Alþýðublaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 10
SUNDMEISTÁRAMQT ÍSLANÐS: Rltstjóri: ÖRN EIÐSSON Heimsókn þjóðverjanna: Holstein-Kie/: KR á 2. Hvítasunnud. Á 2. Hvítasunnudag kl. 20.30 leika hinir þýzku gestir FRAM frá HOLSTEIN-KIEL sinn fyrsta leik hérlendis. Mæta þeir þá bikarmeistur- unum .1962, KR. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellin- um. KR-ingar hafa fengið til liðs við sig Ormar Skeggja- son úr VAL, og mun hann leika stöðu h. framvarðar. Lið KR verður þannig skip- að: 1. Heimir Guðjónsson, 2. Hreiðar Ársælsson 3. Bjarni Felixsson 4. Ormar Skeggjason 5. nörður Felixson 6. Þórður Jónsson 7. Theodór Guffmundsson 8. Sveinn Jónsson 9. Gunnar Felixson 10. Gunnar Guffmannsson. 11. Sigurþór Jakobsson. Vafalítið verður leikur þessi bæði spennandi og tví- sýnn og víst er um það, að knattspyrnuunnendur munu fjölmenna á völlinn. Fólki er bent á, að tryggja sér miða í tíma til að forðast þrengsli við aðgöngumiðasöluna við völlinn. Forsala aðgöngu- miffa verður við Útvegsbank ann í Austurstræti í dag eft- ir hádegi og einnig á 2. Hvítasunnudag. Íslandsmóíið á Ákranesi: Laugardaginn 1. júní kl. 18 Akranes(ÍA) - Valur Dómari: Ólafur Hannesson. Línuverðir: Guðmundur Haraldsson og Frímann Gunnlaugsson. Annan Hvítasunnudag kl. 15 á grasvellinum í Njarðvíkum Keflavík(ÍBK)-Akureyri(ÍBA) Dómari: Valur Benediiktsson. Línuverðir: Jón Kxistjónsson og Róbert Jónsson. Mótanefnd. Tvö ný Islandsmet Guðmundur hlaut Pálsbikarinn og SUNDMÓTI íslands lauk £ Sund- höU Reykjavíkur sl. fimmtudags- kvöld. Sett voru tvö ný íslandsmet. Guðmundur Gíslason ÍR setti nýtt glæsilegt met í 100 m. flugsundi, hann synti á 1. 05,7, gamla metið átti hann sjálfur og var það 1.06,4, sett 1961. Guðmundur bar höfuð og herðar yfir aðra keppinauta sfna á móti þessu eins og svo oft áður. Hann tók þátt í 9 greinum af 11 sem karlar áttu völ á í mót- inu. Hann varð íslandsmeistari í 8 greinum og nr. 2 í þeirri 9. Hann varð sem sé meistari í öllinn grein- um karla á mótinu nema bringu- sundsgreinunum tveim (100 m og 200 m.) og í 1500 m. skriðsundi. þar sem hinum unga efnilega sund manni Davíð Valgarðss. frá Kefla- vík tókst að hreppa meistaratign- ina. Hitt metið setti Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR í 200 m. fjórsundi kvenna á 2.53,5. Á sama hátt og Guðmundur er því sem næst ó- sigrandi í karlasundunum, þá er Hrafnhildur algjörlega einvöld í greinum kvenna og ógnar henni þar raunar engin. Hrafnhildur tók þátt i öllum greinum kvenna á mótinu nema einni, þ. e. boðsund- inu, og hún varð ferfaldur íslands- meistari. Margir efnilegir ung- lingar komu fram á móti þessu og er það í sjálfu sér gleðilegt tím- anna tákn, sem vonandi á eftir að gera keppnina í sundum fullorð- inna skemmtilegri er tímar líða. Af þessum ungmennum má nefna Ármenningana Trausta Júlíusson, Gfsla Þórðarson, Guðmund Gríms- son, Matthildi Guðmundsdóttur og Sólveigu Þorsteinsd., þá Selfyss- ingana Dómhildi Sigfúsd., Ingunni Guðmundsd., Andreu Jónsd., Ólaf Guðmundsson og Einar Sigfúss. og Hafnfirðingana Ástu Ágústsdóttur, og Gest Jónsson. Allt þetta unga fólk á eftir að efla og auðga sund- ið sem keppnisíþrótt, leggi það þá rækt við æfingar, sem nauðsynleg er til að framfarir náist. Helztu úr- slit á fimmtudagskvöld: 100 m. flugsund karla. Guðm. Gíslason (met) 1.05,7 Trausti Júlíusson Á 1.19,1 Guðm. Þ. Harðarson Æ 1.21, 6 100 m. bringusund kv. Hrafnhildur Guðmundsd. 1.23,6 Matthildur Guðmundsd. Á 1.29.2 Sólveig Þorsteinsd. Á 1.31,7 100 m. bringusund drengja Gestur Jónsson SH 1.24,5 GUÐM. GÍSLASON ÍR Guðmundur Grímsson Á 1.24,7 Guðmundsson HSK 1.28,1 400 m. skriðsund k. Guðmundur Gíslason ÍR 4.42,2 Davíð Valgarðsson ÍBK 4.48,4 Trausti Júlíusson Á 5.19.4 100 m. skriðsund kv. Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR 1.07,5 Ingunn Guðmundsd. HSK 1.17,7 Ásta .Ágústsd. SH 1.20,8 100 m. baksund karla Guðmundur Gfslason ÍR 1.08,8 Guðm. Þ. Harðarson Æ 1.16,5 Guðm. Guðnason KR 1.16,8 200 m. bringusund karla. Sigurður Sigurðsson ÍR 2.49,2 Ólafur B. Ólafsson Á 2.50,8 Fylkir Ágústsson Vestra 2.56,5 50 m. skriðsund telpur: Ingunn Guðmundsd. HSK 33.7 Ásta Ágústsd. SH 34,8 Andrea Jónsdóttir HSK 35,0 200 m. fjórsund kvenna Hrafnh. Guðmundsd. ÍR(met)2.53,5 Matthildur Guðmundsd. Á 3.16,8 telpnamet) 100 m. baksund drengja: Davíð Valgarðss. ÍBK 1.18,5 Þorst. Ingólfsson Á 1.27,3 Jón Ólafsson IISK 1.32,5 3x50 m. þrísund kvenna. A-sveit Á (Ágústa Þ., Sólveig Þ., Matth. G. 1.59,0 Sveit HSK 1.59,8 Sveit SH 2.05.6 4x200 m. skriðsund karla Sveit ÍR (Guðm. G., Sig. Sig., Þor- steinn I., Gylfi G.) 9.54,5 Sveit Á 10.04,3 Sveit SII 10.47,0 PÁLSBIKARINN, sem forseti ís- lands Hr. Ásgeir Ásgeirsson gaf árið 1958 til minningar um Pál Er- lingsson og veitast skal þeim kepp- anda, er vinnur bezta afrekið á Sundmeistaramótinu, var afhent- ur að keppni lokinni. Hlaut hann Guðmundur Gfsiason, fyrir 400 m. skriðsund. en bað afrek gefur 880 stig. Hrafnhildur Guðmundsd. — hlaut Kolbrúnarbikarinn, sem gef- inn er tii minningar um hina kunnu sundkonu Kolbrúnu Ólafs- dóttur og veittur er þeirri konu, er vinnur bezt afrek milli meistara- móta. Afrek Hrafnhildar var að synda 100 m. bringusund á 1.21,8 sem gefur 926 stig. Framkvæmd mótsins gekk vel fyrir sig og voru allir starfsmemi mótsins mjög röggsamir við störf sfn. HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR ÍR Knattspyrna um helgina Laugardagur Á Akranesi: 1. deild. ÍA-Valur kl. 18.00 Á ísafirði: 2. deild. ÍB—KSS kl. 16.00 Vestmannaeyjum: 2. deild ÍBV—Dímon kl. 16.00 Máuudagur í Vestmannaeyjum: 2. deild Dímon—ÍBV kl. 14.00 í Keflavík: 1. deild ÍBK—ÍBA kl. 15.00 Reykjavík (Laugardalsv.): HOLSTEIN-KIEL—KR kl. 20.30 Þriðjudagur: í Reykjavík (Melav.): 2. dc-ild Þróttur—ÍBH kl. 20.30 1. júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.