Alþýðublaðið - 23.05.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 23.05.1963, Qupperneq 15
leit út um bílrúðuna. En hvað það er gaman að sjá göturnar aftur og fólkið”. Svo sagði liún eftir stundarkorn: „En Jeff, livert erum við að fara? Þetta er ekki leiðin heim. Er hann að vill- '. ast?“ „Þetta ER leiðin heim, Sar- ita”, sagði ég. „Til nýja heimilis- ins okkar. Geturðu ekki getið upp á því?“ ! Og þá fékk ég laun mín. Svip- ’ urinn í airgum hennar, þegar bíllinn ók upp Simeonharð var sannarlega þess virði að sjá 1 hann. ■ 1 Allir undanfarnir dagar 1 spennu, ótta og áhyggna þurrk- uðust burtu úr huga mínum, er hún sagði óstyrkri rödd: „Ó, elsku Jeff! Þetta getur ekki ver- • ið satt!” 1 Næstu dagar voru hamingju- ’ sömustu dagar lífs míns. Ég þurfti að vinna að miklum skrift um, svo að ég fór ekkert á skrif- stofuna. Ég vann heima og hafði samband við skrifstofuna í síma. • Við bjuggum upp rúm handa Saritu, svo að hún gæti verið hjá mér. Hún las og prjónaði á með- an ég vann, og við og við ýtti ég frá mér pappírunum og við töl- uðum saman. ! Henni jókst kraftur með liverj- um deginum og á fjórða degi hennar heima sagði dr. Zimmer- man, sem lcomið hafði til að skoða hana, að hún mætti fara í hjólastól. „Henni hefur farið gífurlega fram, herra Hallidav”, sagði liann, er ég gekk með honum St að bílnum. „Ég bjóst við, að bat- inn mundi aukast, er hún kæmi heim, en ekki svona hratt, Ég yrði ekkert hissa á þvi, þó að hún væri farin að ganga eftir ’. nokkra mánuði”. Næsta dag kom hjólastóllinn 1, og við hjúkrunarkonan hjálpuð- umst að við að setja Saritu i hann. 1 „Nú halda mér engin bönd”, sagði Sarita. „Við verðum að halda upp á þetta. Við skulum bjóða Jaelc og Mathisonhjónun- um í hádegismat”. Svo að við héldum veizlu. Við höfðum kalkún og kampa- Vín og eftir hádegisverð. þegar hjúkrunarkonan hafði heimtað, að Sarita legðist fyrir til að hvíla sig og Mathísonhjónin voru i farin, sátum við Jack úti á ver- öudinni, sem sneri út að ánni, og horfðum á mennina vinna að brú- arsmíðinni á meðan við lukum við vindlana okkar. Okkur leið báðum afarvel. Við töluðum um liitt og þetta og svo, þegár Jack f'úlkill li á naésfá. liIuAM'tlii • Silnft stóð á fætur, sagði hann: „Svo að þeir eru loksins búnir að ná Santa Barba morðingjanum.' Ég var farinn að halda, að þeir mundu aldrei ná honum”. Það var eins og hnefa með járnhanzka hefði verið barið í magann á mér. Augnablik gat ég ekki einu sinni talað, siðan sagði ég: j,Hvað sagðirðu?” Hann stóð og teygði sig og geyspaði í heitu sólskininu og sagði kæruleysislega: „Þú veizt: náunganum, sem drap konuna í bungalownum. Þeir umkringdu hann á næturklúbb í New York. Það var skotið og hann særðist. Þeir segja, að hann muni ekki lifa. Ég heyrði þetta í útvarpinu í bílnum á leiðinni liingað”. Einhvern veginn tókst mér að sýna engin svipbrigði. Einhvern veginn tókst mér að iáta ekki heyra á mæli mínu. „Er það virkilega?” sagði ég. Röddin var ekkert lík minni eig- in rödd. „Jæja, þar var hann ó- hcppinn. Ég býst Við, að það sé bezt að hafa sig að stritinu aftur. Það var gaman að sjá þig hérna, Jack”. „i'akka þér fyrir matinn”. Hann lagði höndina á handlegg mér. „Og ég ætla bara að taka það fram, Jeff: Það gleður mig stórlega, að Saritu skyldi batna. Hún er dásamleg og þú ert fjandi hepninn náungi". Ég horfði á hann aka niður hæðina í svarta og hvíta Thun- derbirdinum. F.iandi heppinn náungi! Ég skalf og það yoru svita- perlur á andlitinu. Svo að þeir voru loksins bún- ir að ná Vasari! Það var skotið og liann særð- ist. Þeir segja, að hann muni ekki lifa. Það mundi vcra heppilegt — of heppilegt. Ég varð að fá að vita þetta í smáatriðum. Ég sagði hjúkrunarkonunni, að ég þyrfti að fara niður í bæ. Hún sagði, að Sarita svæfi, og hún skyldi vera kyrr í húsinu. Ég ók hratt til næsta blaðsölu- staðar. Ég keypti blað, en þar voru engar fréttir af handtöku Vasaris. Ég hefði getað sagt mér það sjálfur, að ég þyrfti að bíða eftir síðustu útgáfu. Ég ók til skrifstofunnar. Hug- ur minn var allur í uppnámi. Mundi hann deyja? Ef hann dæi ekki, mundi hann verða dreg inn fyrir rétt fyrir morð, sem ég vissi, að hann hafði ekki fram- ið. Ég gat ekki látið hann lenda i gasklefanum. Það biðu mín verkefni á skrif- stofunni, en mér var ómögulegt að einbeita huganum. Ég talaði við einn af verktökunum og átti svo erfitt með að halda þræðin- um, að ég sá, að hann horfði skilningsvana á mig. Ég afsak- aði mig. „Konan mín er nýkomin af spítala”, sagði ég. „Við vorum að halda upp á það, og ég býst við, að ég hafi drukkið of mlkið af kampavíni”. Seinna kom Ted Weston inn á skrifstofuna og lagði frá sér kvöld blað á skrifborðið. Ég var enn að vinna með verktakanum. Þegar ég sá blaðið, var úti um allt sam- hengi í samræðum mínum. Við vonim að fást við tölur, og ég gerði svo margar skyssur, að verktakinn sagði hvasst: „Heyrið mig, lierra Halliday, eig- um við ekki að fresta þessu. Þetta kampavín virðist sannar- lega hafa verið sterkt. Hvernig væri, að ég kæmi á morgun?‘í „Ágætt”, sagði ég. „Mér þykir það leitt en ég er með böl /e.ðan hausverk. Já, við skulum gera þetta á morgun ....” Um leið og hann var farinn teygði ég mig eftir blaðinu. „Má ég fá þetta lánað, Ted?" „Auðvitað, gjörið svo vei, lierra Halliday”. Á forsíðunni var mynd af Vas- ari og laglegri, dökkhæröri stúlku, sem ekki virtist vera meira en átján ára gömul. Hann hafði handlegginn utan mn hara og brosti tU hennar. Undir myndinni stóð: Jinx Mandon kvænist dægurlagasöng- konu daginn sem hann er hand- tekinn. Frásögnin af handtöku Vasaris var óljós, Leynilögreglumaður hafði bor- ið kennsl á Vasari, þar sem hann var að halda upp á giftingu sína og Pauline Terry, næturklúbba- söngkonu, í Ilole in the Corner klúbbnum. Lögreglumaðurinn var staddur þar af tilviljun. Þeg- ar leynilögregiumaðurinn nálg- aðist borðið, þar sem Vasari og kona hans voru að borða, liafði Vasari tekið upp byssu. Leyni- lögreglumaðurinn hafði skotið hann, áður en liaun fengi hleypt af. Vasari hafði verið fluttur með hraði á sjúkrahús, alvarlega særður. Læknar voru nú að berj- ast við að halda í honum lífinu. Þetta var allt og sumt, en það var nóg. Ég gat ekki unnið meira. Ég sagði Weston, að ég væri að fara heim, en ég fór ekki beint þangað. Ég fór á krá í grennd- . .... i • inni og fékk mér tvo tvöfalda whiskysjússa. Læknar börðust nú við að halda í honum lífinu. _ ; Kaldhæðni alls þessa. Þeir voru ! að reyna að bjarga lífi hans, svo! að hægt væri að taka hann af 1 lífi! Hvers vegna leyfðu þeir honum ekki að deyja? PAT-A-FISH KRYDDRASPIÐ ER KOMIÐ í NÝJAR UMBÚDIR NÆSTU BUÐ TIL VI ; i i *,t 7 ÍV 0 , f( >v ;í> ■ i‘ ‘V -v yi* íi’ íú ú.! i v ?í< r.ú óskast í nokkra vöru- og fólks og jeppabifreiðir, sem verða til sýnis í porti Vita- og Hafnarskrifstofunnar við Seljaveg föstudaginn 24. maí kl. 13—15. Enníremur ósk- ast tilboð í steypuhrærivélar, loftpressur, benzínhreyfla, vatnsdælur 60—70 tonn brotajárn o. fl. sem verður til sýnis við Áhaldahús Vita- og Hafnarmálaskrifstofunni við Kambsbraut í Fossvogi á sama tíma. Tilboð verða opnuð á Ránargötu 18, laugard. 25. mat kl. 10. f. h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. maí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.