Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 20.11.1907, Síða 3

Lögrétta - 20.11.1907, Síða 3
L0GRJETTA. 215 Frá fjallatindum til fiskimiða. Hellir fnndinn. Frá Vestmanna- eyjum er skrifað: Sunr.udaginn 21. júlí síðastl. hófu 5 menn göngu sína upp á „Heimaklett" til þess að skoða útsýni þaðan o. fl. Foringi fararinnar var Ágúst Gísla- son úr Vestmannaeyjum; hann hafði áður haft hugmynd um hellismunna norðan undir Ystakletti, niður við sjó- inn, og hafði því með sjer kerti, olíu og fleira til eldsneytis; og er þeir voru komnir alla leið upp á Hákolla, en svo heita hæstu hnúkar á Heima- kletti, þá fara þeir austur af Hákoll- um og niður svokölluð Klettaskörð, ofan Selhellna-urð, — urð sú liggur norður undir Miðkletti við sjóinn og er allstórgrýtt og slæm yfirferðar.— Svo hjeldu þeir að áðurnefndum hell- ismunna, sem er ekki stærra en svo, að þrír menn geta jafnhliða skriðið þar inn. Er þeir voru kornnir svo sem lengd sína, verður fyrir þeim all- stór geimur; kveiktu þeir þá brátt á blysum og sáu þá að þetta var stór og fallegur hellir, sem er því nær sljettur í botn og mæni. Stærð hellis þessa mældu þeir að nokkru leyti; lengdin er 17 faðmar, breiddin 12 faðmar; hæðin ekki nákvæmlega mæld, þó ca. 12 al. Helli þennan hafa þeir er fundu skírt »Leynir«. Þeir sem fundu eru þessir: Ágúst Gíslason og Sigurður Sigurðsson, báðir úr Vestmannayjum, og Stefán Jónsson steinsm., Jóhann Kristjánsson skósm. og Sigurður Ólafsson lausam., allir úr Reykjavík. Laust prestakall. Staður í Stein- grímsfirði í Strandaprófastdæmi (Stað- ar- og Kaldrananessóknir) er laus. Núverandi mat kr. 1313,61. Prests- ekkja er að vísu í brauðinu, en hún fær væntanlega eftirlaun úr landsjóði. Auglýst 12. nóvember. Umsóknar- frestur til 16. janúar 1908. Veitist frá næstu fardögum. Hólamannafjelagið vill efla sam- vinnu milli þeirra, sem nám hafa stundað við skólann á Hólum og annara búfræðinga á Norðurlandi, styður að útbreiðslu búnaðarþekk- ingar og styrkir þau málefni, sem landbúnaðinum eru til tramfara. Flestir Hólamenn hin síðari árin munu vera í fjelaginu og greiða 2 kr argjald. Síðastliðinn vetur hjelt fjelagið uppi fyrirlestrum um landbúnað, sölu land- búnaðarafurða, samvinnufjelagsskap °g unglingaskóla. Alls voru fyrir- lestrarnir 14, 3 í Húnavatnssýslu, 4 í Skagafjarðar, 6 í Eyjafjarðar, og 1 í Suðurþingeyjarsýslu. Ingimar Sigurðsson, bróðir Sigurðar skóla- stjóra, flutti 5 •yrirlestrana. Yfir 900 manns sóttu fyrirlestrana alls, fæstir voru áheyrendur 30 og flestir 120 (heima á Hólum). Landsbúnaðarfje- lagið hefur lítilfjörlega styrkt tyrir- lestrahaldið, og eru horfur á, að þeim verði haldið uppi áfram í vetur, og er þetta einhver myndarlegasti vís- irinn, sem enn er kominn til fyrir- lestrahalds í sveitum, sem vakað hef- ur fyrir ýmsum hin síðari árin. Reykjanesvitinn. Þorvaldur verk- fræðingur Krabbe kom í fyrra dag sunnan frá vitanum. Þá var turninn kotninn upp 23 fet, en eftir að steypa 42 fet. Að rúmmali er lokið helm- ingi steypunnar af turninum, vegg- þyktin neðst yfir 4 álnir, en verður efst 2 alnir. Hin steypta undirstaða er 8 feta há; að henni meðtalinni eru 2 hlutir steypunnar af. Verkfræðing- urinn telur þurfa 20 óskerta vinnu- daga til að koma upp turninum, og viðri bærilega ætti hann þá að geta 1 silfur-plett-líorölninaö, g-izll-og siifn.i*-skrautgripi? Auðvitað í Vallarstræti 4, hjá gullsm. B. Símonar- syni. Hafið þjer ekki komið þar? Þar fást framúrskar- andi smekklegar og ódýrar vörur af því tægi og einnig margt fleira fallegt og gott, svo sem ýmiskonar kjólatau, silkitau, nærfatnaður o. fl., o. fl. flýtií yíur þangað áður en alt er nppselt. Veðurathuganir í Reykjavík eftir Mag'niis Thorberg. Nóv. 1907. I Klukkan Loftvog , millim. Hiti (Celsius) >- -1 0 0 1 e Ps o* Veðrátta 6. 7 759.0 7-7 sv 3 Regn 1 754-2 8.5 s 6 Regn 4 751-3 8.1 SA 7 Regn 10 748.9 4-8 SA 6 Skýjað 7. 7 749-5 1-3 SSV 6 Skýjað 1 748-3 2-3 S 5. Skýjað 4 747-9 i-9 S 2 Skýjað 10 74S.1 0.0 SV 2 Hálfskýjað 8. 7 748.8 -4- 0.7 A 2 Hálfskýiað 1 748.5 1.0 NA 4 Hálfskýjað 4 749-8 0.8 NNA 5 Smáskýjað 10 7 51 -9 0.0 S 2 Hálfskýjað 9- 7 756.6 + 0.4 SA I Skýjað 1 761.5 -r 2.0 SSA I Skýlaust 4 761.1 -5- 2.4 Logn O Skýlaust 10 759-3 -r- 2.4 Logn O* Skýlauát IO. 7 754-6 -r- 0.5 Logn O Snjór 1 751-5 0.4 N 2 Alskýjað 4 749-4 1.0 Logn O Móða 10 746.5 0.3 Logn O Snjór II. 7 743-1 0.0 SA I Alskýjað 1 746.1 -r- 1.8 N 4 Smáskýjað 4 746.8 -T- 0.4 NNV 3 Smáskýjað 10 745-8 -7- 1.4 Logn O Snjór 12. 7 740-4 -r I.I NA 3 Skýjað 1 741 -5 0.8 A 2 Skýjað 4 743-5 0.3 Logn O Alskýjað 10 747-2 -p 0.5 A 2 Snjór Meðalhiti í vikunni -J- 5.1; kl. 7 + 4-3: kl. 1 + 6.0; kl. 4 + 5.9; kl. 10 + 4.4. komist upp fyrir jól. Unnið er við Ijós, og eins á nótt sem degi. Þar eru nú 80—90 manns við vinnu. Tíu vagnar ganga jafnt og þjett til aðdrátta. Hestar eru þar milli 20 og 30. Heyfóður er örðugt að fá. Send voru þangað 1IOOO af skosku heyi, en bráðum er það hey gengið upp. Úr Mýrdal er skrifað 3. þ. m.: „Tíðin er ágæt og unnið af kappi að jarðabótum". Sigurður Eiríksson regluboði er nýkominn heim úr ferð um Áustfirði og hefur heimsótt flestar stúkur, sem þar eru nú. Lætur hann fremur vel af stúkunum á Austurlandi. Hann stofnaði nýja stúku á Seyðisfirði með mjög efnilegu fólki, þar á meðal Hall- dóri Jónssyni skólastjóra og tveimur öðrum kennutum barnaskólans þar. Eitt ár næstundanfarið var engin stúka á Seyðisfirði og reglan þar dauð. 11. þ. m. var gengið til atkvæða uin það á Seyðisfirði, hvort veita skyldi Þorsteini Jónssyni veitinga- rnanni veitingaleyfi, en það var felt með miklum meiri hluta. Slys. Fónað er frá Sauðárkróki í gær: Hörmulegt slys vildi til 15. þ. m. í vesturós Hjeraðsvatna í Skagafirði. Sigurður hreppstjóri Ólafsson á Hellu- landi fór á mótorbati með sonum sínum 3 frá Sauðárkróki tð vestur- ósnum og lögðu þeir bátnum í ós- inn. Skafti sonur Sigurðar varð eftir við ósinn til að gæta bátsins, því suðaustanstormur var á. Um kvöldið rær Skafti á pramma út í bátinn til þess að ausa hann, en misti pramm- ann frá bátnum. Var nú komið rok og skóf yfir mótorbátinn, svo að hann hálffýlti, en hann mun hafa staðið í botni. Ólafur bróðir Skafta leitar nú til Jóns ferjumanns Magnússonar og heitir á hann til hjálpar, að ná Skafta úr bátnum. Fer Jón niður að ósnum, kallar til Skafta og biður hann vera rólegan; kveðst muni sækja hann þegar er veðrinu sloti. En ekkert heyrðist fyrir ofsanum. Sjá þeir nú, að Skafti kastar sjer út úr bátnum og ætlar að synda í land. Veður Jón þá á móti honum upp í axlir og ætlar að ná í hann. En þegar Skafti átti eftir á að giska 3 faðma að Jóni, kemur á hann ísrek framan úr Vötnum, sem færði hann í kaf, og druknaði hann þegar. Lík hans er ófundið enn. Skafti var um tvítugt, besta manns- efni og þjóðhaga smiður, eins og faðir hans. Fríkirkj umanna verð- ur haldinn í Fríkirkjunni sunnudaginn 24. þ. m., kl. 5 e. h. Áríðandi að menn fjölmenni. Reykjavik lð. nóvember 1907. Ólafur Runólfsson. ^allðór Danielsson bæjarfógeti i Reykjavík Gjöri kunnugt: Að mjer hefur tjáð Vigfús Jósefsson skip- stjóri hjer í bænum, að hann sje neyddur til, samkvæmt konung- legu leyíisbrjefi, er hann hefur til þess fengið, dags. í dag, að fá ó- gildingardóm á skuldabrjeli að upphæð 500 krónur, er Guð- niundur Bjarnason liefur geiið út 3. október 1903 til handa Kristni Brynjólfssyni, með veði í húseign- inni nr. 4 í Mjóstræti hjer í bæn- um, þinglesnu 22. s. m., en skulda- brjef þetta liafi verið innleyst, en glatast án þess að vera afmáð úr veðmálabókinni. I Fyrir þvi stefnist hjer með, með árs og dags fresti, þeim sem kynni að hafa ofangreint skuldabrjef í höndum til þess að mæta á bæj- arþingi Reykjavíkur kaupstaðar fyrsta þingdag (fimtudag) í febrú- mánuði 1909 á venjulegum stað (bæjarþingsstofunni) og stundu (kl. 10 árd.), eða á þeim stað og sfundu, sem bæjarþingið verður þá haldið, til að koma fram með skuldabrjefið og sanna heimild sína til þess, með því að sefnandi mun, ef enginn kemur fram með það innan þess tima, krefjast þess, að tjeð skuldabrjef verði ónýtt með dómi. Til staðfestu nafn mitt og em- bættisinnsigli. Reykjavík 1 nóv. 1907. Halldór Daníelsson. Gjald 50 — fimtíu aurar — Borgað: —56 H. D. Aðalfundur fornleyjajjdagsins verður haldinn föstudaginn 22. þ. m., kl. 5 e. h. í húsi presta- skólans. Rvík 19. nóv. 1907. Eirikur Briem. Stúkan „VerOauði" heldur opinn lund næsta þriðju- dag 26. þ. m., ld. 9. e. h. Meðal annara tala þar: Einar Pórðarson barnakennari, Halldór Jónsson bankafjehirðir, Olafur Rós- cnkranz leikfimiskennari og Pjetur Zóphóniasson ritstjóri. Allir velkomnir meðan rúm levfir. Hlutafjelagið »Reginn« rekur allskonar málmsmíði á Eyrar- bakka með firmanafninu »Reg- inn«. Dagsetning samþykta 14. janúar 1907 og 1. maí s. á, Stjórn: Oddur Oddsson gullsmiður, Jó- liann V. Daníelsson verslunar- maður, Gísli Skúlason prestur, Guðni Jónsson formaður og Sig- urður ísleifsson trjesmiður. Firm- hð rita i sameiningu: Oddur Oddsson, Jóhann V. Daníelsson og Guðni Jónsson, og í forföllum einhvers þeirra: Guðmundur Jóns- son. Höfuðstóll fjelagsins er 6000 kr. og skiftist í 100 kr. hluti, er hljóða á nafn. Hlutafjeð má auka upp í alt að 10000 kr. J/4 hluta- fjárins greiðist fyrir 1. júlí 1907, en 3/4 fyrir 1. júlí 1910. Skrifstofu Árnessýslu, 4. nóv. 1907. Sigurdur Ólafsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.