Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.09.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 03.09.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: fORARINN B. t>0RLÁKSS0N. "Veltnsu.ndi 1. Talsimi 3S9. LÖGRJETTA Ritstjori: PORSTEINN GÍSLASON Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 41. Jrfceykjavílc 3. september 1913. Vm. árg. I. O. O. F. 94959. Lárus Fjeldsted, YflrrJ ettarmilafœrslum»flur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. líaJJk;. 1111121 lin. Af uppdrættinum, sem var í síðasta tbl. Lögr., sjást hin nýju landaskifti á Balkanskaganum. Þó er enn óút- gert um landamæri milli Búlgaríu og Tyrklands. Tyrkir áttu ekki þátt í friðarfundinum í Búkarest, og því var ekki hægt að semja þar um þau þrætumál, sem skapast höfðu milli þeirra og Búlgara eftir friðargerðina í Lundúnum. Ntí þverneita Tyrkir að halda sjer við þau takmörk, sem þar voru sett: línuna frá Enos til Midía. Þeir hafa nú mikinn liðsafla á varnarlínunni frá Adríanópel til Kirk Kilisse, og segja, að ef Búlgarar eigi að ná aftur Adríanópel verði þeir að ganga yfir lík 200,000 tyrkneskra hermanna, en það sje úrvalslið og alt öðru vísi við að fást en sá her, sem verið hafi til varnar við Kirk Kilisse og næstu herstöðvar í byrjun ófriðarins. Þeir segja, að Búlgarar hafi engan siðferðislegan rjett til þess að fá Adríanópel og bera á þá mjög þungar sakir fyrir framferði þeirra þar og í hjeruðunum umhverfis borg- ina, meðan þeir höfðu þar yfirráðin. Borgararnir í Adríanópel hafa sent út nefnd manna, sem í eru fulltrúar bæði frá kristnum mönnum, Gyðing- um og Múhameðstrúarmönnum, sem í borginni búa, og er sú nefnd á ferð milli höfuðborga stórveldanna í vesturhluta Norðurálfunnar og flytur þar þá ósk borgarbúa, að þeir fái að vera undir stjórn Tyrkja, en að borgin verði ekki lögð undir veldi Búlgara. Þessi nefnd var um miðjan ágúst í Vínarborg og hafði borið upp erindi sitt fyrir utanríkisstjórn- inni þar. Framsöguna hafði grískur maður, Orphanídes að nafni, sem er þingmaður í tyrkneska þinginu. Út- lend blöð hafa eftir honum þá lýs- ingu á ástandinu í Adríanópel, að borgin hafi á þeim stutta tíma, sem Búlgarar hafi haft þar yfirráðin, orð- ið að rústarhaug; þar sje fult af lík- um af limlestum mönnum, svívirtum kónum og myrtum börnum. Hann segir Búlgari hafa myrt þar menn sjer til skemtunar, einkum unga menn undir 18 ára aldri. Þeir hafi verið drepnir svo þúsundum skifti. í Trafalgar hafi Búlgarar hengt út á klausturmúrana afskorin kvennahöfuð svo hundruðum skifti. Þúsundir barna hafi þeir stungið á götunum með byssustingvopnum sínum og dregið Hkin um göturnar. Líkt væri ástandið í sveitaþorpunum í kring. Árbakkarnir væru þaktir af limlest- um líkum og vatnið eitrað af rotn- un frá þeim. Svona væri nú ástand- ið í Þrakíu. Það væri glæpur, að ofurselja Múhameðstrúarmenn, sem þetta land bygðu, í hendur Búlgur- um. Segir stjórn Tyrkja, að ef menn rengi þessar sögur, þá skuli stórveldin sjálf skipa nefnd til þess að kynna sjer, hvort þær sjeu ekki sannar. Aftur á móti eru í síðustu útl. blöðum þær fregnir hafðar eftir Tyrkjum, að vináttusamband sje að komast á milli Tyrkja, Serba og Grikkja. Stórveldin höfðu látið sendiherra sína afhenda Tyrkjastjóm sameigin- legt skjal eftir friðinn í Búkarest, þar Steingrímur Thorsteinsson skáld og- rektor. Steingrímnr skáld áttræður við skrifborð sitt. 1. tJr minningarljóðum. Svanurinn þagnaður. Hljóðnaður söngur á heiðum. Harmfögur tregar því hjartfólgna þjóðskáldið góða Harmur og þökk faðmast grátandi' á almannaleiðum. hreimgöfug Fjallkonan, móðir hans siungu ljóða. Friðgrænum frá Bjartasta bar frjódölum angurvær þrá brúðartign hennar um mar líður að hrimsölum breiðum. mál hans til menningar þjóða. Hnigin er göfgasta gígjan úr meistarans hendi, guðamál listar og snildar er þjóð vorri kendi. Huggeislinn hans hjarta hvers einasta manns unun og sólblíðu sendi. II. Jeg hvarf sem í leiðslu' yfir heiðarvötn blá, á himinn rann glóbrýndur dagur; í heimkynni söngvanna hljótt var alt þá og höfði draup svanurinn fagur. Og bliknuð var fjólan og laufgróin laut, og lóan sat hnípin og þagði; á hamrabrún fossinn svo hljómdapur þaut. Jeg heyrði hvað gígjan hans sagði. Ó hlustið! Mitt íslenska hljómbreytta lag við heiðar og fjallendi náið á niðdjúpar þruma jeg nótur i dag, því náttúruskáldið er dáið. í gljúfrum oft áður var gleðistund löng, og gott var þá raustina' að brýna, er stilti það hörpuna sina og söng í samklið við tónana mína. Hver strengur var knúinn af ættjarðarást og orðgnótt, sem fegraði hreiminn, er vorgyðjan koma svífandi sást úr suðrinu' í hláfjallageiminn. Ef tíbráin skalf yfir tindunum frið, með töfrum á strengina sló hann, þá dönsuðu á' tónunum hamrar og hlíð við hlæjandi þröstinn og spóann. Ef hvíldi' hann um vorkvöld við heiðavatn und himinsins blátæru lindum, Nú er hann sestur að söngvum hjá Jónasi' og Bjarna, samstiltum listhreimi bifast hver einasta stjarna! Heiðskír og hljóð haustkvöldin bera þann óð dýpst inn í brjóst vorra barna. Guðm. Guðmundsson. með ljóðmeitli hjó hann þar lifandi drátt af ljómandi náttúrumyndum. 1 hendingum laufvindar hvisluðust á við heiðnæturkyrðina' og friðinn, en Ijóðin sín niðaði berglindin blá og blandaði saman við kliðinn. Það var eins og brytist fram langstífluð lind, er ljóð hans söng árvakur smalinn, og bergröddin varp því frá tindi' og á tind svo tónmjúku niður í dalinn. »Af stað burt í fjarðlægð« söng ferðbúinn sveinn og fákinn um grundina þandi; hann vissi' að hann fór ekki í ferðina einn, þar fylgdi' honum þjóðskáldsins andi. Ef heimskan og varmenskan veik þá ei fjær, en vörpuðu í götuna hans' steini, svo napur af hörpunni næddi þá blær að nákulda lagði' inn að beini. Nú andvarpar blærinn við barrlausa grein, sem bíður hjer þögul og lotin, frá söngvanna heimi fer harmvakið kvein, því harpan er þögnuð og brotin. Já, hjer er alt þögult og dapurt í dag, því dreg jeg nú grátklið í hljóminn, blátt og þruma mitt íslenska þunglyndislag við þögnina og sofandi blómin. Minn kæri söngva svanur, jeg sje þú vængi breiðir til flugs; og fjöðrum beinir um fjarrar himinleiðir. Jeg heyri' úr fjarska hljóma af hlýju svanakvaki, er kafarðu kaldan geyminn með kólguský að baki. Jeg þakka alt, sem þekti' eg af þínum snildarkvæðum; það lagði af þeim ylinn að anda þjer fjarstæðum, — þau vögguðu mjer á vegi og vonir glöddu hljóðar og hljómuðu, að mjer heyrðist, frá hjarta lands og þjóðar. Svb. Björnsson. sem skorað var á hana að halda friðarsamningana frá Lundúnum. Þessu svaraði stórvezir Tyrkja svo fyrir stjórnarinnar hönd, eftir nokk- urra daga umhugsun, að Lundúna- samningana vildi hún halda í öllum aðalatriðum, en um takmarkalínuna, sem þar hefði verið sett milli Tyrk- lands og Búlgaríu, frá Enos til Midía, væri öðru máli að gegna en um önnur ákvæði samninganna, vegna þess að nauðsyn hefði krafið, að þar væri tekið í taumana af Tyrkjum til þess að hindra, að gert væri með öllu út af við íbúa þess landsvæðis, sem um væri að ræða, er ekkert hefðu til saka unnið annað en það, að vera búsettir vestan við línuna frá Enos til Midía. Þess utan væri Tyrkjum nauðsynlegt að eiga svo mikið land á Evrópuströndinni, að í því væri einhver trygging fyrir vörn höfuðstaðarins og Dardanellasunds- ins. — Eftir að þetta svar kom fram frá Tyrkjum, hjelt utanríkisráð- herra Breta, sir Edw. Grey, langa ræðu um málið í enska þinginu er fór í þá átt, að stórveldin hlytu að taka í taumana, ef svona gengi, og Bonar Law kvaðst vera honum sam- dóma um þetta. Annað atriði í þessu Balkanmáli vakti líka allmikið þref, eftir friðar- gerðina í Búkarest. Búlgaría vildi þegar fá samningana, sem þar voru gerðir, endurskoðaða og sneri sjer með þá málaleitun til stórveldanna, að þau samþyktu þá ekki nema með breytingum. Þrætan var einkum um smábæ, sem Kavalla heitir og hefur um 3000 íbúa, nær eingöngu Grikki, en hann er nærri þeim takmörkum, sem sett voru milli Búlgaríu og Grikklands, og lögðu bæði Grikkir og Búlgarar mikið kapp á að ná honum. Höfn er þar góð og enda- stöð fyrir járnbraut. Á Búkarest- fundinum hreptu Grikkir bæinn. En Búlgurum tókst að fá bæði stjórnir Austurríkis og Rússlands á sitt mál um stund, og varð um þetta tölu- vert þjark. En Þjóðverjar og Frakk- ar vildu ekki raska við samningun- um, og svo skárust Rússar líka úr leik. Mun þvf útgert um, að stór- veldin láti samningana haldast, eins og frá þeim var gengið í Búkarest, enda þótt Búlgarir sjeu óánægðir. Það var sagt meðan á þrefinu stóð um endurskoðun samninganna, að Ferdínand konungur segði af sjer, ef henni fengist ekki framgengt, og tæki þá Boris krónprins við stjórn- ninni. En úr þessu sýnist þó ekkert ætla að verða. Eftir friðargerðina í Búkarest er stærð Balkanlandanna þessi: Grikkland er orðið 110 þús. fer- kílóm. Það hefur fengið, auk Krít- eyjar, hjer um bil helming af hjeruð- unum Saloniki, Monastir og Janina. Öll landaukning þess er 45 þús. fer- kílóm. Auk þess mun það og fá mikið af eyjunum í Grikklandshafi. Serbía er orðin 95 þús. ferkílóm. að stærð. Hún hefur fengið mestan hluta af hjeraðinu Kossovó, og mik- ið af Monastir, alls 47 þús. ferkílóm. Albanía er undir 20 þús. ferkílóm. að stærð, og Montenegró hefur litla landaukning fengið, er tæpl. 10 þús. ferkílóm. eftir skiftin. Um stærð Búlgaríu er enn eigi hægt að segja með vissu. En haldi hún landinu austur að línunni frá Enos til Midia, þá fær hún í sinn hluta af hinu gamla Tyrklandi 46 fer- kílóm., en það er hálft Saloníkihjer- að og megnið af hjeraðinu Adria- nópel. Búlgaría verður þá 134 þús. ferkílóm. En lendi Adrianópel með Iandinu þar umhverfis hjá Tyrkjum, þá verður stærð Búlgaríu 119 þús. ferkílóm. Rúmenía hefur vaxið á kostnað Búlgaríu um 8 þús. ferkílóm. og er nú rúml. 139 þús. ferkílóm. Tyrkland verður aðeins tæp 13 þús. ferkílóm. að stærð, ef það fær ekki að halda því landi, sem þræt an er nú um við Búlgari. Fólksfjöldinn í Balkanríkjunum verður eftir skiftinguna hjer um bil þessi: í Rúmeníu 7V2 milj., Búl- garíu S milj., Grikkland 4V2 /milj., Serbíu 4 milj., Tyrklandi 2 milj., Albaníu 1 milj. og Montenegró */* milj. Á fundinum í Búkarest urðu um- ræður um kenslumál og kirkjumál rikj- anna í heild sinni og um þau rjettindi, er þjóðflokkur hvers um sig skyldi njóta hjá hinum í þeim málum, en um þetta náðist ekki samkomulag og virðist svo sem allmikill ágrein- ingur hafi orðið um það, en honum var slegið á frest. Allar þjóðirnar hafa nú dregið herlið sitt heim. Mikil ánægja er yfir friðargerðinni bæði í Grikklandi og Serbíu. Kon- stantín Grikkjakonungur hefur verið að ferðast um hin nýju hjeruð. Búlg- arir eru óánægðir með leikslokin, og Montenegrómenn eru einnig óá- nægðir með það, hve litla landaukn- ing þeir hafa fengið, en móti því kemur aftur hið mikla fje, sem þeir fá til uppbóta fyrir það land, sem af þeim var tekið og lagt til Al- baníu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.