Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.12.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.12.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SYEINBJARNARSON. Ljaut£aveu 41. Talsími 74. Rits tj o r i: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 178. Æ 61. Reykjavík 4. Desember 1913. VII. árgr. I. o. o. F. 931259. KB 13. 9. 12. 7. 2. Gi. Þjóðmenjasafmð opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (f Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. f mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/. —12 og 4—5- tslands banki opinn 10—21/* og 51/.—7. Landsbankinn io1/.—21/2- Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. , 12—3 og 5—8 Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus FjeldLsted* YflrrjettarmilafwrslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1—12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappfr og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. -= Kajjitín. =- Altaf nægar birgðir hjá Sveini Jónssyni, Templarsundi 3. Reykjavik. Kostar aðeins 80 aura pundið. 1 pd. af Kaffitíni jafngildir 1 pd. af brendu og möluðu kaffi á 1,20—1,30 pd. og z/a pd. af export á 0,25. Það er því um 70 aura sparnaður á pundinu. Og það sem mestu varðar: Kafitínið er holl- ur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus fyrir alla — unga og gamla. Einka-umboðsmaður á íslandi: Sveinn M. Sveinsson, Hafnegade 471. Kaupmh. Síra Jans prófastur Pálsson. (V4 1851—28/h 1912). Síra Jens prófastur í Görðum á Álftanesi andaðist 28. nóv. af æða- teppu. — Miðvikudagskvöldið 20. nóv. ætl- aði hann heim til sín úr Hafnarfirði; hann steig á bak hesti sínum hjá efsta húsinu við Kirkjustiginn, en um leið og hann kom í hnakkinn, fæld- ist hesturinn og stökk út í hraunið. Fjekk prófastur þá svo vonda byltu, að hann viðbeinsbrotnaði og rifbrotn- aði, og auk þess fjekk hann allmikið höfuðhögg. Hann komst sarnt sjálf- ur á fætur aftur, hvíldi sig ofurlítið í húsi rjett hjá (Hraunkoti), og var svo studdur til Agústs kaupmanns Flygenrings; þar lagðist hann— var ekki talinn flutningsfær heim að Görð- um, — fjekk væga lungnabólgu, hafði oftast óráð eftir höfuðhöggið, og and- aðist svo sem fyr segir rúmri víku síðar. Hann hjet fullu nafni Jens Ólafur Páll og var sonur síra Páls Jónssonar Matthiesens, þá í Dagverðarnesi, en síðast í Arnarbæli, og konu hans, Guðlaugar Þorsteinsdóttur. Hann varð stúdent 1870 (2. eink.) og út- skrifaðist af prestaskólanum 1872 (1. eink.). Árið eftir gerðist hann aðstoðarprestur föður síns í Arnar- bæli. Þaðan fór hann að Þingvöll- um 1879, fjekk Útskála 1886, var þar 9 ár og fluttist svo að Görðum. Hann var prófastur í Kjalarnesþingi sfðustu 12 árin. Síra Jens Pálsson var hinn mesti áhugamaður um öll þau mál, sem hann skifti sjer af, og gegndi fjölda- mörgum trúnaðarstörfum, var t. d. í handbókarnefndinni, sat á alþingi 1891—1899 fyrir Dalasýslu og síð- an 1909 fyrir Gullbringu- og Kjósar- sýslu o. s. frv. Um miðbik æfi sinn- ar mun hann hafa verið með áhuga- sömustu prestum landsins í öllum prestsstörfum, enda var hans sárt saknað á Suðurnesjum, þegar hann fór frá Útskálum, og oft mintist hann með gleði prestsskapar síns Mynd þessl er Úr Soffíukirkjunnt í Konstantínópel, en sú kirkja er eitthvert hið veglegasta mustefí, sem bygt hefur verið, reist af Justiuíanusi keisara á árunum 532—539* »Úú hef jeg gert betur en þú, Salómon", mælti Justinianus keisari, er hahtt köm inn í kirkjuna fullsmiðaða. Hún hafði kostað um 20 milj. kr. og 10. þús. manns hafði unnið að bygging hennar samfleytt í 7 ár. Þegar Tyrkir unnu Konstínópel 1453, brendu þeir borgina en hlífðu kirkjunni, breyttu henni síðan og sniðu hana eftir guðshúsum sínutn. Þar stóð yfir guðsþjónusta, að sögn, er Tyrkir brutust inn í borgina 29. maí 1453, og hafði henni verið slitið í miðjum kliðum. Nú hefur Ferdinand Búlgarakonungur haft þau ummæli, að þeirri messu ætli hann að láta halda áfram, er hann komi með her sinn til Konstantínó- pel. En Tyrkir hafa sagt, að það skuli aldrei verða, því fari svo, að her Búlgara taki borgina, skuli konungur þeirra koma að kirkjunni í rústum. þar. Stjórnmál urðu honum mjög kær, þegar hann fór að sitja á þingi, enda naut hann mikils fylgis og trausts hjá flokksbræðrum sínum utan þings og innan, en þá hafði hann stundum ekki nægan tíma til að gegna prestsstörfum í fjölmennu prestakalli, og varð enda síðustu árin að fá sjer aðstoðarprest. Samt sem áður átti kristindómur- inn jafnan hjarta hans; það varð jeg oft var við, þótt við værum ekki jafnan sammála um kirkjumál. Hann studdi bindindismálið með ráði og dáð, eins og fleiri nytsemd- armál, bæði í hjeraði og á þingi; og hefur G.-T.-reglan þannig í sömu vik- unni mist 2 af traustustu liðsmönn- um sínum, þar sem þeir voru Björn Jónsson fyrv. ráðherra og Jens próf. Pálsson. Síra Jens var hið mesta valmenni, málti ekki aumt sjá, og þótt hann væri töluvert bráðlyndur, var hann þó ljúfmenui í allri umgengni. Er mjer Ijúft að minnast t. d. þegar jeg heimsótti hann í síðasta sinni. Okk- ur varð þá töluvert sundurorða út af trúmáladeilunum; fanst prófasti við „Bjarmamenn" vera alt of nær- göngulir við nýguðfræðingana, þótt hann væri ekki sjálfur sammála þeim, sem lengst færu í vefengingum trú- arsannindanna; — en þegar jeg fór litlu síðar, fylgdi hann mjer á hest- bak, kvaddi mig innilega og kvaðst vona, að við yrðum „jafngóðir vinir, þótt sitt hafi sýnst hvorum í dag". — Svipað vissi jeg til að kom oftar fyrir, þegar gestir voru honum ósam- mála. — Hafi síra Jens átt nokkurn óvin, skil jeg ekki í, að sökin hafi verið hjá honum. Sírajenskvæntist n.júní 1874Guð- rúnu Sigríði dóttur Pjeturs organleik- ara Guðjóhnsens, sem lifir mann sinn. Hjónaband þeirra var hið ástúðleg- asta og heimili þeirra jafnan viðbrugðið fyrir hjálpsemi og gestrisni. Börn áttu þau engin, en fósturbörn voru mörg, sem höfðu þar athvarf um hríð, en sum ólust þar alveg upp, og má þá nefna: Kristján Jónsson Matthiesen og Onnu Sigurðardóttur — nú bæði í Ameríku, — frú Þóru Möller í Rvík og Guðrúnu og Pal, bæði í Görðum. Yms fátæk gamalmenni Ieituðu hæl- is hjá þeim hjónum og margur kom þar í þungu skapi en fór glaður og öruggur aftur. Því mun óhætt að fullyrða, að margur hafi sent prófastsekkjunni f Görðum hlýar og þakklátar hugsan- ir þegar þetta sviplega fráfall manns hennar frjettist. Síra Jens verður jarðaður næst- komandi laugardag. N. Á Gíslason. Nl('»(*kv(irn. Sjómaður kom ný- lega til mín, af enskum togara, með ljótt meiðsli á hendi, og sagðist hafa farið í „kvarnarvjelina". „Hvaða kvörn er þaðf" spurðijeg. „Það er spánnýtt áhald", sagði Eng- lendingurinn; „hingað til höfum við fleygt öllu smáseyði í sjóinn og eins öllu slógi úr vænum fiski og hausum; nú mokum við öllu þessu í slóg- kvörnina; þar þornar það við gufu- hita og rennur úr því lýsið, og sfðan malast það og er eins og þurt sag, þegar það kemur úr kvörninni; þetta fiskimjel er talið ágætt skepnufóður; við fáum 180 kr. fyrir hverja smá- lest; það eru 3 mánuðir síðan við fengum þessa kvörn í skipið og á þeim stutta tíma höfum við selt fóð- urmjel fyrir 10,800 kr. Kvörnin kostar 18,000 kr. Það fer lítið fyrir henni í skipinu. Hún er mesti þarfa- gripur og kemur vafalaust bráðlega í alla enska togara'*. Þetta sagði Englendingurinn mjer, og meira veit jeg ekki. G. B. Aldarafmæii pjeturs Guðjohnsens 1812—29. nóv. —1912. 100 ára fæðingarafmælis Pjeturs sál. Guðjónsens organleikara var minst með söng í dómkirkjunni síðastl. föstudagskvöld, og er skrifað um þá minningarathöfn á öðrum stað hjer í blaðinu. Var það »Söng- fjelagið "17. Júni«, sem fyrir þessu gekst. Framan við söngskrána, sem þá var útbýtt, er mynd af Pjetri Guðjónsen og minningarorð um hann sem Jón Jakobsson landsbókavörð- ur hefur skrifað. Einnig var Pjeturs Guðjónsens minst þennan dag á þann hátt, að þá var sent út fyrsta tbl. af nJTju mánaðarriti, sem »Hljómlistin« heitir og eingöngu á að fjalla um söng. Ritstjóri og útgefandi þess er Jónas Jónsson. Er þar mynd af P. G. og ítarlegt æfiágrip, að mestu eftir síra Einar Jónsson á Hofi Vopnafirði og áður prentað framan við Sálamasöngs-bók P. G., er út var gefin af sonum hans ári eftir lát hans, 1878. Þar eru og kvæði, er orkt hafa verið um P. G., hið fyrsta eftir Gest Pálsson, sungið er skólapiltar fóru heim til Guðjohn- sens á afmælisdag hans 1874, en hin ort nú á 100 ára afmæli hans, eitt eftir Guðm, Guðmundsson, ann- að eftir Guðm. Magnússon og hið þriðja eftir Enar P. Jónsson. í línum þeim, sem Jón Jakobsson hefur skrifað framan við söngskrána, sem frá er sagt hjer á undan, er svo vel sagt frá æfistarfi P. G., þótt í stuttu máli sje, að þau ummæli eru tekin hjer upp: »Pjetur Guðjohnsen organleikari er fæddur þ. 29. dag nóvembermán. á Hrafnagili í Eyjafirði. Útskrifaðist úr Bessastaðaskóla vorið 1835, var síðan verslunarmaður og skrifari um 2 ár. Fór utan 1837 og gekk í kennaraskólann í Jonstrup á Sjá- landi, útskrifaðist þaðan í aprílmán- uði 1840 og hafði meðal annars lært þar söng og organslátt. Var barna- skólakennari í Reykjavík 1840—49, organleikari við dómkirkjuna frá 1840 til dauðadags, söngkennari við Reykjavíkur lærða skóla frá 1846 til dánardægurs. Málafærslumaður var hann í hjáverkum, settur sýslu- maður i Árnessýslu 1849—50, þing- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1865—67, umsjónarmaður latinu- skólahússins um eitt ár. Stiftisskrif- ari var hann í því nær 20 ár, og síðan ritari á skrifstofu landshöfð- ingja frá 1872 til dauðadags. Haust- ið 1841 kvæntist hann ungfrú Guð- rúnu Sigríði Knudsen; eignuðust þau 15 mannvænleg börn, sem flestöll komust upp. Hann andaðist 25. dag ágústmán. 1877. Þetta stutta yfirlit sjmir, hve æfi- ferill þessa manns var margbrotinn og — erfiður. Líf hans var sífeld glíma við fátækt og allskonar örð- ugleika; en þó tókst honuin miklu meira en mörgum öðrum, sem virð- ast hafa öll skilyrði til að verða af- kastamenn og oddvitar á ýmsum sviðum lífsins. Átti hann það því að þakka, að í honum brann heil- agur eldur, innileg ást til þeirrar list- ar, sem heillaði hann ungan og varð leiðarstjarna hans í lífinu. Hann kom sem kallaður, þegar oss lá mest á, einn í þessari fríðu fylkingu, sem um og fyrir miðja 19. öld prýddi hóp vorn íslendinga og hækkaði þjóð vora í sessi. Vjer vor- um söngvana þjóð. Siðbótin hafði kæft kaþólska söngipn; danslögin og flest önnur þjóðlög voru löngu horf- in, en rímnagaulið og langspilið kyrktu barkana og drápu eyrað (»bragðdaufa rímu þylur vesall mað- ur»). Þetta sá hann allra manna best, og mót þessum ófögnuði barð- ist hann með oddi og eggju með sinni ríku manndómslund alt sitt líf. Starf þessa manns í þarfir söng- listarinnar var þyrnum stráð braut; hann gat eigi nema á löngum tíma og með stakri þolinmæði unnið sig- ur á vananum, hleypidómunum og þrjóskunni. Kennarastarf hans við lærða skólann var því i byrjun mjög örðugt verk, og hann sá brátt, að bóklausa mátti hann eigi senda bestu lærisveina sina út um sveitir til end- urbóta; flestir þeirra urðu prestar, og kirkjusöngurinn var honum — jafntrúrælcnum manni — fyrir öllu. Þessar voru ástæður fyrir útkomu bókar hans: »íslensk sálmasöngs og messubók« (Kmh. 1861), þessar- ar kvöld- og næturiðju, sem hann tileinkaði ástvini sínum, próf. Berg- reen, og »Lærisveinum Reykjavík- urskóla, sem vinna eiga að útbreiðslu íþróttarinnar á hinni ástkæru fóst- urmold«. Átta sinnum varð hann að lesa hana yfir og breyta henni, því að hann gat eigi nema smám- saman, sakir efnaskorts, keypt sjer þær bækur, sem hann þurfti á að halda til að geta fært sálmalögin í hinn frumlega, fagra búning þeirra. Bókinni fylgja, auk leiðbeinandi for- mála, ágætar skýringar um uppruna sálmalaganna, og verður hún eflaust að teljast þarfasta og besta bók, sem rituð hetir verið í þarfir söng- listarinnar á þessu landi. Auk þess hefur hann einnig ritað »Leiðarvísi til þekkingar á sönglistinni«, Rvík 1870 (breytt þýðing á Löbe-Gebauer: Musikens Catechismus) og »Sálma- söngsbók með þrem röddum« (Kmh. 1878), er kom út að honum látn- um; báðar hinar þörfustu bækur. Engu að siður verða ritstörf söng- fræðingsins í honum að lúta í lægra haldi fyrir kennaranum, sem i hon- um bjó. Það var dauður maður, sem eigi gat lifnað við alt það fjör, helfreðin sál, sem eigi gat ylnað við allan þann eld! í kenslustundun- um var hann oft svo barnslega glað- ur, svo innilega þýður og ástúðleg- ur, eins og hann ætti allan hópinn, sem umhverfis hann var. Æskan var jafnan hans yndi, og æskulýður latinuskólans eigi síst, enda átti hann þar mikil og góð itök í mörgu ungu hjarta. Lundin var listamannslund: skap- stór og skaphreinn, heitur að jafn- aði — stundum eldheitur, kaldur, þegar því var að skifta — stundum ískaldur, en háltvolgur a 1 d r e i. Líf Pjeturs Guðjohnsens er fagurt dæmi þess, hverju óbilandi staifs- þrek og einbeittur vilji með göfugu lífstakmarki fær orkað, og nú — 35 árum eftir andlát hans — getum vjer íslendingar, með hinar blessunarríku afleiðingar af æfistarfi hans fynr aug- um, af öllu hjarta endurtekið þau orð, sem hljómuðu frá vörum læri- sveina hans á afmælisdegi hans ár- ið 1874; Þökk fyrir starf áfósturfold, Stríðið. Símað er frá Khöfn 29. f. m.: „Verið að semja um vopnahlje. Deila Serba og Austurríkismanna heldur áfram. Albanía hefur lýst sig sjálfstæða. Stórveldafundur í undir- búningi".

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.