Alþýðublaðið - 14.06.1963, Blaðsíða 3
146 negrar
handteknir
gærkveldi
WASHINGTON 13. júní (NTB-
Ileuter). Mikil beiskja ríkti í dag
raeðal þeldökkra íbúa Jackson, sem
er höfuðstaður ríkisins Missisippi
eftir morð Edgar Evers, eins helzta
foringja þeldökkra.
Leitinni að morðingjanum var
haldið áfram af fullum krafti og
jafnframt óttuðust margir, að
morðið mundi leiða til enn meiri
kynþáttaóeirða.
Seint í kvöld voru 146 manns
handteknir fyrir að hafa staðið
fyrir mótmælaaðgerðum, og lög-
reglubifreið var grýtt frá þaki
menntaskóla hinna þeldökku í bæn
um. Menn óttast nú, að morð Evers
muni verða til þess að styrkja að-
stöðu öfgaafla bæði meðal hvítra
manna og þeldökkra.
Þetta kom m.a. fram í skeyti frá
séra Charles Jones, sem er einn af
foringjum baráttunnar fyrir afnámi
kynþáttaaðsk lnaðar til Kennedys
forseta. Jones segir, að morð Evers
geti leitt til þess að upp úr sjóði
í Jackson og þetta geti einungis
skaðað Bandaríkin í augum annarra
landa.
Foringjar blökkumanna hafa
heitið 24.350 dollurum hverjum
þeim, sem gefið getur upplýsingar,
er leitt geti til handtöku morð-
ingjans og dóms yfir honum.
Lögreglan kveðst hafa allgóðar
vísbendingar, sem hún geti farið
eftir. Frú Evers sagði á fundi í dag
að halda yrði baráttunni fyrir jafn
rétti áfram. Það er skylda okkar
sagði hún til áherzlu.
í Huntsville í Alabama var þel
dökkur stúdent, Dave McGlathery,
innri‘aður í háskólann þar í dag
án þess að til átaka kæmi. Nokkr
ir hermenn voru í nágrenni háskól
ans til þess að vera til taks ef til
óeirða kæmi.
MrGla hery er stærðfræðingur
og starfar við bandarísku geimrann
sóknastofnunina. Nú á hann að taka
próf í kjarnorkuvísindum, sem er
aðslgrein hans.
Síðnstu stúdenlpp^ófum
Menntaskóla Reykjavíkur lauk
í gær. Þá ríkti í skókumm bæði
gleði og ótti. Nemenðornir, sem
voru að fara í. próf, stóðu skjálf
andi við dyrnar að prófstofunum
nokkuð fölleitir og þreytulegir
á að líta. Þeir reyndu að afla
sér meiri vlzku, hugrekkis eða
safna allri þekkingunni í eina
heild, áður en i þolraunina var
haldið. Hinir, sem út komu, ljóm
uðu af ánægju. Öll þreyta eftir
annriki síðustu mánuði var eins
og burt flogin, hörundið fékk
á sig frísklegan rauðan Irt og
allir gengu þeir um eins og í
sæluvímu. Prófin voru búin og
engu þurfti nú að kvíða fyrir.
Inspector scholae, Sigurgeir
Steingrímsson, var einn af þeim
sem enn átti eftir að ljúka prófi.
— Hvernig finnst þér Sigur-
geir að ganga til prófs í síðasta
sinn í þessum skóla?
— Andrúmsloftið í skólan-
um er allt öðru vísu núna en í
hinum prófunum. Einhver upp-
lausnarandi virðist ríkja yfir
öllu. Mér fannst sjálfum þegar
í gær eins og próftíminn væri
á enda kominn. Skólalifið hefur
verið yndislegt, en dauðfegin
er ég er ég losna við inspector
starfið. Það var ágætt en alltof
umfangsmikið og vafalaust kem
ur það niður á einuninni, bætti
sunnan-
iands á sl. vertíð
Síldarsöltun hér sunnanlands
hefur aldrei verið meiri en á síðast
liðinni vertíð. Var saltað samta'ts
í 137.740 tunnur, og er það algjört
met á einni vertíð.
Blaðið ræddi í gær við Gunnai
Flóvenz og innti hann eftir sölu-
Iiorfum á síld fyrir sumarið.
Tjáði hann blaðinu, að enn sem
komið væri væri ekkert hægt að
fullyrða um söluhorfur í sumar
eða samningagenð. Sílda'rútvegs-
nefnd hefði ekki komið saman enn
þá, og væru nefndarmenn ekki
allir á landinu um þessar mundir.
Hann sagði að' nefndin mundi koma
saman í næstu viku, og mundu þá
Iínurnar eitthvað skýrast.
Hér fara áeftir lokatölur um síld
arsöltun á Suðurlandi á sl. vertíð.
Heildarsöltun Suðurlandssíldar
á sl. vertíð nam samtals 137.740
tunnum uppsöltuðum og er það
mesta magn, sem saltað hefir verið
Suðvestaniands á einni vertíð. Af
þessu magni voru 31.766 tunnur
flökuð og flött síld.
Söltunin á einstökum verstöðv
um var sem hér eegir:
Beykjavík
Akranes
Keflavík og nágr.
Hafnarfjörður
Sandgerði
Grindavík
Ólafsvík
^tykkishólmur
Tunnur
38.735
37.424
28.700
13.290
7923
' 7158
3249
1261
Hæstu söltunarstöðvarnar voru:
Tunnur
H.B. & Co. Akranesi 20.377
B.Ú.R. Reykjavík 13.592
Ísbjörniníi h.f. Reykjavík 8589
Júpíter & Marz Reykjavik 7420
S.H. h.f. Akranesi 7013
Útflutningi Suðurlandssíldar er
nú að 'hiestu lokið og hefir síldin
verið seld til samtals 13 landa,
þar af til 4 landa, sem ekki hafa
áður keypt saltaða síld frá slandi.
Stærstu kaupendur Suðurlands-
síldar að þessu sinni voru V-.Þjóð-
verjar, Pólverjar, Rúmenar og A,-
Þjóðverjar.
PLEVEN
Hf \ sfgu
ann til þess að aðstoða við að
dæla úr honum.
Eigandi skipsins er væntanleg-
ur til Reykjavíkur í kvöld og
mun fljúga norður í fyrramálið
og verður þá tekin ákvörðun um
hvað gert verður. Hefur komið
til mála, að togaranum verðl
rennt upp I fjöru og látið renna
undan honum. En allt er þetta ó-
ráðið ennþá.
Heimahöfn togarans er í St.
Malo og á útgerðarfélagi'ð tvo
aðra togara. Alex Pleven er eins
og fyrr segir 1700 smálestir og
mjög nýtízkulegt skip, 5 ára gam
alt og búnaður þess.allur mjög
góður, svo og umgengni. Var
hann búinn að vera að veiðum í
Ólafur Gíslason spreytir sig hér á frönskum persónufornöfnum.
Hugsa þarf sig um vel og vandlega svo að ekkert af vizkunni gleym-
ist í hugarhorni..
SÍÐASTI PRÓFD
í MENNTASKÓLANUM
hann allsorgmæddur við.
— Hvaða áhrif heldur þn að
það hafi að tala við blaðamann
svona rétt fyrir inngöngu?
— Það er ágætt. Á meðan
hugsa ég ekkert um sagnimar
og slílana í frönskunni. Af
tungumálum hef ég mestan á-
huga á ensku. í stærðfræðideild
fór ég, að því að ég ætla að
lesa verkfræði.
— Hvað ætlar þú svo að gera
eftir próf?
— Fyrsta verk mitt verður að
fara til rakara. Allir segja mér
að láta raka af mér skeggið
í leiðinni, þar sem tízka er að
losa sig við það eftir prófin, en
ég hef ekki ákveðið það ennþá.
Sí(ðan fer ég beint heim að sofa.
í kvöld verð'ur dimession haldin
á Hótel Borg og fer ég þangað
eins og allir hinir. Já, kvöldið
verður mjög ánægjulegt, ef
það verður eins og aðrar stund-
sem bekkurinn hefur átt saman.
Eftir átjánda fer ég ásamt nokkr
um félögum upp í óbyggðir, þar
sem við ætlum að vera í viku
og slappa af. Síðan fer ég að
vinna hjá áfengisverzluninni,
hvíslaði hann í eyra mér.
— Hvernig heldurðu að þér
muni líða, þegar prófinu lýkur?
— Ætli það verði ekki ósköp
vel. Já, hvað á maður að segja
Ætli það verði ekki eins og
maður sé kominn í Nirvana.
Við þökkum Sigurgeiri fyrir
samræðurnar og óskum honum
góðs gengis. Því næst brugðum
við okkur inn í prófstofu, þar
sem Ólafur Ólafsson var að
prófa Margréti Böðvarsdóttur
og tókum þar nokkrar myndir.
Eftir prófisnina spurðum við
hana, hvernig væri að vera ónáð
uð í miðju prófi, og svolítið um
framtíðina. Margrét sagði, að
truflunin hefði engin áhrif haft
eftir prófið. Núna er ég alveg
lokaður. — Við þessi ummæli
hlógu allir viðstadA .
Þessa stundina sáum við Sig-
ríði Hjartar bregði fyrir. Hún
er formaður skemmtinefndar og
veit ekki, hvernig hún á að
komast yfir allt, sem gera þarf
fyrir kvöldið, þar sem enginn
tími gafst til þess að undirbúa
á har«a, en það voráta var, Dimission fyrr en í dag. Núna
hversu dösuð hún væri eftir
prófin og æsinguna, sem fylgir
þeim. — í kvöld fer ég auðvitað
á ballið, en skemmtilegra væri
að fara út með kærastanum.
Við' ætlum að gifta okkur í sum-
ar.
Maður nokkur stóð í mið'jum
g'angi með stjörnufræðina í
annarri hendi og nokkuð alvar
legur á svip. Við göngum að
og spyrjum um nafn. — Reynir
Axelsson heiti ég, fæddur 20.9
1944 kl. 33.00 Um Ieið heyrum
við kallað: „Þetta er einn af
dúxunum." Þá vaknaði forvitni
okkar. — Hverjir eru hinir?
Nefndir voru þeir tveir Jón Ög
mundur Þormóðsson, fjjrótta-
garpur í máladeild og Rögnvald
ur Ólafsson í stærðfræðideild.
— Reynir, hvernig hafa próf
in gengið hjá þér?
— Ó, ég er óánægður með
allt saman, en allt bjargast, ef
maður er nógu rólegur. Annars
er sýndarmennskan það eina,
sem maður kemst áfram með í
lífinu. En, talaðu heldur við mig
þarf að hafa upp á öllum ræðu
mönnunum og ganga frá
skemmtuninni. Við spurðum
hana, hvernig skólalífið var í
vetur?
— Ekkert er annað en gott 'rá
því að segja. Við erum heppi
lega Iaus við drykkjumenn og lít
ið er af háfleygum fuglum í ár
gangnum. Við hlökkum öll til
kvöldsins, en inn í nánustu fram
tíð liugsum við lítið. Gott er,
að skólauppsögnin verði í Há-
skólabíó. Tilvonandi stúdentar
áttu erfitt með að þola þrengsl
in á Sal þann hi.\ :íma, sem
æfing stóð þar yfir, án þess að
hátíðargestir væru viðstaddir,
svo geta má nærri, hvernig á-
standið muni verða á uppsögn
inni.
Núna utendur yfir sala á stú
de’rfjhr.'þgnum, sem er með
nýju sniði í ár. Allir keppast
við a ðvelja einn við sitt hæfi
Kvöddum við því menntlinga, og
óskuðum þeim til hamingju
með prófin og góðs gengis í
framtíðinni.
IMMMMWWMMMMMWWWMMMMIMtllMMWlMWWMMWMWMMWMttlWMMMMIWWMIW
fimm daga og er með 20 tonn af
saltfiski. Veiðir hann í salt núna,
en hefur einnig frystitæki. Áhöfn
in er 56 manns.
. Skipstjórinn, Alexander Per-
rier, kvaðst hafa verið á leið til
vesturstrandar Grænlands. Hann
hefur ekki áður komið til ís-
lands, hefur stundað veiðar í
mörg ár í Hvítahafi, við Spitz-
bergen og Grænland. Hann segir
föður sinn, sem einnig er skip-
stjóri, oft hafa komið til íslands.
Perríer sagðist hafa gaman af að
hafa nú fengið tækifæri til þess
að koma til landsins, —■ þótt
hann hins vegar hefði óskað, að
það hefði orðið með öðrum at-
■vikum!
Perrier sagði, að veiðiförin
hefði átt að standa fram í miðj-
an ágúst, en það mundi nú breyt-
ast.
Gunnar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júní 1963 3