Lögrétta

Issue

Lögrétta - 14.10.1908, Page 1

Lögrétta - 14.10.1908, Page 1
LOGRJETTA -=== Ritstj óri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. M 48. Reykjavík 14. október 1008. III. ársr. HAFNARSTR-I7-I8I920 21-22-KOIASI-2'LÆKJAKTI'Z • REYKJAVIK • Lampar og lampaáhöld eru best, fjölbreyttust og ódýrust í Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. Þýsk grein um ísland. í merku þýsku blaði, „Deutsche Tagerzeitung« frá 29. sept., stendur grein um ísland, er nefnist „Sjálf- stæðisleið íslands". Þar er fyrst stuttlega skýrt frá stjórnmálabarátt- unni á 19. öld, og því næst getið um nefndarfrumvarpið. I greinarlok segir svo: „Danir hafa hliðrað til við íslend- inga í svo mörgu og miklu, að ís- lendingar hafa nú eins víðtæka sjálf- stjórn og hægt er að hugsa sjer, og því er það í raun og veru fullkom- lega óskiljanlegt, að þeir berjast fyrir því að verða öldungis óháðir Dönum, því ef þeim tækist það, yrði það að eins hættulegt fyrir íslendinga sjálfa. Meðan Island er sameinað Danmörku, verður Danmörk að annast um vernd- un landhelginnar á íslenskum fiski- miðum, og það kostar ærið tje. Nú á tímum leita fiskiskip ýmsra þjóða á fiskimiðin íslensku, vegna gnægta þeirra, sem þar eru. Skyldi nú vesl- ings ísland með sínum 80,000 íbú- um vera fært um að vernda fiski- miðin sín? Þessari spurningu verður hiklaust að neita. Þetta fiskivernd- unarmál snertir mjög fiskiveiðar Þjóð- verja, sem nú eru farnar að tíðkast á þeim slóðum. Okkur getur því ekki staðið á sama, hvort ríki eins og Danmörk heldur verndarhendi sinni yfir Islandi, eða hvort þar kemst á eitthvert óinyndar þjóðfjelag, sem verður ósjálfbjarga undir eins og eitthvað á bjátar. Og þess vegna verð- um við að óska, að mönnum í Reykja- vík bráðlega skiljist betur, hvað um er að ræða, og að ekkert verði úr skilnaði við Danmörku, sem efalaust mundi leiða ísland í glötunina“. * * * Við þessa greín vildi jeg gera fá- einar athugasemdir. Hún er mjög merkileg og sýnir ljóslega álit stór- þjóðanna á skilnaðarmálinu. Fráþeim hefur ísland engrar vináttu og engr- ar hjálpar að vænta, ef þeir hafna vináttuboðum Dana. Alstaðar mun klingja við: Þeir, sem slíkum boðum hafna, eru ekki færir um að stjórna sjálfum sjer! — Einungis ein þjóð mun mæla öðruvísi, Nordmenn. Blöð þeirra hafa sum hver nú í sumar gert hvað þau hafa getað, til að siga ís- lendingum á Dani. Jafnvel norskir embættismenn hafa ekki svífst þess opinberlega, að æsa Islendinga gegn Dönum, og er það gott merki upp á norskan skilning á alþjóðakurteisi. En enga þjóð þurfa íslendingar þó meira að varast. Eins og Finnur Rolf Nordenstreng hefur þegar bent á í hinum ágætu greinum sínum í vor um sambandsmálið, er auðsætt,hvernig Norðmenn ætla sjer að fara að. Fyrst fá íslendinga til að skilja við Dani, og svo nota einhverjar fiskiveiðadeilur við Islendinga til að taka varnarlaust landið herskildi og gera það að norskri hjálendu, með öllum þeim I kvölum, sem þeirri stöðu mundu fylgja. — Sama óstjórnin og nú er í Noregi í sveitamálum mundi lík- lega smámsaman komast á; gjald- endur í Noregi verða nú víða að borga 14—20°/o af tekjum sínum í skatta, og mundi það þykja hátt út- svar á íslandi. Önnur afleiðingin af sambandi við Noreg, líklegasta af- leiðingin af skilnaðinum við Dan- mörku, mun vitanlega það, að »Maa- let«, sveitamállýskan tilbúna, sem Norðmenn, af sjervitringslegu Dana- hatri og þjóðernisgorgeir eru að trana fram á kostnað hins gamla og göf- uga ritmáls síns, máls Holbergs, Ib- sens og Björnsons, »Maalet«, þetta mál, sem í rauninni hvergi er talað, og hvergi ætti að tala, mundi verða lögleitt, tneð norskn valdboði, jafn- rjetthátt íslensku á Islandi, bœði við dómstólana og á alþingi. Og það mundi setja kórónuna á starf þeirra skilnaðarmanna, sem nú eru að sleikja sig upp við Norðmenn og láta þá nota sig til að laundrepa frelsi og framtíð ættjarðar sinnar. Að þeir geri það vísvitandi, dettur mjer ekki í hug; jeg ætla engan íslending þann ódreng, að vilja vinna slíkt níðings- verk, ef hann veit, hvað hann er að gera. En skilnaðarmennirnir íslensku eru eins og Höður hinn blindi, sem er að drepa Baldur hinn góða, ís- lenska frelsið, með mistilteini þeim, er Loki hinn lævísi, norsku æsinga- seggirnir, rjetta honum. Eins og kunnugt er, hafa Eng- lendingar gert ensku jafnhátt undir fæti og hollensku í Búaríkjunum. — Ef Englendingar ekki lofa Norð- mönnum að taka landið, en tækju það sjálfir, yrðu kröfurnar frá þeirra hlið vitanlega þær sömu, enskt ein- veldi yfir fiskiveiðunum, enska sem stjórnar — dómstóla —■ og þingmál jafnrjetthá íslensku. Á Malta hafa Englendingar nýlega jafnvel bannað Eyjarskeggjum að nota ítölsku við dómstólana, og er þó stórveldi til að styrkja það mál. En hver mundi hlynna að íslenskunni? Vonin um, að Island, þrátt fyrir alt, komist áfram á menningarinnar torsótta vegi, er ennþá lifandií hjört- um margra, þrátt fyrir - þá þjóðar- skömm, sem seinustu kosningar verða að kallast. Og þó nú önnur stjórn komi, verður maður að vona, að hún geti haft svo mikið hald á flokkn- um, að hún ekki láti Noregsvinina teyma sig á nefinu út í hyldýpið, sem þeir stefna að í blindni sinni. Heimsborgari. jlliaðurinn eða tnálejnið. Þeim varð býsna hverft við í vik- unni sem leið, ísafold og taglhnýt- ingum hennar í blaðalestinni. Tilefnið var hugsun sú, sem laus- lega var varpað fram í grein Þóris þögla hjer í blaðinu miðvikudaginn 7. þ. m., að vera mætti að ráðherr- ann reyndi fyrir þing að fá vilyrði Dana fyrir einhverjum þeim breyting- um á sambandslagafrumvarpinu, sem óskað hefur verið eftir, og að hugs- anlegt væri þá, að hann gæti boð- ið þinginu frumvarp, sem færi nær óskum meiri hlutans, en nefndar- frumvarpið, eins og það liggur fyrir. Þessari hugsun var sem sagt að eins rnjög lauslega varpað fram. En það var nóg. Aftasti taglhnýtingurinn í lestinni, Þjóðólfur gamli, varð fyrstur í þetta sinn. Talið hans var á föstudaginn, og þá fór að bóla á fóstrinu, rit- stjórnargrein, sem nefnist »Veðra- breyting«. Hausinn er kominn, en halinn óborinn. Ritstjórann hryllir við þeirri til- hugsun, að ráðherrann kynni að leggja fyrir þingið frumvarp, sem fari nær því, sem ritstjórinn sjálfur — sem líka er alþingismaður — hefur óskað eft- ir, heldur en nefndarfrumvarpið. Hann heimtar gamla frumvarpið, semdiann hefur úthúðað á allar lundir; hann segir um það: „Það frumvarp og ekkert annað verður því að leggjast fyrir þingið"; hann kallar það nú »það frumvarp, sem þingið átti heimtingu á að fjalla um“. Og ef ráðherrann gerist svo fífldjarfur að leggja fyrir þingið frum- varp, sem er eins og ritstjóri Þjóð- ólfs hefur sagst vilja hafa það, þá segir taglhnýtingur núumþað: „Það getur enda verið allmikið vafamál, hvort þingið getur ekki vísað slíkri nýrri samsuðu (1!) algerlega frá sjer, neitað að taka það tii meðferðar, en heimtað Jram frumvarp nefndarinnar, er kosningarnar snerust um. Vjer viljum ekki beinlínis segja, að ráð- herranum væri þessi aðferð öldung- is óheimil, en“ . . .. Ef Hannes Hafstein fær konung til þess að leggja fyrir þingið frum- varp, sem er að óskum þjóðarinnar, þá er það »samsuða«, sem þingið helst á að vísa frá sjer, neita að taka til meðferðar, fella strax frá fyrstu umrœðu. En af náð ætlar rit- stjóri Þjóðólts ekki að draga nafna sinn fyrir landsdóm fyrir óhæfu þessa; hann segir athæfið þó ekki beinlínis óldungis óheimilt, svo að varði við lög. Daginn eftir kom ísafold út. Bræð- in er ekki minni hjá henni. Aðferð- in alveg eins og vant er. Fyrst fyllir hún nær hálfan annan af sín- um löngu dálkum með skömmum um ráðherra; og af því að hún hef- ur ekkert tilefni til að skamma hann, fremur en vant er, fer hún að alveg eins og vant er, byrjar á því að smíða sjer tilefnið úr tilhæfulausum ó- sannindum, þeim sem sje, að ráð- herra hafi skrifað eða látið skrifa hina umræddu grein í Lögrjettu. En þegar ritsjórinn er búinn að velta úr sjer skömmunum út af þessu, búinn að svala mestu heiftinni, þá gæist óvart fram hjá honum sanna ástæðan til bræði hans; og hún er náttúrlega alveg sú sama og hjá taglhnýtingnum. Menn heyri blaðs- ins eigin orð: „Hann (þ.e. ráðherrann) veit vel, að fari hann nú að koma með betri boð, eftir alt, sem hann hefur sagt í sumar, þá gerir það málstað hans enn ískyggilegri. Þá lítur þjóðin á hann svo sem málfærslumann Dana“ . . . . o. s. frv. Með öðrum orðum : Ef Hannes Hafstein fær 'Dani til þess að ganga inn á það, sem meiri hluti þjóðarinnar, að ritstjóra ísa- foldar meðtöldum, hefur heimtað, þá gerir það málstað hans emi í- skyggilegri. Ef hann fær framgengt fylstu kröf- um hinnar íslensku þjóðar, sem hann sjálfur í broddi allra nefndarmanna hjelt fram til streitu í vetur, þá ger- ist liann máljœrslumaður Dana!! Hugsunin alveg sú sama og hjá Þjóðólfi, þó ekki sje eins klaufalega skýrt að orði komist. Hugsunin þessi sem sje:

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.