 20. þ. m. mun verða
settur upp á Pósthúsinu í Reykja-
vík sérstakur póstkassi fyrir Vatna
jöklapóst. Þar getur fólk póstlag’
umslög sín til föstudagskvölds 31.
maí, en Vatnajökulsleiðangurinn
leggur af stað frá Reykjavík þann
1. júní og kemur til baka 12.—14.
júní. — Leiðangursstjórar verða:
Magnús Eyjólfsson og Stefán
Bjarnason.
í sumar er ráðgert að haldið
verði uppi veðurathugunum í Jök-
ulheimum á vegum Jöklarann-
sóknafélagsins. Athugunarmenn
munu dveljast í Jökulheimaskála,
og geta ferðamenn því alls ekki
fengið gistingu þar nema þeir hafi
til þess sérstakt leyfi frá stjórn
félagsins.
Frá Jöklarannsóknafélagi
íslands.
UndrabíHinn
Frh. nr opnn.
lega 118 þúsund. Verðmunurinn
liggur í ýmsum smámunum, eink-
um hvað varðar útlit. Vél og drif
eru nákvæmlega eins í báðum bíl-
um.
Ýmsum kann að þykja slæmt að
geta ekki notað gírana til að
„halda við” niður brekku. DAF
er búinn vélbremsu, sem einmiti
er til sliks ætluð, og kemur þann-
ig í stað „gírhemlunar”
Benzíneyðsla DAF er áætluð
6 — 7,5 lítrar á Iiverja 100 kíló-
metra. Benzíntankur tekur 28 lítra.
Ekki sakar að taka það fram að
lokum að DAF er algjörlega smur-
koppalaus, og þarf því aldrei að
smyrja.
Fjöðrun er þannig, að þver-
fjöður er að framan, ásamt tví-
virkum höggdeyfum við afturhjól
eru gormar með ívívirkum högg-
deyfum.
Söluumboð DAF bílanna á ís-
Iandi hefur O. Johnson og Kaaber
og hafa menn á vegmn fyrirtækis-
ins undanfarið dvalizt í Hollandi til
að kynnast viðhaldi og viðgerðum
bílanna.
DAF virðist vera bæði lipur og
vandaður bíll, búinn ýmsum ágæt-
um kostum, sem aðrir bílar af
sömu stærð hafa ekki.
EkiII.
dag til Vestmannaeyja, en á föstu-
| dag leikur hann sem sé orgelkon-
sert Poulencs með Sinfóníuhljóm-
sveitinni.
William Strickland stjómar á
föstudag síðustu tónleikum sínum
með Sinfóníuhljómsveit íslands að
þessu sinni. Lét hann í gær í ljós
ánægju sína með samvinnuna yið
hljómsveitina og áheyrendur. Hann
kvað áheyrendur vera mjög mót-
tækilega og hlýja, ef þeim líkaði
vel, en sömuleiðis létu þeir líka
vita af því, ef þeim þætti ekki tak-
ast nógu vel. Hann kvaðst mundu
minnast dvalar sinnar hér með
verulegri ánægju.
Frh. á 14. síðu.
Hörpusilki er innan og ut-
anhússmálning, framleidd í
yfir tuttugu litum. Hörpu-
silki þekur vel og er sérlega
auðvelt í notkun. Fæst um
land allt.
4 23. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ