Lögrétta - 03.09.1913, Page 3
L0GRJETTA
149
Utgerðarmenn!
Gerið ekki innkaup á Netagarni fyr en
þið haflð athug-að verð og gæði á þvi
PT* í AUSTURSTRÆTI 1. -*|
Miklar byrgðir í september af 4 og 5 þættu.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
aukaþing, og vill ekki víkja. Hann
hafði, segja fregnirnar, búist um til
varnar í landstjórahöllinni og bjóst
þar við árás frá Glynn. Glynn hefur
hervarðliðið á sínu bandi, en Sulzer
lögregluliðið. Embætismennirnir fylgja
sumir Sulzer, en aðrir Glynn.
Sulzer er fylgismaður Wilsons for-
seta, er sett hefur sjer það mark
meðal annars, að afnema þá spill-
ingu, sem orðin er landlæg í stjórn-
arfarinu þar vestra víða. Þetta hefur
svo William Sulzer tekið að sjer að
framkvæma í New York-ríkinu. En
er Tammany-mennirnir þóttust verða
þess vísari, að eitthvað mætti hafa
hendur í hári hans út af meðferð
kosningafjárins, fóru þeir til hansog
buðu honum, að breiða yfir það, ef
hann kæmi á þeirra band og færi
eftir þeirra ráðum. En þessu neit-
aði hann, og þá hófst stríðið gegn
honum.
Það er haldið, að sannast muni á
hann fjármisbrúkunin, svo að hann
muni verða að fara frá. En það
þykir illa sitja á Tammanymönnun-
um að vera ákærendur í slíku máli.
3sl. gnjuskipajjelagið
og
Sam. gujuskipajjel.
að bjóða okkur byrginn, eins og
það gerir með skeytinu, reyni að
kæfa innlenda gufuskipafjelagið í
fæðingunni, eða skapa því torfærur,
til þess að koma í veg fyrir sam-
kepni um þá atvinnugrein, sem það
hefur rekið hjer sjálft, — þetta er
ekki annað en það, sem að sjálf-
sögðu mátti búast við. Það er byrj-
un, sem að sjálfsögðu má gera ráð
fyrir að framhald verði á. Með því
er sýnt, að Sam. gufuskipafjelagið,
sem ferðirnar hefur haft, telur þær
nokkurs virði. Annars ljeti það sjer
ekki ant um að bægja burtu sam-
kepni um þær. Og um mótstöðu
frá þess hálfu gegn innlenda gufu-
skipatjelaginu er það eitt að segja,
að hún ætti að verða til þess, að
því fastar fylktum við okkur til
stuðnings því.
Skeytið frá Sam. fjelaginu, sem
hjer er um að ræða, hefur líka haft
þau áhrif innan þingsins. Og um
áhrif þess utan þings verður sama
að segja. A því er enginn efi.
Stofnun ísl. gufuskipafjelagsins
hefur fengið svo alment fylgi í land-
inu og er þegar svo vel á veg kom-
in, að hún má ekki fyrir nokkurn
mun að engu verða úr þessu. Það
væri þjóðarsmán, ef svo færi.
Og þetta skeyti frá Sam. fjel.
hlýtur að verða til þess að hluttak-
an í ísl. gufuskipafjel. fái nýjan byr.
Sfmskeyti, sem ráðherra fjekk í
fyrradag frá stjórn Sam. gufuskipafje-
lagsins í Khöfn, og afhenti samgöngu-
málanefnd þingsins, vakti ekki litla
athygli meðal þingmanna.
Skeytið er tilkynning frá fjelaginu
um það, að ef alþingi veiti nokkurn
styrk til íslenska gufuskipafjelagsins,
eða taki fyrir landsjóðs hönd hluti f
því, þá taki Sam. gufuskipafjelagið
aftur tilboð það um strandferðir
1914—15, sem það hefur þegar gert.
Skeytið er í meira lagi hrottalegt,
og ber ekki vott um mikinn kunn-
ugleik á því hjá stjórn Sam. fjel.,
hver áhrif það muni hafa, ef það er
ætlun hennar að aftra með því hlut-
töku í ísl. gufuskipafjelaginu. En
hreint og beint er skeytið, og gott
að hafa fengið svo skíra tilkynning
frá fjelaginu áður en þingi sleit.
Samkepni frá ísl. gufuskipafjel. getur
reyndar ekki komið til greina á ár-
inu 1914, og eigi heldur að miklu
leyti 1915, svo að stofnun þess þyrfti
engin áhrif að hafa á strandferða-
samninga Sam. gufuskipafjel. þann
tíma. Hjer er því aðeins um það
að ræða, að Sam. fjel. vill hnekkja
stofnun ísl. gufuskipafjelagsins.
Það er auðvitað ekki nema eðli-
legt, að Sam. gufuskipafjelagið vilji
sjá um sinn hag, vilji vera sem ein-
ráðast um samgöngurnar hjer við
land og vilji kyrkja í byrjun þá sam-
kepni, sem væntanleg er frá inn-
lendu gufuskipafjelagi. Það hugsar
auðvitað fyrst og fremst um sína
hagsmuni. Það tekur auðvitað ekki
að sjer ferðir* hingað til lands nje
kring um landið til annars en þess,
að græða á þeim. Það tekur þær
að sjer í sína þágu, en ekki okkar,
nema þá að þetta hvorttveggja geti
farið saman. Samningar við það,
eða hvert annað útlent fjelag sem
vera vildi, eru eins og hver annar
kaupskapur, þar sem hvor málsaðili
um sig hugsar um sinn hag og reynir
að ná sem bestum kjörum fyrir sig
á hins kostnað.
Að Sam. gufuskipafjelagið reyni
Reykjavík.
Jarðarför Stgr. Thorsteinsson-
ar rektors fór fram frá dómkirkj-
unni síðastl. laugardag. Ræðu við
húskveðjuna flutti Haraldur Níelsson
prófessor, en kvæði var sungið eftir
Guðm. Guðmundsson skáld, og er
þetta 1. erindið:
„Hljóð og fögur, harmi lostin,
hneigir listagyðjan þjer;
yfir skæru augun brostin
engilmild hún hallar sjer.
Eins og ljóð til ljóssins sala
líður stilt í kvöldsins ró,
himinkveðja hljóðra dala,
hugum ljúfa skáldið dó".
í kirkjunni talaði síra Jóhann Þor-
kelsson dómkirkjuprestur. Þar var
og útbýtt „Minningarljóðum um
Stgr. Thorsteinsson", kvæðaflokki
eftir Guðm. Guðmundsson, og er
fyrsta kvæðið prentað með mynd
Steingríms á öðrum stað hjer í blað-
inu.
Lærisveinar Stgr. Th. lögðu silfur-
sveig á kistu hans.
Sig. Júl. Jóliannesson læknir
frá Ameríku er nú á ferð uppi um
Borgarfjörð, en fer heimleiðis aftur
8. þ. m.
»Papa André« heitir mynd, sem
nú að undanförnu hefur verið sýnd
á „Gamla Bio" og er ítalskur sorg-
arleikur, vel leikinn. Myndi verður
sýnd þar aftur næstk. föstudagskvöld,
í síðasta sinn.
Eggert Stefánsson söngmaðnr
söng hjer, eins og til stóð, síðastl.
laugardag í Bárubúð, með aðstoð frú
Astu Einarsson. Söngskráin var
fjölbreytt og lögin flest hvert öðru
betur sungin, enda hafa kennarar
Eggerts látið mikið af sönghæfileik-
um hans. Meðal þess, sem honum
þótti best takast með, var „Don Ott-
anios Arie" úr „Don Juan", eftir
Mozart, og „BIomster-Arie" úr „Car-
men", eftir Bizet. Ennfremur „Söv-
nen“ eftir Kjerulf o. fl. Af íslensk-
um lögum söng hann 2 eftir Árna
Thorsteinsson, „Áfram" og „Kirkju-
hvol", 2 eftir Sigf. Einarsson, „Sofn-
ar lóa" og „Gígjan", og 1 eftir Sigv.
Stefánsson lækni, „Á Sprengisandi".
Voru þau öll vel sungin. Yfirleitt
var ágætlega látið yfir söngnum.
Eggert syngur aftur á sama stað
annað kvöld.
Hvað liggur eftir Lárus H.
Bjarnason? Ekki hefur neinn leyst
úr þeirri spurningu enn, og hefur
fyrirspyrjandi mælst til, að hún yrði
endurtekin.
M Ijalláta til fiskiiik
Dáinn er 27. f. m. Guðmundur
Sigurbjörnsson á Þorkelshóli í Húna-
vatnssýslu, nálægt 70 ára að aldri,
einn merkasti bóndi þar um slóðir.
Verður hans nánar getið sfðar.
Barnaskólinn á ísaflrði. Þar er
nýráðinn kennari Baldur Sveinsson
kand.
Skip brann nýlega úti fyrir Ól-
afsvík, mótorkútter, sem „Ágúst"
hjet og Brillouin fyrv. Frakka-kon-
súll átti. Skipverjar höfðu með
naumindum bjargast til lands.
Skipum hlekkist á. „Prosperó"
hefur legið í lamasessi rjett fyrir
utan Akureyri nú í nokkra daga.
Hafði rekist þar upp í sand, er hún
var að fara út, og voru vörur bornar
úr henni til þess að ná henni á flot
aftur. Talið, að hún sje ekki skemd
að mun.
Annað skip, „Norðby", frá Duus-
verslun hjer, er var á leið út með
fisk, rakst upp í sand á Seyðisfirði,
en er ekki heldur talið skemt að
mun. Björgunarskipið „Geir" er nú
á leið austur og norður.
ísl. gufuskipafjelagið. Símað
var hingað frá Hólmavík t gærkvöld,
að hlutasöfnun væri byrjuð þar að
nýju og komnar 600 kr., en á Ó-
spakseyri 500 kr., og sama var
sfmað frá Borðeyri, og þar komn-
ar að nýju ioo kr. Eins er hjer í
bænum, að hlutasöfnunin er að fá
nýjan byr. — Það er skeytið frá
Sam. fjelaginu, sem hjálpar til.
SRáldlaunin. Þeir E. Hjör-
leifsson, Guðm. Magnússon og Þorst.
Erlingsson eru óánægðir yfir þeim
breytingum, sem neðri deild gerði
á skáldastyrkjunum, að færa þá alla
á fyrra ár fjárhagstímabilsins, og
auk þess að lækka styrkinn um 400
kr. hjá þeim hverjum um sig á fjár-
hagstímabilinu. Hafa þeir ritað al-
þingi og óskað, að styrkirnir yrðu
látnir standa með sama fyrirkomu-
lagi og sömu upphæðum og áður
og færa ástæður fyrir því, að þeir
geti ekki að öðrum kosti fengist við
skáldritagerð. Segjast þeir fremur
hafa búist við því, að styrkurinn
yrði aukinn, en að höggvið yrði af
honum.
ísland erlendis.
Karl Kiichler hefur nýlega ritað
grein um Færeyjar og ísland í þýska
tímaritið „Natur" og fylgja þar mynd-
ir. Greinin heitir „Zwei nordische
Zauberwelten" (tveir norrænir töfra-
heimar).
Doktorsritgerð Guðm. Finn-
bogasonar kemur út á frönsku í
október í haust í Bibliotheque de
philosophió contemporaine, er gefið
er út af F. Alcan í París. A. Cour-
mont sjer um útgáfuna.
Alþing’i.
XI.
Aðflutningsbannið.
G. Egg. og Valtýr flytja svohljóð-
andi þingsályktunartillögu:
Neðri deild alþingis ályktar að
skora á stjórnina, að láta fara fram
leynilega atkvæðagreiðslu allra al-
þingiskjósenda á landinu um það,
hvort nema skuli úr gildi lög nr.
44, 30. júlí 1909 um aðflutnings
bann á áfengi. Atkvæðagreiðsla
þessi fari fram fyrir 1. júlí 1914.
Stjórnarskráin
er komin til efri deildar. Við 3.
umr. í n. d. voru gerðar ýmsar til-
raunir til að breyta fyrirkomulagi
efri deildar, en niðurstaðan varð hin
sama og áður, að hún skyldi vera
skipuð 6 hlutfallskosnum þingmönn-
um og 8, er sameinað þing kýs úr
flokki þingmanna, sem kosnir eru
óbundnum kosningum.
Frumvarpið samþ. í heild sinni
með 20 atkv. gegn 5 (J. Ó!., M. K.,
Kr. J., Sk. Th. og Valtýr).
Pingsályktnnartillögu
um strönduð skip flytur Þorl. Jóns-
son, að neðri deild skori á lands-
stjórnina, að gera ráðstafanir til
þess, að útlend strönduð skip liggi
ekki óseld á strandstaðnum árum
saman.
Itosningar.
Gæslustjóra Landsbankans, f stað
Jóns Ólafssonar, kaus e. d. í gær
Jón Gunnarsson samábyrgðarstjóra
með 7 atkv., Jón Laxdal fjekk 5
atkvæði.
Endurskoðunarmann landsreikn-
inganna kaus e. d. sama dag Eirík
prófessor Briem, í stað L. H. B og
endurskoðunarmaður Söfnunarsjóðsins
var Júlíus amtmaður Havsteen end-
urkosinn.
Iíosning borgarstjóra.
Frv. L. H. B. um að borgarstjóri
Reykjavíkur væri kosinn af kjósend-
um bæjarins var felt í efri deild á
mánudaginn með 8: 5.
Með frv. voru: Hák. Kr., J Jónat.,
Jós. Bj., Júl. Hav., og Sig. Egg., en
á móti: Bj. Þorl., Ein. J„ Eir. Br.,
Guðj. G., Guðm. Bj., Sig. Stef., Stgr.
J„ Þór. J.
Lög frá alþingi.
12. Um bæjanöfn. Nöfnum á býlum,
utan kaupstaða og kauptúna, þeim
er jarðabók telur, má enginn breyta,
nema að fengnu leyfi stjórnarráðsins.
— Stjórnarráðið gefur út leyfisbrjef
til upptöku nýrra nafna og kostar
leyfisbrjefið 25 kr. er renna í lands-
sjóð. Ekkert býli utan kaupstaða,
kauptúna og sjóþorpa, má nafnlaust
vera, og sje um ný býli að ræða
skulu nöfn þeirra þinglesin.
13. Um umboð þjóðjarða.
Hreppstjórar skulu, hver í sínum
hreppi, hafa umráð yfir öllum þjóð-
jörðum, öðrum en þeim, er standa
undir umsjón sýslumanna.
Hreppstjóri hefur byggingarráð á
þjóðjörðum þeim, er hann hefur um-
ráð yfir. Þó skal bygging þeirra
þvf að eins fullgild, að sýslumaður
hafi ritað samþykki sitt á bygging-
arbrjefið.
Þjóðjarðir skulu að jafnaði bygð-
ar æfilangt. Eftirgjald þeirra (land-
skuld og kúgildaleigur), svo og lóð-
argjald og rekaleiga, skal ákveðið í
peningum, og gjalddagi 31. desem-
ber ár hvert. Ef lóðarblettur eða
önnur jarðarnot eru ltigð lengur en
leiguliði getur sjálfur notað þau,
skal ávalt ákveðinn tími tilnefndur,
eigi lengri en 50 ár, nema um bygg-
ingarlóðir sje að ræða, og er slíkur
leigusamningur eigi fullgildur, nema
samþykki landsstjórnarinnar komi til
14. Um ábyrgðarfjelög.
1. g. Auk hinnar dönsku lífsá-
byrgðarstofnunar rfkisins, liins al-
menna brunabótafjelags kaupstaðanna
í Danmörku og ábyrgðarfjelaga, sem
stofnuð eru samkvæmt sjerstökum
lögum, mega ekki aðrir reka hjer á
landi ábyrgðarstarfsemi en hlutafje-
lög, innlend eða útlend, eða fjelög
með gagnkvæmri ábyrgð eða fjelög,
sem rekið hafa ábyrgðarstarfsemi
hjer á landi í full 2 ár, er lög þessi
öðlast gildi, enda fullnægi þau öll
skilyrðum þeim, sem hjer fara á
eftir. Það er ábyrgðarstarfsemi sam-
kvæmt lögum þessum, að taka að
sjer gegn iðgjöldum um lífsábyrgðir
og vátryggingar, hverju nafni sem
nefnast. Starfsemin telst því aðeins
rekin hjer á landi, að framboðin
sjeu á einhvern hátt af ábyrgðarfje-
lags hálfu viðskiiti innanlands, en
ekki þó hjerlendir menn leiti til á-
byrgðarfjelaga í öðrum löndum, sem
ekki hafa erindisreka hjer í landi,
og fái ábyrgðir hjá þeim.
2. gr. Nú vill útlent ábyrgðarfje-
lag reka starfsemi hjer á landi, og
skal það þá hafa aðalumboðsmann,
einn eða fleiri, búsettan hjer, þann
er stjórnarráðið löggildir. Aður en
slík löggilding er gefin skal fjelagið
afhenda stjórnarráðinu yfirlýsing um,
að það hafi varnarþing hjer á landi
á þeim stað, þar sem aðalumboðs-
maður, sá er í hlut á, er búsettur, f
öllum þeim málum, sem rfsa kunna
út af ábyrgðum, sem fjelagið tekst
á hendur gagnvart hjer búsettum
mönnum, eða stofnunum hjer á landi.
Ábyrgðarskfrteini skulu vera á ís-
lensku, og skal þar tekið fram, hvar
varnarþing sje. Að því er til sjóvá-
tryggingar kemur, skal það þó vera
á valdi þess, sem ábyrgðar leitar,
hvort hann vill fá ábyrgðarskírteini
á íslensku eða á útlendu máli.
Nú vill erlent ábyrgarf jelag eigi
.gjalda það fje, sem það hefur verið
skyldað til með íslenskum dómi, og
skal þá stjórn íslands sjá um, að
þeim dómi verði fullnægt. Kostnað
tekur hún úr landssjóði, en gjalda
skal dómhafi hann aftur, þá er hann
hefur fengið leiðrjetting mala sinna.
Undirumboðsmenn getur aðalum-
boðsmaður sett út um landið, þar
sem honum sýnist, en hann ábyrg-
ist gagnvart vatryggendum fyrir
fyrir hönd fjelags sfns allar gjörðir
undirumboðsmanns, er snerta starf-
semi fjelagsins hjer á landi. Til-
kynna skal hann stjórnarráðinu,
hverjir sjeu undir umboðsmenn.
3. gr. Öll ábyrgðarfjelög, er starfa
hjer á landi, skulu háð eftirliti stjórn-
arráðsins um það, að ekki sjeu sett
nein ákvæði f abyrgðarskfrteini þeirra,
sem koma í bága við gildandi lög.
4. gr. Verði ábyrgðarfjelag, er
starfar hjer í landi samkvæmt 2 gr.,
uppvfst að þvf, að hafa f verulegum
atriðum vanrækt að uppfylla skuld-
bindingar sfnar og skyldur, hefur
fjelagið fyrirgert rjetti sfnum til þess
að taka að sjer nýjar ábyrgðir hjer
landi, eftir nánari ákvörðun stjórnar-
raðsins í hvert skifti.
5. gr. Sjerhverju ábyrgðarfjelagi,
er starfar hjer á landi, er skylt að
senda stjórnarráðinu á ári hverju fyrir
aprillok skýrslu um starfsemi fje-
lagsins undanfarið ár f því formi,
sem stjórnarráðið akveður, sbr. lög
nr. 20, 3. okt. 1903.
6. gr. Brot gegn 1. gr. þessara
laga varða sektum frá 500—5000
krónum, sem renna í landssjóð. Mal
út at slíkum brotum skulu rekin
sem almenn lögreglumál.
7. gr. Lög þessi öðlast gildi I.
janúar 1914.
Marconísanibönd í enska ríkinn.
Neðri málstofan enska samþykti 8.
ág. með 210 atkv. gegn 138 samn-
inga stjórnarinnar við Marconífjelag-
ið um loftskeytasambönd, er nái yfir
alt enska ríkið, og hefur áður verið
sagt frá þeim hjer í blaðinu. Sumir
vildu að stjórnin sjalf ljeti vinna
verkið, og var allmikil deila um það,
enn hitt varð ofan á.
Óeirðir í Ulster. Um miðjan
ágúst urðu götubardagar f London-
derry og var einkum hörð árás gerð
á verksmiðju eina, þar sem kaþólskir
menn vinna. Fjórir lögregluþjónar
voru særðir með skammbyssuskotum
og aðrir með steinkasti. Borgmeíst-
arinn bað um herliðshjalp til þess
að stilla til friðar.
Kuldi í Mið-Evrópu. Rjett fyrir
miðjan ágúst varð alt að því 3ja st.
næturfrost í Baiheimi í Austurriki og
víðar var óvenjulegur kuldi. Harð-
ar haglskúrir fylgdu, og skemdi
þetta mjög gróður.