Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 28.11.1906, Síða 2

Lögrétta - 28.11.1906, Síða 2
218 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur iit á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10'/a—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innlieimtu og afgrciðslu annast Arinbjörn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. íslenskar konur taki þessu máli vel, og vinni að slíkum fjelagsskap eftir megni, hver í sinni sveit. Kristin Jakobsson Anna Daníelsson forstöðukona fjelagsins. gjaldkcri. Bríet Bjarnhjeðinsdóttir Ingibjörg F’orláksson. skrifari. Margrjet Stephensen. Taugaveiki i íteykjavík. Taugaveikin hefur í þessum mán- uði gert vart við sig í frekara lagi hjer í bænum. En þá hafa ekki orð- ið meiri brögo að henni en suma undan farna vetur, hvað sem verða kann. Veiki þessi er ætíð voðagrip- ur og þess vegna nauðsynlegt, að henni sje nákvæmur gaumur gefinn og reynt að sporna við útbreiðslu hennar á allar lundir. Það er áríð- andi, að menn vitji strax læknis þeg- ar grunur liggur á um taugaveiki, svo að hægt sje að einangra sjúk- linginn sem fyrst. Frá byrjun þessa mánaðar hef jeg fengið vitneskju um 27 taugaveika sjúklinga, sem allir hafa verið einangraðir, flestir á spítölum, en sumir í heimahúsum. Af þessum 27 eiga 20 heima í Skuggahverfinu, en hinir 7 í Vesturbænum. Þess utan hafa 3 sjúklingar verið fluttir hingað úr Hafnarfirði. Enginn staður á landinu er jafn- heimsóttur af taugaveiki og Reykja- vík.. Arum saman hefur hún haldið til hjer í bænum og árlega bólar á henni hjer, þó hvergi spyrjist til henn- ar úr öðrum sveitum. — Það er á- stæða til að mönnum sje illa við þessa veiki, því auk þess sem hún er lífshættuleg og veldur langvinnu heilsutjóni, bakar hún fóíki mesta kostnað, óþægindi og atvinnumissi, en það er því tilfinnanlegra, sem veik- in kemur ætíð harðast niður á fatæk- lingum. Það er eins í þetta skifti og endr- arnær, að tveir hlutar bæjarins eru mest heimsótt'r af veikinni, en það eru Skuggahverfið og Vesturbærinn; hjer eru aðalstöðvar hennar og er sjaldgæft, að hún breiðist út frá þeim. Getum vjer npkkurntíma losnad vid taugaveiki hjer í Reykjavík ? jíá, vjer getum það áreiðanlega eins vel og ýmsir bœir í 'óðmm l'ónd- um, sem um langan tíma hafa haft þann sama djöful að draga og vjer, en smámsaman hafa getað kveðið hann niður að mestu. En það hefur tekið tíma og kostað ærið fje, en því fje má heita vel varið. Aðferðin til þessa er mjög óbiot- in og skulum vjer í stuttu máli at- huga hvað gera þurfi: Vjer þurfum að fá vatnsveitu og, sem betur fer, er hún á leiðinni — þó hún eigi ef til vill langt langt í land ennþá. En það er ekki nóg. Vjer þurfum ennfremur að koma á lokuðum pípurœsum um allan bæinn, sem veiti burtu öllum óþverra, sem nú safnast saman og geymist í jarð- veginum. Þegar pípuræsi eru komin á, þá fyrst er hægt að koma á vatns-sal- ernum, því það er þeim að þakka, fremur öllu öðru, að hægt hefur ver- ið að útrýma taugaveiki úr bæjum og borgum erlendis. Reynslan hef- ur ætíð sýnt, að þó taugaveiki rjeni mikið í bæjum eftir að vatjisveita er komin á, hverfur hún þó aldrei fylli- lega fyr en vatnssalernin og lokuð pípuræsi sjá fyrir burtrýmingu allra saurinda. Vjer höfum sjeð þess dæmi í Hafn- arfirði, að taugaveikin hverfur ekki þaðan þrátt fyrir það þó góð vatns- veita sje komin á, en það er énginn vafiáþví, að ef, auk þessa, kæmu þar vatnssalerni og pípuræsi, mundi hún verða sjaldsjeður gestur. Auðvitað hetur það komið fyrir hjer í Reykjavík, eins og víða ann- arstaðar, að veikin breiðist eingöngu út með vatni frá vissum brunnum, en það er þó tiltölulegá sjaldgæft. Eins og stendur er ekki hægt að ásaka einn brunninn öðrum fremur, hvorki í Vesturbænum nje Skuggahverfinu, því mjer er kunnugt um, að tauga- veiki hefur komið upp þó neytt hafi verið eingöngu vatns úr þeim brunn- um, sem mesta álitið hafa á sjer fyrir vatnsgæði. Þess vegna álít jeg, að eigi geti komið til tals, að loka ein- um brunninum öðrum fremur, einsog jeg hef heyrt ýmsa fara fram á. Allir brunnar bæjarins eru meira og minna ótryggir, meðan burtrýming skolps og saurinda er ekkí í betra lagi en nú er. Einmitt þess vegna verður Vesturbærinn og Skuggahverfið mest fyrir heimsóknum veikinnar, að það er þar, sem jarðvegurinn er óhrein- astur, vegna þess hvað burtræsting- unni er ábótavant. Húsin eru bygð á klöppurn, sem allar eru ójafnarog með sprungum, þar sem vatn og als- konar óhreinindi geta safnast fyrir. Kringum húsin eru kálgarðar, sem verða að einni leðjufor í rigningum og leysingum. og getur aldrei hjá því faríð, að óhreinindi berist inn í húsin. Þegar nú þess er gætt, að salerni oftast. nær eru illa úr garði gerð, og að sumstaðar eru jafnvel engin, þá má geta nærri, hve mikil hætta er af því, að saurindi geti borist hingað og þangað og flutt með sjer sóttnæmi. Vjer vitum pað með vissu, að tauga- veikis-bakterían getur lifað í jarðveg- inum langantíma, envjervitum eij.nig, að hún getur eigi myndqstþar, heldur er hún þangað komin frá hœgðnm ta ugaveikis-sjúklinga. Eins og jeg áður drap á, verður líklega langt að bíða þess, að þessi þrjú aðalvopn geg'n taugaveikinni: vatnsveita, pípurœsi og vatnssálerni komist á í Rvík. En þangað til megum vjer eigi vera aðgerðalausir, því það má einnig með Öðru móti hnekkja útbreiðslu veikinnar. Ef bæj- arstjórnin aðeins vildi gera gangskör að því, að fyrirskipunum heilbrigðis- nefndar bæjarins um salerni væri al- ment hlýtt og framfylgt, er enginn efi á, að stórt skref væri stigið í átt- ina til að mínka taugaveiki í bænum. Jeg vil leyfa mjer að prenta þann kafla heilbrigðissamþyktarinnar, sem ræðir um salerni. Hann hljóðar svo: 22. grein: Þá er hús er reist til íbúðar, skal jafnan um leið gera sal- erni, innan húss eða utan, eitt eða fleiri eftir stærð hússins og fjölda í- búða. Innanhússsalerni skal hafa í sjerstökum klefa og sje útigluggi á hjörum á klefanum, og ílátið undir setunni tvískift, eða tvö ílát, annað fyrir saur, en hitt fyrir þvag. Utan- hússsalerni skal ekki vera nær vatns- bóli en nemi 15 álnum. Gólf í sal- erninu skal vera steinsteypt og hærra en jarðvegurinn í kring. Hafa skal í salerninu saurkagga vel vatnsheldan, og skal hann ná fast upp að setunni; saurkagga skal gera eftir fyrirmynd, er bæjarstjórnin lætur í tje. 2J. gr.: I salernunum skal seta og gólf jafnan vera vel hrein og saur- ílátin skal tæma aður en þau fyllast. Bæjarstjórnin getur látið hreinsa sal- erni bæjarins gegn endurgjaldi frá húsráðendum. Hreinsun salerna skal fram fara um nætur frá kl. 12—5 ,frá 1. apríl til 30. september, en á öðrum tímum árs frá kl. 9 síðdegis til kl. 7 árdegis Safn úr salernum skal láta þar, sem heilbrigðisnefnd leyfir. 24. gr.: Ef ekkert salerni fylgir húsi, sem eldra er en þessi1) samþykt, þá skal húseigandi hafa komið upp salerni við húsið áður en ár er liðið frá því er þessi samþykt öðlast gildi. Ef salerni við hús, sem eldri eru en þessi samþykt. eru illa gerð, svo að mikill óþrifnaður sje að, getur heil- brigðisnefnd heimtað af húseigendum, að þeir geri ný salerni á þann hátt, er segir í 22. gr., eða bæti salernin á annan fullnægjandi hátt. Eins og sjá' má við að lesa þessar greinar, er ekki farið íram á meira en hverjum húsráðanda er ætlandi að geta fylgt, en, því miður, fer fjarri, að svo sje gert, og stafar það hins vegar af því, að engin gangsskör er gerð að því, að líta eftir því, að þessum lögum sje framfylgt. Almenningur verður að skilja, hve þetta er þýð- ingarmikið, því það má óhætt fullyrða, að engin ákvæði samþyktarinnar eru eins þýðingarmikil fyrir heilsu bæjar- búa og þessar greinar. Auk þessa þyrfti að gera öltum heimilum, þar sem taugaveiki kemur upp, að skyldu, að sótthránsa sal- ernin, og það jafnvél um langan tíma, eftir að veikin er um garð gengin, og ætti bærinn að veita ókeypis sótthreinsunarmeðöl eftjr læknisráði, því það hefur sýnt sig, að sóttnæmið er lengi að hverfa til fuls úr innýflum sjúklinganna, þó þeim annars sje batn- að. Sótthreinsunin er mjög einföld og ódýr, og er í því fólgin, að setan er daglega þvegin og ’klórkalki eða brendu kalki stráð í kaggann. Enn fremur verður aldrei nægilega brýnt fyrir fólki, hve óvarlegt er að drekka ósoðið vatn í nánd við táuga- veikisheimili. Með því, að sjóða vatnið, drepast allar sóttkveykjur, sem í þvf eru. Sannleikurinn, sem atlir þurfa að að athugd, 1 er i stuttu máli þessi: jfarðvegiirinn í Reykjavík er hjer og hvar óhreinkaður aj taugavéikisbakt- eríum, vegna þess, hve sdlerni eru ó- jullncegjandi og hve illa er sjeð fyrir burtrýmingu saurinda. Bakteríurnar geta með ýmsu móti borist irin í húsin og valdið veikinni. Þær berast stundum með vatninu, en oftar á annan hátt með ýmsum óhreinindum frá jarðveg- inum kringum húsiu. Reykjavík 25. nóv. 1906. Stgr.. Matthiasson. r Avarp til Islendinga frá Heilsuhælisfjelaginu, er stofnnð var líí. nóvember lt>OG. Berklaveikin er orðin hættulegastur sjúkdómur hjer á landi. í öðrum löndum deyr 7. hver maður af berkla- veiki, en 3. hver maður þeirra, er deyja á aldrinum 15—60 ára. Hjer á landi er veikin orðin, eða verður innan skamms, álíka algeng, ef ekk- ert er aðhafst. Hinn mikli manndauði og lang- varandi heilumissir, sem berklaveikin veldur, bakar þjóðfjelaginu stórtjón. í Noregi er þetta tjón metið 28 millj. króna á ári; hjer mun það, ef veik- in er orðin jafn-algeng, nema um 1 milljón kr. á ári. Þar við bætist öll sú óhamingja, þjáningar, sorg og sökn- uður, sem þessi- veiki bakar mönnum og ekki verður metið til peningaverðs. r) Samþyktin er staðfest 30. jan. 1505 Berklaveiki var áður talin ólækn- andi, en nú vitum vjer að hún get- ur batnað og það til fulls, ef sjúk- lingarnir fá holla vist og rjetta að- hjúkrun í tíma í þar til gerðum heilsu- hælum. Það hefur og komið í Ijós, að sjúklingar, sem dvalið hafaí heilsu- hælum, breiða manna best út rjetta þekkingu á vörnrrm gegn útbreiðslu veikinnar, til stórgagns fyrir land og Iýð. ——— I öðrum löndum hafa verið stofn- uð allsherjarfjelög til þess að sporna við berklaveikinni, og alstaðar hefur slíkur fjelagsskapur borið þann ávöxt, að veikin hefur stórum þverrað. A Englandi hefur manndauði af völd- berklaveikinnar þverrað um helming á 30 árum. Vjer erum nú einráðnir í því, að hefja baráttu hjer á landi gegn berkla- veikinni, og skorum á alla Islend- inga til fylgis, skorum á alla menn, unga og gamla, jafnt karla sem kon- ur, að ganga í Heilsuhælisfjelagið. Berklaveikin er komin í öll hjeruð landsins. Þess vegna teljum vjer víst, að hver tnaður, hvert heimili á land- inu, muni vilja vinna að því, að út- rýma þessu þjóðarmeini. Og þess vegna höfum' vjer sett árgjald fjelags- ins svo lágt, að allir, sem einhver efni hafa, geti unnið með. Fjelags- gjaldið er 2 kr., og vjer vonum, að hver og einn skrifi sig fyrir svo mörg- um fjelagsgjöldum, sem efni og á- stæður leyfa. í stað vanalegs tjelags- gjalds, eins eða fleiri, geta menn greitt æfigjald; það er minst 200 kr. Það er tilgangur Heilsuhælisfjelags- ins, að hefta för berklaveikinnar mann frá manni og veita þeim hjálp, er veikinataka, einkum með því: — 1. að gera sem flestum kunnugt eðli berkla- sóttkveykjunnar og háttsemi berkla- veikinnar, hvernig hún berst og hver ráð eru til að varna því; —- 2) að koma upp heilsuhæli, er veiti berkla- veiku fólki holla vist og læknishjálp með vægum kjörum, eða endurgjalds- laust, ef þess verður auðið og fátæk- ir eiga í hlut. Heilsuhæli hánda 40—50 sjúkling- um mundi köma allri þjóðinni að stór- um notum, en kosta um 120 þúsund krónur, og ársútgjöld nema mitli 30 og 40 þúsund krónum. Ef hver sjúk- lingur borgaði með sjer rúma I krónu á dag, og flestum mun hærri borg- un um megn, þá yrði tekjuhallinn 16—18 þúsund krónur á ári. Nú vonum vjer, að Heilsuhælisfje- lagið eignist að minsta kosti einn fje- laga á hverju: heimili. á landinu,: en þá verða árstekjur þess. um eða yfir 20 þúsund krónur og þá getur það rekið heilsuhæli yfir 50 sjúklinga, án nokkurs styrks úr landsjóði. Þá eru og einnig líkur til þess,, að komandi þing mundi veita lán úr landssjóði, eða landsjóðsábyrgð fyrir láni, til þess að koma hælinu upp þegar á næsta ári; enda göngum vjer að því vísu, að þingið muni styðja þessa þjóðar- starfsemi með ríflegri hlutdeildí bygg- ingarkostnaði heiísuhælj^ns. . f Loks vonum vjer, að heilsuhælis- fjelaginu áskotnist gjafír frá öðrum fjelögum, frá ýmsum stofnunum og einstökum mönnum. Reykjavík, 24. nóv. 1906. I yfirstjórn heilsuhælisfjelagsins. 7 Kl. Jónsson, Björn Jónsson, landr., J ritstj. form. fjelagsins. rilari fjel. Sighv. Bjarnason, Ásgeir Sigurðsson, bankastj. ka’upm. fjehirðir fjel. Eiríkur Briem, G. Björnsson, prestnskólakennari. landlæknir. Guðm. Guðmundsson, Guðm. Magnússon, fátækrafulltr. læknaskólak. Hjörtur Hjartarson, M. Lund, trjesmiðtir. lyfsali. MattWas Þófðarson, Ólafur Ólafsson, ritstj. • - frikirkjupreslur. ;rr ■■■ 1 eí'frt .u!,:; -úhttU

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.