Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.01.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.01.1916, Blaðsíða 2
LÖGKj ETT A LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vlkudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 bl'óð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí, lag náSist fyrir þinglok. Þessi skrif blaöanna, sem okkur Heimastjórnar- mönnum hefur sem betur fer auSnast aS halda okkur fyrir utan, hafa gert þaö aS verkum, aS þaS er þegar ris- in alda í sveitunum til aS ota fram eingöngu sínum mönnum til þingsetu. Ef þessu heldur áfram, getur þaS orðiS til þess aS koma á grundvelli undir nýja og mjög óholla flokka- skiftingu. Jafnframt þessu atviki hafa kom- i5 fram stefnuskrár 3 flokka, sem hjörSu út síSasta þing, nefnilega bændaflokksins, sjálfstæSisflokksins og nú síSast í nýstofnuSu blaöi hjer ; bænum, sem telur sig utan flokka, en tilheyrir „þversum"-mönnum. Um þessar stefnuskrár er þaS sannast sagt, aS þær eiga sammerkt í því, aS þaS er ákaflega erfitt aS muna hvaS í þeim stendur, maSur getur þvi veriS viss um, aS þær sjeu ekki veigamiklar. ÞaS er helst eitt atriSi í stefnuskrá Bændaflokksins, er festir sig í minni lesandans, þar sem flokkurinn tekur ákveSna mót- stöSu gegn einhverju stærsta fram- faramáli þjóSarinnar, járnbrautar- lagningunni um Suðurlandsundir- lendiS. Svona standa þá sakirnar nú. Þessi er sá grundvöllur, sem viS verSum aS byggja á, aS því er snertir horfurnar í landsmálum framvegis. Margir menn halda því nú fram, aS viS eigum enga flokkaskiftingu a'b hafa lengur, en þeir menn vita ekki hvað þeir segja. ViS getum vísaS til okkar litlu reynslu um þaS, hvort sje betra aS hafa ákveSna flokkaskift- ingu eSa hafa alt á ringulreiS. Á þingumim 1903, 1905, og 1907 var til ákveðinn meirihluti, er var svo sterk- ur, aS hann gat ráSiS því, hver stjórnaSi landinu, og hvernig þaS var gert. Og þetta tímabil er þaS fram- kvæmdaríkasta tímabil sem viS enn þá höfum haft undir okkar innlendu stjórn. SíSan hafa öSnihvoru veriS til flokkasambönd innan þingsins, sem hafa haft nægan meiri hluta til a5 ráSa því, hver væri ráSherra, en þau hafa ekki haft nein sameiginleg mál, svo aS alt braskiS hefur snúist i:m þaS eitt, hver skyldi sitja í ráS- hcrrasessinum; út af þessu hefur skapast röS af ráSherrum, Björn Jónsson, Kristján Jónsson, Hannes Iíafstein í annaS sinn, Sig. Eggerz og Einar Arnórsson, og þaS alt á ör- fáum árum. Á öllum þessum þingum liefur veriS mikiS los, og stundum menn komiS upp i ráSherrasessinn, sem voru svo aS segja óþektir meSal landsrmnna og ekki hafa haft svo mikiS þingfylgi, aS þeir gætu gert r.eitt eða komiS nokkru í fram- kvæmd, jafnvel ekki fengiS aS sitja svo lengi í stöSunni, aS mögulegt væri aS ætlast til aS þeir kæmu neinu í framkvæmd. Svo fer alt af þegar þingiS er skipaS flokkleysingj- t:m, sem meS því aS taka saman geta ráSiS því, hver fer meS stjórnina, en geta svo ekki komiS sjer saman um í hvaSa átt skuli stýrt, af því aS þeir liafa engin sameiginleg áhugamál. Og þá er líka þingiS opnara fyrir allri spillingu. ÞaS kemur vitanlega fyrir aS þingflokkar breyta misjafnlega, t. d. meS því aS hugsa of mikiS um þaS, aS koma sínum mönnum í þær laun- uSu stöSur, sem þingiS skipar menn í og mun enginn af þingflokkum okk- ar geta hermt sig saklausan af þessu. En enn þá meira kveSur jafnan aS þessu þegar enginn meiri hluti er til í þinginu, sem getur boriS ábyrgS á því sem gerist, því þá er alopin leiS til hrossakaupa meSal einstakra þing- manna („ef þú gerir þetta fyrir mig, skal jeg gera hitt fyrir þig"). ÞaS er óhjákvæmilegt til þess aS löggjaf- arstarfiS sje i lagi, aS mikilsvarSandi m:'d sjeu rædd innan flokkanna, áS- ur en þeim er fleygt eins og þrætu- cpli inn í þingsalinn. Og þaS má full- yr5a, að flokkaskifting er gagnleg, ef hún er bygS á eSlilegum grundvelli. Sú eina flokkaskifting, sem er eSli- leg og rjettmæt, er skiftingin um það, hve hart eSa hægt eigi aS fara í hvert sinn, framsóknarmenn og í- haldsmenn. ÞaS er holt aS íhalds- menn geti tafiS fyrir framkvæmdum mála, sem þola biS, þvi þeim tekst aldrei aS tefja máliS til langframa, ef þaS er gott. Og þaS er holt hins vegar aS til sjeu menn, sem þora aS brjóta upp á ýmsu nýju og bendi á þaS, sem gera þurfi, til þess aS ekki standi alt í staS. Hvorirtveggja eiga jafnan rjett á sjer. Ef litiS er á, hvort nokkur von sje til þess, aS slík flokkaskifting komi upp í þessu landi, þá verS jeg aS segja, aS vonirnar um þaS eru ekki sem bestar, þó jeg hins vegar telji þaS ekki vonlaust. ÞaS eina, sem hægt er aS segja ákveSiS um gömlu flokkana, er þaS, aS eigi aS koma upp skifti milli framsóknar og íhalds á grundvelli gömlu flokkaskiftingar- innar, þá er Heimastjórnarflokkur- inn framsóknarflokkurinn. ÞaS getur ekki orkaS tvímælis, því þótt i flokknum hafi hin síSari ár veriS ýmsir gætnir menn, þá eru þaS engin mótmæli gegn því, aS þeir jafnframt geti veriS framfara- og framsóknar- menn. ÞaS liggur í augum uppi aS best er kapp meS forsjá, og aS þaS er best aS alt af sje fariS svo gæti- lega aS ekki verSi kollsiglt. Því er það, aS gætnir menn geta vel átt samleiS meS framsóknarflokki, ef þeir vilja vinna að framfaramálum þjóðarinnar. Skal jeg sem dæmi nefna aS sjera SigurSur Stefánsson, sem er einn þeirra góSu manna, er horfiS hafa yfir í Heimastjórnarflokkinn úr stefnuleysinu og sundrungunni hinu megin, hefur oft veriS kallaSur í- haldsmaður, en jeg skal ekki segja aS hann eigi þaS skiliS ; hann er gæt- inn í fjármálum, og viS þaS er ekk- ert athugavert. í SjálfstæSisflokknum eru lika til ýmsir menn, sem vel gætu átt samleiS í framsóknarflokki, og yrSu þar meS, ef þeir ekki settu fyrir sig gömul ágreiningsatriSi og leifar af göml- um flokkaríg. Þegar jeg segi þetta, að Heima- stjórnarflokkurinn sje framsóknar- flokkur, þá hef jeg þó ekki mikiS viS aS stySjast úr þingsögu flokks- ins síSan 1909; hann hefur þá oftast veriS í minni hluta og ekki getaS neytt sín, og um stærstu málin, sem best eru fallin til aS greina framsókn frá ihaldi, hefur Heimastjórnarflokk- urinn ekki tekiS afstöSu, og naumast veriS sammála. Jeg hef samt þá von, aS þaS muni vera mögulegt aS mynda og halda saman flokki, sem verSi hreinn og reglulegur framsóknarflokkur. Jeg skal nú gera grein fyrir ein- stöku málum, sem jeg tel liggi nú framundan og hver framsóknar- flokkur getur veriS þektur fyrir aS vinna aS og koma í framkvæmd. Er þá fyrst aS nefna aSalframfara- mál landbúnaSarins, sem er r æ k t u n 1 a n d s i n s. Um landbúnaSinn okkar nú er þaS aS segja, aS hann er, aS því er jeg lít á, í niSurlægingarástandi. Þær stór- feldu framfarir, sem orSiS hafa hjer á landi á seinni árum, hafa sama sem ekkert náS til hans; maSur þarf ekki aS ferSast mikiS um sveitirnar, eSa eiga þar langa dvöl, til aS komast aS raun um, aS þar er öSruvísi litiS á lífiS en gert er af framleiSendum viS sjávarsíSuna. Um sjávarútveginn er þaS kunnugt, aS þar er alt í uppgangi, þar er ekki hugsaS um annaS en aS færa út kvíarnar eftir þvi sem efni, kraftar og lánstraust leyfir. En í sveitunum er önnur stefna ofan á; þar er helst hugsaS um aS færa sem mest saman kvíarnar, hafa sem minst tólkshald og sem minstan kostnaS í öllum greinum. Þetta er víst og ó- brigSult niöurlægingarmerki fyrir hvern atvinnuveg. ÞaS er hægt aS sanna þetta meS tölum á ýmsa lund. ÞaS þarf ekki annaS en aS benda á, a5 jarðabæturnar í sveitunum standa nú á sama stigi og fyrir 10—15 ár- um. Þetta finna bændur vel, og þess vegna get jeg vel skiliS, þegar eitt ár færir þeim happ í skaut, aS þeim sárni blaSaskrif um aS gróSi þeirra sje of mikill. Og þeir finna vel til þess hnekkis, sem stafaS hefur af hinni sífeldu fólksfækkun í sveitun- um um síðasta 30—40 ára skeiS. ÞaS veitir því ekki af, aS þeim sje opn- uS einhver leiS til aS færa út kví- arnar. Því þaS, aö opna þeim leiS til aS rækta landiS meira, hefur sömu þýöingu fyrir þá, eins og þaS hefur fyrir sjávarbóndann, aS eignast nýtt skip, og ráSa menn á þaS. í þessu efni eru mörg atriSi til aS snúa sjer aS fyrir framsóknarflokk. HiS fyrsta er aS koma bönkunum í þaS horf aS hægt sje fyrir landbún- aSinn aS nota þá, til þess aS rækta betur landiS, og auka framleiSslu. En eins og nú hagar til, er ekki hægt fyrir landbúnaSinn aS nota bankana til aS færa út kvíarnar hjá sjer. ÞaS sýnir sig átakanlega í þvi, aS nú, þeg- ar á aS fara aS ráSast í stórfeld rækt- unarfyrirtæki — þaS er nú móSins aS tala aS eins um áveitur, rjett eins og menn sjeu búnir aS gleyma því, aS til sjeu tún á þessu landi — sem þarf aS á lán til, hvaS haldiS þiS aS þá sje gert? HaldiS þiS aS þaS sje reynt aS fara í bankana og fá lán þar? Nei, bændur vita aS þaS er þýS- ingarlaust meS öllu. Þeir fara beint í landsjóSinn og fá lánsheimildir hjá þinginu, sem máske standa svo á fjár- lögunum ár eftir ár, án þess aS land- sjóSur hafi til peninga, sem hann geti lánaS. ÞaS sjá allir, svo framarlega sem áveitu-fyrirtækin eru eins góS og gumaS er af, hve öfugt þaS er, aS bankarnir, sem land og löggjöf hafa stofnaS til aS greiSa fyrir framfara- fyrirtækjum í landinu,skuli vera sama sem lokaSir fyrir þessum fyrirtækj- um. En fyrirkomulag bankanna er svo, aS þaS er ekki hægt fyrir þá aS sinna því. Er þetta talsvert vanda- mál. AS því er fólksafla landbúnaSarins snertir, þá eru nú í sumum sveitum engir verkfærir menn til aSrir en bændurnir, en í sumum afskektum sveitum er þaS svo, aS til eru fleiri verkfærir menn en bændurnir, og bjóSi maSur þar vinnu á vorin fram aS slætti, eSa eftir slátt á haustin, þá getur maSur fengiS bókstaflega hvern einasta verkfæran mann í sveitinni. Þar er hugsunarhátturinn og getan svo, aS ef þeir g e t a fengiS aSra vinnu en aS hlynna aS býlum sín- um, og rækta jörSina, þá taka þeir hana. Úr verkafólksskorti bænda hygg jeg aS ekki verSi bætt hjeSan af nema meS því móti, aS svo mikiS verSi unniS aS jarSrækt vor og haust, aS landbúnaSurinn þá geti veitt nokkurn veginn jafnmörgu fólki atvinnu, eins og hann þarfnast fyrir um sláttinn. En þaS er auSsjeS, aS svo mikinn jarSabótakostnaS geta bændur ekki alment borgaS af árstekjum búa sinna, meSan ræktaS land býlanna enn þá er mjög litiS. Þetta getur því ckki komist í framkvæmd nema landsmenn þori og vilji leggja láns- fje í jarSrækt, en þeirri þörf geta bankarnir ekki sint, eins og þeir eru nú. Ef bændur gætu búi'S svo, aS þeir hefSu nóg handa vinnufólki sínu aS gera meginhluta ársins, eins og á slættinum, þá gætu þeir haldiS því í sveitunum. En nú streymir fólkiS úr sveitunum, og þaS er ekki nema eSli- legt, þar sem þaS hefur ekki atvinnu þar lengur en í 10 vikur, þá vill þaS eiga heimili þar sem þaS getur haft einhverja atvinnu hinar 42 vikurnar. Þetta er eitt af þeim atriSum, er ligg- ur fyrir ákveSnum framsóknarflokki aS ráSa fram úr. AnnaS atriSiS er þaS, aS til þess aS forsvaranlegt sje aS leggja fje í ræktun landsins, bæSr fyrir bankana og einstaklingana, þarf aS hafa tryggingu fyrir því aS hægt sje aS koma afurSum landsins í peninga, en til þess aS þaS sje trygt, verSa sam- göngufærin aS komast í betra horf en nú er, sjerstaklega á hinum hafnlausu hlutum landsins, svo sem er alt SuS- urlandsundirlendiS. Jeg tel þaS tví- sýnu aS leggja mikiS fje í jarSabæt- ur á SuSurlandsundirlendinu eins og nú er háttaS samgöngutækjum þar um slóSir, en ef þangaS lægu fullkomin samgöngutæki, þá væri þaS einhver vissasti vegur til aS ávaxt peninga, aS leggja þá r jarSabætur þar undir stjórn eSa framkvæmd hagsýnna manna. Þannig eru þá, aS þvr er snertir landbúnaSinn, verkefnin, hvert viS hliðina á öSru, fyrir slrkan franv sóknarflokk. AS þvr er snertir sjávarsrSuna, þá liggja verkefnin líka opin fyrir. Vöxtur sjávarútvegsins er kominn svo vel á staS, fyrir tilstyrk bank- anna, sem löggjafarvaldiS hefur stofnaS, aS ekki þarf mikiS annaS aS gera, en aS halda í horfinu, og bæta hafnir og lendingar í nánd viS fiski- miSin — en þar er líka æriS starf fyrir höndum. HvaS snertir afkomu alls almenn- ings í kaupstöSunum, þá er enn mik- iS að gera. Fyrir utan sjósóknina, er ekki nema um einn atvinnuveg aS ræSa fyrir kaupstaSina, og þaS er alls konar iSnaSur. Og þaS er full- komin ástæSa til aS ýta undir nýjan iSnaS, því hjer er þörf á mörgum Fullprentaðar eru, og þegar til sölu hjá öllum bóksölum, bæði í vík og úti um land: Ágúst H. Bjarnason próf.: Drauma-Jói ................ Verð Jón ólafsson: Litla móðurmálsbókin.................. —. Sigfús Sigfússon: Dulsýnir............................ — Jón Jónsson dócent: íslendingasaga, innb............... — Jón Kristjánsson prófessor: fslenskur sjórjettur ......... — Jón ófeigsson: Ágrip af danskri málf ræði ............. — Sigurður Þórólfsson: Á öðrum hnöttum. Getgátur og vissa — Sigurður Guðmundsson: Ágrip af fornísl. bókmentasögu ib. — Sigurður Hvanndal: Litli sögumaðurinn I. ib............. — Ennfremur fást hjá bóksölum 1 Reykjavík: Matth. Jochumsson: Ljóðmæli. Úrval..........ób. kr. 350, ib. íslenskt Söngvasafn. I. Bd., ób............................... irE Reykja- kr. 2.00 — 1.00 — 0.75 — 3.50 — 3.50 — 1.25 — 1.50 — 1.00 — 0.75 kr. 4.50 — 4.00 r. hlutum, sem eru fluttir hingaS frá út- ' löndum, en sem mætti búa hjer til, og þaS jafnvel af óvönum mönnum. En eitt höfuðskilyrði fyrir þvr, aS þaS geti orSiS nokkuð úr slikum iSn- aði r kaupstöSunum, er þaS, aS þeir eigi kost á aS fá hentugt rekstursafl. Kraftur mannsins er of dýr og sú framleiSsla, sem er bygS á honum eingöngu, getur ekki kept viS hina, enda hlýtur þaS aS vera takmarkið, aS mennirnir taki náttúrukraftana sem mest r srna þjónustu, svo hlut- verk mannanna verði að leggja til vitið til þess aS stjórna vjelunum í stað þess að slíta út kröftum sínum og vöðvum í erfiSi og stritvinnu. VíSa hagar lrka svo til, aS hægt er aS setja upp rafmagnsstöðvar, og auk þess sem þær hafa best rekstursafl til hvers konar vjela, þá kann jeg þær ódýrasta ljósmagn sem kostur er á. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir efnalega afkomu einstaklinganna í kaupstöðunum, en þar að auki hefur þaS þjóShagslega þýðingu, þvr þá býr þjóSin meir aS s'rnu. AS stuSla aS þessu er verkefni sem ákveSinn fram- sóknarflokkur getur vel tekiS að sjer aS hrinda áfram. Mjer sýnist þvr vera til nægileg verkefni r þessu landi fyrir fram- sóknarflokk, sem ekki bindur sig viS neina stjett, heldur dregur til sin alla þá menn, sem áfram vilja stefna, hverrar stjettar sem þeir eru. Jeg er ekki i neinum vafa um það, að þann- ig lagaður framsóknarflokkur. yrði landinu að miklum mun affarasælli en flokkaskifting eftir stjettum, Það eru lrka önnur atriSi, sem gera það að verkum, aS mjer er illa viS flokkaskiftingu eftir stjettum. Hún þekkist raunar í öðrum löndum og getur orSið óhjákvæmileg, þegar lrtil- magnarnir í einhverri stjett þurfa aS taka sig saman til að bæta kjör sín eða vernda rjett sinn, þegar hún kem- ur fram sem neyðarvörn einstakrar stjettar, móti þvr fyrirkomulagi sem rás timanna hefur skapað og gerir þaS aS verkum, aS sú stjett ber ekki nóg úr býtum. En öSru máli er aS gegna um þaS sem srSustu blöS herma, aS fundur hafi veriS haldinn þar sem prjedikaS var fyrir f r a m- 1 e i S e n d u m landsins, aS þeir skyldu nú taka höndum saman, og kjósa aS eins sina menn til þings viS landskosningarnar og standa aS þvr sem einn maSur. Jeg skil ekki betur en aS hjer sje verið að reyna að mynda nýjan landsmálaflokk, er mætti kalla framleiðendaflokk. Nú hefur það verið svo til þessa, aS fram- leiSendurnir hafa einir ráSiS lögum og lofum í landinu, þeir einir hafa haft kosningarrjett og þannig ráðiS því hvernig þingiS er skipaS. Á síS- asta þinginu varS nokkur breyting á þessu, þeir afsöluSu sjer þá þessum rjetti aS þvi leyti sem kosningarrjett- urinn var rýmkaður að miklum mun, svo að mjer er nær aS halda, aS nú sjeu framlerðendur ekki helmingur kjósenda r landinu. En var þaS virki- lega meiningin aS veita þessum nýju kjósendum rjett sinn aS eins í því skyni, aS hefja þegar flokksbaráttu á móti þeim ? Og baráttu um hvað ? Stjettahagsmunina vitanlega. Fram- leiSendur i landinu eru ekki svo staddir aS þerr eigi í vök aS verjast fyrir einum eða neinum, þeir þurfa ekki aS verja sig gegn öSrum, er vilji þjaka þeim, og ekki aS mynda samtök til að bæta kjör sín. Því fer fjarri. Þeir hafa haft ráSin hrngaS til, og þeir hafa þau máske enn, en þetta er fyrsta sporiS til aS missa ráSin, aS ganga r flokk, beinlrnis til aS espa upp mótstöSu gegn sjer. Þetta eru frjettirnar af fundinum viS Þjórsár- brú. Sum blöSin hafa sagt aS allir ræSumennirnir þar hafi veriS á einu máli um þetta, en þaS er ekki rjett. Heimastjórnarmenn geta þó hrósaS sjer af því, aS þar kom fram maSur úr þeirra flokki, sjera Eggert Páls- son, sem mótmælti þessu. Flokkaskifting eftir stjettum er ó- eðlileg, og mundi ekki vera landinu til neins góSs, og hún er beinlínis ljót þegar þeir sem meiri máttar eru byrja. Hitt getur maSur skiliS, þó leitt sje að þaS þurfi fyrir aS koma, aS hinir byrji, sem minni máttar eru, ef þeir þykjast undirokaSir, í þeim tilgangi ernum, aS bæta kjör srn. Jeg held nú raunar að þaS sje ekki á- stæSa til aS vera neitt smeykur út af þessum frjettum af framleiðenda- samtökunum viS Þjórsárbrú. Jeg býst viS aS þessi hugmynd þeirra fari innan trSar í sömu gröfina eins og bændaflokkshugmyndin. Grunur leikur og á því, aS fyrir forgöngu- mönnum Þjórsárbrúarfundarins hafi vakaS nokkuS annaS, en þaS sem haft var á oddinum, sem sje það, aS þeg- ar Bændaflokkurinn gaf út stefnu- skrá s'rna, þá setti hann í hana ótví- ræS orS um aS hann væri járnbraut- arlagningu andvígur. ViS þetta gátu bændur í Rangárvalla og Árnes-sýsl- um ekki felt sig, og þaS mun hafa orSið undirrót hreyfingarinnar. ÞaS hafa bæði jeg og flerri Herma- stjórnarmenn veriS óánægSir með þaS, aS Heimastjórnarflokkurinn á þingi skyldi ekki taka sjer fyrir hendur aS marka afstöSu flokksins r framt'rSinni, um þau mál, er nú skifta; má raunar virSa flokknum margt til vorkunnar, þvr aS afstaSa hans var mjög erfiS á srSasta þingi, þar sem hann var hvorki stjórnar- flokkur nje mótstöSuflokkur stjórn- arinnar. En jeg held nú, hvaS sem líSur þingflokki heimastjórnarmanna, aS þaS sje til svo mikiS af mönnum víSsvegar um land, sem lrta með hlýj- um huga til starfsemi Hermastjórnar- flokksins r innanlandsmálum á um- HSnum árum, og vilji vera meS í flokki.er vinni aS því aS hrinda áfram framförum meSal allra stjetta lands- ins, aS takast megi að senda inn á þingiS, sem nú á aS starfa næstu 6 árin, öflugan framsóknarflokk, sem hafi þor til aS kannast viS sín fram- sóknarmál, jafnvel þó þau eigi ekki vísan byr r upphafi, og jafnframt þrek til aS bera mál undir kjósendur, ef þess þarf meS, þrek til aS vera i minni hluta eitt eða tvö kjörtímabil og þol til aS halda út í baráttunni fyr- ir málum srnum, þar til hann hefur unniS meiri hluta þjóSarinnar til fylg- is viS þau. En jafnframt hafi hann vit til aS koma r framkvæmd sem flestum stórmálum, á þann hátt aS hvergi verSi kollsiglt en öllu stefnt við hóf og fram á við og upp á viS. Þeirrar framtíSar vildi jeg óska Heimastjórnarflokknum, en allri ann- ari flokkaskiftingu en þeirri, sem bygS er á þessum grundvelli, vildi jeg geta vísaS norSur og niSur.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.