Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 28.02.1912, Side 2

Lögrétta - 28.02.1912, Side 2
40 LOGRJETTA Lógrjetta kemur út á hverjUM miO vikudegt og auk þess aukablöó við og v ó, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi. eriendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. m0*0*0*mm0*0*0*0*0i0***0*e*m0*0*0*0*0*m0*0i0ím Ferðasag’a. Efiir dr. Helga PJeturu. 14. Jeg býst við, að ýmsum muni þj’kja of lílið ferðast í þessari ferðasögu, þó að víða sje nú við komið. Og vona jeg að geta bælt úr þessu síðar meir. Og ekki skal það verða mjer að kenna, ef jeg kemst ekki alla leið suður í Hima- laia, hvenær sem það verður. Og salt að segja er jeg efinn í, að það verði nokkurn tíma. En Himalaia þýðir Himinfjöll, eins og skáldið segir: Ár var alda, arar gullu, hnigu heilög völn af Himinfjöllum. Manni kemur 1 hug, hvað mörg þúsund ár muni hafa þurft að fást við að yrkja á þessu máli áður en svona vel gat tekist. En frá sumu efni því sama, og þó með öðrum orðum, segir Kipling í sögu, sem heitir Björn Böguður (Purum Bha- gat). En Böguður þýðir skáld. En þó veit jeg þetta ekki; mjer kom annað í hug fyr, sem kann að hafa verið rjettara, og er þetta leikur og engin vísindi, eins og nokkuð af því, sem segir hjer eftir og mjer kemur í hug vegna þess, að nú er hætt við að logi upp úr þar suður frá, og er ógurlegt um að litast, eins og segir i Darraðar- Ijóðum, sem eru ekki alveg ósam- boðin sögunni, sem þau standa í. En það, sem jeg ætlaði að gera að gamni mínu, var, að láta Múha- með þýða Múghamdi, eða Múg- hömuð. Þetta kemur sjálfsagt flatt upp á ýmsa, sem ekki muna, að í Aröbum og ýmsum þar suðurfrá eru norrænir þættir, og mun jafn- vel orðið Arabía eiga skylt við Ör- æfi, en í Marokkó eða Máaríki heita Ægisdyr (Agadir). En Beduin er sama sem Böðvin. En Böðvinir gætu verið komnir af Vandælum, þó að mikið sje þar saman við, en Vandælir voru norðan úr Noregi, eins og nærri því segir í sögu þeirra, þó að það sje raunar miili línanna. En þar er, eins og jeg hef tekið fram einu sinni áður, oft það fróðlegasta, jafnvel í bestu bók- um, eins og Njálu. Konung áttu Vandælir, sem Geirrekur hjet Goð- gíslason, en faðir Húnreks. Hefur Geirrekur verið svo líkur ýmsum Noregskonungum, að furðu gegnir, einkum þeim Ólöfunum og Haraldi harðráða; víkingur hinn mesti, ráðkænn og sigursæll og trúarofsa- maður eins og Ólafur Tryggvason. Hjeldu Vandælir sig mjög aðkenn- ingum Ara biskups, sem á latínu var nefndur Arius, og eru þar lang- ar frásagnir, og þó lítið hjá því, sem gerðist í bardögum, pinding- um og annari illheimsku. En Geir- rekur vann Rómaborg og hafði þaðan á burt ýmislegt, sem oss er eftirsjá í, og þeir Vandælir, en brutu sumt. 15. En það var nú raunar alt ann- að, sem jeg ætlaði að tala um. Kunningjakona mín, sem jeg átti tal við um daginn, sagðist hafa heyrt, að jeg væri orðinn andatrú- armaður (spiritisti) og varð mjer felmt við. Með því að telja mig andatrúarmann, væri mjer skipað i flokk, sem jeg á ekki lieima í, og jeg á annars ekki heima í neinum flokki. Enginn flokkur heldur nógu fast fram því, sem jeg álít aðal- atriðin, og hvað það sje, má sumt ráða nokkuð af því, sem jeg hef skrifað á íslensku. Og þó að það kunni að þykja nokkuð ríkt að orði kveðið, þar sem vjer eigum snillinga, sem komast þar langt áleiðis, þá verð jeg þó að segja það, að enginn þykir mjer nógu sannfærður um ágæti islenskunnar. Væru menn nógu fasttrúaðir þar, þá væri margt öðruvísi en er, og ekki slett eins dönsku og gert er f kaupstöðunum, þessum, sem jeg hef einhvern tíma líkt við kýli á sjúkum líkama. Og í Kaup- mannahöfn, Gyðingabænum, sem einu sinni var danskur, og þar sem á einu torginu slendur hálf- gerð skrípamynd af Absalon, sem upphaflega hefur líklega heitiðAx- valdur eða Axi (eða einhver af for- eldrum hans), líkt og Saxi. En öxi völdu sjer mjög að vopni sterk- ir menn, og atgeir, ef fimir voru eigi síður en sterkir. En ekki þykir mjer þessi Absalon á Hábrúartorgi kraftalegur eða fornhetjulegur, hjá því sem erkibiskupinn mun ver- ið hafa, og öðruvísi er Ríkarð- ur Ijónshjarta, þar rem hann situr á hesti sínum hjá þinghöilinni i Lundlúnum. Jeg ætla að gamni mínu að láta eins og stafur hafi fallið úr í orðinu Lundúnaborg. En þó að Absalons-myndin sje ekki góð, þá er hún þó hátíð hjá Ing- ólfsmynd Einars Jónssonar, sem ætti að láta á safn, ásamt því, sem ritað hefur verið henni til lofs, sem minningarmark misskilnings okk- ar á forfeðrunum. Myndin er líka farin að eldast, og Einar getur miklu betur gert nú. Mjer virðist Einari svipa dálítið til Thorvald- sens í andliti, og þá er líklegt, að fleira fari eftir og er vonandi, að hann fái að bæta sig á Ingólfs- myndinni. 16. En svo jeg víki aftur að anda- trúnni, þá held jeg, að andatrúar- menn hafi oft rjettara fyrir sjer en mótstöðumenn þeirra. Bak við þessar athuganir, sem þeir hafa hálfgert og misskilið, leynist merki- legur sannleikur. En myrkratil- raununum ætti að hætta. Þær Ieiða trauðla til góðs. Sú trú, sem mjer er mest um- hugað um, sem slendur, og virð- mest þörf á að prjedika, það er líkamstrú, Það væri slcemtilegra að lifa, ef að síðustu 20 kynslóðir forfeðra vorra hefðu haft þá trú, eins vel eins og næstu 20 kynslóð- irnar þar á undan. Hroðalegasti misskilningurinn í allri mannkyns- sögunni er sá, að það sje best að losast við líkamann og vanrækja hann, og sá annar, sem þeim er náskyldur, að samfarir karls og konu sjeu svívirðilegar í sjálfu sjer. Jeg hygg það hafa átt ótrúlega drjúgan þátt í ófríðleik hins nú- verandi mannkyns, einkum kven- fólksins, að menn hafa getið börn sín oft og einatt með illri samvisku. Mannkynið hefur ekki nógu vel þorað að likjast blómunum, sem breiða sig á móti sólunni og roðna af ánægju en ekki blygðun. Þetta er nú raunar nærri þvi eins og það stæði í skáldsögu, en þó rná með lagi læra dálítið á að lesa það. Af þvi, sem áður er sagt, munu menn geta skilið, hvers vegna mjer þykir vænt um að sjá þess merki, að nú sje að lifna dálítið aftur lík- amsdýrkun forfeðra vorra, og hvers vegna mjer mundi þykja gaman að geta stutt dálitið þann, sem mestur erkappinn af þessum íþrótta- viðreisnarmönnum vorum. En það er Sigurjón Pjetursson. Þegar kom- ið verður lengra áleiðis í skilningi, munu menn ekki láta slíkan mann standa i búð allan daginn og vinna ýmislegt það, sem vel geta gert þeir, sem ekki eru tveggja manna mak- ar, heldur mundi liann fara um landið við og við og með honum sveit ungra efnismanna og mundu þeir skemta fólkinu og fræða það. Og þó að þá kynni eitthvað að fara eins og þar sem Vilhjálmur faðir Smíða-Sturlu var í för, þá væri það enginn skaði. Leikir mundu takast upp aftur, þegar unglingar væru alment farnir að geta hlaupið eina mílu eða tvær, án þess að mæðast, eins og hægt væri, einkum ef ekki færi svo mikið af kröftum í að vinna upp hvað menn verða að sæta illri meðferð á fyrsta árinu flestir; og smátt og smátt mundi mönnum hætta að leiðast í sveitunum. En nú er far- ið að framorðnast æði mikið og læt jeg hjer staðar numið. 17. Jeg sá í gærkvöldi nokkuð, sem mjer getur þótt gaman að sjá. En það voru óvanalega fallegir hand- leggir. Það var kvenmaður, sem handlegginn átti. Það var ekki laust við, að mjer fyndist, sem einhvern af sonum mínum mundi langa til að eiga slíka móðurarma í ætt sinni. Og þegar jeg gætti betur að, sá jeg að öll stúlkan var svona frábærlega vaxin. Hjer býr ekkert undir frásögninni af því, sem nefnt er ósæmilegt. En jeg sje sumt i gegnum. öðru tók jeg eftir f gær, sem mjer þótti smáskemtilegt. Það er hvað latneska orðið»hasta« þýðir og hef jeg þó raunar lengi vilað, að það þýðir spjót. Spjót, furðulega háskeft og digur sköftin, voru, að því er Tacitus (Þöguður) segir, þau vopn, sem mest tíðkuðust með Ger- mönum (enormes hasta). Get jeg þess til, að af þvi sje nafnið Geir- menn. En hvað »hasta« er, kemur glögt í ljós, ef bætt er við ending- unni ung: hastaung, hástöng; en hasta, há-stá er auðvitað nafn geirmanna á aðalvopni sínu, og sjest af því, eins og ýmsu öðru, að það var ekki þýska, sem þeir töl- uðu á Þýskalandi þá, heldur mál, sem var nærri því eins líkt nor- rænu (íslensku), eins og fuglinn í gátunni hrafninum. Er þetta býsna fróðlegt, þegar það er rakið, en erfitt að átta sig á því fyrir Þjóð- verja og ef til vill aðra. Líkt og stöng er fyrir sta-ung, er röng fyrir ra-ung og hjálpar það til að skilja nafnið Rangá. Enn fleira skildist mjer f gær. Menn hafa ef til vill veilt þvf eftir- tekt, að þau kvæði, sem Snorri Sturluson hefur einna mesta skemt- un af, eru Haustlöng Þjóðólfs úr Hvini og Þórsdrápa Eilífs Guð- rúnarsonar. Hvorttveggja kvæðið er ort af hinni mestu snild, og var jeg lengi i vafa um, hvort betra væri, en fanst þó helst sem Þjóð- ólfur mundi hafa verið meira skáld. En hver maður Þjóðólfur fróði var, má nokkuð marka af því, að Þor- grímur Þjóðóifsson úr Hvini var einn af köppum Ólafs Tryggvason- ar á Orminum langa, þar sem komnir voru þeir menn, sem fríð- astir voru og sterkastir á Norður- löndum (utan íslands). En þó var þar af íslandi Ormur Skógar- nef, hálfbróðir Gunnars á Hliðar- enda, og likltga fleiri. En í gær fanst mjer sem Eilífur Guðrúnarson mundi verið hafa betra skáld og meiri maður en Þjóðólfur. Hvílikt flug og afl er ekki í Þórsdrápu, þó að myrkt sje kveðið? Það er eins og einhver járnkúlnaslöngvanleikur. Og sumstaðar er auðskilið, þar sem skáldinu tekst best upp: »Ógndjarfan lilaut Atli eirfjarðan hug meira. Skalfa Þórs nje Þjalfa þróttarsteinn við ótta«. Þelta er ennþá betra en snildar- orð þjóðólfs: »Ók at isarnleiki«, o. s. frv. Það kemur svo glögt fram í orð- unum, hvernig Eilífur hlakkar yfir eigin afli og frændsemi við Þór og fegurð islenskunnar. Mjer hefur komið i hug, hvort Eilífur Guð- rúnarson muni ekki hafa verið sonur Guðrúnar Ósvifursdóttur; það var mesta kraftaætt; en í föður- ætt ált að telja til Eilífs Arnar og verið frændi Atla hins ramina. Og ætlast jeg þó ekki til, að mikið mark sje tekið á slíku. Það er svo skemtilegt að finna afi- ið bak við hjá fornskáldunum; þeir voru ekki kúgaðir fram í ættir eins og síðari tima menn. Hrynjand- inn í orðum Arnórs: »Magnús hlýð til máltigs óðar« o. s. frv., þykir mjer ennþá öflugri en í hinni fögru hrynhendu Jónasar: »Reisum trje svo renni að ósi« o. s. frv. Arnór Jarlaskáld er einn af þeim mönn- um, sem sagan gerir rangt til. Sag- an segir, að Arnór hafi ekki þorað að Grelti, og gefur í skyn, að hann hafi enginn garpur verið. Auðvit- að hefur sagan rangt fyrir sjer; það var af hygginduin en ekki rag- mensku sem Arnór hætti sjer ekki undir vopn Grettis. Og svo er ekki að vita, nema hann hafi unt Gretti sauðanna. Grettir var gáfumaður mikill og snillingur, eins og fleiri útilegumenn. Það var hann, sem kvað þelta: »Gekk egigljúfrið dökka, gein veltiflug steina«. — (Frh.). Brjef úr yírnessýslu. 14. febr. 1912. Upp á síðkastið hefur verið fátt um frjettapistla eða brjefkafia í Rvík- urblóðunum hjeðan. Veldur því likl. helst blaðið „Suðurland", sem prent- fjel. Eyrbekkinga o. fl. gefa út. En þar sem blað þetta flytur þó ekki neina frjettakafla úr sýslunni, nema þá einhliða, þykir mjer rjett að hripa Lögr., upp á gamlan kunningsskap, fáeinar flýtislínur. Sláttur byrjaði hjer um sveitina f síðara lagi vegna grasbrests, en vegna góðrar nýtingar reyttist upp meðal heyskapur. Silungsveiði í vötnum í betra lagi; sömuleiðis laxveiði í Öllusá neðanverðri. Fjárheimtur úr afrjettars mölun efra (sýslunni með betra móti; sýnast fremur vera að batna þar upp á síðkastið. Það, sem af þessum vetri er liðið, hefur verið mjög gott og hagfelt fyrir sveitabændur. Sumstaður lítið farið að gefa útifjenaði ennþá. Lítur víða út fyrir álitlegar heyfyrningar, ef þessari tíð fer fram. Fjarpest tals verð um nokkurn hluta Skeiðahrepps og Gnúpverjahrepps; sumstaðar tví og þribólusett, en hefur lítið stoðað. Aflabrögð hjer með sjávarsiðunni mjög dauf í haust, enda lítið stund- uð yfirleitt, nema á Stokkseyri. Eyr- bekkingar gefa sig að mestu við landbúnaði, sauðfjárrækt og hrossa, — mun hið fyrra borga sig vel. Uin hrossafjöldann þar má margt segja. Rjómabú ekki tekin til starfa utan í Sandvíkurhreppi; eru f þvf nokkrir bændur úr nagrannahreppunum. Er því smjörbú þetta stórt og í góðum uppgangi, þó ungt sje. Allur flutn- ingur vestur yfir Heiði til Rvíkur hefur verið með besta og greiðasta móti í vetur, og kemur það sjer vel fyrir viðkomandi sýslur; er viðskifta- þörfin þeirra á milli sívaxandi vegna framleiðsluauka hjá hvorumtveggju Seint mun sjóleiðin þeirraá milli bæta úr flutningseifiðleikunum, einkum okk- ar megin. Óvenjulegar æsingar voru hjerhafðar í frammi fyrir þingkosningar í haust. Bar mest á þeim rjett fyrir kjö-dag Svo var að heyra, að næstum lifið lægi við að koma frá frambjóðend um úr Rvfk. Mest var þó áherslan lögð á I. þingmann okkar; að hon um það fundið fyrst og fremst, að hann væri búsettur f Rvík, og það með, að hann hefði gegnt forseta- störfum tvö sfðustu þing og líklegur til þess aftur vegna framkomu sinnar f forsetastólnum, er lokið hafði verið lofsorði á; kæmi því margfalt minnu til leiðar íyrir sýsluna en ella(ll). — Þar sem nú þessi þingm. gat ekki mætt á þingmálafundum þeim, sem boðað hafði verið til af hinum fram- bjóðendunum og þeir mættu á, fór svo sem kunnugt er. Geta má þess, að blaðið „Suðurl." kom þarna fram í óþökk allmargra lesenda sinna. Á síðasta tíma notaði blaðið og til rit- starfa og útbreiðslu þeirra ónefndan launamann og starfsmann í landsjóðs þaifir, er dvaldi þá um hríð á Eyrar- bakka. Hvort ferðir hans á kjördags- morgni hafa borið árangur ásamt með uppfestingu flugrita, skal ósagt látið Víst þó eitt, að fyrir öll þessi læti hefur blaðið beðið hnekki, einkum í grendinni við það. Tel jeg það bágt fyrir hið fáliðaða prentfjelag, að verða fyrir því svona í byrjun. Mörgum virðist illa og ómaklega hafa verið ráðist að fyrv. þingmanni okkar, H. Þ. Það er öllum, er til hans þekkja, vit- anlegt, að hann er sæmdarmaður í hvívetna og hefur mjög mörgu góðu komið til leiðar í þarfir þessa sýslu- fjelags o. fl. Hinir nýkosnu þingmenn hjer skulu óáreittir af mjer; annar er þektur dugnaðarmaður og vel kunnur þing- málum, en vegna hinna breytilegu flokkaskiftinga hefur hann orðið helst til mikið að aka seglum eftir vindi, og kjósendur því oft misskilið flokks- afstöðu hans, t. d. í „Sparkliðinu" í fyrra. Varð honum það þó ekki að falli við kosningarnar hjer, sem kunn- ugt er. Hinn þingmaðurinn, búfr. Jón Jónatansson, er, eftir því sem hann taldi sig, flokksleysingi. Sömuleiðis síra Kjartan; vildi hann mjög hallast á sömu sveif og Jón, að því viðbættu, að hann, K. H , var frekara með miðlun ef hægt væri (átti þá við sam- bandsmálið). Taldi tilslökun jafnvel betri frá hendi alþingis en liggja f árangurslausu þrasi, eins og sjer virt- ist nú við horfa. Þótti þetta viturlegt. í alvöru sagt er talsvert í ráðist eins og á stendur hjer í sýslu, bæði með Flóaáveituna að sumri og afrjett- argirðingarnar fyrir ofan bygðir í Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum á sama tfma, að senda bæði ráða- nautinn fyrir Flóaáveitunni og hinn, aðalleiðbeiningamanninn í girðingum hjer og vfðar, á þing í tvítefli um þingrof næst, og missa þann veg af kröftum okkar færustu manna við þessi stórfyrirtæki. Nú munu flestir af hinum áhuga- samari vera búnir að blaða að meiru eða minna leyti f Þingtfð. frá 19II. Kennir þar að vonum margra grasa innan um hinn mikla malafans á hinum óvenjulanga þingsetutíma, er stafaði mest af valdagræðgi sumra flokksforingjanna f ráðherravöldin, og var hin mesta hepni, að konungur varð ekki að rjúfa þingið á miðjum tfma þess. Hefði sú abyrgð á þeim flokki, sem þessa hefði orðið vald- andi, orðið ærið þung og bverjandi. Einkennileg virðis,t mörgum mætum manni aðferð hinna svo nefndu „Spark- liða" og það næsta óskiljanlegt, bæði af þeim og hinum fráfarna raðherra, B J., að fallast að mestu í faðmlög eftir þetta og greiða svo að segja at- kvæði sem einn maður og einkenna sig sem flokksheild á ný. Kemur þetta víða bert fram, einkum í bitl- ingum og fjárveitingum til ýmsra stofnana m. m. Er þar margur í- skyggilegur blettur. Ut f fjarlögin, eða einstök atriði þeirra, skal þó lftið farið hjer rúmsins vegna. En flokksverk mjög svæsið og ill- kynjað sýndi sig greinilega með hinni alræmdu 10,000 kr. fjarveitingu til Bjarna Jónssonar til þess að ferðast um erlendis og kynna sig þar. Mjer er nær að halda, að betra og heilla- drýgra væri að setja ráðanaut þenn- an inn í eitthvert kyrðarembætti, t. d. skólakenslu á hentugum stað, en láta hann ferðast um lönd og höf þessari þjóð að gagnslitlu Verða þessar og aðrar fjárbruðlanir óvinsælar Og miða til þess, að ala upp matarpólitfk á þingi. Gjaldendur vilja borga þarfa vinnu í hverju embætti sem er, en ekki óþarfa, og ekki vilja þeir borga eftirlaun, nema sjerstaklega standi á, — þá helst heiðurslaun. Allflest embætti hjer á landi, niður til sveita- stjórna, eru svo vel launuð, að þeir, sem f þeim sitja, geta trygt sjer elli- styrk. Bóndi í Arnesþingi. Leikhúsið. „Ræningjarnir“, eftir Fr. Schiller. Þessi leikur var sýndur í fyrsta sinn síðastl. sunnudagskvöld. „Fjalla- Eyvindur" Jóhanns Sigurjónssonar hafði þá verið leikinn 20 sinnum, og hefur enginn leikur áður verið sýnd- ur hjer svo oft f röð. „Nýjársnóttin" er næst; hún var leikin 18 sinnum í röð f nýrri útgáfunni fyrsta veturinn. „Ræningjarnir eru viðburðamikill leikur og stórfelldur. Schiller (1759 —1805) ritaði hann ungur og var hann fyrst sýndur 1780. Efnið er, f fám orðum sagt, þetta: Rikur að- alsmaður þýskur á tvo syni. Hinn eldri er við háskólanám í einni af stórborgum Þýskalands og lendir í svalli. Yngri bróðirinn kemur með falsbrjefaskriftum á stað missætti mill

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.