Alþýðublaðið - 29.05.1963, Side 4

Alþýðublaðið - 29.05.1963, Side 4
 a Hafa þeir samið? ÖLLUM er enn í minni stjórnmálaástandið Iiaustið 1958, þegar Hermann Jónasson nam staðar á liengiflugsbrúninni og gafst upp. Boð- skapur hans var sá, að óðaverðbólga væri skoll- in á og ekki samstaða í ríkisstjórninni um nokk- urn hlut. Þess vegna baðst Hennann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og lagðist til hvíldar. Ágreiningurinn um efnahagsmálin í vinstri stjórninni haustið 1958 var sá, að Framsóknar- menn og kommúnistar gátu ekki komið sér sam- an. Nú vilja þeir fá sameiginlegan mcirihluta á alþingi og stjórn iandsins í sínar hendur. Þess vegna virðist tímabært að spyrja, hvort þessir flokkar hafi náð með sér samkomulagi um það, sem olli falli vinstri stjórnarinnar liaustið 1958. Hafa þeir samið um efnahagsmálin? Sé svo, þá væri fróðlegt að heyra, hver eru úrræði Fram- sóknarflokksins og Alþýðubandalagsins. Leiðimar tvær. HAUSTIÐ 1958 vildi Framsóknarflokkurinn almennt yfirfærslugjald á keyptan og seldan gjaldeyri, en það var í raun og veru ekkert annað en hrein gengislækkun. Gjald þetta hefði þurft að vera 90%, sem jafngilti 37% gengislækkun. Hafði Framsóknarflokkurinn reyndar alla tíð vinstri stjórnarinnar verið fylgj- andi gengislækkun. Það var ekki fyrr en Fram- sóknarmenn voru orðnir stjórnarandstæðingar og komnir í ábyrgðarlausa samfylkingu við kommúnista gegn núverandi ríkisstjórn, að þeir snerust gegn gengislækkun. Kommúnistar vildu hins vegar taka 100 mill- jóna Ián í Rússlandi, auka innflutning á há- tollavörum, minnka innflutning á bygginga- og fjárfestingarvörum og draga úr útlánum bank- anna. Afleiðing þessarar stefnu hefði orðið meiri innflutningur á lúxusvarningi til þess að fá af honum tolla, en minni innflutningur á þeim vörum, sein þurfti til framltvæmda. Á þennan hátt einan töldu kommúnistar unnt að rétta við efnahag lands og þjóðar. Hvor á að ráða? ÞESSI voru úrræði Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins haustið 1958. Efnahagsráð- stafanir núverandi ríkisstjórnar hafa verið þess um flokkum mikiil þyrnir í augum. Hins vegar hafa Framsóknarmenn og kommúnistar forðazt allt kjörtímabilið að skýra frá því, hvaða ráð þcir kunni betri til lausnar á vanda efnaliags- málanna og dýrtíðarinnar. Þess vegna er ástæða til að ætla, að úrræði þeirra muni enn hin sömu og haustið 1958. En hvor stefnan á að ráða, ef þessir flokkar fá sameiginlegan meirihluta og eiga að stjórna landinu? Hafa þeir samið um þetta mikilvæga atriði? Hvort fengjum við held- ur gengislækkunina, sem Framsóknarflokkurinn vildi, eða rússneska lánið og hátoUainnflutning inn, sem kommúnistar höfðu upp á að bjóða? Fram af brúninni. ÁRANGURINN af efnahagsráðstöfunum nú- verandi rikisstjórnar hefur sagt tU sín og leitt í Ijós, að réttri stefnu var fylgt: Sparifé lands- manna hefur stóraukizt. íslendingar hafa kom- ið sér upp myndarlegum varasjóði erlends gjald eyris. Islenzka krónan gengur kaupum og sölum erlendis eins og gjalHmiðill annarra þjóða. At- vinna hefur aldrei verið meiri og öruggari en á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Lífskjör þjóðarinnar hafa batnað til mikilla muna. Fram- kvæmdirnar til lands og sjávar marka tímamót í sögu okkar. En hvar værum við íslendingar staddir, ef Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið hefðu átt að stjórna landinu á sama tíma? Við værum löngu komnir fram af hengiflugsbrúninni, þar sem Hermann Jónasson nam staðar og gafst upp haustið 1958. Nú vilja Framsóknarmenn og kommúnistar fá sameiginlegan mcirihluta og halda, að það, sem þeir réðu ekkert við fyrir fjórum árum, sé aðeins barnaleikur. Rétt er það, að auðveldara mun að fást við efnahagsmálin nú en þá eftir ráðstafanirnar á síðasta kjörtíma- bili og árangur þeirra, en sennilega yrðu Fram- sóknarmenn og kommúnistar fljótir að koma öllu í gamla horfið og bruna sér fram af brún- inni — ofan í hyldýpið. HI-IRJÓLFUR. b! mannanamsKei NORRÆNA FÉLAGIÐ gengst fyrir blaðamannanámskeiði fyr- ir norræna blaðamenn dagana 7—15. júní, óg verða á því um 20 norrænir gestir auk ís- lenzkra þátttakenda. Gert er ráð fyrir, að 5 komi frá hverju landi, Noregi, Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð, en vafasamt er að svo margir komi frá Finnlandl. Þá er bú- izt við einum eða tveimur frá Færeyjum. Blaðamennirnir koma allir samtímis, flestir með sömu flugvél frá Noregi. Megintilgangurinn með nám- skeiði þessu er að kynna ís- lenzk málefni rækUega fyrir norrænum blaðamönnum. Er þar aðallega um að ræða ís- lenzk stjórnmál, og í því sam- bandi munn verða sérstök kynningarávörp af hálfu stjóru- málaflokkanna laugardaginn 8. júní, þ. e. dae’nn fvrir kosn- ingar, og á kosningadaginn er gert er ráð fvrir. að gestunum gefist kostíir á að fvlgjast með gangi kosninganna. Þá verðnr ístenzkt atvinnu- líf kynnt, íslenzk menningarmál og möguleikar íslands sem ferðamannalands. Námskeiðið verður sett á föstudagsmorgni 7. júní, og eftir það flytur Gunnar Thor- oddsen, formaður Norræna fé- Iagsins fyrlrlestur. En því lýk- ur með heimsókn að Bessastöð- um. Þar að auki fá gestirnir að ferðast um landið og fljúga yfir það og kynnast þannig ekki einasta þjóðlífinu, heldur einn- ig landinu í byggð og óbyggð- um. BORNIN LEIKA SER Dagheimilið á Hörðuvöllum Verkakvennafélagið Framtíðin i Hafnarfirði hefur starfrækt dag- heimili þar í bæ nú um 30 ára skeið. Þetta er eina dagheimilið, sem starfrækt hefur verið í Hafn- arfirði á þessu árabili. Rekstur þess hefur alla tíð notið vinsælda Hafnfirðinga og verið taiinn til fyrirmyndar. Dagheimilið gegnir líka mikilvægu hlutverki. Fjöl- margar húsmæður vinna utar. heim ilisins í Hafnarfirði, og vinna þeirra byggist fyrst og fremst á því, að þær geti komið börnum sínum í örugga gæzlu á meðan. — Fyrsta árið dvöldu oftast um 12 börn á heimilinu, en nú getur þnð tekið á móti um eitt hundrað börn um. Frá upphafi hafa alls dvalið á heimilinu á 8. þús. hafnfirzk börn. Dagheimilið er staðsc-tt á svo- kölluðum Hörðuvöilum, sern eru skammt neðan við Elli- og hjúkr- unarheimilið Sólvang. Núverandi forfstöðukona heimilisins er frú Þórunn Helgadóttir. Stærri myndin er tekin á lóð dagheimilisins. í hugarheimi barn anna er ýtt úr vör, og ekki verður annað sagt en að báturinu sé sæmi lega mannaður. Og það skín eft- irvænting af sviphýrum andli'-um. Á minni myndinni eru konur, sem mikið hafa starfað að mál- efnum dagheimilisins. Frá vinstri: Sigurrós Sveinsdóttír, form Verka kv.fél. Framtiðin; Sigríður Björns dóttir, Guðríður Elíasdóttir og Sigríður Erlendsdóttir. Sú síðast nefnda hefur starfað að málefnum heimilisins frá upphafi. Hún átti sæti í stjórn Frámtíðarinnar bæði árin, sem stjórnin hafð: jafnframt stjórn og reksíur dagiieimilisins með höndum. í dagheimilisnefnd átti hún sæli frá upphaíi (1935) og formaður nefndarinnar var hún í 22 ár eða þar til nú, a"5 hún lét af formennsku a5 eigin ósk. 4 29. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.