Alþýðublaðið - 14.06.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.06.1963, Blaðsíða 9
\ ÚKA NANS_ beðið um köku er komið með pínu- litla köku, sem kostar offjár. Þeg- ar beðið er um brauð er komið með voða lítið brauð, voða lítið smjör og voða lítið ále'gg. Hér er sú siðvenja aftur á móti, að það er alltaf komið með eitthvað risa- stórt, hvað svo sem pantað er. Mikið af brauði, mikið af smjöri, mikið af áleggi. Viðskiptavininum er svo í sjálfsvald sett, hvort hann borðar yfir sig eða kann sér maga jmál. Það er ótal margt fleira, sem finna má í Chicago, enda er hún önnur stærsta borg Bandaríkjanna. Allt er risavaxið. Helmingur ís- lendinga gæti t. d. leigt hér á Con- rad Hilton, sem er elzta hótel borg arinnar. Og það er veröld út af fyrir sig með börum og búðum, kaffistofum og matsölum, þar sem velvaxnar meyjar dansa á skaut- um þegar kvölda fer. Þegar dansi þeirra lýkur er tréhlera rennt yf- ir ísinn, og almenningur stígur 1 dans eftir músik hinna kjólklæddu hljóðfæraleikara. Hérna á horn- 1 inu er næturklúbburinn Blái eng- • illinn, þar sem boðið er upp á ; I drykki frá Jamaica, sem heita Ca- Alfred Bjerregaard fjölsótt og koma menn með gesti sína frá öllum klúbbum landsins. Bifröst er sennilegast ákjósanleg asti staðurinn hér á landi til slíkra fundarhalda, húsakynni mjög rúm og vistleg og umhverfi með því fegursta, sem við eigum. Gistirými er töluvert, og þó ekki nærri til að hýsa alla, en sem betur fer er gott gistirými ekki mjög langt frá og hefur það verið fengið til ráð stöfunar, en bílar verða hafðir í förum milli gististaðanna og fund arstaðs. u ■ ■■■■■■■■ .............................................................. ■ ••■■■■■■ .................................................................... lypso, Bikini og annað eftir því, og þar dansa brúnar og fagrar meyjar limbo niður í gólf. I Tvær konur voru myrtar hérna í borginni í gær, — og var það þó sunnudagur. En morð eru hér ekki nema daglegt brauð, og þótt ís- lenzkir bændur skirrist við að sálga húsdýrum sínum á sunnu- dögum liorfa morðingjar hér ekki í það að myrða kvenfólk, þótt helgur dagur sé. Hér má aka eftir götu, þar sem öðru megin eru nýj- ar, hreinlegar blokkir, hínum meg- in óhrjálegir kofar og hin aum- asta fátækt. Lítil, mjóslegin svertingjabörn sjúga á sér fing- urna, og sólin skín á skítuga larfa þeirra. En sólin skín líka á þá gljáandi kátiljaka, sem aka hjá. Þannig eru stórborgirnar. — Risavaxin söfn mannlegra örlaga. Og þau söfn eiga eintak af öllu. Ég sagði í síðasta bréfí, að ég ætlaði að segja þér meira frá Cape Canaveral. Það hafa ekki allir orðið þeirrar lukku aðnjótandi að sjá eldflaug með eigin augum,Jen sannleikurinn er kannski sá, að eldflaug er ekki öllu ljósari í eigin líki en á ljósmynd. Þetta er flókið fyrirbrigði. — En menn, sem skilja eldflaugar og senda menn út í geiminn sögðu okkur, að árið 1964 mundu Bandaríkjamenn líklega senda tvo menn út í geim, og þeir yrðu á ferðalagi þar úti £ lengri tíma, allt upp í hálfan mánuð. Þeir sögðust eiga eftir að kanna ótal margt úti í geimnum. Þegar hefði komið í ljós, að maðurinn gæti þrifist vel, hann gæti hreyft sig, sofið og matast. Hann væri dálítið vankaður, þegar hann kæmi aftur f faðm móður jarðar, en næði sér brátt. Aðspurðir um ferðir til mánans sögðu hinir vísu menn, að líklega yrðu þrír menn sendir til mánans í kringum 1966. Búizt er við, að ferðin taki sjö daga, sex dagar fari í ferðina fram og til baka — einn dag spássera ferða- langarnir um tunglið! — Hópur manna er æfður til geimferða, en ekki hefur verið ákveðið enn, hverjir verða valdir til þess að stíga fyrstir manna á land á mán- anum. Hópur kvenna hefur boðið i sig fram til tunglferða, en ekki er | talið líklegt, að kvenmaður verði | í fyrsta hópnum. Þrennt þarf,, ! geimfari nefnilega að hafa til að bera: Líkamlegt þrek, skynsemi og tæknilega þekkingu á farartækinu og þeim tólum sem fylgja þvj. Það er fróðlegt að skoða allt það sem til er í veröldinni. En að standa andSpænis fullkomnustu vopnum nútímans er eins og að rnæta fílefldum draug uppi á ör- æfurn. Angistin læsir sig um mann. Að horfa á allar þær þús- undir einkennisbúinna manna, sem lifa í heimi, sem við ekki þekkjum, þar sem er slegið sam- an hælum og gengið í takt — í dag eftir músík lúðrasveitar — á morgun kannski á eftir eldflaug- inni út í opinn dauðann, er eins og að ganga um líkhús. En ef til vill er það þó satt, þegar öllu er á botn inn hvolft, það, sem vinur minn sagði um daginn. — „Við göngum auðvitað um líkhús. En við eigum I ekki að hrista hausinn, heldur vera þakklát þeim mönnum, sem hafa fórnað lífi sínu og hrærast í lik- húsi — til þess að við getum ferð- ast áfram í sólinni!? Kærar kveðjur .... H. Tvær skátastúlkur virða fyrir sér nobkurn hluta tjaldbúðanna í Helgadal. UM HVÍTASUNNUNA hélt skáta- i féíagiS Hraunbúar í Hafnarfirði | skátamót í Helgadal. Tókst mótiS \ hið bezta og veðurguðirnir i brostu við þátttakendum móts- i ins. Mörg félög tóku þátt í mót- i inu og allir fóru heim glaðir og í ánsgðir með góðar endurminn- I ingar í vegsnesíi. Hér birtast f þrjár myndir frá mótinu. Mynd- \ in hér fyrir ofan sýnir skáta úr | Skátafélagi Reykjavíkur ganga | fylktu liði til fánahyllingar, en i myndin hér til vinstri er af skáta I stúlkum, sem eru önnum kafnar \ við matseld. Þátttakendur á \ þessu skátamóti voru um 700. íiiHi'MiiiiiiiiiiiiiMtMiitmtmitiiiititittiuitmiiiimtiMiiiiiaii !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I ,■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I i ■■■■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■’■ ■ ■■ ■■•••••■•■■•••■■•■■■••■■••■•■■•■■■•■■•••■■•■•■•■•••■•■■•••■•■•■MHM>ta«>BMa»iiiiatMMMiMiMi>aaaiiiiaamiin»iaMiiMiiMi»aiiiMaMaMaiiiai>i>MM»iMiaamatMaiMiHÍ !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■! •■■•'■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B■-■■■■■■»■■■■■■■■■•■■■■■•■•■■■■■■•••■•■■■■■■■■■■■•■■•■■■■(■ ■■■■■■■■ ■»■■•■■»■■■■■■■»■■•■■■■■■■■«■••■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■••■■•■■■■■■•■ ■■■■■■••■■•■■■■■■•■fc■■•y !■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■.■••■•■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■BBaMB«iBaaBBBBaaBaBBBaaaaaBaBaaBaBaaBBaBBBBaBaB*BaBBaBBBaLBBaBBBBBari»BBBBBaiaiBBBaaaBBBaBBBBaBBBaBBBaBBaBBBBBaBBBaBBBBBBB«BBaBaaBaBaBBaBBBBBaBBBBaaBBBBaBBaBaBBBBBBaBBBBBaBBaaBl ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júní 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.