Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 26.01.1916, Side 1

Lögrétta - 26.01.1916, Side 1
Nr. 4. Reykjavík, 26. janúar 1916. XI. árg. Bækur, mnlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókaverslun Slolúsar Eymundssanar. Lárus Fjeldsted, Y firr jettarmálafærslumaBur. LÆKJARGATÁ 2. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Framtídarhorfur í landsmálum. RæSa í fjelaginu Fram 22. jan. 1916, haldin af Jóni Þorlákssyni. Þegar formaSur fjelagsins Fram baö mig aS tala hjer i kvöld, þá fanst mjer jeg ekki geta neitaö þvi, eftir þaS traust, er fjelagiS sýndi mjer á síöasta fundi sínum, sem jeg var ekki staddur á, en er þakklátur fyrir. Jeg hef haft mjög mikið aS gera, og þegar jeg Ijet hann teygja þetta loforö út úr mjer, fór jeg satt að segja aS naga mig í handarbökin út úr því. Jeg hefi haft mjög lítinn tíma til undirbúnings, og verö þvi fyrir- fram aö biöja menn afsökunar á því, aö þaö veröur naumast annaö en þunnmeti, sem jeg hef fram aö bera. Við stöndum nú á tímamótum aö því, aö stjórnarskrármálið er nú kom- iö í höfn og ný kosningarlög eru gengin i gildi. Það virðist og vera oröið að samkomulagi milli flestra stjórnmálamanna í landinu, að leggja nú til hliðar þau málin, sem hingað til hafa helst skift mönnum í flokka i landsmálum. Og varðar þá miklu, að nú verði lagt inn á þær leiðir, er horfa til sannra þjóðþrifa. Til þess að gera grein fyrir hvað jeg hafi fyrir augum, er óhjákvæmi- leyt að líta nokkuð yfir liöna tímann, en jeg skal ekki fara langt út í þá sálma, til þess aö þreyta menn ekki með endurtekningum um það, sem allir vita. Það er öllum kunnugt, að fyrstu tildrög til flokkaskiftingar í landinu stafa frá tímum Valtýskunnar, og eitt getur alt af mint á það, hvenær flokkaskiftingin hófst, og það er nafn Heimastjórnarflokksins. Hún hófst þannig, að það tóku sig sam- an nokkrir þingmenn, sem vildu setja það mál efst á baug, að fá stjórnina inn i landið, en þar á móti stóðu aðrir, sem vildu sætta sig við aðrar umbætur á stjórnarfarinu, þótt þessi ekki fengist. Það var því stjórnarskrármálið, eða sú hlið þess, sem lýtur að sambúðinni við Danmörku, sem upphaflega myndaði hina núverandi þingflokka, og afstaðan gagnvart þessari þjóð, sem við lifum í sambúð við, hefur haldið áfram að skifta mönnum í flokka alt fram á þennan dag. Stjórnarskrárdeilunni var ráðið til lykta 1904, þegar stjórnin var flutt inn í landið. Þá varð örstutt hlje, en þá kom bráðlega annað mál, sam- bandsmálið, sem hjelt sömu flokka- skiftingunni áfram. Þó að þessi mál hafi skift flokk- um, er það ekki svo að skilja, að fiokkarnir hafi verið ákveðnir í stefnu sinni. Það má raunar segja, að Heimastjórnarflokkurinn hafi haldið sinni stefnu óbreyttri. Hann hefur veriö samur við sig, og viljað halda fram þeim kröfum, sem hann bjóst við að fengist framgengt, og hann hefur reynt til að fá þeim fram- gengt. En einu sinni hefur hann þó hvarflað frá þessari stefnu, árið 1911, þegar nýjar kosningar áttu fram að fara, og Sjálfstæðisflokkurinn hafði farið meö völdin í tvö ár; þá gaf Heimastjórnarflokkurinn út tilkynn- ing um, að flokkurinn ætlaði ekki að hafa sambandsmálið á oddi við kosningarnar, og vildi ekki ráða þvi til lykta fyr en eftir nýjar kosningar, þó að hann yrði í meiri hluta. Hann vildi þá ekki halda málstað sínum til streitu við kosningar, og munu flest- ir vera á þvi nú, þegar litið er til baka, að það hafi verið honum held- ur til niðrunar, og hann hefði fremur átt að halda fram kröfum sínum, og heldur falla á þeim einu sinni enn, ef svo hefði viljað verkast. En þá mat flokkurinn annað meira. En þótt hann setti málið til hliðar við kosn- ingarnar, þá sýndu aðgerðir flokks- ins seinna, að hann hafði ekki breytt um stefnu. Hann tók upp málið að nýju, og að það tókst þá ekki ao koma málinu i höfn, var ekki flokks- ins sök. Hjá andstæðingaflokknum, sem lengst af hefur kallað sig „Sjálfstæð- isflokk", hefur jafnan verið erfitt að benda á ákveðna stefnu. Það hefur gengið svo i þeim flokki, að máls- metandi flokksmenn hafa iðulega sett frarn kröfur í þessu máli, en jafniðulega hefur flokkurinn horfið frá þeim kröfum aftur, ef eitthvert útlit hefur verið fyrir að kröfunum fengist framgengt. Það, sem því helst mætti segja að hafi einkent flokkinn, er hræðsla við framkvæmdir á því, er hann hefur áður óskað eftir. Þetta hefur aðallega skift. En þó má segja, að jrað sje lika annað verulegt atriði, sem hefur skift mönnum í flokka. Það kom best fram á árunum 1904 til 1908, þegar Heimastjórnarflokkurinn var i meiri hluta og Hannes Hafstein ráðherra. Það er ómögulegt að segja annað, en að á þeim árum hafi komið fram greinileg stefna hjá Heimastjórnar- mönnurn í i n n a n 1 a n d s m á 1 u m, greinileg framfarastefna. Jeg skil ekki annað, þegar litið er yfir sögu landsins frá þyí er við fengum stjórnina inn í landið, en að þetta tímabil standi með nokkrum ljóma, sem það tímabil þegar mikilsvarð- andi málum var komið í framkvæmd, málum, sem hafa hleypt þjóðinni verulega áfram á framsóknarbraut- inni. En gagnstætt þessu hefur frá 1909 og alt fram á þennan dag ver- iö eilíft hringl með stjórnina og hringl með löggjöfina fram og aftur. Það 'eru mest ómerkileg mál, sem liggja eftir löggjöf og landstjórn frá þessu tímabili, og ekkert stórvirki nema að eins eitt mál, sem enn er þó ágreiningur meðal þjóðarinnar um, hvort hafi verið tímabært eða eigi, nefnilega aðflutningsbannslögin. Það er bókstaflega eina þýðingarmikla málið, sem liggur eftir löggjöf og landstjórn frá þessum árum. En frá hinu tímabilinu, 1904—8, má benda á framgang margra stór- mála, sem miðað hafa til sannra þjóðþrifa, svo sem símasamband við útlönd og símasamband innanlands. Það hljóta allir, sem athuga hvað nú er að gerast á þessum stríðstímum, að sjá hvar við hefðum staðið, ef það væri ógert. Þá væri aðstaða okk- ar litlu eða engu betri en í heims- styrjöldinni fyrir 100 árum, árin 1802—1814, þegar landið komst svo að segja í eymd vegna samgöngu- leysis og fyrir það að landsmenn höfðu engin tök á að fylgjast með í því sem gerðist í heiminum, og þvi síður til að grípa fram í viðburðanna rás sjálfum sjer til bjargar. Og það má benda á fleiri mál, sem náðu fram að ganga á þessu tímabili, og eitt af þeim er alþýðufræðslumálið. Fyrir ötult fylgi Hannesar Hafsteins var komið á skólaskyldu fyrir börn; það var stórmál og nýmæli, er fyrstu ár- in orkaði tvímælis, en nú hygg jeg svo komið, að allir hafi sætt sig við lögin, og jeg hygg að þær sveitir sjeu teljandi, sem nú vildu hverfa aft- ur til gamla fyrirkomulagsins. Jeg nefni þetta tvent sem dæmi, annað upp á stórar verklegar framkvæmd- ií, en hitt sem framfaraspor, er hlýt- ur að hafa mikla þýðingu fyrir líf og þroska þjóðarinnar framvegis, þegar þær kynslóðir eru komnar á legg, sem alast upp við þetta nýja fyrir- komulag. Það er ekki hægt að bera á móti því, að Heimastjórnarflokkurinn hef- ur sýnt greinilega framfarastefnu á þessu tímabili, en hjá andstæðinga- flolcknum get jeg ekki sjeð neina stefnu þessi árin. Afstaða þess flokks var mörkuð með ritstjórnargrein í fsafold, eftir Björn Jónsson, fáum mánuðum eftir að hin nýja stjórn tók við völdunum. Þar var kveðið svo að, að það væri nauðsynlegt, að til væri stjórnarandstæðingaflokkur, og j:>að voru leidd rjett rök að því, að svo þyrfti að vera. En svo get jeg ekki betur sjeð, en að stefna flokksins t innanlandsmálum hafi verið ein- göngu í því fólgin, að vera á móti stjórninni, og flestu því er stjórnin vildi láta ná fram að ganga. Og þetta gekk svo langt, að þegar stjórnin tók upp mál, er mótflokkur hennar eða helstu atkvæðamenn hans höfðu hampað fram áður, þá snerist flokk- urinn í heild sinni á móti þeim, t. d. ritsímamálinu. Þetta stefnuleysi i innanlandsmálum var komið langt út fyrir heilbrigðan grundvöll, sem stjórnarandstæðingaflokki er mark- aður, og gat þvi ekki farið vel, enda varð sú raunin á, þvi það varð til þess að margir bestu menn flokks- ins tóku að tínast í hinn flokkinn, og byrjaði það að jeg hygg með því, að Guðlaugur Guðmundsson, er þá var vist formaður flokksins, sagði sig frá þeim i ritsímamálinu, og gekk í Heimastjórnarflokkinn. Og alt fram á þennan dag hefur þetta stefnuleysi i andstæðingaflokknum haft þær afleiðingar, að bestu rnenn hans hafa verið að hvarfla frá hon- um, og yfir í Heimastjórnarflokk- inn. Jeg tel þetta vera stefnumuninn í innanlandsmálum; Heimastjórnar- flokkurinn hefur haldið fram ein- dreginni framfarastefnu, en hinn flokkurinn hefur þó ekki verið í- halds- eða afturhaldsflokkur, heldur stefnulaus, hvort sem hann hefur farið með völd eður eigi. í ritsíma- málinu t. d. var það ekki ihaldssemi, sem mest bar á hjá honum i mótstöð- unni i þinginú. Flokkurinn hafði ekki á móti símasambandi sem sliku, en þeir vildu fara aðrar leiðir, að minsta kosti eins dýrar, og verri, sem eng- um dettur í hug að þeir hefðu borið fram, ef þeir hefðu haft þá ábyrgð, sem völdunum fylgir. Þriöja atriðið, sem einstaka sinn- um hefur bólað á að skifti flokkum, er stjettaskiftingin. Fyrsta tilraunin í þá átt var gerð þegar bændur á þingi mynduðu bændaflokkinn. Það var upphaflega ætlunin að taka ein- vörðungu bændur i þann flokk, og ekki aðra. En það hefur verið svo ó- heppilegt með þennan flokk, að hann hefur ekki haft nein mál fram að bera, sem að hefur kveðið, og menn hafa líka fundið til þess hve óeðli- leg stjettaskiftingin' er sem grund- völlur fyrir flokkaskifting i lands- málum, og því hafa bestu bændur á þingi haldið sig fyrir utan flokkinn og að öðrum flokkum. Fyrsta atriðið, stjórnarskrármálið og sambandsmálið, eru nú úr sög- unni að sinni, og eins var um þriðja atriðið, stjettaskiftinguna, að á þingi í sumar leit helst út fyrir að hún hefði fengið rothögg, þegar allir Heimastjórnarmenn, er höfðu fylgt Bændaflokkinum, sögðu sig úr hon- um og gengu í Heimastjórnarflokk- inn, þvi það brot, er þá var eftir, var öllum augljóst að gat trauðla haldið áfram að starfa sem sjerstakur flokk- ur, og þó lítið bæri á Bændaflokkn- um áður, þá hefur þó borið enn þá minna á honum síðan. Þegar þessi mál voru úr sögunni, hefði mátt vænta þess, að forkólfar flokkanna tækju til yfirvegunar, hvað ætti að skifta flokkum framvegis. Jeg veit ekki hvort það var ástæða til að gera sjer vonir um Sjálfstæðisflokk- inn í þessu efni, þar sem hann hafði klofnað i tvent, þversum-menn og langsum-menn, en jeg veit að fjöldi heimastjórnarmanna hefur gert sjer vonir um, að sá flokkur mundi nú marka framtíðarstefnu sína, og það [I Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að versla við- V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír cg ritföngum Sólaleðri og1 skósmíðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Hlutafjel. „VÖLUNDUR “ Trjesmíðaverksmiðja — Timburverslun Reykjavík hefur ávalt fyrirliggjandi rniklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskon- ar lista til húsbygginga. eru vonbrigði fyrir marga menn, að svo hefur eklci orðið. í stað þess að Heimastjórnarflokk- urinn markaði framtíðarstefnuna í landsmálunum,kom atvik fyrir i þing- inu, litilfjörlegt raunar i sjálfu sjer, en sem lýtur út fyrir að ætli að hafa eftirköst og jafnvel ætli að verða grundvöllur undir nýrri flokka- skiftingu. Það var á þinginu sett á laggirnar ný nefnd, sem lcölluð var bjargráðanefnd, og í henni áttu sæti 3 neðrideildar-þingmenn, sem eru kaupstaðabúar; af þeim er einn heimastjórnarmaður, einn langsum- maður og einn þáverandi þversum- maður, Sk. Th. Þegar liðið var á þing, kom þessi nefnd fram með frumvarp í neðrideild um útflutnings- gjald á afurðum lands og sjávar. Þetta frúmvarp fór fram á að greiða skyldi til landsjóðs hátt útflutnings- gjald af afurðum landbúnaðarins (t. d. 9 kr. af kjöttunnu), og jafnframt skyldi hækka útflutningsgjald af fiski og öörum sjávarafurðum svo, að það yrði fimmfalt við það, sem áður var. Áöur var það 32 aurar á skippund af fiski, en eftir frumvarp- inu 160 aurar. Þegar þetta frumvarp kom frarn í þinginu, gerðu bændur ys allmikinn og báru það fram, sem jeg skal ekki neita að hafi verið gert með nokkr- um rökum, að með þessu frumvarpi væri veitst harðara að framleiðslu landbúnaðarins en að framleiðslu annara atvinnuvega í landinu, og þeir gerðust svo harðsnúnir, að þeir feldu frumvarpið frá annari umræöu. Fyr- ir þetta var þeim legið þunglega á hálsi af sjávarmönnum og kaupstaða- búum og af sumum blöðunum, þar á meðal Morgunblaðinu og ísafold. Út úr þessu hefur risið töluverður kurr meðal bændastjettarinnar gagnvart kaupstaðarbúum, og það lítur helst út fyrir að þetta atriði, ágreiningur- inn milli landbúnaðarins annars veg- ar og atvinnuvegar kaupstaðarbúa og sjómanna hins vegar, ætli nú að ráða flokkaskiftingu í landinu, en það tel jeg að væri illa farið. Það er auðvelt að leiða rök að því, að það er lítil von til að framfara- málum þjóðarinnar verði gengt á- fram, ef flokkaskiftingin verður bygð á stjettaskiftingu. Vík jeg ef til vill að því síðar. En ef jeg á að gera grein fyrir því, hvorir eigi sök á þeim ágreiningi, sem hjer er upp ris- inn, þá sýnist mjer báðir aðilar vera að honum valdir, báðir hafa komið óheppilega fram. Landbúnaðarmenn höfðu mikið fyrir sjer í mótstöðunni gegn þessu k.gafrumvarpi, eins og það kom fram. Það leggur hátt útflutnings- gjald á afurðir landbúnaðarins, án til- lits til þess, hvernig varan mundi seljast. Nú eru óstöðugir tímar eins og allir vita, og þessum lögum var ætlað að gilda i tvö ár, en það gat margt komið fyrir á þeim tima, sem gerði gjaldið ósanngjarnt, jafnvel þótt það hefði getað talist rjettlátt', er frumvarpið kom fram. Verð á skpd. af saltfiski og tunnu af salt- kjöti hefur hingað til nokkurn veginn haldist í hendur, og er því von þótt bændur spyrji: Vegna hvers er lagt 9 króna gjald á hverja tunnu af salt- kjöti, en ekki nema 1 kr. 60 aur. á hvert skippund af fiski? Þessi munur virðist vera nokkuð ósanngjarn, að minsta kosti get jeg ekki betur sjeð en þeir hafi rjett fyrir sjer i þessu. Jeg skal svo ekki rekja þetta frek- ara, en það er annað atriði i sam- bandi við frumvarpið, sem jeg má til að minnast lítið eitt á. Það mátti alt aí búast við að það kæmi upp ágrein- ingur milli sveita og sjávar, þegar farið væri að ræða um nýjar álögur, vegna stríðsins eða dýrtíðarinnar. Einmitt þess vegna þurfti það mál að athugast innan f 1 o k k s, áður en það kom fram, og þar áttu menn að reyna að koma sjer saman um hóflegan meðalveg, enda var það ráð tekið seinna á þinginu. En mjer er sagt að frv. bjargráðanefndarinnar hafi ekki verið rætt á flokksfundi hiá Heimastjórnarflokknum, sem þá var liklegastur til að stilla málinu i hóf, áður en það var borið fram. En ein aðalástæðan til þess að það þarf að vera flokkaskifting á þingi, er sú, 'að umræður á flokksfundum eiga að vera undirbúningur fyrir mál- in áður en þau koma inn á þingið. Seinna á þinginu munu það hafa ver- ið Heimastjórnarmenn, sem fyrst komu sjer saman um frumvarp það um verðhækkunartoll, er náði fram að ganga og varð að lögum. Ef þessi leið hefði strax verið farin, þá býst jeg við, að hjá þeim erjum, er nú hafa risið upp milli landbúnaðar og sjáv- arútvegs, hefði mátt komast að miklu eða öllu leyti. Flutningsmenn þessa frumvarps hafa afsakað sig með þvi, eins og vant er, að þetta hafi bara verið frumvarp, sem lagt hafi verið fram til atkvæða og umræðu, og það hafi verið hægt að breyta þvi og laga. En það er hættulegt að treysta um of á slíkt. Það getur orðið til þess að hleypa á stað ágreiningi, sem ann- ars hefði ekki komist á stað. Jeg álít að kaupstaðarbúum þeim, er báru fram frumvarpið, hafi yfirsjest i því, að bera sig ekki saman við þingmenn síns flokks. í framhaldi af þvi vil jeg segja, að þau blöð eru fremur ámæl- isverð, er hafa notað þetta, að frum- varpið var felt frá annari umræðu, til að hefja árásir á bændastjettina, því þessi ágreiningur mátti gjarnan falla í gleymsku, úr því að samkomu-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.