Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 06.06.1908, Síða 3

Lögrétta - 06.06.1908, Síða 3
L0GRJETTA. 103 mörku síðastliðinn vetur. Það geri jeg seinna. Tilgangur minn með þessari grein er aðeins, að slá til hljóðs fyrir þessu mikla máli og benda lauslega á leið- ina, sem mjer finst að þar ætti að fara. Og jeg vona, að hugsandi ís- lendingar, bændur og kaupmenn.finni, að hjer er um þýðingarmikið sjálf- stæðismál að ræða, sem ekki er minna um vert en hið pólitiska sjálfstæði landsins. Sjeum vjer fjárhagslega inn- limaðir í Danmörk, geta Danir glott í kampinn, þegar hæst gengur orða- hríðin um annað sjálfstæði. Þeir vita, að vjer erum ekki lausir samt. Og jeg hef slegið til hljóðs fyrir mál- inu, af því jeg álít altof hljótt um það mál nú bæði í orðum og gerðum, þrátt fyrir það, þótt ýmislegt hafi ó- neitanlega verið búið í haginn fyrir það af góðum sonum þessa lands. Og þetta mál er í sjálfu sjer svo ofur ljóst og eintalt, að nokkurnveginn hugs- andi menn geta grannskoðað það, án þess mikið sje um það rökrætt. Því engum ætti að dyljast, að geti ís- lensk verslun veitt Dönum gróða, þá ætti hún að geta veitt landsins börnum sameinuðum góðan arð. Afturhaldið getur því ekki sagt, að hjer sje um neitt glæfrafyrirtæki að ræða. Og sjálfstæðislöngun þeirra manna er ekki sönn, sem ekki óska þjóð sinni fjárhags- legs sjálfstæðis, og vilja ekki eitthvað fyrir það mál gera. p. t. Reykjavík 31. maí 1908. Jónas Guðlaugsson. Um sambandslagafrumvarpi ð. í ávarpi til íslendinga (Blaðamanna- ávarpinu) 12. nóv. 1906 lýsaþeirrit- stjórarnir Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson, Einar Hjörleifsson, Hannes Þorsteinsson, Sigurður Hjörleifsson og Skúli Thoroddsen yfir því, með undirskrifuðum nöfnum sínum, að þeir hafi komið sjer saman um, að veita fylgi sitt og styðja að því, að ákveðin verði staða íslands gagnvart Danmerkurríki, svo sem hjer segir: „ísland skal vera frjálst sambands- land við Danmörku, og skal með sambandslögum, er Island tekur ó- háðan þátt í, kveðið á um það, hver málefni Islands hljóta eftir ástæðum landsins að vera sameiginleg mál þess og ríkisins. I öllum öðrum málum skulu íslendingar vera ein- ráðir með konungi um löggjöf sína og stjórn, og verða þau mál ekki borin upp fyrir konungi í ríkisráði Dana". „Á þessum grundvelli", segja þeir, viljum vjer ganga að nýjum lögum um rjettarstöðu íslands, væntanlega með ráði fyrirhugaðrar millilanda- nefndar".*) Nú er fullnægt blaða- mannaávarpinu með sambandslaga- frumvarpinu og meira til, en samt eru allir hinir nefndu heiðruðu rit- stjórar óánægðir. I riti sínu: „Frjálst sambandsland", er út kom í fyrra vor, krafðist Einar Hjörleifsson þess, sjá bls. 86, að fs- land skuli vera frjálst sambandsland Danmerkur, og segir að í því sje fólgið: „að vjer höfum konung með Dönum", *) Blaðamannaávarpinu voru samþykkir allir stjórnmálaflokkar í landinu, að eins með þeirri athugasemd, að heimastjórnar- menn vildu ekki blanda ríkisráðsmálinu í sambandslögin. Sama má segja um aðal- atriðin í Þingvallafundarályktuninni. „að vjer eigum æðsta vald á öllum vorum málum sjálfir. „Hitt er samningsatriði", segir hann, „hver þessara mála vjer fel- um Dönum. En Danir hafa þau þá með höndum fyrir þá sök eina, að vjer felum þeim þau. Og þeir hafa þau ekki lengur með höndum, en um semst á báðar hliðar". Þessum kröfum, sem fara nokkuð lengra en blaðamannaávarpið, full- nægir nefndarfrumvarpið að öllu leyti, ef rjett er á litið. Þessar hinar sömu kröfur gerði og ályktun þingvallafundarins 1907, eftir því sem hún síðar hefur verið skýrð af feðrum hennar. Sjálf álykt- unin er svo orðuð, að hún er lítt skilj- anleg að sumu leyti. Nú voru einmitt allir hinir sömu ritstjórar frumkvöðlar þingvallafundar- ins og aðalfeður ályktunarinnar. Með öðrum orðum: þeir hafa fengið alt það, sem þeir hafa farið fram á, og samt eru þeir óánægðir. Það virðist fremur örðugt að vita, hvernig hægt er að gera þessum mönnum til hæfis. Hjer í blaðinu mun verða sýnt fram á það, að aðfinslurnar við frum- varpið eru ekki á rjettum rökum bygðar. Nú skal að eins drepið lítillega á eitt atriðið í aðfinslunum. Það hefur verið borið á brýn hinum 6 íslensku nefndarmönnum, að þeir hafi af á- settu ráði orðað íslenska frumvarpið öðruvísi en hið danka, í því skyni, að láta frumvarpið líta betur út í augum íslendinga, en það er í raun og veru. Þetta er mjög alvarleg á- sökun, ef sönn væri. Þessi áburður á nefndarmennina kemur fram í „Þjóðólfi" síðast í gær. Þar er sjerstaklega tekið fram, að orðalagið á niðurlagi 1. gr. í íslenska textanum sje ósamrýmilegt þeim danska, og svo sje um fyrirsögn frum- varpsins. Um fyrirsögn frumvarpsins skulum vjer ekki eyða mörgum orðum, en að eins skjóta því til allra þeirra, sem kunna nokkurn veginu bæði ís- lenzku og dönsku, að dæma um það, hvort rjett sje að segja að þar sje nokkurt ósamræmi milli danska og íslenska textans. — Það væri gaman að sjá þýðingu ritstjóra Þjóðólfs á dönsku fyrirsögninni. Hún yrði lík- lega eins hönduleg og þýðing hans á orðinu „Statsforbindelse" < I. gr., svo sem síðar mun sagt verða. Um orðin: >det samlede danske Rige« að öðru leytinu og »veldi Dana- konungst að hinu leyti, er þess að geta, að þessi orðatiltæki eru ein- mitt höfð í erindisbrjefi konungshanda nefndarmönnum sem svarandi hvort til annars, og þetta var kunnugt öll- um alþingismönnum, þegar kosið var í nefndina, bæði þeim, sem í nefnd- ina voru kosnir sem og hinum. Það sjest og berlega á nefndargjörðunum, að ekki gat orðið samkomulag, hvorki um fyllilega samsvarandi samheiti á sambandinu, nje um að sleppa heit- inu; og þá virtist ekki aunað fyrir, en að halda sjer til umboðsskrárinn- ar. Það er ekki rjett hjá Þjóðólfi, að Ragnar Lundborg segi, að ekki geti komið til mála annað, en breyta samheitinu »detsamlede danske Rige«. Honum þykir þetta heiti að vísu ekki heppilegt, og býst við, að íslending- um líki það ekki, en hann segir á hinn bóginn í grein, er hann skrifar í blað sitt 22. f. m„ að þótt þetta heiti sje látið vera kyrt, þá sje það þýðingarlaust fyrir sambandið milli landanna, og færir gild rök fyrir. Og það ætti að vera hverjum manni ljóst, að það er lítils um vert, hvað sambandið er kallað — og alleðli* legt, að það taki nafn af hinum stærri hluta þess; hitt er aðalatriðið, hvern- ig sambandinu er háttað. En þá kastar fyrst tólfunum, þeg- ar Þjóðólfur og aðrir fara að þýða orðið »Statsforbindelse« með »ríkis- tengsl*. Ef ritstjóri Þjóðólfs vildi gera sjer það ómak, að kynna sjer og rannsaka, hvað liggur í orð- inu »Statsforbindelse«, — og í því skyni vildum vjer benda honum á ritgjörð eftir Bredo Morgenstjerne, merkan háskólakennara og frægan lögfræðing: »Stater og Statsforbind- elser«, prentaða 1896, — þá mundi hann brátt sannfærast um, að orðið »ríkjasamband« og ekkert annað get- ur í 1. gr. frumv. svarað til orðsins »Statsforbindelse«. Að þýða orðið »forbindelse« í þessu sambandi með »tengsl«, það er hreinn afkáraháttur, fyrir utan það, að það ber vott um skilningsleysi á því, sem verið er með að fara. Það hefur enn verið fundið að því, að orðið »Meðvirkning«, í 3. gr. 2, væri rangt þýtt með »samþykki«. Það er dálftið satt í þessu, en aðeins öfugt við það, sem haldið hefur ver- ið fram í aðfinslununp Orðið „Med- virkning" innibindur í sjer í þessu sambandi ekki einungis það, að Dan- ir þurfi samþykki rjettra stjórnar- valda íslenskra til þess að gera sam- ning, er snertir ísland, heldur og, að slíkur samningur verði yfir höfuð ekki gerður, nema íslensk stjórnarvöld sjeu í og með við að búa hann til. Hjer er með öðrum orðum ekki að tala um samþyktarvald líkt og t. a. m. stjórnarvöld hafa gagnvart reglu- gjörðum sveitastjórna, heldur um miklu víðtækara vald fyrir ísland. Það hefur verið sagt alment, að danski texti frumvarpsins væri ó- ákveðnari en fslenski textinn. Þetta er alls ekki rjett. Danski textinn er fullljós hverjum þeim, er skilja vill, og tryggir rjett og fullveldi Islands, eins og íslenski textinn segir. En væri eitthvað satt í því, að íslenski textinn sje í einhverju atriði skýrari en hinn danski, þá verður auðvitað hinn íslenski textinn, sem einnig er frumtexti, að ráða úrslitum, bæði eftir almennum lögskýringarreglum, og svo af hinu, að frumvarpið er ekki einungis samningur, heldur og umboð, þar sem ísland felur Dan- mörku ýms mál til meðferðar, um lengri eða skemri tfma, en vilji um- bjóðanda verður, ef hann kemur nægilega fram í umboðinu sjálfu, að ráða skilningi umboðsins, og ísleud- ingar samþykkja ekki annað en ís- lenska textann. Vjer höfum snúið oss sjerstaklega að „Þjóðólfi" í þetta skifti, af því að aðfinslur þær, er um er að ræða, hafa þar komið fram sfðast. Hinn fjórdi Alþjóðafundur hinna frjáls- ari frikirkjuflokka, haldinn i Boston í Am. siðastl. sept. Eftir Matth. Jochumsson. (Niðurl.).------- Þriðji flokkurinn er búinn með alla trú, en játar, að hin heiðvirða kirkja lifi enn í blóði sínu; segir þvf, að sig taki sárt til hennar, vill, að hún eigi gott í ellinni, og kveður engum kær- ara en sjer að veita henni nábjarg- irnar og loks heiðarlega útför af heimi þessum. Ræðumaðurinn bað þingmenn að hyggja vel að einu: þegar ka- þólskur maður tekur að efast, finst honum sem einungis sje um tvent að velja: alt eða ekkert. Þessi er afleið* ing hins ramma og rökrjetta róm- verska kirkjufyrirkomulags og hinn- ar valdboðnu trúar með samhljóða skipulagi öld eftir öld. Falli páfinn, er alt fallið; sje eitt lýgi og svik, dregur það alt annað með sjer. Ein- ungis fáeinir menn með sjerlegum gáfum sjá glætu gegnum þetta myrkur. Það er helstríð Lúthers í klaustrinu, Loyólu og annara stórmenna sög- unnar, sem ekki týnast eða gefast upp í þeirri eldraun eða grasgarðs- kvöl. Síðan talar hann margt fróðlegt um samspil allra þessara þriggja flokka. Alstaðar þarf varúð og viðsjá við að hafa, því að allir þykjast vera að verja móður sína, kirkjuna; forðast því eins og heitan eldinn að styggja hverir aðra, eða koma upp um sig hneyxlanlegum skoðunum eða trúar- villum. En svo kemur páfinn og kúría hans! Þá tekur þvert fyrir með sætt- irnar; þar er öll krítík lögð á eina vog, vegin og ljett fundin. Páfanum lýsir Hoúdin sem gömlu einföldu guðs- barni, sem engan skapaðan hlut af kirkjunnar arfi hefur nokkru sinni efað. Og hann er fastlyndur sem jarðgró- inn steinn. Þá kemur um síðustu að- gerðir hans; fyrst auglýsing hans (eftir ótal áminningar) í apríl f. á., að allir nýmælamenn sjeu uppreisnarmenn. Lýsir hann þar í bann flestar kenn- ingar þróunarfræðinnar, umbreytingar allar á lögboðnum trúargreinum eða dogmum; fyrirskipar aftur „hreint evangelíum", en bannar alt sjerfrelsi og margt fleira. Auk þessa hefur hann látið aðgerðir fylgja orðunum, eins og hann heiur sýnt í aðskilnaði ríkis og kirkju á Frakklandi. Helstu prestum í Suður-Evrópu, sem ritað hafa um framfaramál kirkjunnar, hefur hann bannað messuembætti. „Eitt af tvennu liggur fyrir, að hann bannfæri fjölda preláta kirkj- unnar, og setji með því alt í upp- nám, ellegar hann neyðist til að láta þá fara sínu fram og vinna í kyrþey voðatjón hinni rómversku kirkju". „Vera má þó, að slíkum páfa takist mikið, en eitt fær hann aldrei bugað; það er veraldarsagan, sem þegar kemst inn á hvert heimili. Hennar dómi verða öll mannaverk að lúta, og svo mun virðast hið ytra ríki og fyrirkomulag pátavaldsins". — Loks 1 talar höf. um hin eldri tímamót kirkju- sögunnar; sýnir, hvernig kirkjan þá gat komist úr eldinum; en nú sje meira að gera: ráðgátan Jesús þykir ráðin, og hvorki ransóknarrjettur nje páfaforboð hefur lengur allsherjar fylgi. Hann lýkur máli sínu með hjart- næmum orðum til niðja hinna gömlu mótmælenda, sem forðum tróðu vín- pressuna: „Nú er oss rjettur kaleik- urinn, sá er þeir forðum hlutu í botn að drekka. Hjer er oss, kaþólskum bræðrum yðar, kynt ennþá heitara bað en baðið var þeim Húss, Wick- liffe, Lúther og Kalvín". „Sáran nístir hjarta vort að horfa á meðan ofan yfir oss hrynur hið háa og heilaga musteri, sem vjer vonuðum að verða mundi vort ævarandi skjól og hæli. Þjer, Prótestantar og bræður, sem aldrei hafið skoðað hina rómversku kirkju eins og hina einu og alsönnu kirkju, og álitið stjórnarfar hennar oft og einatt gerræði eitt og kúgunar- kosti, þjer æðrist ekki nje undrist ó- farir vorar og harmatölur og skiljið lítt það stríð, sem vjer stöndum i. En feður yðar, og enda sjálfir þjer,

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.