Alþýðublaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 4
AUSTIN SJÖ (MINI) Austin Sjö (mini) hefur flesta beztu kosti stóru bifreiðanna. Framhjóladrif og óvenjulega aksturshæfni. Kraftmíkla vél og viðbragðsfljóta. Fjöðrun við hvert lijól og mjúkan akstur. Afar rúmgóður fyrir bifreiðastjóra og farþega með góðu útsýni á umferðinni. VerS með miðstöð kr. 117800_ Sýnisbifreið á staðnum. Garðar Gíslason hf. bifreiðaverzlun. . NÚ er rúm vika til kosn- inga. Sunnndagurinn 9. júní er mikilvaegur dagur. Þá er ís- lenzkum kjósendum ætlað að segja til um það, hvort þeir vilja áfram hafa samlienta rík- isstjórn, sem fylgir stefnu heilbrigðra framkvæmda, trausts fjárhags inn á við , og út á við og félags- legs réttlætis, — eða hvort það verður glundroði, sam- stjórn flokka, sem tortryggja hvor annan og aðhyUast svo ólíkar starfsaðferðir, að þeir geta ekki tryggt landinu heil- brigt og traust stjórnarfar. íslenzk flokkaskipting er þannig, að enginn flokkur hef- ur von til þess að vinna hrein an meirihluta á AlþingL Hér hefur ekki setíð melri hluta stjórn eins flokks síðan íhalds- flokkurinn fór með völd á ár- unum 1924-27. Næsta kjör- tímabil sat að vísu einnig hrein flokksstjórn Framsóknarflokks- ins, en hún hafði ekki hreinan meirihluta á Alþingi, heldur naut hlutleysis Alþýðuflokks- ins. Síðan hafa ávallt setið sam- steypustjórnir tveggja eða þriggja flokka, að frátöldum minnihlutastjórnum tU bráða- birgða. Þetta hefur gert íslenzkt stjórnarfar óstöðugra en ella hcfði verið, ekki hvað sizt vegna þess, að í flestum tllfell- um hafa samsteypustjórnir rofnað fyrir kosningar, og flokkarnir yfirleitt ekki gefið um það neinar ákveðnar yfir- lýsingar fyrir kosningar, hvers konar sljórnarsamstarfs þeir æski að kosningum loknum. — Má þvi segja, að kjósendur hafi ekki vitað, hvers konat rlkisstjórn þeir hafi verið að kjósa í kosningunum. Kosningarnar annan sunnu- dag marka tvenns konar tíma- mót í þessu sambandi. Núver- andi stjórnarflokkar hafa starf- að saman aUt kjörtímabUið, en það hefur ekki komið fyrir áður um samsteypustjórnir. Og þeir lýsa því jafnframt yf- ir, að ef þeim verði vottað traust í kosningunum, þá muni þeir halda samstarfinu áfram annað kjörtímabil. í fyrsta skipti um áratuga skeið má þvi segja, að kjósendur vitL hvaða stjórn þeir velja, ef þeir kjósa stjórnarflokkana. Þeir vita, hvað þeir hafa nú og geta haft áfram. Þeir vita, hvað þeir missa, ef stjómarfiokkamir missa meiri hluta sinn. En þeir vita hins vegar ekki, hvað þeir fá, ef svo fer. Þetta ætti að auðvelda kjós- endum að gera upp hug sinn annan sunnudag. Alþýðuflokk- urinn hefur lagt spilin á borð- ið af breinskilni og heiðar- leLk. Hann. hefur reynt aö vinna vel, íslenzkum almenn- ingi til hagsbóta og íslenzkri menningu til eflingar. Hann mun gera það áfram, ef hon- um verður veitt traust til þess. Rússneskir sjónaukar Vi-ðreisnar — verðlækkun. Heildsölubirgðir Eiríkur Ketiisson. Karlar og konur Við viljum ráða fleiri laghenta menn og Ikonur til fastra starfa. h/fOFNASMIÐJAN IINHOUl io - - Iíunoi Reykjavík. Keflavík Suöurnes lionsklúbburi Njarðvíkur heldur listaverkasýningu meðlima sinna í Nýja Félagsheim ilinu, laugardag, Hvítasunnudag og annan í Hvítasunnu. Kaffiveitingar. l, / Sýningin verður opin alla dagana kl. 13—23. II Trovatore Óperan II Trovatore hefur nú um nokkurt skeið verið flutt í Þjóð- leikhúsinu, en svo undanega bregður við, að auglýst hefur verið í blöðum að nú séu fáar sýningar eftir. H Trovatore er ein af vin- sælustu óperum, sem nokkru sinni hefur verið samin. ítalska tón- skáldlð Giuseppe Verdi sem samið hefur margar gullfallegar óperur, samdi þessa óperu og var húr. frumsýnd í Róm árið 1853 eða fyr- ir 110 árum. Það hlýtur að vera kærkomið öllum tónlistarunnend- um hér í borg að Þjóðleikhúsið skuli nú er 150 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins gefa þeim kost á að hlýða á hina töfrandi tónlist óperunnar sem hrífur hug og hjörtu manna um víða veröld. Ég var svo lánsamur að fá tæki- færi til að njóta þessara áhnfa í Þjóðleikhúsinu nú fyrir skömmu og undrast því stórlega ef ópera þessi verður ekki flutt áfram út júnúmánuð fyrir fujlu húsi, sé þess nokkur kostur að fá hina ev- lendu gesti sem starfa að óper- unni til þess að vera hér svo lang an ííma. Um efni óperunnar og meðferð söngvara í hlutverkum sínum hefur verið rætt í blöðum áður. Með ferð söngvara er yfirleitt ágæt og minnist ég varla að hafa heyrt Guðmund Jónsson eða Sigurveigu Hjaltested betri en einmit'c nú í þessari óperu. Luns greifi og Azuens eru eftirminnilegar per- sónur i meðferð þeirra og sama má raunar segja um alla einsöngv- arana, þótt hlutverk þeirra géfi þeim mismunandi mikið svigrúm til tilþrifs í söng og leik. Leonóru syngur og leikur sænsk óperusöng- kona, Ingeborg Kjellgren af mik- illi reisn. Þjóðleikhúskórí.nn hefur hér talsvert verkefni og verður ekki annað sagt en að hann skili söng sínum vel þótt fámennur sé og verði ýmist að syngja sterkt eða veikt og skipti sér i marga hópa, sem svo hver út af fyrir sig syngur sjálfstætt. — S. Skbbii SAMEINAR MARGA KOSTl: FAGURT ÚTLIT. ORKU. TRAUSTLEIKA RÓMAÐA AKSTURSHÆFNi CG LÁGT V E R Ð j TÉKHNESKA Bl FR EI0AU M BOÐIÐ VOHAMTM.ll VZ. ÍIMI 37661 Glæsilegt framtíðarstarf Verzlunarstjóm — Hátt kaup frítt húsnæði. Viljum ráða vanan verzlunanmann, sem iverzlunarstjóra til kaupfélags úti á landi. Vöruþekking og reynsla í vöruinnkaupum er nauðsynleg ásamt æfingu í verzlunarstjórn. Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur Jón Arnþórsson, Starfs- mannahaldi SÍS. Sambandshúsinu. Starfsmannabald S.Í.S. 4 I. júní 1963 — ALÞÝÐU6LAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.