Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 20.11.1907, Síða 1

Lögrétta - 20.11.1907, Síða 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. M ^4. Reykjavík SO. nóvember 1907. II. árff. • HTh AThomsen • My HaFNARSTR' 17 18 1920 2122-KOLAS 12- LÆKJAP.T 1-2 • REYKJAVIK • Framvegis verður slátrað grís í hverri viku, svo að daglega verður hægt að fá nýtt grísakjöt. Ennfremur fæstframvegisdaglega: Nautakjöt, kjötfars, medisterpylsur, tólg, kæfa, rjúpur og kindakjöt. Matardeildin. 100 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar. Líkneski hans afhjúpað í Reykjarík. Hátíðahöld í bænum. Mundi Jónasi Hallgrímssyni nokkru sinni á æfinni hafa dottið í hug, að -önnur eins viðhöfn yrði í Reykjavík á IOO ára afmæli hans eins og hjer var ió. þ. m.? Líklega ekki, — munu margir svara. En hvers vegna þá ekki? Það er þó bersýnilegt, að Jónasi hefur verið vel ljóst, hvað hann var að vinna. Og það er sjálfsagt, að hann hefur sjálfur kunnað að meta gildi verka sinna, þó það væri mis- jafnlega metið af öðrum framan af. Líkindin eru mest til þess, að hann hafi vel sjeð og fundið sjálfur, hvert uppáhaJd og eftirlæti hann yrði á íslandi þegar fram í sækti. Og trú hans á framtíð íslands er bjargföst. „Fagur er dalur og fyllist skógi, og frjálsir menn þegar aldir renna; skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, en þessu trúið“, segir hann. Hann hugsaði víst altaf miklu meira um framtíð íslands, en framtíð sjálfs sín bæði litandi og dá- ins. Að minsta kosti ber alt, sem eftir hann liggur, vott um það. Hann deyr ungur og æfi hans er ekki eins glæsileg og við nú mund- um óska að verið hefði. En ekk- ert hefur verið honum fjarlægara, en að kvarta yfir því, þó hann mætti mótstöðu, eða væri ekki metinn eftir hans eigin mælikvarða. Þeir höfðu ofmikla hermannanáttúruFjölnismenn- irnir til þess. Um þá misbresti, sem Jónas finnur að verða á lífi hans, kennir hann sjálfum sjer, en ekki öðrum, og er það göfugmannlegri hugsunarháttur en hitt. Ef hann hefði sjálfur mátt hlusta á alt, sem um hann hefur verið sagt á ioo ára afmæli hans, þá hefði að líkindum ekkert látið kynlegar í eyrum hans en kvartið og kveinið, sem þar hef- ur slæðst inn í, um meðferðina á sjálfum honum. Að líkindum liti hann glöðum aug- um á það, sem unnist hefur síðan hann kvaddi, ef hann mætti nú líta upp úr gröf sinni. En víst er það, að ekkert mundi hann telja eftir ís- landi af því, sem hann hefur fyrir það gert. Um morguninn 16. þ. m. var rosa- legt loft og þjettings vindur. Snemma blöktu flögg á stöngum um allan bæinn. En menn voru að segja, að Jónasi ætlaði ekki að gefa vel úr hjúpnum. Það fór samt öðruvísi. Þegar á leið, fór loftið að lagast og kl. 2 um daginn var komið logn og blíðviðri. Múgur manna var þá sam- an kominn kringum líkneski Jónasar. Fyrst var þar sungið kvæði eftir Jón Ólafsson, með nýju lagi eftir ArnaThor- steinsson.ÞástjeBjarniJónssonfrá Vogi í ræðustólinn, en hann er formaður nefndarinnar, sem annast hefur um samskotin til minnisvarðans. Flutti hann langt og snjalt erindi, sagði sögu samskotanna og lýsti Jónasi og störfum hans. En bæði ræða hans og kvæðin tvö, sem sungin voru við þetta tækifæri, koma út í sjerstök- um bæklingi, sem verið er að prenta, og er því ekkert af því tekið hjer upp. En í miðri ræðu Bjarna frá Vogi svifti formaður Stúdentafjelagsins.Sig. Eggerz kand. jur., hjúpnum af lík- neskinu, en mælti á undan þessi orð: „Fyrir hundrað árum átti Island Jón- as Hallgrímsson í vöggu. Móðir hans söng honum Ijóð, en skáldbarnið, með fallegu, djúpu augunum, hlýddi á. Árin liðu, Jónas kvað, en öll íslenska þjóðin hlýddi á. Hann snart hjartastreng þjóð- arinnar. Ljóðin hans deyja aldrei. Is- land hefur í dag sett sínum besta ís- lendingi minnisvarða. Stúdentafjelagið minnist stúdentsins, sem það aldrei gleymir. í nafni fjelagsins afhjúpa jeg minnisvarða Jónasar Hallgrlmssonar. Síðan lagði formaður Ungmenna- fjelagsins, Jakob Lárusson, lárviðar- sveig á höfuð likneskisins. En að lokinni ræðu Bjarna Jónssonar var sungið kvæði eftir Þorstein Erlings- son, með nýju lagi eftir Sigfús Ein- arsson. Eftir það hrópaði allur mann- söfnuðurinn húrra fyrir minningu Jón- asar Hallgrímssonar. Stúdentafjelagið, Skólapiltafjelagið og Ungmennafjelagið kom til afhjúp- unarinnar í skrúðgöngu, og um leið og þau fóru frá líkneskinu, sungu þau: „Hvað er svo glatt“, „Þið þekkið fold“ o. s. frv. Kl. 6 um kvöldið skipuðu stú- dentar sjer með blys kringum lík- neskið. „Stúdentafjelagið raðar björtustu blysunum sínum kringum minningu Jónasar Hallgrímssonar", mælti for- maður tjelagsins. Síðan voru sung- in þar ýms kvæði eftir Jónas. Kl. 8 um kvöldið hófst samsæti á Hótel Reykjavík, sem Stúdentafje- lagið stofnaði til, en öllum var þó veitt hluttaka í. Þar varð fjölment og fór samsætið að öllu mjög vel fram og stóð yfir til kl. 2 um nótt- ina. Fyrir minni Islands las Matth. Þórðarson, aðstoðarmaður við forn- gripasafnið, upp kvæði Jónasar: „Þið þekkið fold með blíðri brá“. Þá mintist formaður fjelagsins Jón- asar og mælti á þessa leið: »Skáldið, sem á fagra sál og vefur hana inn í kvæði sín, hann eignast ótal sálir. Fegurðarþráin er djúp hjá öllum, og instu strengirnir titra, þegar drotn- ing hugsjónanna, fegurðin, snertir þá. í rlki hennar eru fáir útvaldir, örfáir, sem brjóta ekki lögin, sem hún setur. Drotning! Skáldin og listamennirnir skjálfa, þegar þeir horfa í augu þjer. Ef þú lítur þá hornauga, deyja þeir; ef töfrarnar í augunum þínum leiða þá, slær hjartað í listaverkunum þeirra, og sálin lifir þar jafnvel í ísköldum marmar- anum. Jeg horfi inn 1 liðna tímann Jeg sje fyrir mjer þrekvaxinn mann, fagureygan, þungbúinn á svipinn. Hann er tíguleg- ur í allri framgöngu. Samferðamenn hans í lífinu, oddborgararnir, líta hann hornauga. Jeg sje háðbrosið á vörum hans. Brosið hverfur, oddborgararnir eru gleymdir, augun hans verða enn dýpri og fallegri, og einkennilegum bjarma bregður yfir andlit hans. Huldu- konan kallar: »Ástkæra ylhýra málið allri rödd fegra«. Og jeg heyri hvert hljóðið öðru mýkra: »Sáu þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull ? Fyrrum átti' eg falleg gull; nú er jeg búinn að brjóta’ og týna«. »Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautuiru. Sumarið hlær við mjer. Jeg heyri foss- nið og jeg sje græna brekku með ilm- andi blómum, og Jónas Hallgrímsson liggja í brekkunni og tala við þau. Blómin eru broshýr ; þau hitta svo sjald- an lifandi veru, sem skilji þau. Myndin breytist. Jeg er kominn upp í afdali. Jeg sje hvíta rjúpu. Valurinn eltir hana; í dauðans angist þreytir hún flugið. Síðasta vonin hennar er litla húsið gæða- konunnar í dalnum. Hún smýgur inn um gluggann til hennar. En gæða- konan hrósar happi og dregur háls henn- ar úr lið : splokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir happ þeim hlýtur og horaða rjúpu jetur«. Jónas horfir með djúpri fyrirlitningu á gæðakonuna. Jeg sje sársaukann í and- liti hans, þegar dalkonan dregur hvíta gestinn sinn, lítilmagnann, úr hálslið- unum. Aptur breytist myndin. Mjallhvítur jökull teygir kollinn upp f himinblám- ann. Skammdegisvofur hafa á dimmum vetrarnóttum þulið bölbænir í kringum höfuð hans, en altaf er hannjafn hreinn og hvítur, þegar fyrsti sumargeislinn skfn á kollinn hans. Jeg heyri rödd ofan af jökulbrúninni: »Landið var fagurt og frftt og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið var skfnandi bjartc. Og jeg sje íegurðina, drotninguna yir leikandi Ijóðum og líðandi tónum, drota- inguna, sem lifir í ísköldum marmaraa- um, sem andar í morgunroðanum og kveldroðanum, sem skín í norðurljósun- um, jeg sje hana kyssa á enni Jónasar Hallgrímssonar. En hver sem drotningin kyssir, deyr aldrei. Lifi minning Jónasar HallgrímssonarL Þá var sungið eftirfarandi kvaeði eftir ritstjóra þessa blaðs: „Þú varst íslands æsku sáll Ominn þinna sólskinsljóða geymir enn þá íslenskt mál; andi hlýr trá þinni sál fyllir loftið. — Lyftum skál listaskáldsins okkar góðal Enn þá geymir íslenskt mál óminn þinna sólskinsljóða. Enn er gott að hlusta' á hann, hulduljöða skáldið þýða, sem hvert blóm í brekku ann; blærinn, lindin, fossinn kann ennþá Ijóðin eftir þann ástvin bjartra sumartíða. Enn er gott að hlusta’ á hann, hulduljóða skáldið þýða. Island geymir ekki margt, ef það gleymir minning þinni. Hvort það bauð þjer blítt eða’ hart, breiddirðu á það lofsins skart, sást þar ljóma sífelt bjart sólskin yfir framtíðinni. — Sje því, Jónas, sífelt bjart sólskin yfir minning þinni.“ Samskotanefndarinnar mintist Þor- steinn Erlingsson skáld, en Guðm. Björnsson landlæknir svaraði fyrir hennar hönd og mælti fyrir skál móðurmálsins. Sveinn Björnsson kand. jur. mintist Einars Jónssonar mynda- smiðs, sem gert hefur Jónasarlíknesk- ið, og var minni hans drukkið með gleði, og sömuleiðis minni Vilhjálms Jónssonar, er Bjarni frá Vogi bað menn að drekka, því Vilhjálmur var sá maður, sem tyrstur hreifði þeirri hugmynd, að reisa Jónasi líkneski á ioo ára afmæli hans. Formaður Stúdentafjelagsins mintist Páls sagn- fræðings Melsteðs, sem nú er einn á lífi af æskufjelögum Jónasar, og dr. Björn Bjarnason talaði síðar um kvöldið um Konráð Gíslason prófes- sor, sem var nánasti samverkamað- ur Jónasar við Fjölni. Enn talaði mag. Ag. Bjarnason fyrir minni Þor- steins Erlingssonar og frú Bríet Bjarn- hjeðinsdóttir hjelt ræðu um skáldin og kvenfólkið. Þau Jens B. Waage og frk. Guðrún Indriðadóttir lásu upp kvæðaflokk um Jónas Hallgríms-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.