Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 23.06.1915, Side 2

Lögrétta - 23.06.1915, Side 2
102 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst óo blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á lslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi I. júlí. lækkað um eitt ár í hvert sinn, til þess er þeir allir, sem kosningarrjettur er ætlaður, hafa náð honum. Jafnframt eru kjörgengisskilyrSin þrengd aS því leyti, að dómarar, sem ekki hafa umboösstörf með höndum, verða ekki kjörgengir. Þó tekur þaö ákvæSi ekki til þeirra dómara, sem nú skipa lands- yfirrjettinn. AuSvitaS eru breytingarnar nokkr- ar fleiri. En þessar eru helstar. Eftir G. Hjaltason. I. Inngangur. Jeg fór um Skaftafellssýslu i mars, apríl og maí í vor og hjelt 80 fyrir- lestra í 15 ungmennafjelögum þar. Aldrei hef jeg aS öllu samlögSu far- iS jafn skemtilega ferS. Er þaS aS þakka fólkinu, landslaginu, hestun- um og veSrinu. Og aldrei hef jeg heldur fariö lærdómsrikari ferS. LandslagiS má t. d. heita rjett óviS- jafnanlegt. Þaö er svo stórkostlega margbreytt. VíSa annarstaöar, bæöi hjerlendis og erlendis, eru jöklar, sandauönir, og stórár, gömul og nýleg hraun og forngrýti og hafnlaus, brimsollin strönd viS reginhaf, grassljettur og grænar hlíöar. En þetta er þá oft sitt í hverju landi. En svo gott sem aldrei í sama landinu alt. Og hvergi nokkurstaöar er þetta alt samein- aS eins og í Skaftafellssýslu. Hún er því alveg einstök í sinni röS, er al- veg einstætt undur náttúrunnar. Jeg hef stundum sagt, aS sá sem þekti landiö vel kring um Faxaflóa og upp frá honum, hann þekti flest einkenni lands vors, t. d. láglendiS meö mýrum, holtum og hömrum, dal- ina, lágu hálsana og háu fjöllin, stöSuvötn, ár og fossa, jöklana, eld- fjöllin (þó nú sjeu útbrunnin), hraun- in, gjárnar, hellana, hveri og laugar, liparits og stallagrjótsfjöll, fiskiver og varpeyjar. En hann hefur ekki sjeö sandana, sandavötnin, jökulhlaupin eSa för þeirra. Ekki sjeö gabbrófellin, ekki veru- leg fuglabjörg. II. Mýrdalur. Um hann hef jeg einu sinni áSur fariS fyrirlestraferS. Hann er vest- asti hluti sýslunnar, rjett austan viö Jökulsá á Sólheimasandi. Þegar aust- ur fyrir hana er komiö, þá kemur maður fyrst aS Sólheimahverfinu og svo aS Pjetursey. Hún er hátt mó- bergshamrafell, og eru 5 bæir viS hana, austan og sunnan vert, en aS vestan og norSan viS hana er nokk-* uS af Sólheimasandi. Hann er varS- aöur, og ganga börn yfir hann frá Pjetursey í skólann i Eystri Sólheim- um. Þar, og í austasta bæinn í Pjet- ursey, hef jeg oft komiS; ágætt fólk og viStökur. Er litiS en efnilegt ung- mennafjelag myndaS í þessum vest- asta hluta Mýrdalsins. Fyrir austan bæi þessa eru tvö minni jökulvötn, Klifandi og Hafursá, gera stundum farartálma. Fyrir austan vötn þessi er Dyrhóla- hverfiS og nokkrir aSrir bæir. Þar er Litlahvammsskóli. Þar kenni,r Ste- fán Hannesson, vel heima í kenslu- fræSi og heldur góSa fyrirlestra. Þar skamt frá er kennari Þorsteinn FriS- riksson, fjölfróSur og eykur mikiS þekking sína, er hann og uppalinn á góSu heimili. Hefur þaS mikla þýS- ingu fyrir hvern kennara. Skamt þar frá er Eyjólfur á Hvoli, velgefinn efnisbóndi. En tún hans og nábúanna er í voSa frá Hafursá. Jökulvötnin eru oft „jörmunefldir jötnar“, sem „jafna um framfarirnar". Hinn eiginlegi dalur í Mýrdalnum liggur norSur og upp frá Dyrhólaey. Hann er stuttur og breiSur og mestur hluti hans er tómt engi, og svo lón og sandur fyrir framan þaS viS sjóinn. Þar er þriSji skólinn í Mýrdalnum, Deildarskólinn,og rjómabú skamt frá. Þar er Hvammur og þar býr Sveinn Oddsson, einhver fornfróSasti bónd- inn í sýslunni af þeim sem jeg þekki nokkuS. Sá jeg hjá honum margar gamlar bækur skrifaSar, fremur fá- gætar; einnig 60—70 rúnastafrof, hvert öSru ólíkt; minti þaS mig á hiö mikla rúnastafrofasafn kennara f Fantanir á öllum stærdum af ekta flagfg’dúkum afgfreiddar í Vöruhúsinu. Nýjustu bækur: F íslensk söngbók. 300 söngvar. 2. útg. endurskoöuS. VerS innb. kr. 1.75. Guðm. Finnbogason: Vit og strit. VerS innb. kr. 1.35. Fást hjá bóksölum. m Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík. JB í dag opnar Versl. Edinborg búð sina í Ing-ólfshvoli Hafnarstræti 14. Við samning hinnar nýju hluthafaskrár, vantar ýmsar upplýsingar um hluthafa hjer í bænum, og eru því ALLIR HLUTHAFAR í Reykjavík og nágrenni góðfúslega beðnir að sýna hlutabrjef sín SEM FYRST á skrifstofu fjelagsins í HAFNARSTRÆTI 16 (uppi), opin frá kl. 9—7. Stjórnin. Siguröar Lynge á Akranesi 1872. Nema hvaS SigurSur átti enn fleiri rúnategundir. Tvær silfurskeiöar átti Sveinn frá 1726 og 1728 og grárós- aSan leirbolla víst 100 ára gamlan. í Reyni í sama dalnum er fjórSi skólinn. Og er bóndinn þar Magnús Finnbogason aö hugsa um aö koma þar á raflýsingu. í Vík er fimti skóli Mýrdæla. Nú er VíkurkaupstaSur raflýstur, kostaði lýsingin um 8 þús. kr. og lýsir upp 31 hús. Þar er Halldór kaupmaöur, mikill og góökunnur. FleyrSi jeg alla láta mjög vel af hon- um; alla segja hann ríkan en engan öfunda hann; er slíkt gott merki. Rjettlátur og hjálpsamur auSmaður kemst oftast hjá öfund allra nýtra manna, og sannast þaö í þessu. En ckriS hata allir; og trúin á friöhelgi okraSs auös minkar meir og meir, þaö sannast. ÞaS veröur hættulegt aö ætla sjer aö græSa á hallærinu; gróSi sá veröur of dýrkeyptur um þaS lýkur. í Mýrdalsfjelögunum hjelt jeg 9 fyrirlestra á austur, en 7 á vestur- leiöinni; yfirleytt vel sótt, hjelt þar nokkra áöur, 1911. Var bætt góöum smáræSum viS þá nú eins og áöur; vekja þær og auöga anda minn. En annars heyri jeg oflítiS af þeim. RæSur annara styrkja og liöka ræöu- mann hvern. Ungmennafjelögin þar eru fjögur, tvö nýstofnuö. FjelagiS GarSars- hólmi hefur búiS til 240 ferfaSma trjáræktargarS og 130 ferf. sundpoll. Og fjelagiö í Víkinni hefur líka kom- iS upp gróörarstöö 225 ferf. En er nú nokkurt gagn i girSing- um þessum? Já, meira eSa minna gagn eftir því hvernig á er haldiö. Skógræktin veröur nú auövitaö þar, eins og annarstaSar á landi voru, sein á sjer, einkum fyrstu árin. En með áhuga og þolinmæSi vinst þó eitt- hvaö í henni sem ööru. Og færi svo, aö hún mishepnaSist x sumum ung- mennagirSingum, þá yröu þær samt ekki óþarfar, þaö mætti þá hafa þær fyrir kartöflu- og kálgaröa. Annars eru þessar og aörar girö- ingar mesta og fyrsta ræktunarstarf- iS. Alveg gagnlaust aS gróöursetja skóg eSa aSrar plöntur, nema alveg gripheld giröing sje alt í kring um þær, helst gaddavír ofan á dugleg- um grjót- eöa torfgaröi. í Pjeturseyjar, Dyrhóla og Víkur hömrum er oft grösugt, einnig hvann- stóS á móbergssyllunum. Verpa þar sjófuglar, og er þar fuglaveiSi nokk- ur. Svimandi hátt er aö síga þar, en þessu venjast þeir, bregöur ekki meira viS þaS en brimgaröana. Kletta- menskan og sjómenskan þar, eins og víSar á landi voru, er ekki lakari hreystiskóli en hermenskan. III. Mýrdalssandur. Hann er 3.mesti sandurinn í Skafta- fellssýslu. Reiö jeg austur yfir hann á 6 tímum, haföi duglegan fylgdar- mann og sterka og vana hesta; sól- skin og snjólaust yfir sandinn. En sú eyöimörk! Vestantil á sandinum varla stingandi strá, og þar er Múla- kvísl, voSavatn oft, einkum á sumr- in. Nú var hún rjett nefnd smákvísl, þvi hún var ekki í hnje. Farvegur hennar er fjarska breiöur, og sýnir glögt, hvílíkt tröllafljót hún getur « oröiS. Þegar kemur austur undir miSjan sandinn, þá kemur Háöldu- kvisl. Hún var nú milli hnjes og kviöar og er sjaldan meiri, enda er hún uppsprettuvatn. Fyrir austan hana er Blautakvísl, var í hnje, en í henni er sandbleyta. Milli kvísla þess- ara er sandurinn hálfnaöur. Fyrir austan þær er Dýralækjar- kvísl, þar hefst melgróður og hraun og stórar vöröur viö veginn., en vest- ur á sandinum eru staurar meö um 60 faöma bilum á milli viS veginn. Göturnar á sandinum sjást vel þegar snjólaust er. Austan viö Dýralækjarkvísl er sæluhúsiSi ÞaS er steinsteypt meS járnþaki og sterku lofti og jötum niöri. Virtist ekki óhlýtt, en er lítiS. AnnaS sæluhús er ofar og vestar á sandinum — þaö er austan til í Haf- ursey. Hún er hátt fjall, sem stendur eins og eyja upp úr Mýrdalssandi upp viS jöklana, lík HjörleifshöfSa, sem stendur eins og önnur fjalleyjan upp úr sandi þessum niöur viö sjóinn. Sæluhús þetta er bygt úr móbergi og torfi meS 2 jötum, lofti og góöu járn- þaki, og er stærra en hitt. Hjá þvi liggur efri vegurinn yfir sandinn, eru staurar viS hann og vötn heldur minni. Fyrir austan DyralækjarsæluhúsiS er líka melgróöur um sandana. Aust- ast á aðalsöndunum eru enn þrjár kvíslar, sem Kælarar heita. LítiS vatn var í þeim nú. En annaS er nú á öörum árstímum! Og þá er sandur- inn líka hræSilegur, ýmist vegna ó- færSar eöa illviðra, og oft vatna. Jeg fór um Skaftafellssýslu svo aS segja um fjöru og í fögru góðviðri. Óg þaö var sönn gamanför. En aS fara um hana í vatnavöxtum og illviSrum, þaS er eitthvaS annaö. IV. Álftaver. Sveit þessi er austan viS Mýrdals- sandinn. Hún er sljettlend, mýrlend Gg sendin meS melgígum hingaS og þangaS sunnan og vestan viö bygS- ina. Útsýni mikið og fagurt: Mýr- dalsjökull í vestri, Torfajökull í út- norðri, SíSufjöllin og Vatnajökull þar norSur af. Og svo Öræfajökull í aust- norSri. Ber mest á Mýrdals og ör- æfajökli. BiliS á milli þeirra er álíka breitt og Faxaflói. Og á því eir mestur hluti V.-Skaftafells- og nokk- ur hluti Au.-Skaftafellssýslu. Blánar mjög í fjærstu fjöllunum af fjarlægS- inni. í Verinu er Þykkvabæjarklaustur. Þar var Þorlákur helgi. Og í fyrir- lestrinum öðrum mintist jeg hans vel, og svo Jóns helga og GuSmundar goða, sem sannkristinna hugsjóna- manna. Vjer höfum ekki enn þá lært aö meta kosti þessara ágætu mikil- menna maklega, síst þó GuSmundar. Fornöldin skildi þá og virti betur en vjer. Þeir voru þó ekki pápískari og ráðríkari en Jón biskup Arason. Mjer finst hann nú alt af talsvert katólsk- ari harSstjóri en þeir. En þetta fyrir- gefum vjer honum. Er þaö fyrir pisl- arvættisdauöann? eöa DanahatriS? Þeir Þorlákur og GuSmundur þoldu talsvert fyrir sannfæring sína. En þeir hötuöust ekki viS útlenda. Þeir vildu leggja ísland undir Róm. Jón Arason var líka tryggur viS páfann. Og ef til vill vildi leggja ísland und- ir Þýskaland, „frá einni plágu til annarar“. í Verinu er skólahús. Þar er líka Ungmennafjelag og hefur þaS girt 50 ferfaöma reit til skógræktar. (Frh.) 4 menn drukna. ASfaranótt 11. þ. m. fórst vjelbát- ur, sem „Báran“ hjet, frá NorðfirSi. var báturipn viS fiskiveiöar, en hvast og vont i sjó, og sást hann síðast und- ir seglum. Á honum voru 4 menn, 3 af þeim hjeðan úr Reykjavík: Bjarni Gíslason, frá Holtsgötu 8, formaður, Magnús sonur hans, um tvitugt, og Sigurgeir Jónsson, vjelamaöur, en 4. maðurinn var Jón Ásgeirsson úr ÁlftafirSi i ísafjarSarsýslu. Þmgfmálafimdir. 18. þ. m .hjelt sjera Sig. Stefáns- son þingmálafund á ísafiröi. Var þar samþykt meS miklum atkvæðamun aS lýsa ánægju yfir tilraunum þrí- menninganna til þess að koma stjórn- arskrármálinu í höfn. Einnig samþ. tillaga um, aö rjúfa skyldi þing, ef stjórnarskráin yrSi eigi staSfest. En feld var tillaga frá Helga Sveinssyni bankastj. um aö halda fast viö fyrir- vara alþingis o. s. frv., meS því hún þótti óþörf. Um fánamálið samþykt,' aS því yröi haldiS fram og ekki graut- aS í því með tillögum um gerö hans frekar en orSiS væri. Skúli Thoroddsen, sem nú er stadd- ur á ísafiröi, hafSi boSaS þar til hreppafulltrúafundar 20. þ. m., en aö eins 2 eSa 3 komu á rjettum tima, og fór þá Sk. Th. heim. Einhverjir komu síðar á fundarstaðinn, en Skúli kom ekki aftur og varS svo ekki af fund- inum. 19. júlí hjelt Jóh. Eyjólfsson alþm. þingmálafund á Svignaskaröi fyrir alla Mýrasýslu. ÞangaS komu íu. a. 2 þingmenn hjeSan úr Reykjavík, Ben. Sveinsson og Sv. Björnsson, og töl- uðu um deilumál SjálfstæSismanna nú. En svohljóðandi tillaga frá Jóh. Eyjólfssyni var samþ. í einu hljóöi: „Fundurinn lýsir yfir eindreginni og sárri gremju yfir athæfi þeirra manna Sjálfstæöisflokksins, er orSið hafa til þess aS uppljósta trúnaSar- máli því, sem þrímenningarnir komu meS af konungsfundi og bundiS var fullkominni þagnarskyldu aö viðlögS- um drengskap, — telur þaS óhæfu, er ekki megi viS una.“ I Stykkishólmi hjelt sjera SigurS- ur Gunnarsson fund 19. þ. m. og var samþykt þar, aS rjett væri að fá stjórnarskrána samþykta á þeim grundvelli, sem lagður væri meö til- boöum þeim, sem þrímenningarnir hefðu haft meö sjer, og kunnur væri orSinn af birtingu „Ingólfs“, Einn- ig var samþykt svohlj. till.: „Fundurinn lýsir óánæ£ju sinni yfir því, aö nokkrir þingmenn í Rvík hafa gerst svo æstir, aS rjúfa þagn- arheit sitt um samningatilraunir þrí- menninganna og álítur slíka aðferð ekki samboSna þingmönnum þjóöar- innar.“ Múlsýslungar hjeldu þingmála- ftind viS Lagarfljótsbrú 12. þ. m. og er samþyktin þaðan ekki vel skiljan- leg: Ánægja yfir 30. nóv. SigurSar Eggerz, en jafnframt yfirlýsing um að fundurinn vilji aö stjórnarskráin nái staöfestingu fyrir reglulegt þing, er þingmenn hafi kynt sjer staðfest- ingarskilyrðin og aS „landrjettindum óskertum.“ Saiua var samþykt á fundi í Borgarfirði eystra. Á nokkr- um fundum í Suöurmúlasýslu kvað hafa veriö samþykt stagliS gamla um fullnægingu alþingisfyrirvarans, sem rnenn skilja liver á sinn hátt og því allar slíkar samþyktir einskis virSi. í Gullbr,- og Kjósarsýslu hafa ver- ið haldnir nokkrir fundir, allir fá- mennir, og þar samþyktar tillögur þingmannanna, er fóru í þá átt, aö meirihluta-flokksmönnum væri ekki leyfilegt aS skilja viS flokk sinn, hvernig sem hann breytti, og þarf sú speki engrar útskýringar. flltiiöQísifiooni lýsl. SiSan þrímenningarnir komu heim úr utanförinni í vor, hefur oft veriS mjög óvingjarnlega á þá ráSist í blööunum af sumum fyrri flokks- mönnum þeirra, ekki síst á Guðmund Hannesson prófessor. Bjarni frá Vogi sendi honum nýlega brjef í „Ingólfi" og svarar G. H. því í „ísafold“ á laugardaginn var og ritar þar brjef ti! Bjarna. Hefur þetta brjef veriS mikiS lesiS hjer í bænum og þykir gott, en niðurlag þess er svohljóS- andi: „Úr því jeg er nú eitt sinn farinn aö drepa á stjórnmálastarfsemi þína, þá get jeg ekki kornist hjá því, að minnast á meðferð þína á landsfje. Bæöi skiftir þetta kjósendur þína og allan almenning, en auk þess er mjer ekki um það gefiS, að landsfje sje sólundaö. Vjer höfum nóg með það aS gera. ÓSara en þú komst inn á þing 1909, sóttir þú þaö fast, aS eitthvað „væri gert fyrir þi g“. Þetta leiddi til þess, að verslunarráðanauts- starfiS var stofnaS og þjer veitt þaö, þó enginn vissi til þess aö þú værir verslunarfróður! Á 5 árum var variö í þetta rúmum 40 þúsundum króna og hver var svo árangurinn? Þú seg- ir aö hann hafi veriö mikill og góður. Aftur minnist jeg þess ekki, aS jeg hafi heyrt nokkurn a n n a n mann telja aS starf þitt hafi aS nokkru gagni kom- 1 S. Ef trúa má almenningsálitinu, þá hefur þessum 4° þús. veriS kastaS í sjóinn. Þegar þú að lokum mistir þetta ráöanautsstarf, þá þyrfti enn á ný eitthvaö aö gera fyrir þig. Þá ljet þingiS 2400 k r. af hendi rakna til ritstarfa. Þetta var þó nær sanni en verslunarráSanautsstarfið. En ekki var alt búiö enn. Á síðasta þingi kvaðst þú, þrátt fynr 1200 kr. styrk á ári til ritstarfa, „fara á sveit- ina“ ef ekki væri enn á ný gert eitt- hvaö fyrir þig.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.