Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.07.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.07.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og inuheimtum.: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltnsvmdi 1. Tílslmi 359 LÖGRJETTA Ritstjori: PORSTEINN eíSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 33. Reykjavík 23. jtilí 1013. VIII. árgf. Frú Ragnheiður Hafstein. Ragnheiður Hafstein ráðherrafrú. Hún andaðist aðfaranótt síðastl. föstudags, kl. 2. Hafði legið rúmföst frá því i miðjum maí í vor í gigt- sótt og oft þungt haldin. Þó var sú veiki ekki talin hættuleg fyrir líf hennar fyr en við bættist lungna- bólga, 2 dögum fyrir l" andlátið, og varð það banameinið. Konumissir- inn er H. Haf- stein ráðherra sár sorg. Frú Ragnheiður var ágætiskona, gáf- uð og mentuð vel og manni sínum sam- rýnd í öllu, og var hjónaband þeirra hið ást- úðlegasta. Hún dó frá mörgum börnumogsum- umkornungum. Frú Ragnheiður Hafstein varð aðeins 42 ára, fædd 3. apríl 1871. Hún var dóttir Stefáns prests Thordersens Helgasonar biskups og Sigríðar Ólafsóttur justiz-sekretera í Viðey, og er frú Sigríður enn á Iifi og var hjá dóttur sinni. En frú Ragnheiður Hafstein var fósturdóttir þeirra hjónanna Sigurðar lektors Mel- steðs og frú Ástríðar dóttur Helga biskups Thorder- sens, og bar frú Ragnheiður nafn biskupsfrúarinnar, ömmu sinnar. 15. okt 1889 giftist frú Ragnheiður Hannesi Haf- stein, er þá var málaflutningsmaður við landsyfir- dóminn hjer í Rvík og settur landritari. Þau hafa eignast 10 börn. Tvö hin elstu, Sigurður og Krist- jana, eru dáin, en átta eru á lífi, 7 dætur og 1 sonur, sem er yngstur, á 1. ári, og heitir Sigurður Tryggvi. Elsta dóttir þeirra, Ástríður, er trúlofuð Þórarni verk- fræðing Kristjánssyni (dómstjóra). Forseti sameinaðs alþingis, Jón Magnússon bæj- arfógeti, kvaddi þingmenn til fundar kl. 12 á föstu- daginn og mintist þar ráðherrafrúarinnar á þessa leið, en þingmenn hlýddu á ræðu hans standandi: »Ráðherrafrú Ragnheiður Hafstein andaðist kl. 2 í nótt. Þótt hún lægi rúmföst um all-langan tíma, þá var fráfall hennar sviplegt. Þangað til síðustu tvo sól- arhringana varði víst engan, að sjúkdómur hennar mundi hafa þennan enda. Sorgaratburður þessi verður því sárari, er þessari ágætiskonu er svift burtu að óvör- um og á besta aldri. Það er á allra vörum, að hjóna- band hennar og ráðherra vors hafi verið svo gott, að ekki gat belra, og heimilislíf þeirra fyrirmynd. En þessi kona var ekki einungis í orðsins bestu merkingu góð kona og góð húsmóðir. Hennar hlutverk varð það, um nokkur ár, að koma fram landsins vegna. Hygg jeg það sannmæli, að hún hafi verið íremsta kona landsins, ekki einungis vegna stöðu sinnar, heldur og fyrir hæfileika sakir og mannkosta. Það veit jeg og að er sammæli þeirra, er til þektu, að hún hafi jafnan komið svo fram í hinni vandasömu stöðu sinni sem æðsta kona landsins, að því væri til sæmdar. Þess vegna vekur fráfall hennar sáran harm, ekki einungis hjá hennar nánustu og í þessum bæ, þar er hún ól mestan aldur sinn, heldur um alt land. Rlessuð sje minning hennar«. 3árnbrautarmáli8. Frumvarp til laga um járnbrautar- lagning er komið fram í n. d., flm.: Jón Magnússon, Eggert Páls- son, Einar Jónsson, Sigurður Sigurðs- son, og er það svohlj.: i. gr. Ráðherra íslands heimilast að veita samkvæmt fyrirmælum þess- ara laga einkaleyfi um 75 ár frá dagsetningu leyfisbrjefsins að telja til þess að leggja og reka járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvalla- sýslu, að henni meðtaldri, með hlið- arálmu niður á Eyrarbakka. 2. gr. Einkaleyfið má eigi veita öðrum en íslenskum mönnum bú- settum á íslandi eða hlutafjelagi, þar sem meiri hluti fjelagsstjórnar- innar er skipaður slíkum rnönnum. 3. gr. Hver landeigandi er skyld- ur að láta af hendi land það, sem einkaleyfisshafi telur þurfa undir járnbrautina, til járnbrautarstöðva, til húsa við brautina handa eftirlits- mönnum og öðrum starfsmönnum við hana, til kola- og vatnsgeymslu og vatnsleiðslutækja, til talsíma-, ritsíma- og aflþráðatækja meðfram brautinni. Enn fremur er hver landeigandi skyldur til að leyfa, að efni til allra ofangreindra mannvirkja, viðhalds þeirra og breytinga á þeim, sje tekið í landi hans eftir því sem einkaleyfishafi telur þörf á, hvort heldur er grjót, möl eða önnur jarð- efni, svo og vatn til áfnota fyrir brautina og starfsmenn hennar. Bætur fyrir jarðrask og landnám í óyrktu landi skulu því aðeins greiddar, að þeirra sje krafist og álit- ið verði að landeigandi hafi beðið skaða við það. Bæturnar skal sveit- anjelag það greiða, þar sem land- nám fer fram, og náist ekki sam- komulag um upphæð þeirra, skal á- kveða þær með mati tveggja dóm- kvaddra manna, að tilkvöddum báð- um málsaðilum. Kostnaðinn við matið greiðir landeigandi, ef upp- hæð sú, er honum er metin, er nær því, sem honum hefir verið boðin en því, sem hann hefur krafist, ella telst kostnaðurinn við matið með skaðabótakostnaðinum. Nú vill ann- arhvor málsaðili eigi una mati, og getur hann þá heimtað yfirmat, en gera skal hann það innan mánaðar frá því matsgjörð er Iokið. Yfir- mat skal framkvæmt af 4 dóm- kvöddum mönnum. Kostnaðinn við yfirmat greiði landeigandi, ef hann hefur krafist þess og það gengur honum eigi í vil, ella telst hann með öðrum skaðabótakostnaði. Mat skal fara fram á vættvangi, þá er jörð er snjólaus. Við matið skal hafa tillit til árlegs afraksturs að landi því, er um ræðir, svo og til þess, hvort girðingar þurfi að flytja eða nýjar að setja, og athuga vandlega alt það, er getur haft áhrif á verð- mæti þess, er meta skal. Sjerstak- lega skal hafa tillit til þess, ef ætla má að land hækki í verði við brautar- gerðina. Landeigandi á bætur allar fyrir landnám, jarðrask eða átroðn- ing, en sje jörð leigð örðum, greiði landeigandi honum 4 af hundraði árlega af skaðabótaupphæðinni með- an leigusamningur sá er í gildi, sem var þegar bæturnar voru ákveðnar. Ábúandi á þó bætur fyrir skemdir á mannvirkjum þeim, sem eru hans eign, og skal meta þær sjerstaklega. Bótanna skal krefjast innan eins árs frá því, er verkið var unnið, sem skaðanum olli, ella fellur rjetturinn til bótanna niður. Sje landssjóður landeigandinn, greiðast engar bætur, en land lands- sjóðs getur einkaleyfishafi ekki tekið nema með samþykki stjórnarráðsins. 4. gr. í einkaleyfið skal setja á- kvæði um: a) að lega brautarinnar og gerð hennar og alls, sem henni tilheyrir, liggi undir samþykki stjórnarráðsins, b) að einkaleyfishafi skuli leggja fyrir stjórnarráðið fullkomnar áætl- anir um járnbrautarlagninguna ásamt sönnunargögnum, er stjórnarráðið taki gild, fyrir því að nægilegt fje verði útvegað til stofnkostnaðar við lagning járnbrautarinnar að minsta kosti milli Reykjavíkur og Þjórsár, c) að hámark fargjalda og flutn- ingsgjalda á járnbrautinni skuli á- kveðið fyrir þrjú ár í senn af 5 manna nefnd óvilhallra manna, en þrír þeirra skuli utnefndir af lands- yfirdómnum, einn af stjórnarráðinu og einn af einkaleyfishafa, d) að einkaleyfishafi hlýti ákvæð- um stjórnarráðsins um ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að teljast til að fyrirbyggja eldsvoða af neista- flugi frá brautinni, e) að einkaleyfishafi hlýti ákvörð- unum stjórnarráðsins um notkun inn- lends vinnulýðs við bygging og rekstur brautarinnar, f) að rekstur brautarinnar frá Reykjavík og að minsta kosti austur að Þjórsá skuli byrja innan fimm ára frá dagsetning einkaleyfisins, g) að landssjóði sje áskilinn rjettur til þess, þegar 10 — tíu — ár eru liðin frá því, að rekstur járnbrautar- innar byrjaði á öllu svæðinu frá Reykjavfk austur að Þjórsá, að taka við járnbrautinni með öllu, sem henni fylgir og tilheyrir, ásamt skuldbindingum þeim, er á henni hvfla, gegn því að greiða upphæð, sem samsvarar fje því, er sannanlega hefur verið varið til byggingar og útvegunar á brautinni með öllu til- heyrandi, h) að tryggja stjórnarráðinu, að það geti aflað sjer nákvæmra upp lýsinga um stofnkostnað járnbrautar- innar og hagnaðinn af rekstri hennar, i) hvernig skuli skorið úr ágrein- ingi um útreikning nettóhagnaðar af rekstri járnbrautarinnar, j) að ferðaáætlun brautarlestanna hvert ár liggi undir samþykki stjórn- arráðsins. 5. gr. í einkaleyfið er heimilt að setja ákvæði um: a) að landsvæði þau, sem notuð verða til járnbrautarinnar og bygg- inga þeirra, sem henni tilheyra, svo og slíkar byggingar sjálfar, skuli vera lausar við alla skatta og opinber gjöld, og að hið sama skuli gilda um fjelag það, sem hefur einkaleyf- ið á hendi, b) að eigi þurfi að greiða neins- konar aðflutningsgjald af efni til byggingar járnbrautarinnar og þeirra bygginga og annara mannvirkja, sem henni tilheyra, nje heldur af kolum þeim, olíu og öðrum efnum, sem þurfa við rekstur brautarinnar, svo og að einkaleyfishafa verði endur- greitt úr landssjóði aðflutningsgjald það, sem greitt hefur verið af slík- um vörum, er nú var getið og hann kaupir innanlands, c) að landssjóður ábyrgist einka- leyfishafa, að hann með rekstri járnbrautarinnar fái borgaða, auk alls reksturs- og viðhaldskostnaðar, alt að 5 — fimm — af hundraði í árs- vexti af fje því, sem varið hefur verið til járnbrautarinnar og þess, sem henni tilheyrir, enda fari bygg- ingarkostnaðurinn eigi fram úr upp- hæð, sem stjórnarráðið ákveður í einkaleyfisbrjefinufyrirhvernkílómeter brautarlengdarinnar. Verði heimild þessi notuð, skal setja í einkaleyfið nánari ákvæði um það, frá hvaða tíma vaxtatrygging þessi byrji og hvernig henni verði fyrir komið að öðru leyti, d) að með reksturskostnaði braut- arinnar skuli árlega telja alt að '/2% af stofnkostnaði brautarinnar, sem leggist í vara- og endurnýjunar-sjóð, I. O. O. F. 947259. Lárus Fjeldsted, YflrrJ ett ar malafærslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. ll-12og 4—7. innlendar og erlendar, pappfr og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. og megi ekki verja honum til ann- ars en aukningar og endurnýjunar á brautinni eftir ákvörðun stjórnarráðs- ins. Ef landsjóður innleysir brautina samkv. 4 gr. g., eignast hann sjóðinn og það, sem fyrir hann hefur verið keypt, án sjerstaks endurgjalds, e) að einkaleyfishafi skuli hafa for- gangsrjett fyrir öðrum, að öðru jöfnu, til þess að leggja aðrar járnbrautir í sambandi við járnbraut þá, er hjer ræðir um, í framhaldi af henni eða til hliðar við hana; en vilji einka- leyfishafi eigi neita forgangsjrettar síns, skuli hann skyldur að hlýta fyrirmælum stjórnarráðs íslands um samband milli brauta hans og hinna nýju brauta, nema Jandsjóður vilji sjálfur leggja hinar nýju brautir, því þá hefur einkaleyfishafi engan for- gangsrjett, og skal þá sambandinu milli hinna nýju brauta og brauta einkaleyfishafa hagað eins og fyrir- skipað verður af 5 manna nefnd óvil- hallra manna, sem sjeu útnefndir á sama hátt og segir í 4. gr. c, f) að einkaleyfishafi megi nota staura landsfmans undir símaleiðslur og aflþráðaleiðslur sínar með þeim skilyrðum, er stjórnarráðið telur við þurfa, g) að einkaleyfishafi megi selja al- menningi afnot tal- og rit-síma síns meðfram brautinni samkvæmt þeim reglum, sem stjórnarráðið setur, h) að rekstrarafl brautarinnar megi vera gufa eða rafmagn, i) að eigi þurfi að setja girðingar meðfram brautinni, nema þar sem hún verður lögð í gegnum land, sem afgirt var, og girðingar rofnar við brautarlagninguna. 6. gr. Af verðhækkun þeirri á fasteignum manna, sem járnbraut sú, er einkaleyfishafi byggir, hefur f för með sjer, ska! greiða verðhækkunar- gjald til landsjóðs. Verðhækkunar- gjald þetta ber að greiða án tillits til eigenda- eða notenda-skifta á fast- eignum áður eða eftir að lög þessi ganga í gildi. Nánari reglur um verðhækkunargjaldið skulu settar með sjerstökum lögum. Verðhækkunar- gjaldinu skal fyrst og fremst varið til þess að endurgreiða landsjóði það, sem hann hefur orðið og verður að borga vegna vaxtatryggingarinnar (sbr. 5. gr. c). Erich von Mendelssohii, hinn þýski fræðimaður, sem hjer dvaldi um tíma fyrir fáum árum, andaðist 17. f. m. 26 ára gamall. Hann átti heima f Khöfn og dó þar. Hann hafði þýtt á þýsku eitthvað af skáldsögum Gunnars Gunnarssonar, en ekki voru þær þýðingar prent- aðar. Flaska raeð kólerugerlum. Með- al annars, sem sagt er frá viður- eigninni milli fyrv. bandaþjóðanna á Balkanskaganum er það, að Grikkir hafi í Saloníkf tekið Búlgara einn, sem þeim þótti grunsamlegur, og fundið hjá honum flösku fulla af kólerugerlum, er sagan segir að hann hafi átt að nota til þess að kveykja með sýkina meðal grískra hermanna.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.