Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 05.06.1912, Qupperneq 2

Lögrétta - 05.06.1912, Qupperneq 2
116 LOGRJETTA Við minningarhátíð Háskóla íslands 3. júní 1912 út af láti Friðriks konungs áttunda. /. KÓR. Kom þú lieilög himni frá hjartaró, sem friðinn gefur, meðan kœran minst er á milding vorn, er dáinn sefur! Hans var ósk að efla frið, egða kala brœðraþjóða. Milding þess svo megum við :,: minnast — Friðriks konungs góða. Vorrar þjóðar ást í arf eflir göfgan föður tók hann; en svo við sitt eigið slar/ arf þann mörgum sinnum jók hann. Munað skal, livern liafði hann hlut i íslands bestu vonum. Hjeðan glilri’ um grafar rann :,: góðar kveðjur gfir honum. :,: Úti’ um loftsins vídd er vor, vor í dönskum beykilundum; blómið grœr í geislans spor; gutlið skin á eyja-sundum. Pína, Friðrik góði, gröf geislum vefur röðull sínum. ísland sendir yfir höf :,: ástarþökk að legstað þínum. :,: II. RECITATIV. Munum alþingis íslendinga för til fylkis sala, þá er milli þinga þjóða sinna vísir bar vinádtu orð. Báru þá lieim frá brœðra landi gestir góðar kveðjur. Svo voru’ hin fyrstu Friðriks áttunda afskifti' af íslands þjóð. Fagnað var fyrir fimm árum sjóla í þessum sal. Hylli' og vinátlu hjel hann íslandi, og orði því aldrei brásl. Reið hann um hjeruð; við röðulskin sá hann sveitir lands; gljájökla yfir grœnum hlíðum, opinn fjalla faðm. Leil hann yfir land frá Lögbergi, slóð þar sem steinarnir tala. Horfna gullöld hugum leiddi, en fesli við framtíð sjón. All vildi’ hann gera, sem Islands hag breytti’ í betra horf; laga lög, leysa' úr þrœtum; fá því fullan rjell. Traustust tengsl taldi jafnrjetti þengill þjóða milli. / samvinnu’ og samúð sátt að tryggja var konungshugsun hans. (iiið og gœfan gefi Islandi oftar þess öðlings líka! Hjer skal hans minning, þótl hjartað sje brostið, ætíð i heiðri höfð. III. KÓR. Pú konungur himnanna háu og hvelfingar vtddanna bláu, sem veldi’ átt um vorljóssins geima, þar vonin og áslin á heima! Sendi lí/sþrótt og slyrk voru landi og Ijáðu því vörn móti grandi! Send Ufsstrauma logans þins bjarla með Ijós og með frið í lweri hjarta! Lát óskir hins andaða rætasl um alt það, sem hjer þarf að bœtast! Gef sigur hans samúðaranda í sáttum á milli hans landa! Svo kveðjum vjer konunginn góða. Pú, konungur alheimsins þjóða, legg blessun hins látna hjá líki á lýði hans, œtt hans og ríki. P. G um hinn látna er ein hin besta huggun næst voninni um samfundi hinumegin. Hugljúf er altaf endurminning um góð- an mann, og hún kennir oss þann sann- leika, að það er betra að hafa elskað og mist, enn aldrei að hafa elskað. Jeg er sannfærður um, að hin íslenska þjóð. þjóð endurminningarinnar, mun lengi geima minning Friðriks konungs hins 8. í þakklátum hjörtum. Til hans má með sanni heimfæra erindið f Hávamálum: Deyr fé. Deyja frændr. Deyr sjáffr it sama. En orðstírr deyr aldrigi, hveim er sér góðan getr. Hugur vor hvarflar yfir hafið til nán- ustu ástvina hins látna konungs, til henn- ar, sem mest hefur mist, til ekkjudrotn- ingarinnar, sem var ung gefin Friðriki konungi, sem var stoð hans og stitta og þoldi með honum blítt og strítt í 43 ár. Hugur vor hvarflar til barna hins látna konungs, sjerstaklega til hins níja konungs vors og drottningar, sem hafa mist ástkæran föður og tengdaföður, og ifir höfuð að tala til allrar konungsætt- arinnar. Vjer vitum, að þennan dag bír þar sorg í sölum, eigi síst í sölum her- togafrúarinnar af Cumberland, sem nú harmar í senn bæði ástrfkan bróður og ástkæran son. — Vjer tökum innilega þátt í harmi þeirra allra, og biðjum guð að stirkja þau og stiðja. Vjer rjettum og bræðraþjóð vorri bróð- urhönd og sirgjum með henni sameigin- legan missi. Vjer höfum filstu ástæðu til að vona, að sú ást til Islands, sem Friðrik konung- ur hinn áttundi tók í arf eftir föður sinn, hafi og gengið f arf til sonar hans, hins nfja konungs vors, hans hátignar Krist- jáns konungs hins tíunda. Hann hefur þegar sent oss hlíja konungskveðju. Guð blessi og stirki alt hans starf, svo að það megi verða til heilla og hamingju firir þær þjóðir, sem lúta veldissprota hans. Að lokum vil jeg biðja hina háttvirtu samkomu að minnast Friðriks konungs hins áttunda þegjandi með því að standa upp. Blessuð sje hans minning! Urn friðrik konung VIII. Af hinum mörgu greinum, sem dönsk blöð flytja um Friðrik konung VIII., skal hjer að þessu sinni aðeins tekið það, sem hjer fer á eftir, úr grein í „Riget" á greftrunardegi kon- ungs, 24. f. m.: .....Munu dómar framtíðarinnar draga mynd hans öðruvísi, en hún var fyrir augum okkar, samtíðarmanna hans? Það er hugsanlegt — og meira en það: það er líklegt. Við, samtímamenn Friðriks kon- ungs, sáum þar vinsælan mann, vel- viljaðan konung, stjórnarfarsreglunum trúan stjórnanda. Nú, þegar hann er látinn, opnast ef til vill smátt og smátt augu okkar fyrir því, að hann var meira, — að hann með þolin- mæði og valdi yfir sjálfum sjer, sem aðeins finst hjá þeim, sem mikið er gefið, vann fyrir takmark, sem er langt frammi í ókominni tíð — svo langt, að engin líkindi voru til þess fyrir mannlegum augum, að hann sjálfur sæi árangurinn af því stjórnmálastarfi. Hans eigið tillag til danskrar fram- þróunar var það, að hann sló fastri þingræðishugmyndinni sem ófrávíkj- anlegri reglu, og að hann í för sinni til íslands undirbjó starf að fyrirkomu- lagi, er tengt gæti tvo aðalhluta rfk- isins traustum böndum. Hann sá, að einungis með stoð í þingræðinu gæti starfið fyrir vörn landsins hepnast, og að einungis með viðurkenningu á íslands fulla þjóðlega rjetti mundi hið gamla sagnaland verða tengt var- anlega við Danmörk. Að því er virðist, hafði hann að- eins hepnina með sjer í hinu fyrra máli. En framtíðin mun sýna, að fær vegur fyrir framþróun íslands finst ekki fyr en menn ráða við sig, að ganga í þau spor, sem Friðrik konungur og sambandslaganefndar- uppástungurnar bentu til. Riðlun sú, sem orðið hefur á öllum íslenskum stjórnmálum eftir að uppástungunum var hafnað, mundi vera besta sönn- unin fyrir því, hve langt sje þar komið út í fen og ófærur". „Menn hafa sagt, að Friðrik kon- ungur VIII. væri ekki hamingjusam- ur konungur", segir blaðið og bendir til Albertímálsins og sorgarviðburða, sem konungsættin hefur orðið fyrir á ríkisstjórnarárum hans. En það bætir við: „En eigi hamingja þjóð- höfðingjans að miðast við Iífskraft þeirra trjáa, sem hann hefur gróður- sett fyrir komandi kynslóðir, þá má vera að framtíðin dæmi, þvert á móti, ríkisstjórnarár hans hamingjutíð". „Mætti nú Friðrik konungur sjálf- ur mæla, gæti hann eigi aðeins með sönnu sagt: „Jeg vildi landi mínu og þjóð alt hið besta", heldur einnig bætt við: „Og jeg sá, hvað þeim var fyrir bestu — ef til vill betur en flestir aðrir". Xristján konungur X. og yilexanðrina ðrotning. Kristján konuugur X. Alexandrina drotning Fæddur 26. sept. 1870. Fædd 24. des. 1879. »Friðrik konungur VIII. er látinn! Lengi lifi hans hátign Kristján konungur X.!« Með þessum orðum, þríendurteknum frá svölum konungs- hallarinnar í Khöfn, tilkynti yfirráðherrann Klaus Berntsen konungaskiftin 15. f. m. mannfjöldanum, er þar hafði safnast saman svo mörgum tugum þúsunda skifti. Síðan ávarpaði hinn nýi konungur mannfjöldann, skýrt ög hátt, og að lokum komu þau fram á svalirnar, konungur og drotning, með syni sína Friðrik og Knút og tóku móti hamingjuóskum, en mannfjöldinn söng föðurlandssöngva. Kristján konungur X. tekur á besta aldri við konungdómi og eru öll líkindi til þess, að hann ríki lengi, því hann er hraustur maður og heil- brigður. Hann er upp alinn bæði við bókmentir og hermensku, varð stúdent 1889 frá Metrópólítanskólanum í Khöfn og Ijet svo rita sig í stúdentatölu há- skólans. Hefur jafnan síðan tekið þátt í helstu hátíðasamkomum stúdenta og flutt þar ra;ður. í hermannaskólanum hefur hann tekið öll stig og tekið þátt í þeim störfum, er þar til heyra, í land- hernum; hefur hann verið mikið gefinn fyrir alls konar líkamsæfingar. Hann er mjög hár maður vexti, nokkuð á 4. alin. Alexandrina drotning er hertogaynja af Meklenburg; er sú ætt merkileg og þaðan hafa verið komnar fleiri af Dana- drotningum fyr á tímum. Bróðir henn- ar er núverandi hertogi af Meklenburg Friedrich Franz, sem kvæntur er dóttur hertogans af Cumberland, en systir hennar, Cecilie, er 'gift Vilhjálmi krón- prinsi Þjóðverja. Brúðkaup þeirra Kristjáns konungs og Alexandrinu drotn- ingar fór fram í Cannes 26. apríl 1898, en þar á hertogaættin herrasetur. Þau eiga tvo syni. Hinn eldri, Friðrik, sem nú er orðinn krónprins, er fæddur 11. mars 1899, en hinn yngri, Knútur, 27. júlí 1900. Jóhann Sigurjónsson, „Bjærg-Eyvind og hans Hustru“ leikin í Kaupmannahöfn. 20. þ. m. var í fyrsta sinni leikinn íslenskur sjónleikur, Fjalla-Eyvjndur, eftir Jóhann Sigurjónsson, í einu af hinum bestu leikhúsum hjer í bæn- um, Dagmar-leikhúsinu. Það er í fyrsta sinn, að íslenskt leikrit er leik- ið í útlendu leikhúsi. Dagurinn varð merkisdagur í bók- mentasögu íslands, því að alt fór vel, og leikrit þetta er djúpt hugsað, gagnort og kjarnyrt. Fjalla-Eyvindur er hið fyrsta Ieik- rit, sem að kveður í íslenskum bók- mentum. En það er fremur „episkt" en „dramatiskt", og jeg óttaðist jafn- vel, er jeg fór að sjá það fyrsta sinn, er það var leikið, að óhug mundi slá á áhorfendurna sfðast í þriðja þætti og fjórða þætti; en frú Jóhanna Dyb- vvad sigraði með leiklist sinni, og svo hafði enda leiksins verið breytt til þess að koma í veg fyrir þetta. Dagur þessi varð því gleðidagur fyrir höfundinn og alla þá íslendinga, sem hugsa um sæmd íslands. Og það kom sjer vel, að Jóhann Sigur- jónsson gerði Iandinu þennan sæmd- arauka, rjett á þeim tímum, þá er leiðtogar landsins, stjórnspekingar og fjármálamenn, gera bæði landi ogþjóð hið gagnstæða með því að reyna að innleiða verslunareinokun og með ýmsu öðru. Leikurinn var lfka mjög vel leik- inn og vel úr garði gerður af stjórn- endum Dagmarleikhússins. Öll leik- tjöld ný, leiksviðið fagurt, og bún- ingar yfirleitt rjettir og góðir. En sigurinn á leiksviðinu var þó langmest að þakka hinni frábæru, norsku leikkonu, frú Dybvvad. Hún er hin besta leikkona, sem Noregur hefur átt, og ein af hinum allra fremstu leikkonum, sem nú eru uppi á Norðurlöndum. Hún Ijek Höllu og gerði það með svo miklum styrkleik og dramatiskri list sem framast má verða. Allir urðu hrifnir af Ieik hennar. Höfundurinn hafði breytt leiknum nokkuð til þess að laga hann fyrir leikhúsið. Og hann ljet hann enda samkvæmt þjóðsögunni um hestinn, er kom til Eyvindar í páskabylnum, þá er hann hafði lesið húslestur. Hann verður þá svo glaður af þess- ari guðs gjöf, er hann hefur fengið að borða, að blíðlyndi og ást hans til Höllu vaknar aftur eftir alt rif- rildið, og það fær svo á hana, að hún iðrast og grætur. Eyvindur spyr hana þá blíðlega, af hverju hún sje að gráta. Hún svarar þá iðrandi: „Kanske der er dog en Guð allige- vel". Með þessum orðum endar leikur- inn. Með þessu er reynt að bæta úr hryllingunni í síðari hluta leiksins. Fleiri munu fara að sjá hann fyrir bragðið. í gærkvöldi fór jeg aftur að sjá hann, áður en jeg rita þessa grein. Hann var þá leikinn í þriðja sinn og leikhúsið var fult. Frú Dybwad hefur gert höf. góðað greiða með því að íklæða Höilu holdi og blóði. Það gat eng- in kona gert betur en hún og fáar eins vel. Stjórnendur Dagmarleikhússins, Jo- hannes Nielsen og Adam Poulsen, sem báðir eru mjög góðir leikendur, leika þarna báðir. Adam Poul- sen leikur Kára. Fyrsta kvöldið tókst honum það eigi svo vel í tveim fyrstu þáttunum, eins og vænta mátti af honum, en síðari þættina ljek hann með krafti. í gærkvöldi Ijek hann miklu betur. Johannes Nielsen leik- ur Árnes mjög vel að ýmsu leyti. Ýmsar aðrar persónur voru mjög vel leiknar, sjerstaklega Guðfinna gamla af frú Mathilde Nielsen. Það er óskandi og vonandi, að EKJET Skilvindan Diabolo fæst í verslun JÓNS PÓRÐARSONAR.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.