Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.10.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.10.1913, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. V eltusnndi 1. Talaimi 359. LOGRJETTA Rltstjórl: PORSTEINN GÍSLASON Plngholtsstræti 17. Talsimi 178. M 40. Reykjavik 1. október 1913. vni. árg. I. O. O. F. 941039. Lárus Fjeldsted, YflrrJettarmilafíorælumæOur. Lækjargatn 2. Helma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappir og allskyDs ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfusar Eymundssonar. 6rimðarverk Jilgara. Ut af kærum Tyrkja og íbúanna f Adríanópel yfir höfuð gegn Búl- gurum fyrir grimdarverk og illa fram- komu eftir að þeir höfðu fengið yfir- ráð í Þrakíu, höfðu Rússar sent þang- að nefnd manna til þess að rann- saka þetta. Nefndin telur kærurnar ekki aðeins á fullum rökum bygðar, heldur segir hún, að grimdarverk Búlgara þar sjeu svo hræðileg, að þeim verði ekki með orðum Iýst. Dátar þeirra hafi svívirt konur í þús- undum, rænt og myrt. Einstök atvik sjeu svo svívirðileg, að ekki verði frá þeim sagt. Meðal þektra manna, er verið hafa þarna austur frá og staðfesta þessar sögur, er franski rithöfundurinn Pierre Loti. Hann kveðst sjálfur hafa sjeð merki um aðfarirnar í þorpinu Ha- ouza. Þar höfðu Búlgarar rekið særða, tyrkneska fanga inn í Tyrkja- kyrkju þorpsins og neytt þá til að brjóta þar niður með kylfuhöggum marmaraskrautgripi kirkjunnar. Inni í kirkjunni lágu nokkrir særðir og sjúkir fangar. Grafir voru þar brotn- ar upp og til og frá um kirkjuna lágu bein dauðra manna. Upp úr brunni þorpsins lagði megna ólykt. Búlgarar höfðu fylt hann með líkum af svívirtum konum og limlestum börnum, síðan byrgt hann og hlaðið ofan á hann brotnum legsteinum. iooo manns höfðu búið f þorpinu, og af þeim lifðu eftir 40. Þeir þökk- uðu P. L., er hann sagði þeim, að hann ætlaði að segja sögurnar það- an vestur um Evrópu. Frá Adríanópel segir hann þær sögur, að stórt blóðbað hafi staðið þar til, er Tyrkir komu og tóku borg- ina. Sjálfir ætluðu Búlgarar að myrða Tyrki, en höfðu fengið Armeningum vopn, og þeir áttu að myrða Grikki. Alt var undirbúið og hlutverkum skift. Síðasta nóttin, sem Búlgarar höfðu yfirráðin í Adríanópel, var hræðileg. Aldrei höfðu aðfarir þeirra verið verri en þá nótt. Tyrkir voru þá væntanlegir, en ekki eins fijótt og þeir komu. í dögun um morguninn flaug frjettin hús úr húsi, að Tyrkir kæmu. Menn grjetu af gleði, Grikk- ir og Gyðingar jafnt sem Múhameðs- trúar menn. Búlgarar flýðu þá borg- ina svo ótt sem þeir máttu. Þó drápu þeir um leið síðustu tyrknesku herfangana og steyptu þeim ofan í brunnana. Einn tyrkneskan herfor- ingja náðu þeir í, er varð þeim of nærgöngull. Það var þektur maður. Ur honum stungu þeir augun og hjuggu af honum báða handleggina. P. L. kom út í ey eina, og höfðu þar 5000 tyrkneskir fangar verið sveltir til bana. Hann sá, að börk- urinn hafði þar verið nagaður af trjánum svo langt upp, sem menn gátu náð til. Hann segir það áreið- anlegt, að eftir að fangarnir höfðu vórið sveltir þar í 14 daga, hafi Búl- garar skorið á háls þá fáu, sem eftir lifðu. Sögurnar um aðfarir Búlgara seg- ist P. L. að mestu hafa eftir Grikkj- um og Gyðingum. Hann segir, að það sje beinlínis glæpsamlegt verk, ef stórveldin gangist fyrir því, að Adrfanópel sje fengin í hendur Búl- gurum. Þeir sjeu afhrak hinna slaf- nesku þjóða, og það verði óafmáan- legur skammarblettur á Rússum, ef þeir fari að draga taum þeirra f þessu máli. — Ritar hann þetta meðan því var haldið fram af Búlgurum, að stórveldunum væri skylt að halda uppi friðargerðinni í Lundúnum. Enn ófriöui* á Ilalkanika^a. Símað er frá Khöfn 26. þ. m. að uppreisn sje í löndum Serba og Al- baníu. Búlgarar rói undir. Serbar vígbúist. I*ýskl Iierinn. Brjef, sem Aug. Bebel á að hafa skrifað skömmu fyrir dauða sinn um hermálin þýsku, og síðan hefur verið prentað í ensku blaði, hefur vakið allmikið umtal í útl. blöðum. Hann segir í brjefinu, að nýju herlögin þýsku beri ekki að skoða sem vott um vaxandi ófriðar- hug gefln Frakklandi, heldur sjeu þau fram komin vegna þess, að Þýskalandskeisari hafi komist á þá skoðun út af Balkanstríðinu, að her- skaparútbúnaði Þjóðverja mundi vera allmjög ábóta vant, þar sem Tyrkir höfðu áður ófriðurinn hófst haft þýska herforingja til leiðbeiningar og notuðu í ófriðnum þýsk vopn, en sambandsþjóðirnar, einkum Búlgarar og Grikkir, höfðu mestmegnis barist með frönskum vopnum og líka notið leiðbeiningar franskra herforingja í herútbúnaði sínum. Um þetta var allmikið talað í fyrra vetur, meðan á Balkanstrfðinu stóð, og var þá vakið máls á því af Frökkum, að það væru þýsku og frönsku skot- vopnin, sem væru að reyna sig þar austur frá. En Þjóðverjar gerðu þá lítið úr þessu. Ög svo kom það, að Tyrkir þóttu reynast mjög vel í vörninni í Adríanópel, og það mátti þá meðfram eigna þýsku vopnunum, eða með jöfnum rjetti og ósigrarnir áður voru kendir þeim. — En nú hefur brjef Bebels aftur orðið til þess að vekja umtal um þetta, og það bendir á, að Þjóðverjum sjálfum þyki að minsta kosti eitthvað at- huga vert við það, sem gerst hefur í Balkanstrfðinu, og að sumir af þeim telji það ekki óviðkomandi hermenskufyrirkomulaginu heima fyrir. Krýning Gribkjakonungs á að fara fram í mafmánuði næstkomandi með mikilli viðhöfn. Hann á að krýnast með hinni gömlu býzantisku keisarakórónu, sem geymd er í klaustrinn á Aþoshöfða, og í purp- urakápu hinna gömlu keisara, sem lfka er geymd þar í klaustrinu. 100 ára þingmaður. 26. ágúst í sumar varð aldursforseti ungverska þingsins, Josef Madarasc að nafni, 100 ára. Hann hefur verið þing- maður sama kjördæmisins alla tfð frá 1848, eða í 65 ár, en þingmður hefur hann verið nokkru lengur. Af- mæli hans var haldið með mikilli viðhöfn, og kvaðst þá vænta, að hann hjeldi þingmensku enn að minsta kosti næstu 10 árin. Kriiger Búaforseti. Honum hef- ur nýlega verið reist stórt minnis- merki í Prætoríu, og á það að vera tákn um fullkomnar sættir þar í landinu milli Hollendinga og EngJ lendinga. Eins og menn muna flúði Kriiger land, er Englendingar höfðu fengið þar yfirráðin, fór til Evrópu og lauk þar æfi sinni í út- legð. En Englendingar sættust síð- an fullum sáttum við aðalforingja Búaliðsins og þeir náðu þar syðra hæstum völdum og metorðum undir yfiráðum Englendinga, og hefur upp frá því alt farið vel þeirra í milli. Og nú er kórónan sett á alt þetta með því, að minning Krugers er opin- berlega heiðruð þar í landinu með fullri velþóknun sigurvegaranna. — Svo vel kunna Englendingar að koma fram við þær þjóðir, sem eru í bandalagi við þá. Panamasknrðnrinn. Ráðgert hef- ur verið að smærri skip muni geta farið alla leið í gegnum hann um miðjan þennan mánuð, en stærri skip ekki fyr en næsta vor. Rán í Khöfn. 18. ágúst í sum- ar um miðjan dag komu tveir menn inn í afgreiðslustofu sparisjóðs eins á horninu á Austurbrúargötu og Nöjsomhedsvej, otuðu skammbyss- um að afgreiðslumönnum tveimur, sem þar voru inni, og bundu þá síðan, en stálu úr sjóðnum 9000 kr. Lengi var leitað að þjófunum, og um síðir hafðist uppi á þeim. Annar var þýskur, hinn danskur. Sá danski fyrirfór sjer áður hann kæmist undir manna hendur. Ginlio Ulivi heitir ítalskur verk- fræðingur, sem er að verða frægur fyrir ýmsar uppgötvanir. Þar á meðal eru svokallaðir F-geislar, en það er þeirra náttúra, að þeir kveykja í sprengiefnum á mjög löngu færi. Hann segir að sú uppfundning sín eyðileggi hernaðinn eins og hann sje nú rekinn. Af öðrum uppfundning- um hans eru helstar taldar hraða- mælir á bíla, vjelarplógur og fleiri akuryrkjuverkfæri, og svo flugvjel með öðrum útbúnaði en áður hefur þekst. Hann hefur dvalið í París nú að undantörnu og kvað hafa fengið þar styrk af ríkissjóði' meðan hann hefur fengist við F-geislaupp- fundninguna. Hann er aðeins 33 ára gamall. Manúel fyrv. Portúgalskonungnr er nýlega kvæntur þýskri prinsessu, Augustu Victoríu af Hohenzollern. Ungur málari. Magnús Á. Árnason sýnir málverk eftir sig, í fyrsta sinni, þessa dagana í Iðnskólanum. Það eru nær ein- göngu landslagsmyndir og allflestar málaðar með vatnslitum. Menn eru ávalt djarfastir í dóm- um sínum um byrjendurna, í hverju sem er, og er hætt við, að þessi ungi maður fari ekki varhluta af því. Á all- mörgum af myndunum eru augljósir viðvaningsgallar, sem sýna hálfgert falm með penslinum; náttúrumyndin hefur orðið honum örðugri en hann hefur haldið, höndin hefur ekki verið nógu lipur þegn viljans. Svo er t. d. um „Skógafoss", „Lambafell" o. fl. Með myndinni „í tunglskyni við Skerjafjörð*1 hefur honum algerlega mistekist að sýna tunglskin. Þótt ófullkomleiki byrjandans sje nokkuð skýr á þeim, þá sýna þær þó, að hann hefur gott auga til að velja sjer fyrirmynd og eins mjög mikla lipurð; drættirnir eru ekki stirðir; þeir eru liprir og mjúkir, jafnvel svo, að áhorfandinn nýtur myndarinnar fullkomlega, þrátt fyrir gallana. En list er ekki það eitt, að geta dregið myndina rjett upp á dúkinn eða blaðið. Það er valið á litunum, sem sýnir listgæfni málarans. Nátt- úran er ekki altaf falleg, síst alt í henni. Listin er að endurnýja hana í því ljósi, sem hún er fegurst í. Það hefur þessum unga manni tekist víða. Það er hrein nautn að horfa á t. d. „Þríhyrning", „Sólsetur" — sem er einkennilegt olnbogabarn, að vera rammalaus, ein af örfáum — „Rúst- ir“ 0. fl. Enn eru nokkrar myndir, sem bein- línis fylla mann aðdáunar, svo sem „Sólarupprás", „Þokubakki", „Sól- setur við sjó" o. fl. Þær sýna best sjáandi auga og tilfinninganæmi lista- tnannseýms, ekki síst, er maður veit, að maðurinn er aðeins átján ára. Nokkrar blýantsteikningar eru þar líka, andlitsmyndir, sumar mjög fín- lega gerðar. — — — — „Jeg leyfi mjer að óska höf- undinum til hamingju í allri ein- Iægni. Hafið þjer lengi fengist við að mála? Hvar hafið þjer notið til- sagnar til þess að ná þeim þroska, er þjer þegar hafið náð?“ „Jeg er of lítið mentaður", svarar hann heldur stilt. „Jeg hef verið við húsamálningu með systur minni. í fyrra sumar vorum við á Hól- um í Hjaltadal. Þar er fagurt, Þar fór jeg fyrst að reyna að gera myndir af náttúrunni. — Þjer sjáið þarna dálitla olíumynd frá Hjaltadal, Hún er ein af fyrstu myndunum. Jeg heitstrengdi, að jeg skyldi halda áfram við þetta. Með sumarkaup mitt fór jeg utan — með botnvörp- ung til Hull, dvaldi þar þrjá daga hjá svo fallegri stúlku og góðri, að jeg gat ekki annað en orðið allgóð- ur í ensku eftir, þótt jeg væri lítt góður áður. — í Khöfn gat jeg gengið fimm mánuði í „Det tekniske Selskabs Skole“. Þaðan eru þessar gipsteikningar. Það er öll sú mentun, er jeg hef notið. Með vorinu hvarf jeg heim aftur. í sumar hef jeg ferðast dálítið hjer heima, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyja- fjöll — á landi ferðast jeg ávalt gangandi. Frá þeim ferðalögum eru þessar myndir flestar. Af því hent- ugt tækifæri var til að halda sýn- ingu mfna, greip jeg það. Að bíða með að sýna nokkuð þangað til jeg sjálfur væri orðinn ánægður með allar myndirnar, hefði orðið æði langt, lfklega æfilöng tíð!“ „Og þjer eruð ákveðinn 1 að hald áfram?" „Áfram? Auðvitað held jeg á- fram I “ „En hvernig? Hafið þjer nokkur efni eða von um styrk frá nokkrum?" „Nei. En jeg veit varla hvernig líf mitt hefur oltið áfram hingað til, eftir að við systkinin urðum föður- laus, en jeg veit það veltur eins framvegis, einhvern veginn. Jeg er ekki vanur aðeins hinu besta. Jeg á aðeins heima þar sem fagurt er, og jeg ætla að reyna að túlka það eins vel og jeg get og má —----------*. Jeg trúi því, eftir sumu á þessari sýningu að dæma, að hann eigi hjartans mál til að bera fram og, að það sje sama og mál fegurðarinnar. Kórmákur. Kenning Únítara. Fundarrœfla eftir séra Rðgnvald Pétursson. (Niðurl.). ---- Kirkjusiðir eru flestir þeir sömu og í öðrum kristnum kirkjum, nema niður- skiftingu guðspjallanna fyrir kirkjuárið er alls ekki fylgt. Presturinn má velja hvert það efni, er honum sýnist að eigi við, til umræðu á sunnudögum, og er þábúist við, að hann lesi samhljóðandi kafla, er hann hefir valið úr ritning- unni. Lesa má hann og fleira, er hon- um virðist við eiga og nokkurn lærdóm hefir að geyma, svo sem úr trúarritum Austurlanda, ljóðum skáldanna og þess háttar. Ræðan er sjaldnast útskýring lexíunnar, sem lesin er, heldur gengur út á svipað efni, frá nútíðarsjónarmiði skoðað. Skírn, hjónavíxlur, ferming og greftranir eru kirkjulegar athafnir, og hjá þeim, sem það vilja, altarisganga, en þó er altarisgangan aldrei skoðuð annað en minningarathöfn, til minningar um Jesús og dauða hans, ptslarvættisdauð- ann fyrir sannleikann. Víðast hvar er þó altarisgangan lögð niður.-------- Við greftranir framliðinna er fylgt að mestu þeim sömu siðum og tíðkanlegir eru 1 hinni almennu kirkju. Þó er aldrei kastað nema einni reku og þá við höfð þessi orð: »Duftið hverfur aftur til jarðarinn- ar, hvar það áður var, en andinn fer til guðs, sem gaf hann«. Samkvæmt hinni nýju handbók íslensku kirkjunnar, sé ég að þessi orð eru þar innfærð nú, og ætluð til hinnar sömu athafnar. Enda virðast þau vel til þess fallin, því vissu- lega trúa engir nú orðið á upprisu líkam- ans, að hann fái aftur risið upp 1 sinni fornu mynd, sem eftir einn áratug er orðin mold og aska. Geta því eng- in orð átt betur við greftranir en ein- mitt þessi. Þvl um leið og menn láta af tilbeiðslu dýrlingabeina og helgra dóma, hverfur trúin á upprisu holdsins, því hvorttveggja byggist á hinu sama, að andi þess framliðna eigi enn bústað f og hjá jarðnesku Ieifunum. Að lokum nokkur orð um útbreiðslu kirkjunnar nú um þessar mundir. Eins og þegar hefur verið bent á, er hún út- breiddari að áhrifum en roannfjölda. Skoðanir hennar flestar eru komnar út til almennings og orðnar hans eign. En allur meginþorri fólks flokkast enn undir nöfn hinna eldri kirkjudeilda, þótt horfið sé frá þeim skoðunum og ekkert orðið eftir nema nafnið. Það eru aðeins þeir, sem þroskaðir eru, sem náð hafa and- legu og vitsmunalegu sjálfstæði, er und- an því fargi vanans og hefðarinnar komast, að vera undirseldir n a f n a - þ j ó n u s t u. En áhrif þeirra eru líka meiri og afkastadrýgri. Munar meira um hvern þeirra einan, en þúsundir hinna. Þó er kiikjan nú orðin allútbreidd. Sterkust er hún þó í Austur-Bandaríkj- ' unum og á Englandi. í Þýskalandi, á Norðurlöndum, á Ítalíu, á Hollandi og Ungverjalandi hefir hún einnig náð allmiklum þroska. Um síðustu aldamót, á 75. ársþingi Unitarakirkjufjelagsins í Bandaríkjunum, var stofnað »Alþjóðaþing Unítara og annara frjálslyndra, kristilegra trúar- félaga«. Fyrir stofnun þess gengust for- menn kirkjunnar í Bandaríkjunum, þeir feðgar, Dr. Charles W. Eliot, forseti Har- wardháskólans, og sonur hans, Dr. Sa- muel A. Eliot, forseti kirkjufélagsins amerfka. Enn fremur Dr. J. Estli Carpenter, forseti Manchester New Col- lege f Oxford; prófessor Jean Reville í París; Dr.' Otto Pfleiderer o. fl. Til- gangur þessarar félagsmyndunar var sá, að draga saman og koma í kynning hvorum við annan frjálslyndum mönn- um víðsvegar um heiminn; enn fremur að bera sig saman f trúarefnum, og á þann hátt að efla og útbreiða gleggri og yfirgripsmeiri skilning á frjálslyndum kristindómi. Þessi þing hafa mætt hinum ágæt- ustu viðtökum, og allir höfuðstaðir Norðurálfunnar hafa sótst eftir að fá þau haldin hjá sér. Þing þessi hafa komið saman annaðhvert ár og verið haldin á eftirfylgjandi stöðum: Lundún- um, Boston, Haag, Genf og Berlín. Hver áhrif þessara þinga kunna að verða, er ekki hægt að ákveða uú, en ekki er það óhugsandi, að áður en öldin er liðin hafi þau breytt algerlega af- stöðu og kenning hinna kristnu trúar- lærdóma við það, sem nú er- Það er þegar farið að vitna til ályktana þeirra og skoða hinn óvilhalla skilning þeirra á merkum atriðum trúarlærdómsins sem sannastan og lausastan við alt flokka- ofstæki og eigingirni. Hvað framtíðin ber í skauti einstak- lingunum eða hinum margvíslegu mál- um mannfélagsins, fær enginn nú með vissu séð. En eitt er vfst, að alt, er miðar í áttina til fyllra frelsis, meiri framfara, á bjarta og fagra framtíð. Og þá verður það, er snertir andlegt frelsi og víðsýni manna, ekki eftir skilið, er hitt verður tekið. Sannleikurinn hefir ávaltsigrað í öllum efnum, og svo mun enn fara. Framtíð Unítarakirkjunnar er vís. Það sanna, sem hún hefir að flytja, lifir, hitt hverfur, og má hverfa, eins og alt annað, er gagnar augnablikinu, en deyr eilífðinni. Erindi þetta er í molum. Það hefir verið samið nú undanfarna daga, í snún- ingum og á hlaupum. Ég hefi drepið á helztu atriði trúarlærdóma vorra og kirkjusiða; síður en ekki getað farið ítar- lega út í neitt. Enda hefði það ef til vill síður átt við. Vilji menn spyrja nokkurs frekar viðvíkjandi kenningum Únítara, skyldi mér vera ánægja að hlýða þeim spurningum, og leysa úr þeim eftir þvf sem ég hefi föng til.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.