Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.12.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 04.12.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 229 Fyrsta útsalan á árinu hjá okkur. Til þess að fólk geti fengið okkar góðu vörur sem ákjósanlegastar fyrir jólin, gefum við mikinn afslátt frá föstudeginum 6. des. T. d. ALKLÆÐI áður 4,50 nú 3,95 —»«— — 3,50 — 2,95 —»«— — 3,30 — 2,85 —»«— — 2,50 — 2,20 Dömuklœðin gódu, einnig mikill afsláttur. Fatnaður allur 100/°~200/°. Okkar viðurkendu taurullur, áður 22,00, nú aðeins 19,50. IVotið tækifærið! Virðingarfylst. yísg. 6. Gunnlaugsson 8 Co., Austurstrœti 1 á Hótel ísland hefur nú opnað sína nýju búð. Stærstu birgðir og1 ódýrustu af jtærjatnaði og jKarlmannajatnaði eru i V0RUHÚSINU. Gefið börnum yðar mín vatnsheldu og hlýu hlaup astígvj el; með því má komast hjá mörgum sjúkdómum. cBrauns varsfun ^CamBorg, Aðalstr. 9. Sveinbjörn Björnsson skáld og kona hans Þórkatla Sigvaldadóttir. Slys. Jón Hermannsson skifstofu- stjóri datt í fyrra kvöld ofan í skurð, sem opin er á Laufásvegi meðan lagðar eru þar pípur í götuna, og meiddi sig allmikið, brotnaði eitt rif og annar fóturinn vatst. Það er ótækt hve illa er sjeð hjer fyrir hættunni, sem stendur af slíkum skurðum á vegunum inni í bænum þegar dimt er orðið, — þarf auðvit- að að girða fyrir umferð í myrkri þar sem svo stendur á, eða þá að setja þar ljós til leiðbeiningar. Maður druknaði síðastl. mánudag við Viðey. Þeir voru fjórir á báti að losa um strengi á skipi, sem lá þar við bryggjuna, og hvolfdi bátn- um. Þremur mönnum var bjargað, en einn fórst. Hann hjet Kristján Benediktsson, ungur maður ókvæntur. ftí íjaláJi til fjskiiDÍða. Dáin er nýlega merkiskonan hús- frú Gróa Þorsteinsdóttir á Drumboðs- stöðum í Biskupstungum, ekkja eftir Þórarinn Þórarinsson, er þar bjó og dáinn er fyrir 12 árum. Verður hennar nánar minst síðar. Afli við Vestflrði er nú sagður góður. Botnvörpungarnir hjeðan eru þar og hafa lagt þar upp afla sinn. Vjelarbátur fórst frá ísafirði síð- astl. langardag, brotnaði gat á hann undan vjelinni og fjell inn sjór. Báts- mönnum var bjargað af öðrum vjelar- bát, en báturinn sökk. Hann hjet „Export", eign Norðmanns á ísa- firði. Hólmaprestakall. Um það sækja síra Árni á Skútustöðum, síra Bene- dikt í Bjarnanesi, síra Haraldur í Hófteigi, síra Ólafur í Grundarfirði, síra Sigurður á Ljósavatni, síra Þórð- ur aðstoðarprestur á Sauðanesi og síra Vigfús á Hjaltastað. Leikhúsið. Eins og áður hefur verið getið um, var Ieikárið í þetta sinn byrjað með því að sýna „Fjalla-Eyvind". Hann var nokkrum sinnum leikinn og vel sóttur. Margir höfðu gaman af að sjá nýjan enda á leiknum. En áhrifameiri er sá endinn, sem sýndur var hjer í fyrra. Nú hefur verið tekinn fyrir nýr leikur og sýndur nokkrum sinnum. Hann er kallaður hjer „Verkfallið" og er eftir danskan höfund, Edgar Höjer, en danska nafnið er „Bröd- rene Hansen". Höf. hefur samið mörg leikrit, sem mjög hafa verið leikin á leikhúsunum í Khöfn. Hann er fæddur 1859. Þetta leikrit var fyrst sýnt á Dagmarleikhúsinu 1908. Gömul hjón, Hansen og kona hans, hafa dyravarðarstöðu og matreiðslu- forstöðu í stórri verksmiðju. Sonur þeirra er verkstjóri þar. Annar son- ur þeirra hefur vetingakrá þar skamt frá. Dóttir þeirra er veik og móður- Pappírsversiun ¥. 6. R. selur ýmsa heppilega hluti til cQóíagjqfa. Munið fyrir áraskiftin, að ^JarslunarBœRur eru hvergi betri í bænum. Verslunin Björn Kristjánsson. Kvölískemtun heldur „Lestrarfjelag kvenna í Rvík“ sunnudaginn 8. des. kl. 8'A í Báru- búð. — Ágóðinn til stuðnings Barna- lesstofunni. Nánara á götuauglýsingum. Stjórnin. sjúk. Verksmiðjueigandinn, Brandt, gamall maður, hefur lengi haft miklar mætur á þessu Hansens-fólki og hef- ur komið syni þeirra hjónanna til manns, sem nú er verkstjóri hjá honum. En nú kemur það upp, að þessi maður er að gangast fyrir verkfalli; honum er kunnugt um, að sjerstaklega illa stendur þá á fyrir Brandt og að hann muni verða gjald- þrota, ef verkfallið komist á. Hann hefur drukkið inn í sig skoðanir jafn- aðarmanna og það er orðin trú hjá honum, að hann eigi að hatast við auðvaldið, og þá einnig við hús- bónda sinn, þótt hann viðurkenni hins vegar, að hann eigi honum margt gott upp að unna. En stjórn verkmannafjelaganna vill ekki viður- kenna ástæður hans til þess að byrja þarna verkfallið og ekki styrkja hann, þegar út í stríðið er komið, og loks snúa verkmennirnir einnig baki við honum og taka aftur til vinnu, þvert á móti ráðum hans. Foreldrar hans ganga þar í broddi fylkingar, og bróðir hans, veitingamaðurinn, hefur líka snúist gegn honum. En sá maður, sem öllu snýr til falls verk- stjóranum, er auðugur konsúll, sem dvalið hefur lengi í Englandi og nú biðlar til dóttur Brandts verksmiðju- eiganda. Sonur Brandts, sem er prestur, reynir að miðla málum, en annar sonur hans, yfirmaður í lög- regluliðinu, dregur fast taum föður síns gegn verkamönnum. Leikurinn gerist ýmist hjá Han- sens-fólkinu eðaBrandts-fólkinu. Hann er yfir höfuð vel leikinn og auðsjeð, að vandað hefur verið til hans. Ekk- ert hlutverk er illa leikið. Vanda- mesta hlutverkið er veitingamaður- inn, og hann er vel leikinn af Árna Eiríkssyni. Andrjes Björnsson leikar verkstjórann og Vilh. Knudsen kon- súlinn, og er leikur þeirra beggja góður. Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikur dóttur Brandts og frk. Guðrún lndriðadóttir dóttur Hansens. Báðar fara þær, sem vænta má, vel með þau hlutverk. Brandtshjónin eru leikin af Herbert Sigmundssyni og frú Efemíu Waage. Hansenshjónin af Jónasi H. Jónssyni og frú Þóru Möller. Presturinn af Helga Helga- syni, lögreglumaðurinn af J. Möller. Frk. Marta Indriðadóttir leikur unn- ustu veitingamannsins, Friðf. Guð- jónsson Gyðing, sem er mjög skringi- legur og fjörgar vel upp þar sem hann kemur fram, Bjarni Björns- son verkamannaleiðtoga og ungan drykkjuslarkara, Stefán Runólfsson o. fl. verkmennina. Um leik hvers einstaks er óþarfi að fjölyrða. En yfirleitt er vel með Ieikinn farið. Stórfengilegur er hann ekki. En hann fer vel á leiksviði. Pess ber að geta sei jert er. Fyrir nokkrum dögum var þess farið á leit við kennara Mentaskól- ans að þeir leyfðu nemendum leik- fimishúsið til þess að halda þar dans- æfingar. Rjett er að taka það fram, að Pálmi kennari Pálsson hefur 'óll um- ráð yfir húsinu einn, og aðeins sök- um venju er leitað samþykkis rekt- ors til þess að húsið sje notað, eftir að Pálmi hefur leyft það. Pálmi gaf engan kost á húsinu og hvað margar ástæður liggja til þess að hann synjaði þess. Fyrst og fremst það, að húsið væri notað alla virka daga. En það er býsna undar- legt að kennari skuli heldur vilja, að nemendur hans skemti sjer á virkum dögum, heldur en á sunnudögum, þegar þeir hafa frí. Enn fremur færði hann þá ástæðu fyrir neitun sinni, að því skilyrði, sem sett hefði verið í fyrravetur, nefnilega að allir skyldu dansa á leik- fimisskóm, heiði eigi verið vel fylgt. Þetta var sú eina mótbára, sem hafði við nokkuð að styðjast, en þó var hún gerð að engu með því, að nefnd sú, sem kosin hafði verið til að tala þessu máli við Pálma, lofaði fyrir hönd nemenda, að ef einn ein- asti maður kæmi öðruvísi en á leik- fimisskóm, skyldu allir sætta sig við að húsið yrði eigi opnað fyrir þeim í það skifti. En alt kom fyrir ekki. Pálmi sagði að nemendur gætu al- veg eins vel dansað úti í bæ. Rjett er að geta þess, að hin- ir kennararnir voru því fylgj- andi, að nemendur fengju húsið til þessara afnota, og buðust jafnvel til að skiftast á um að vera við dansæfingarnar til þess að líta eftir, hvernig væri gengið um húsið, en það starf mun Pálmi hafa haft á hendi, þegar dansað hefur verið und- anfarna vetur. Það er óneitanlega illa til fallið, að keppa að því af ölluni mætti að nem- endur geti sem allra minst notað skólann og hús hans, og koma öllu fyrirkomulagi hans í það horf, að þeir geti ómögulega skoðað hann sém heimili sitt. Loks vil jeg beina þeirri spurn- ingu til hinna annara kennara Menta- skólans, hvort þeim finnist ekki mál til komið, að einvaldsstjórn Pálma kennara yfir leikfimishúsinu fari bráð- um að enda, og þeir fái hlutdeild nokkra í stjórn þess, og mun þá bet- ur fara, því af framkomu þeirra í þessu máli er sjeð, að þeir vilja koma í veg fyrir óánægju milli kenn- ara og nemenda. x Næsta blað á laugardag. Gunnar Gunnarsson: 26 Sáttin. 27 28 29 3° afsakanir, sem hann hingað til hafði haft á reiðum höndum gagnvart ásök- unum samviskunnar, eyddust eins og vorsnjór í sólbráð. Brot hans sýndist honum svo stórt og ófyrirgefanlegt, að hann kveið fyrir að hitta móður sína. Hvað átti hann til bragðs að taka, ef hún vildi ekki fyrirgefa honumf Lífið yrði honum óbærilegt. Hann mundi aldrei framar sjá glaðan dag. En var það ekki óhugsanlegt að hún neitaði honum um fyrirgefningu — jafnvel þó brot hans væri svona stórtf — Hún var svo hjartagóð. Erlingur gekk og gekk. Og smámsaman skýrðist honum sú hugsun, að hann væri í hættu staddur. Á hvaða leið var hannf Hvað lengi mundi honum endast þol til göngunnar? Hann þorði ekki að gera sjer það ljóst. En hann mintist þess alt í einu, að fjöldi manna hafði orðið úti á fjallgarði þessum. Hörkumenni gat gengið sex mllna veg f einni stryklotu, þó að vetrar- lagi væri og frost og kuldi. En ef þessar sex mílur lengdust við villu og yrðu — hvað margar? Ja, hver gat giskað á það? Ef til vill gekk hann í tóma hringi eða króka. Svangur hlaut hann að verða, fyr eða síðar. Og sultinn elti þreyta og magnleysi. Og svefnlöngun, sem var hættuleg- ust af öllu f stórhríð á fjöllum uppi. Ef hann legðist fyrir og sofnaði, mundi hann ekki framar vakna til þessa lífs. Annaðhvort sneri svengdin huga hans að sulti og þreytu, eða hann varð svangur við umhugsunina, því hann fann alt í einu, að hann var orðinn innantómur. Fæturnir urðu svo undarlega þungir og þrjótskir til göngunnar. Meðan þessu fór fram, urðu hugs- anirnar um móðurina aðeins óljós draumkend meðvitund um einhvern alda-fjailægan framtíðarfund. Honum fanst tungan verða að þurrum kökk f munni sínum og það setti að honum ákafan þorsta. Með hálfopnum munni svalg hann fskalt loftið, — það sveið kokið og bark- ann, en var honum aðeins stundar- svölun. Freistingin til að eta snjó óx og varð sterk og næstum óbærileg. Hann greip handfylli sína fleirum sinnum, — en kastaði henni í hvert skifti frá sjer með þungu andvarpi. Hann vissi af eigin reynslu, hvað snjóát er hættulegt undir svona kringum- stæðum. Og hann stóðst freisting- una. Hann hjelt áfram göngunni. Að lokum var sem þreytan deyfði sultinn og þorstann. Hann var ekki eins sár-þyrstur og svangur og hann hafði verið um eina hrfð. En aftur á móti varð honum ljóst, eins og gegn um meðvitund annars manns, að hann með hverju spori gekk af sjer styrkinn gegn magnleysinu og svefnsókninni. Hann vissi, að hann var að þrotum kominn. Hann hlaut bráðum að láta fallast f mjúkan og kaldan snjófaðminn, ssm mundi læsa sig um hann og bera hann inn í dimman dauðann. Þá skrapp honum fótur, og hann fjell endilangur, — valt niður bratta brekku. Hann fann, að annar upp- handleggurinn lenti á steini og heyrð- ist bresta í honum, — hugsaði með sjer, að nú hefði vfst handleggurinn brotnað. Hann valt enn nokkra stund, og staðnæmdist að lokum við hæð einhverja. Hann lá á bakinu — grafkyr. Stundarkorn lá hann með opin aug- un og starði upp í kófrokið. Svo lagði hann aftur augun og fann und- urværa svefnró líða um allan líkam- ann. Þá fanst honum alt í einu sem bitið væri hvassri tönn í hægra hand- legginn á sjer. Hann hvæsti þungu andvarpi fram milli tannanna. Svo fann hann sáran verk læsast um allan handlegginn, eins og hægan loga, og kom til sjálfs sín. Hann mundi um leið eftir því, að hann var á ferð til fundar við móð- ur sfna. Hann varð nokkra stund að safna öllum vilja sínum um þann eina ásetning, að taka á öllum kröft- um og setjast upp. Hann leit umhverfis sig. Hann sá, að hæðin, sem hann hafði staðnæmst við, var grjótgarður. Honum ljetti fyrir brjósti, og þreyt- an rann af honum eins og nývökn- uðum manni, því hann þekti stein- ana í garðinum, — hann var kom- inn heim. Hann stóð seinlega á fætur og hjelt til bæjar. 1 hugsunarleysi reiddi hann staf- inn og ætlaði að kveðja dyra, •— mundi svo eftir þvf, að það var draugaháttur að berja að dyrum eftir sólarlag, gekk upp f bæjarsundið og kallaði inn um baðstofugluggann: „Hjer sje guðP' Það lýsti yfir gömlu, hrukkóttu andliti, sem lá á kodda undir glugg- anum, þegar þessi kveðja braut bað- stofufriðinn. Og þegar Erlingur sett- ist á rúmbríkina, var allur mæðu- og kvíðasvipur horfinn af því. En göm-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.