Alþýðublaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 1
HINN nýi sendiherra Jap- ans á íslandi, Senjin Tsuru- oka, sagði í gær í örstuttu viðtali við Alþýðublaðið, að sér væri það mikil ánægja að koma hingað í þessa stuttu heimsókn. Hann kvaðst hafa hitt alla helztu framámenn í íslenzku þjóð- félagi þann tíma, sem hann hefði verið hér. Það væri sérlega vingjarnlegt fólk. Hann kvaðst vonast til, að hin ágætu samskipti íslands og Japans ættu enn eftir að Ea aukast og batna og vænti hann ekki sízt mikils af hin- um nýja ræðismanni Japans hér á landi, Baldvin Einars- syni, forstjóra Almennra Trygginga, í því sambandi. Sendiherrann benti á það, hve margt-væri líkt með ís- lendingsm og Japönum Báðar þjóðirnar lifðu í eld- fjallalöndum, þekktu bæffi eldfjöll og hverahita. Og þar að auki væru þjóðirnar báð- ar fiskveiðiþjóðir þ,ó að Japanir ættu ekki út ,af eins mikið undir sínum fiskveið- um og íslendingar. Tsuruoka sendiherra hef- ur aðsetur í Svíþjóð og sneri þangað aftur í morgun, á- samt sérlega yndislegri konu sinni, sem hingað kom með honum. MYNDIN er tekin af Tsuru- oka, sendiherra og konu hans, sem er klædd kimono. Við hliff þeirra standa Bald- vin Einarsson, ræffismaður Japans á íslandi og kona lians. Fór ríðandi til Hveravalla: Oldruff kona, Sigríður Jóna Jónsdóttir fór sl. laugardag á hesti frá Kalmannstungu í Hvítársíðu áleiðis að HveravöIIum. Hún var ekki komin fram í gærkvöldi, en í gærdag var hafin feit að henni. Talið er að hún geti verið í gangna kofa í svokölluðum Álftakrók, sem Fá íslenzkan humar í stað rækjunnar TIME, ameríska fréttatíma- ritið, birti í síðastliðinni viku grein um hóteleigandann mikla, Conrad Hilton, sem á ekki affeins fjölda stórra gistihúsa í Bandaríkjunum, heldur á eða rekur ný gisti- hús víffs vegar um lieim. í greininni er frá því skýrt, að stjóm Hilton-gistihús- anna sé mjög ströng og vís- indaleg. Meðal annars hafi verið rækilega rannsakað, hvernig hægt sé að spara fé í rekstri, án þess að svikja viðskiptavini. Eitt dæmið um hagstæðan rekstur gistihúsanna er ís- lenzkur humar. Sérfræðing- ar Hiltons hafa sem sé kom- izt að raun um, að íslenzkur humar sé ágætur í RÆKJU- RÉTTI, og mun ódýrari en rækja. Ilér er borinn saman smáhumar, sem veiðist hér við land, og risarækja sú, sem Bandaríkjamenn borða mest áf, én stærðarmunur á kjötbitum af þessum skepn- um er ekki ýkja mikill. Þá vitum við það. Biðji gestir Hilton-hótelanna um rækjukokkteil eða aðra rækjurétti, þá fá þeir 'ís- lenzkan humar í staðinn. er um 3-4 klukkustunda reið frá j Kalmannstungu. Sigríður, sem er kunn hestakona jlagði af stað frá Kalmannstungu í skömmu eftir hádegi á laugardag. 'Þaðan eru hátt á annað huadrað km. austur á Hveravelli. Skömmu eftir að hún fór, gerði vitlaust veður. Fyrst rigndi mjög mikið (1€ mm. i einu skýfallinu), en siðar tók að snjóa. Vona menn, að Sigríð ur hafi komist í Álftakrók áður en versta veðrið skall á. Blaðið ræddi í gær við bóndann í Kalmannstungu, Kristófer Ólafs son. Hann sagði, að Sigríður væri kunnug þessari leið, og hefði hún reitt fyrir aftan sig bæði mat og klæði. Þá kvað hann veður hafa verið mjög slæmt, snjókoma og norðangarður. Veðrið minnti á páskahretið slæma. Þess má geta að radíómenn í Gufunesi höfðu í gær samband v.ð tvo stóra og sterka fjallabíla, sem voru á Hveravöllum í gær Var þeim skýrt frá því, að óttast væri um Sigríði, og ætluðu þeir að aka yfir Arnarvatnsheiðina, og svip ast um eftir konunni. Skömmu áður en blaðið fór í prentun, höfðu engar spurnir bor ist af leitinni, en fjórir menn fóru ríðandi frá Kalmannstungu um kl. fjögur í gær, og ætluðu þeir í gangnakofann í Álftakrók. VARÐ EFTIR ER BREMEN SIGLDI1 Þegar skemmtiferffaskipiff Brem j en sigldi héffan frá Reykjavík rétt | fyrir miffnætti í gær, stóff einn af vélstjórum þess á hafnarbakkan- um og horfði á það hverfa út viff sjóndeildaijhring. Vair þetta aff- j stoffarvélstjóri sem ekki hafffi fyl'gst meff. tímanum. Mun hann fljúga til Bergen, en þar á skipiff næst viffkomustaff. Náunginn varð ekkert hissa á þessu, því hann hefur einu sinni áður misst af skip inu, en þaff var í Valpariso. Meira selt af Norðurlandssíld en nokkru sinni aður: ÍSLENÐINGAR FÁ UNDANÞAGU FRÁ 12 MÍLUM VIÐ GRÆNLAND - Sjá frétt á 5. síðu GERÐIR hafa veriff fyrirfram- samningar um sölu á tæplega 400 þúsund tunnum Norffurlandssíld- ar til 8 landa. Er þetta allmiklu meira magn síldar, en nokkru sinni áffur hefur verið samið um. Auk þess hefur síldarútvegs- nefnd leyft töluverffa söltun á innanlandsmarkaff, en sú síld er einkum notuð til niðurlagningar. Til þess að hafa næga síld í þessa samninga mun þurfa að salta í 420 til 430 þúsund tunnur mældar upp úr síldarskipunum. Um siðustu helgi var búið að salta í 170.626 tunnur, svo að töluvert vantar ennþá upp á að búið sé að veiða upp í helminginn af því, sem fyrirframsamningarnir leyfa. í fyrra nam söltun Norðurlands síldar 375.200 tunnum og var það hæsta söltun á Norðurlandssíld til þessa. Stærstu kaupendurnir á síldinni eru Svíþjóð, Sovétríkin og Finn- land. Um 420 milljónir króna munu fást fyrir þessa fyrirfram- samninga, ef nægilegt veiðist af síldinni. Hér fer á eftir tafla um fyrir- framsamningana, sem gerðir höfðu verið um Norðurlandssíld- ina hinn 20. júlí síðast.liðinn. Sýna tölurnar í töflunni tunnufjöldann af síldinni, sem seldur hefur ver- ið til hvers lands og hvað af hverri tegund. Með CUTSÍLD er átt við hausskorna síld, en KONSERV- SÍLD er síld, sem er annað hvort sykruð eða krydduð. Þann 20. júlí 1963 hafa verið gerðir fyrirframsamningar um Norðurlandssild, sem hér segir: Cutsíld Konserv samt. Svíþjóð Danm. Noregur Finnland Bandar. V.-Þýzkal. Sovétr. ísrael 70.525 2.150 1.275 15.560 6.450 120.000 síld 95.900 6.650 1.700 61.900 1.820 4.200 6.000 166.425 8.800 1.700 63.175 17.380 10.650 120.000 6.000 Alls 215.960 178.170 394.130 atnandi ve næstu da Búast má við batnandi veffri hér jKaldast var á Ilornströnlum, ----- á landi næstu daga. Samkvæmt j 2 stig, á Norffurlandi var annars ^ upplýsingum, sem blaðiff fékk : 4—5 stiga hiti, en affeins hlýrra ! hjá Veffurstofunni í gær, var norff- sunnanlands. anátt um allt land í gær, þurrt og I bjart sunnanlands, en þykkviffri Hægfara breytingar eiri: nú á og rigning norffanlands. Talsverð i veffurfari og gert er ráff fyrir, að snjókoma var á Hveravöllum. llægi og hlýni næstu tvo daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.