Alþýðublaðið - 01.06.1963, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 01.06.1963, Qupperneq 1
 SJÓMANNADAGUR '63 BL 2 Baráttunni verður að halda áf ram NÚ VERÐUR Sjómannadagurinn haldinn hátíð- legur í 26. sinn. Sjaldan hafa sjómenn haft betri og meiri ástæðu til að fagna og gleðjast yfir xmnum sigr- um og bættum kjörum. Afkoma sjómanna hefur ugg- laust aldrei verið betri, og aðbúnaður á skipunum. jafnt fiskibátum sem flutningaskipum, er nær undan tekningalaust góður. Sjómenn geta nú fagnað árangri áratuga baráttu. fyrir bættum kjörum. En baróttunni er raunverulega aldrei lokið. Hún breytir um svið og málefnin verða önnur. Þeir dagar eru liðnir, að sjómaðurinn og braut ryðjendumir f landi þurftu að heyja harðvítugt stríð fyrir mannsæmandi tryggingum og svefn- og hvfld- artíma. Þeir dagar eru einnig liðnir, að sjómaðurinn varð aðeins að treysta á Guð og hamingjuna þegar hann fór í róður — án allra öryggistækja og eftirlits. Nú er öldin önnur. Slysavamir hafa aukist gífur- lega. Allt í kringum landið eru skipbrotsmannaskýli, f hverju skipi er gúmmíbjörgunarbátur og önnur ör- yggistæki. Líftryggingar sjómanna hafa hækkað mik íð. Þó má aldrei stöðva sóknina og enn verður að bæta slysavamimar. En þessi barátta og sá árangur, sem náðist, má ekki gleymast. Hún var lykillinn að þeirri góðu að- stöðu og kjörum, sem sjómaðurinn hefur í dag. Þessi barátta var upphafið að þeirri sigurgöngu, sem sjó- menn hafa gengið á síðustu áratugum, og hefur leitt til þess, að íslenzkir sjómenn hafa í flestum tilfeUum náð lengst sinna starfsbræðra í heiminum. Það lætur nærri að í hverri viku komi nýtt skip til landsins. Stundum eru það lcaupskip, en mest kem- ur af fiskibátum. Flotinn okkar er nýr og fullkominn. Við höfum náð lengst allra þjóða í ýmissi veiðitækni, og erum t. d. algjörir forystumenn í þeirri tækni, sem lýtur að síldveiðum. í þeim efnum leita aðrar þjóðir til okkar og vilja læra. Þessi góði árangur er skiljanlegur, þegar þess er gætt hve mikið íslendingar eiga undir fiskveiðum. Þess vegna verður líka að búa vel að þeim mönnum, sem eru jafnvel lengstan hluta ársins á sjónum. Allt, sem verður þeim til hagsbóta, verður einnig þjóðinni til hagsbóta. Sama máli gegnir um farmennina okk- ar, sem gegna mikilsverðu hlutveriri vegna einangr- 5,* Framhald á 10. sflta,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.