Alþýðublaðið - 29.06.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.06.1963, Blaðsíða 15
„Hvaða tegund af vindling- um reykti frú Allen?“ „Gaspers. Það eru nokkrar þarna í öskjunni". Japp opnaði öskjuna, tók upp einn vindling og kinkaði kolli. Hann renndi vindlingn- um niður í vasa sinn. „En þér, ungfrú? spurði Poirot. „Sömu tegund“. „Þér reykið ekki tyrkneska?" „Aldrei". „Og heldur ekki frú AUen?“ „Nei. Henni geðjaðist ekki að þeim“. „En herra Laverton-West? Hvað reykti hann?“ spurði Poirot. Hún starðl á hann hörkulega. „Charles? Hvað kemur það málinu við, hvað hann reykti? Þér ætlið þó ekki að fara að gefa í skyn að hann hafi myrt hana?“ „Það hefur hent fyrr ungfrú að maður hafi drepið kónuna, sem hann elskaði". Ungfrú Plenderleith hristi höfuðið óþolinmóðlega. „Charles mundi aldrei myrða nokkurn mann. Hann er mjög varkár maður“. „Það eru nú samt sem áður varkáru mennimir, ungfrú sem drýgja morð af mestum klókindum". Enn starði hún á hann. „En ekki af því tilefni, sem þér hafið einmitt núna verið að láta í ljós, herra Poirot“. „Nei, satt er það“. Japp reis nú á fætur. „Jæja, ég held að það sé þá ekki fleira, sem ég get geri hér. Mig langar til að litast urr í húsinu enn einu sinni“. „Ef vera kynni að peningai skyldu hafa verið lagðir til geymslu einhvers staðar. SjáH sagt. Leitið hvar sem yður. sýn- ist. Einnig í mínu herbergi — enda þótt ekki sé líklegt af ,Barbara færi að fela þá þar“. Leit Japps tók ekki langa stund þótt rækileg væri. Að fáum mínútum liðnum hafði hann grandskoðað alla hugsan- lega leynistaði í setustofunni. Að því búnu hélt hann upp á loftið. Ungfrú Plenderleith sat á stólbrík, reykti vindling og starði í eldinn í arninum. Poirot gaf henni gætur. Að stundu liðinni sagði liann hæglátlega: „Vitið þér, hvort hann La- verton-West er í Lundúnum sem stendur?" „Það hef ég ekki hugmynd um. Ég geri frekar ráð fyrir að hann sé í Hampshire hjá fólki sínu. Ég býst við að ég •hefði átt að hringja til hans. Það er skammarlegt að ég lief gleymt því“. „Það cr ekki hlaupið að því að muna eftir öllu, þegar hörmuleg atvik lcoma fyrir. Og þegar allt kemur til alls, þá lilaupast þær ekki á brott vá- fréttirnar. Þær berast víst nægi lega fljótt". „Já, það er satt“, sagði hún' úti á þekju. Fótatak Japps heyrðist nú.A leið niður stigann. Ungfrú Plénderleith gekk fram til móts við hann. „Jæja?“ Hann hristi liöfuðið. „Ekkert, sem að gagni kem- ur, er ég hræddur um, ungfrú Plenderleith. Ég hef nú leitað um allt húsið. Ó, ég ætti víst að líta aðeins inn í þennan skáp héma undir stiganum". Hann greip um leið í hurð- .. arhúninn og reyndi að opna. Poirot fann hvemig stúlkan við hlið hans stirðnaði og hélt niðri í sér andanum eitt augna biik. Hann fylgdi með augun- um geislanum frá ljósi Japps. Þáð var ekki margt að sjá í skápnum. Þrjár regnhlífar — ein þeirra brotin, fjórir göngu stafir, ein samstæða af golf- kylfum, tveir tennisspaðar, vandlega brotið ferðateppi og nokkrar sess'Ur, misjafnlega illa farnar. Efst ofan á þeim hvildi lítið, laglegt snyrtiskrín. Þegar Japp rétti út hendina AGATA CRISTIE: „Hann er læstur“, sagði ung frú Plenderleith. Eitthvað í rödd hennar kom báðum mönnunum til að líta hvasst á hana. „Já, sagði Japp þýðlega, „ég sé að svo er. Viljið þér vera svo góð að ná í lykilinn?" Stúlkan stóð eins og höggvin í stein. „Ég — ég veit ekki með vissu hvar hann er“. Japp leit snöggt á hana. Hann mælti með sömu þýðu hispurslausu röddinni: „Hjálpi mér, það var verri sagan. Ég vil ógjarnan skemma hann með því að brjóta hann upp. Ég held að ég verði að scnda Jameson eftir lyklasam- stæðum. „Ó“, sagði hún. „Andartak. Það kann að vera . . .“ Ilún fór aftur inn í sctustof una og kom aftur eftir andar- tak og hélt á all stórum lykli i hendinni. „Við höfum hann læstan“, sagði hún til skýringar, „af því að regnlilífarnar okkar og aðr- ir hlutir vilja stundum hverfa", „Mjög skynsamleg varúðar ráðstöfun", sagði Japp og tók glaðlega við lyklinum. Hann sneri lionum í skránni og opnaði hurðina upp á gátt. Það var myrkur í kompunni. Hann tók upp vasaljósið og lýsti með því tim alla kompuna. eftir því, flýtti ungfrú Plender leith sér að Segja: „Ég á þetta. Það — ég kom með það í morgun, svo að það getur ekkert verið. í því“. „Það sakar ekki að vita vissu sína um það“, sagði Japp, og raddblærinn varð ennþá vin- gjarnlegri en áður. Skrínið var ólæst. Það var útbúið með hólfum -fyrir bursta og spyrtiglös. En það var ekk- ért'í því annað en tvö tímarits- hefti. Japp rannsakaði það í krók og kring með ýtrustu ná- kvæmrii Þegar hann loks lagði aftur lokið og beindi athyglinni lauslega að sessunum, mátti heyra feginsandvarp líða frá brjó’Sti stúlkunnar. Annað var ekki í skápnum en þetta, sem blasti við sýn, þegar inn var litið. Rannsókn Japps var því brátt lokið. Hahn læsti dyrunum eftir og rétti ungfrú Plenderleith lykil inn. ;,Jæja, sagði hann, ,,þá er þessu lokfð. Getið þér gefið niér , heimilisfang herra Laver- ton-Wests?“ •SiFarkscomþ höll Little Led bury, Hapshire". ,, ,i „Þakka yður fyrir, ungfrú Mendérleith. Þá er það ekki fleira að sinni. Má vera að ég líti hár inn seinna. Meðal ann- arra orða, hafið ekki hátt um þetta. Látið það heita sjálfs- morð svona út á við“. „Að sjálfsögðu. Ég skil það fullkomlega". Hún kvaddi þá báða með handabandi. Þegar þeir gengu niður göt- una skauzt upp úr Japp: „Hver — hver andskotinn var í skápnum? Það var eitt- hvað þar“. „Já, það var eitthvað". „Og ég skal veðja tíu á móti einum að það stóð í einhverju sambandi við snyrtiskrínið! En ég hlýt að vera einhver erki- bjáni, því að ég gat ekkert fundið. Skoðaði í öll glösin og þuklaði allt fóðrið — hver djöf ullinn gat það verið?" Poirot hristi höfuðið hugs- andi. „Þessi stúlka er eitthvað flækt í málið, það bregzt mér ekki“, hélt Japp áfram. Kom með skrínið aftur í morg un! Nei, það þarf enginn að segja mér, að hún hafi gert! Tókuð þér eftir, að það voru í því tvö tímaritshefti?" „Já“. , „Já, og annað þeirra var frá því í júlí síðastliðnum" SJÖUNDI KAFLI Það var næsta dag að Japp gekk inn í ibúð Poirots, fleygði hattinum á borðið argur og í illu skapi og hlassaði sér í stól. „Jæja“, tuldraði hann. „Þá er hún úr sögunni!“ „Hver er úr sögunni?" „Plendérleith Hún var að spila bridds til miðnættis. Húsbónd- inn, húsmóðirin, gestkomandi sjóliðsforingi og tveir þjónar bjóðast öll til að leggja eið að því. Það er hafið yfir allan efa, okkur er óhætt að sleppa öllum bollaleggingum um að hún sé við málið riðin. En hvað sem því líður þætti mér gaman að vita hvers vegna hún komst svona í uppnám út af þessu snyrtiskríni undir stiganum. Það er eitthvað fyrir yður, Poirot. Það á við yður að fást við þess konar smámuni, sem eru einsk isvirði. Leyndardómur litla snyrtiskrínsins. Það hljómar bara laglega!“ „En þá ætla ég að stinga upp á annarri fyrirsögn handa yð ur. Leyndardómurinn um þef af vindlingareyk". „Fremur óþjál fyrirsögn. Þefur — ha? Var það það, sem þér voruð að snusa eftir, þegar við vorum fyrst að rannsaka líkið? Ég bæði sá — og heyrði til yðar. Uff — uff — uff. Ég hélt að þér hefðuð eitthvað kvefast". „Það var alger misskílingur hjá yður“. Japp varp öndinni. „Ég hef alltaf haldið að það væru þessar litlu gráu heila- frumur. Ætlið þér nú að telja mér trú um, að neffrumur yð ar séu álíka mikið fullkomn- ari en allra annarra manna?“ • „Nei, nei, verið alveg ró- legur“. „Ekki fann ég nokkurn vindlingaþef", hélt Japp áfram með grunsemd í málrómnum. „Og ekki ég heldur, vinur minn“. Japp leit á hann efabland- inn. Því næst dró hann vindl ing upp úr vasa sínum. „Þetta er sú tegund, sem frú Allen reykti — gaspers. Það voru þar sex stúfar af hennar tegund. Hinir þrír voru tyrk- neskir“. „Alveg rétt“. „Og þetta vissi yðar maka- lausa nef, jafnvel án þess að líta á þá, býst ég við“. „Ég get fullvissað yður um, að nefið á mér kemur þessu máli ekkert við. Nefið á mér varð einskis vísara.“ „En heilafrumurnar urðu hins vegar margs vísari?“ „Jú — þar voru vissar bend ingar — eða fannst yður það ekki?“ Japp leit á hann út undan sér. „Eins og til dæmis?“ „Tja, það var greinilegt að það vantaði eitthvað í herberg 6 ið. Sömuleiðis einhverju ofauk ið, að mér fannst . . .Og svo var á skrifborðinu — “. „Þetta vissi ég! Nú er lcom ið að déskotans lindarpennan- um!“ „Blessaðir verið þér. Lindar penninn kemur ekki málinu við nema óbeinlínis". — í þessari bók á stelpan fjölskyldu, sém er lík minni, og svo endar það mcð því að hún strýkur að liciman. ALÞÝÐUBLA0IÐ — 29. júní 1963 15 '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.