Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 03.01.1912, Síða 2

Lögrétta - 03.01.1912, Síða 2
6 L0GRJETTA. Lðgrjetta kemur út á hverjum mtð- vikudegi og auk þess aukablöð við og vlð, minst 60 blöð als & ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Yflrlit Og samanburður. Stjórnmáladeilurnar undan- farandi. Eftir skagflrskan alþýðumann. II. Furðu bíræfin blekkingatilraun og ósannindi eru það hjá höfundinum, þar sem hann heldur því fram, að „Sjálfst."menn haldi fram stefnu Jóns Sigurðssonar í sambandsmálinu og berjist undir merkjum hans, þar sem með rökum er hægt að sýna fram á hið gagnstæða. Frumvarp til sambandslaga, sem meiri hlutinn samþykti á þinginu 1909, var að miklu leyti uppsuða úr stjórn- arskrárfrumvarpi því, sem borið var fram til samþyktar á Þingvallafund- lnum 1873. Jón Sigurðsson var vit- anlega staddur þar á fundinum, sem einn af fulltrúunum, og talaði þar harðlega gegn ýmsum aðalákvæðun- um í frumvarpinu, sagði meðal ann- ars, að við gætum verið frjálst þjóð- fjelag, þótt við hefðum sum mál sam- eiginleg við Dani, og allir, sem hefðu vit á stjórnmálum, teldu það ísjár- vert, að segja algerlega skilið við þá. Þjóðinni væri í engu misboðið, þó við hjeldum nokkrum málum sam- eiginlegum við þá, gæti jafnvel verið hagur fyrir ísland að hafa sameigin- leg mál við þá o. s. frv. Þannig tal- aði forsetinn mikli. Niðurstaðan á Þingvallafundi þessum varð sem kunn- ugt er, að samþykt var að senda konungi bænarskrá með 6 niðurlags- atriðum, og hljóðaði það fyrsta þann- ig: „Islendingar eru sjerstakt þjóð- fjelag og standi í því einu sambandi við Danaveldi, að það lúti hinum sama konuugi og það". Til þess að flytja bænarskrá þessa fram fyrir konung kaus fundurinn Jón Sigurðsson, en hann mótmælti kosn- ingunni, kvaðst ekki flytja það mál fram fyrir konung, sem hann nýlega væri búinn að mótmæla; það væri skylda hvers manns, að framfylgja sannfæringu sinni, og átaldi fundinn fyrir það vantraust, sem hann sýndi sjer með því að búast við, að hann gerði það. „Sjálfst.“menn hafa hald- ið því fram, að við værum jafnfrjálsir sem við hefðum verið á söguöldinni, hefðum aldrei glatað hinu minsta af okkar stjórnfarslega sjálfstæði; við gætum skipað Dönum að viðurkenna þennan forna og óskerta rjett okkar þegar okkur sýndist. En mjer er spurn: Hvers vegna skipuðu þeir þá ekki Dönum að samþykkja sambands- lagafrumvarp sitt, fyrst við höfum rjettinn? Hvers vegna hafa þeir þag- að um ágæti þess frumvarps og þeirr- ar stefnu, sem fólst í því, og ekki svo mikið sem skýrt hana fyrir þjóð- inni til þess að fá hana til að fylkja sjer um hana? Lítur helst út fyrir, að þeir sjálfir hafi skoðað það sem hvert annað hjegómamál. Hvar eru nú þeir hugrökku „Sjálf- stæðis"kappar, sem hæst hrópuðu um gildi Gamla sáttmála og önnur forn rjettindi? Hvers vegna skríða þeir í felur? Því ganga þeir ekki fram ótrauðir og hasla Dönum völl? Er það ekki nú komið í ljós, að allur sá gauragangur, blekkingar og ósannindi, sem þeir þyrluðu upp til þess að eyðileggja það stórmerka mál, var gert til þess að slá ryki í augu þjóðarinnar og nota sjer með því skammsýni hennar til að upp- fylla þeirra heitustu ósk, að hefja þá til valda, jafnframt því sem þeir hafa komist að raun um, sem þeir vissu auðvitað afar vel áður, að eina skyn- samasta leiðin til þess að ná aftur þessu glataða sjálfstæði er samkomu- Iagsleiðin, en hótanir og illkvitni í garð Dana miða aðeins til þess að vekja hjá þeim þrjósku og stífni í því máli, sem þeir hafa haft og hafa enn algerlega tögl og hagldir á. Síðasti kafli ritgerðarinnar hljóðar mest uuj bankamálið og afdrif þess. Höf. Iætur í ljósi undrun sína yfir því, hve bændur hafa verið þögulir og afskiftalitlir í því máli. Þetta er ekki sannleikur. Bændur og búaliðar hafa fylgst með og látið til sín taka frekar í því máli en nokkrú öðru. Þegar hin hneyksl- anlega stjórnarráðstöfun varð heyrin- kunn, þegar það var símað út um landið og til útlanda, að bankastjórn- inni væri allri vikið frá sakir margvís- legrar og megnrar óreglu o. s. frv. og ráðstafanir væru gerðar utan lands og innan til þess að kippa bankan- um aftur í rjett horf, og ennfremur, þegar aðalmálgagn stjórnarinnar bætir því við, að 10 kr. nefskatt þyrfti að a til þess að bjarga við bank- anum, þá var ekki furða, þó að slæi yfir þjóðina bæði undrun og ótta. Einmitt voru það bændur og al- þýða manna, sem risu upp og kröfð- ust þess, að fulltrúar sínir skoruðu á ráðherra að kalla saman aukaþing til þess að ransaka þetta mál og koma á löglegri starfandi stjórn við bankann. Eftir óskum frá kjósend- um urðu þeir fulltrúar í meiri hluta, sem skoruðu á ráðherra að kalla þing saman. En hvað gerði þjóðræðisráðherrann? Forsmáði hann ekki þjóðarviljann ? Það var ofureðlilegt, að bændur og alþýða manna fylgdust með þessu máli frekar en í öðru. Landsbank- inn er og hefur verið þeirra óskabarn og hjálparlind, hann hefur á umliðn- um tímum verið lyftistöng að ýmsum framförum, sem hafa orðið á atvinnu- vegi þeirra síðan hann var stofnaður. Þegar nú alvarleg tilraun er gerð af æðsta valdsmanni þjóðarinnar til að eyðileggja lánstraust og virð- ingu þessarar þjóðkæru stofnanar, og þegar jafnframt hinir þjóðkunnu heiðursmenn, sem þjóðin hafði stöð- ugt í mörg úr borið verðskuldað traust til að veita henni forstöðu, eru af sama valdhafa reknir eins og glæpamenn frá þessu trúnaðarstarfi og að því leyti meðhöndlaðir ver en venja er með sakamenn, að þeir eru dæmd- ir áður en þeim er gefinn kostur á að leggja fram varnir í sökum, þá var ekki furða, þótt þjóðinni fyndist eitthvað alvarlegt og óvanalegt á ferðum. Undir- og yfir-rjettur dæmdu sam- hljóða og ákveðið, að ráðherra hefði brostið heimild til þess að víkja gæslu- stjórunum frá fyrir fult og alt og hefði hann með því brotið gildandi lög. En ráðherra ljet sjer það ekki nægja, heldur skapaði það skaðlega fordæmi, uð hlýðnast ekki dómum dómsvalds- ins. Ráðherra vísaði málinu til hæsta- rjettar, vildi heldur hlýðnast dómi „dönsku mömmu", hefur að líkindum fundist, að landsjóði væri ekki búið að blæða nóg fyrir aðgerðir sínar. Eftir að Kristján Jónsson fyrv. gæslu- stjóri var af konungi skipaður eftir- maður Björns í ráðherraembættið, með ómótmælanlegu fylgi 14 þjóð- kjörinna þingmanna í neðri deild al- þingis, þá var vitaskuid ekki hægt að fá gleggri eða áreiðanlegri dóm upp kveðinn í bankamálinu. Hinn fengni málafærslumaður Björns fyrv. ráðh. leit líka svo á, þar sem hann tilkynti landstjórninni, að hann áliti, að málskot þetta til hæstarjettar væri þar með fallið, og vissulega hefði það verið vítavert af núverandi ráð- herra, hefði hann haldið því máli áfram aðeins til þess að eyða fje landsjóðs að óþörfu. Skylda þings- ins og vafalaus rjettur var að ran- saka ástæðurnar fyrir frávikningunni, meta gildi þeirra og kveða upp í þeim rjettlátan dóm, sem 'bygður væriá skýlausum rökum.ogþettagerðu fulltrúar þjóðarinnar greinilega, með því að setja hina afsettu gæslustjóra aftur inn í stöðu sína, að prófuðu máli; upp kváðu vitanlega með því þann dóm, að afsetningin hefði stafað af pólitiskum ofsa, fljótfærni og hefni- gimi. Einkennileg staðhæfing er það hjá höfundinum, þar sem hann heldur því fram, að í raun og veru sje enn- þá ódæmt í bankamáiinu, því þing- ið hefði brostið heimild til að upp- kveða dóminn, hefði jafnvel framið stjórnarskrárbrot! 1 i Gæslustjórarnir eru sem gæslustjórar Landsbankans alls ekkert háðir stjórnarráðinu. Með lögum er fulltrúum þjóðarinnar veitt vald til þess að velja menn til þessa trúnaðarstarfs. Þess vegna þurfa gæslustjórarnir aðeins að standa þing- inu reikningsskap ráðsmensku sinnar. Vitaskuld, ef eitthvað þykir athuga- vert við starfrækslu þeirra, þá er rjetta leiðin að kæra þá fyrir þing- inu, og þá skylda þess vitanlega að ransaka sakir og þá líka vafalaus rjettur þess að kveða upp dóm. í niðurlagi greinar sinnar telur höf- undurinn að ástæða fyrir því, að stjórnarandst. drógu ekki fyrv. ráðh. Björn Jónsson fyrir landsdóminn, hafi verið sú, að þá hafi brostið hug til þess. Fáir munu verða höfundinum sam- dóma um það. Hinir sömu rjettarverðir þjóðar vorrar vissu það ofur vel, að hann með embættisrekstri sínum var full- komlega búinn að vinna til þess, að svo yrði gert; en þeir vissu það jafnframt, að sú tillaga hefði verið feld af þeim sömuheiðursmönnum, sem samþyktu fjárveitingarnar til Bjarna og Skúla. Samt sem áður er það mín skoðun, að andstæðingar B. J. hafi einmitt gert skakt í því, að bera ekki fram þá tillögu, til þess að lofa þjóðinni að sjá það með nafnakalli, hverjir það voru af full- trúum hennar, sem vildu ekki láta landsdóm fjalla um hans vítaverðu ráðsmensku, þessa 18 mánaða stjórn- artíð hans. Og sorglegt tákn tím- anna er að hugsa um það, að þjóð- in skuli þurfa að borga 3000 kr. í árleg eftirlaun handa slíkum valds- manni; lítur helst út fyrir, að verið sje að verðlauna axar- sköftin, lögbrotin og lántraustsspjöll- in, og ennfremur það mikla eigna- tjón, sem hann bakaði landsjóði með vanhugsuðum stjórnarframkvæmdum. Höfundurinn leggur þá spurningu fyrir kjósendur í landinu, hvort þeir vilji heldur styðja til löggjafarþings- ins þá, sem traðka lögum og rjetti þjóðarinnar í sínar þarfir, eða þá, sem láta alla, æðri sem lægri, lúta lögum landsins og rjettlætinu. Merkis- dagurinn 28. október er liðinn. Kjós- endur eru búnir að svara höfundin- um upp á spurningar hans. Mikill hluti kjósendanna hefur sýnt honum greinilega, að þeir hafa ekki viljað styðja þá fulltrúa áfram, sem á síð asta þingi ljetu óátalin lögbrotin, fjárlagabrotin, dómsrofin, og að rjetti þjóðarinnar væri traðkað í þarfir valdhafanna, og ennfremur margt ann- að, sem athugavert var við ráðs- mensku Björns Jónssonar. Sá dómur, sem þjóðin feldi yfir „Sjálfstæðis"mönnum hinn 28. október er ijós vottur um það, að hún hefur kunnað að meta og haft augun opin fyrir framkomu þeirra á síðastliðn- um 2 þingum; og ógleymanlegur hlýt- ur að verða í sögunni sá skort- ur á sjálfsvirðingu, sem þeir sýndu, þegar þeir eyddu alt að helming hins dýra og dýrmæta starfstíma þingsins í þjark og rifrildi um það, hver ætti að verða eftirmaður Björns Jónssonar í ráðherrasætinu, hver þeirra hefði helst unnið til þess. Um manngildi var ekki talað. Leit helst út fyrir, að þeir væru alveg ábyrgð- arlausir gagnvart þjóð sinni. Og sorg- legt er til þess að vita, að nokkrir af stjettarbræðrum okkar, bændurnir, ljetu hafa sig til að taka þátt í siík- um skrípaleik, jafnframt því sem sýnilegt var, að virðingin fyrir hinni vandasömu og ábyrgðarmiklu stöðu, ráðherraembættinu, var glötuð, þar sem ýms pólitisk Iítilmenni gerðu sjer von um embættið. Meiri hluti kjósendanna í landinu á ennfremur þökk og heiður skilið fyrir, að þeir með kosningu sinni Ijetu vel úti látinn löðrung á asna- kjálka „bestíunnar", færðu henni heim sanninn um það, að hin óheiðarlegu vopn blekkinga, mannorðsspells og ósanninda hafa ekki reynst henni sigursæl í þetta skiftið, að það hafa einmitt reynst öruggustu meðmælin með mörgum hinum nú kosnu full- trúum, að hún hafi sem mest rægt þá og svívirt. En þjóðin ætti að snopp- unga hana betur; hún ætti að vera gerð húsræk hjá öllum heiðvirðum og hugsandi mönnum, hjá öllum þeim mönnum, sem meta meir heið- ur og velferð þjóðarinnar heldur en eigin hagsmuni þeirra pólitisku sníkju- dýra, sem ætla sjer að lifa á rifrild- inu og skömmunum. E. G. Brjef frá Boga Th. Melsteð um stjórn- arskipunarmálið og ýmislegt fleira. Kaupmannahöfn 3. desbr. 1911. Iværi vinurl Pú minnist á stjórnarskrármál- ið og spyrð mig að, hvort nokk- ur efi muni vera á því, að stjórn- arskrárfrumvarpið frá síðasta al- þingi verði samþykt. Þú ættir heldur að spyrja ráð- herrann, því að hann getur gefið þjer áreiðanlegt svar. En fyrst þú þykist nokkru nær, að jeg segi þjer, hvað hjer er talað og fullyrt, þá skal jeg svara þjer og segja þjer mína skoðun. Áður ætla jeg þó að segja þjer ofur- litla sögu. Fyrir nokkrum árum kom mað- ur einn frá útlöndum til Austur- landsins. Hann reið úr Reyðar- firðinum um Fagradal upp á Fljótsdalshjerað og að Lagaríljóti. Pá var nýbúið að brúa það. Hann skoðaði brúna, andvarpaði dap- urlega og sagði síðan eins og í djúpum hugleiðingum við sjálfan sig: »Ef þú vilt sjá heimskuna í sínu alveldi, þá farðu til íslands«. Síðan vatt hann sjer hægt að bónda einum al Hjeraðinu, sem með honum var, og bað hann um að segja sjer, af hverjusýslu- búar hefðu farið að biðja um brú á Lagarfljót? Bóndinn sagði að það hefði ver- ið af því, að búið var að byggja brýr á tvær stórár á Suðurlandi, »og við vildum því fá eitthvað líka handa Austurlandk. »Já, jeg átti von á því«, sagði komumaður, »og svo hafið þið beðið lika um brú, aí því að ykk- ur hefur eigi dottið annað stór- fyrirtæki í hug hjer á Austurlandi en brú á Lagarfljót«. »Já, Sunnlendingar höfðu feng- ið brýr«. »En helði það eigi verið betra fyrir ykkur, að fá vagnveg úr Reyðarfirðinum um Fagradal og upp á Hjerað? Hann hefði mátt leggja fyrir það fje, sem gengið hefur í Lagarfljótsbrúna. Yæri það eigi þægilegra fyrir yður og aðra bændur á Hjeraðinu, að geta ekið úr kaupstaðnum viðogöðr- um þungavörum heim til ykkar?« »Jú, jeg held það væri munur«. »Já, og þá hefðu líka sparast þær 40000 kr. (eða hjer um bil það), sem gengu til þess að flytja efnið í Lagarfljótsbrúna um veg- lausa og ógreiða leið. Ef vitur- lega heíði verið að farið, hefði eigi átt að smíða brú á Lagar- fljót fyr en allar aðrar ár, sem hægt er að brúa á íslandi, hefðu verið brúaðar. Ekki svo að skilja, að það sje eigi gott í sjálfu sjer að brú sje á Lagarfljóti, en það er minni þörf á því en á öðrum ám á íslandi, og þær eru enn flestar óbrúaðar. En af því að landssjóðui' hefur eigi efni á að kaupa alt það, sem landið þarfn- ast og getur haft einhver not af, verður fyrst að velja það, sem mest ríður á. Á Lagarfljóti hefði mátt nægjast með góða og stóra ferju, sem flytti í einu tíu menn og nokkra hesta með klyfjum. Lagarfljót er lygnara en aðrar ár á Islandi og betur lagað fyrir ferju. Þið hefðuð þá líklega getað feng- ið hana í kaupbæti með vagnvegi úr Reyðarfirði fyrir það fje, sem gekk í Lagarfljótsbrúna«. — Mjer dettur þetta í hug, er jeg hugsa um aðferð ykkar í stjórn- arskrármálinu á síðustu árum og stjórnarskrárfrumvarp það, sem alþingi bjó til síðast. Það er alt jafn hyggilegt. Undarlegt að alþingi, sem hef- ur fjallað svo lengi um þetta mál, skuli eigi geta samið betra stjórn- arskrárfrumvarp en þetta. Þar er eigi sjeð fyrir því, að heilbrigð skynsemi, greind og gætni geti notið sín, eins og vera ber við löggjafarstörf vor og landsstjórn. En þar er lagður skeiðvöllur fyrir gönuhlaup og 'æsingareið,' stráka- reið og fanlareið. Mikið mannval hefur verið í meiri hluta á alþingi síðast! Hjer segja menn það, að frum- varp þetta verði eigi staðfest, og hefur það verið talað hjer síðan ráðherra vor var hjer á ferðinni í sumar. Fyrverandi ráðaneytisforseti J. C. Christensen fullyrðir það í blaði sínu y>Tideim 1. þ. mán. Hann hefur birt þar grein um síðustu kosningar og sambands- málið. Jeg ímynda mjer, að ein- hver íslensk blöð flytji þýðingu af henni. En jeg skal segja þjer það, að hann skoðar nefndarupp- kastið fræga frá 1908 alveg dautt; alþingi hafi hafnað því með því að búa til nýtt frumvarp. — Svo nú getur þú sofið rólegur. Hann segir, að uppkastið sje »einungis söguleg minning eða minnismerki um hina miklu til- látssemi, sem danskir menn sýndu íslandi 1908«. Þjer fanst hún nú ekki mikil, man jeg það, en þú þekkir eigi heiminn fyrir utan landsteinana hjá okkur, og þú heldur að ís- land geti skrúfað sig út úr heim- inum, eða jafnvel sje alls ekki í heiminum! Já, góður varstu þá, vinur, og ekki óskemtilegur. Ef þú lest grein J. C. Christen- sens, verður þú að gæta að því, að hann ritar handa almenningi í Danmörku, en eigi handa þjer. Þú ert svo lærður, að þú veist hver sjermál íslands eru, kant þau alveg utan að, þótt þau sjeu mörg. Það kann almenningur í Danmörku ekki, en svo vita menn þar dálítið meira af ýmsu öðru, sem þú þekkir ekki. Þar fær al- menningur daglega stór hlöð, dag- blöð, og vikurit, sem flytja ýms- ar nytsamar ritgerðir og skýra frá því, hvað daglega gerist í öðrum löndum og heimsálfum. OIl þessi tíðindi lesa menn, en sökum þess fá þeir svo margt að frjetta og margt að hugsa, að þeir læra eiginlega aldrei almennilega, hve mörg sjermál íslands eru. Þess vegna þarf J. C. Christensen að hafa þau yfir fyrir Dönum, þá er liann talar um sambands- málið. Hann segir líka, að íslendingar stjórni sjálfir sjermálum sínum ásamt með konungi, og »að eng- um dönskum manni detti í hug að blanda sjer í þau, eins og þeir efist eigi um það heldur, að ís- lendingar sjeu sjerstök þjóð með eigin menningu og eigin tungu, sem þeir eigi að hafa fullkomið frelsi í alla staði til þess að rækta og láta þroskast«. Nú er sem jeg sjái þig og heyri þig segja: »Skollinn þakki honum það!« En þakka mundu Finnlending- ar og Danir á Suður-Jótlandi fyrir það, ef þeir fengju nú á tímum að vera í friði með tungu sína og menningu fyrir Rússum og Þjóðverjum; hvað þá með annað. Það mundu einnig hinar fornu menningarþjóðir Persar og Arabar gera, ef þeir fengju að vera í friði fyrir Rússum og ítölum. Það er satt, sem J. C. Christ- ensen segir, að nú á dögum er engin þjóð til í víðri veröld af líkri stærð sem íslendingar og í sambandi við aðra þjóð, er njóti svo víðtæks frelsis og virðingar hjá hinni þjóðinni sem Islending- ar hjá Dönum. Jeg minnist eigi heldur, að aðrar smáþjóðir hafi fyr á tímum notið jafnmikils frelsis hjá öðr- um þjóðum. Ef frelsið á Islandi á að verða meira, þá þarf innri endurbœlur; hugarfar manna og hjartalag þarf að verða betra og bregtni manna; en þetta skilur þú ekki, kæri vin- ur, því að þú heldur að þú sjert svo góður og fullkominn fjelags- maður og framfaramaður í alla staði, af því að þú ert í kaup- fjelagi og hefur sljettað 175 □ faðma í túninu þínu. En mjer finst þetta að eins betra en ekki neitt, og eigi heldur meira; þó þykir mjer ávalt vænt um þig, af því að þú ert tryggur í lund og ráðvandur og við höfum þekst lengi og erum báðir íslendingar. Þú heldur einnig að þú sjert mjög frjálslyndur, af því að þú greidd- ir atkvæði á móti »uppkastinu«; en sannlega, þú vissir í raun

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.