Lögrétta

Issue

Lögrétta - 08.03.1916, Page 1

Lögrétta - 08.03.1916, Page 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. LOGRJETTA AfgreiSslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 10. Reykjavík, 8. mars 1916, XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þareru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bdkauerslun Sigfðsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irrjettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—-7 sítSd. Húsnæðisleysi og húsabyggingar í Reykjavík. Fundarræða í „Fram“ 26. febr. eftir Jón Þorláksson. Eins og öllum bæjarbúum er kunn- ugt, kveöur nú svo mikið að hús- næðisskorti hjer í Reykjavík, að margar fjölskyldur verða aS sætta sig við að hafast við i húsakynnum, sem eru svo ljeleg, að fullyrða má, að ekki sje svo sjeð fyrir heilsu íbú- anna, að trygt geti heitið. Má við þvi búast að af þessu leiði vanheilsa og kyrkingur hjá þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa upp, og þegar svo er komið, virðist sannarlega fullkomin ástæða vera til þess að fleiri láti þetta mál til sín taka heldur en þeir einir, sem nú verða fyrir þessum búsifjum. Þetta er orðið svo alvarlegt mál, að það er bein skylda bæjarstjórnarinn- ar og bæjarmanna yfirleitt, að láta það nú þegar að einhverju leyti til sín taka. Fyrir því hef jeg gerst svo djarfur að bjóða bæjarstjórninni og borgarstjóra til þessa fundar. Ástæðurnar til húsnæðisleysisins eru ljósar., Annars vegar er vöxtur bæjarins, hröð fólksfjölgun og fjölg- un atvinnuveganna. Síðan um alda- mót hefur íbúatala bæjarins aukist um hjer um bil 8000. Þá var hún um óooo, en nú um 14000. Af þessari fjölgun hefur nokkuð á 4. þúsund bætst við síðan 1910, en á því tímabili hefur mjög lítið verið bygt af íbúðar- húsum, svo að það er síst að furða, þótt þrengst hafi um fólkið. Auk þess hefur húsnæðisþörf til atvinnu- reksturs aukist að mun. Þar á ofan bætist að fólk gerir nú miklu meiri kröfur til rúmgóðra íbúða heldur en áður. Þetta á þó helst heima, ef borið er saman við fyrri tíma, því að það ei engum efa undirorpið, að menn gera langt um meiri kröfur til hús- næðis nú, heldur en t. d. um miðja oldina sem leið. En aðalástæðan til húsnæðisleysisins er þó sú, sem jeg drap á áðan, hve óvenjulega lítið hef- ur verð bygt af íbúðarhúsum siðast- liðin 5 ár. Til þess liggja aftur ýms- ar orsakir, og munu þær vera öllum Ijósar. Skal jeg þó drepa stuttlega á nokkrar þeirra. Fyrsta orsökin er sú, að eftir bygg- ingaárin miklu, sem enduðu 1908, drógu bankarnir sig í hlje og hættu að miklu leyti að lána til húsabygg- inga. Þetta var og ofureðlilegt, því að þá var orðið helsti mikið urn í- búðarhús í bænum í hlutfalli við ólkstölu. Húseigendum gekk tregt að fa nægilegar tekjur af húsum sínum í' l'ess geta staðið í skilum við )an atia. Þar við bættist, að um sama ey 1 om afturkippur í þilskipaút- ger ma, og yfirleitt voru ástæður manna ekki betri en svo, að þeir urðu að spara husnæði eins og frekast var Þessi mynd er frá síðastl. gamlárskvöldi. Það er almenn venja víða um lönd, að skjóta út gamla árið, en á vígstöðvunum minnast menn áramót- anna með því að skjóta ekki. Á myndinni er sýnt spjald, sem franskir her- menn höfðu á einum stað reist upp við skotgrafir sínar og snúið móti Þjóð- verjum, ineð áritun bæði á frönsku og þýsku, er hljóðar þannig: ^Skjótið ekki framar á þessu ári.“ unt. Niðurstaðan varð þá i stuttu máli sú, að bankarnir töpuðu nokkr- um lánum og urðu að taka á sínar herðar nokkrar húseignir, sem eig- endurnir gátu ekki haldið, og leigja þær út. Ástæður bankanna til að hætta að mestu leyti að lána fje til húsabygginga, eru því auðskildar, þar sem þeir urðu bæði að koma fram sem útleigjendur húsa og þurftu að sjá utn, að þau hús, sem þegar voru bygð, rentuðu sig svo, að eigendur þeirra gætu staðið í skilum. Jeg hygg, að jeg geri bönkunum ekki rangt til með þeirri tilgátu minni, að þeir hafi hætt að lána fje til húsabygginga beinlínis til þess að húsaleiga gæti hækkað. Það var alveg eðlilegt, að þeir gerðu þetta eins og þá horfði við. Og hafi það verið tilgangurinn með því að minka húsabyggingar, að leigan hækkaði, þá hefur það tekist ágætlega, og jeg hygg, að eigendur þeirra húsa, sem bygð voru fyrir 1909, eigi nú ekki erfitt með að láta tekjurnar hrökkva fyrir gjöldunum. Önnur ástæða til húsnæðisleysisins er sú, að einstakir peningamenn, sem áður lögðu fje til húsabygginga, hafa líka dregið sig í hlje, sumpart af sömu ástæðum og bankarnir, en sum- part af því að þeim hafa boðist arð- vænlegri leið til að ávaxta fje sitt heldur en að leggja það i húsabygg- ingar. Sjerstaklega er það trollaraút- gerðin, sem á seinustu tímum hefur dregið til sín mesta peninga, enda þykir nú fje naumast hyggilega var- ið til annars, og mætti svo að orði kveða, að í samanburði við arð þann, sem hún gefur, þyki flest safi hjá selveiði. Ofan á þessa peningaeklu, sem eðli- lega leiddi af hinum miklu húsabygg- ingum á árunum 1904—08, bættist svo annað atriði, sem ekki hafði litla þýðingu. Nú hefur verið innleitt hjer nýtt byggingarlag, alveg frábrugð- ið því, sem menn áður voru vanir, og gerir það mönnum erfiðara að ráð- ast i húsabyggingar en áður var. Áð- ur var lagið það, að byggja á hverri lóð fremur smá hús fyrir 1—2 fjöl- skyldur, og gekk það vel meðan bygt var úr timbri. En þegar byggingar- laginu var breytt og rnenn fóru að byggja úr steinsteypu, komu brátt í ljós megn vandkvæði, því að hús með svipaðri stærð og áður vildu reynast annaðhvort of vond eða of dýr. Þetta var býsna eðlilegt, því að bygging- arlagið var nýtt í landinu, og það þarf meiri reynslu heldur en hjer var til að dreifa til þess að ráða fram úr, hvernig haga skuli byggingu húsa i emstökum atriðum, svo að livergi beri út af. Það er þó enginn efi á því, aö það er hægt að byggja góð og vönduð steinsteypuhús án þess að þau verði óhæfilega dýr, og ef það mishepnast, þá er hætt við, að það sje annaðhvort vankunnátta eða óvand- virkni, sem veldur. Jeg ætla ekki að fara langt út í einstök atriði í gerð húsa, en af því að jeg sje, að hjer er talsvert af húsasmiðum, vil jeg minnast lauslega á nokkur atriði. Jeg held að reynslan sje nú búin að sýna það, að steinsteypuhús með ein- földum veggjum sjeu óviðunandi til íbúðar í okkar loftslagi. Þetta var mönnum ekki ljóst, þegar fyrst var byrjað að byggja hjer steinsteypu- hús. Þótt dýrara sje að hafa veggina tvöfalda, mun þó ekki annars kostur, en hins vegar verður að leita allra ráða til þess að húsin verði e k k i o f d ý r. Það má telja ógnarlega margar or- sakir til þess að hús verði dýr nú á tímum, og dýrari en áður. Sumar þeirra eru okkur óviðráðanlegar, svo sem hátt verð á aðfluttu efni og flutn- ingsgjald. En svo eru margar aðrar orsakir.sem virðast vera þess eðlis, að hægt sje að ráða við þær að ein- hverju leyti. Skal jeg nú nefna nokkr- ar þeirra fljótlega, en víkja nánar að þeim seinna. Fyrst vil jeg nefna það, að húsin bafa verið alt of sundurleit til þessa. Það eru engin tvö hús eins. Það ligg- ur svo djúpt i þjóðareðlinu að hver vill bauka út af fyrir sig, en það er ekki holt eða heppilegt til að fá ó- dýr hús. Það segir sig sjálft, að það er ekki litill verðmunur, sem af því stafar, að fá nýtt snið fyrir hvert einasta hús. Þá má og nefna það, að nú er orðin lenska hjer i húsagerð, að byggja öll hús sjerstæð, með fjór- um útveggjum og gluggum á öllum hliðum. Þetta er of dýrt. Það er á- kaflega mikill verðmunur á útvegg með gluggum eða fáguðum, svo hann sómi sjer frá götunni, og á eldvarnar- vegg eða milligerð milli tveggja húsa, sem standa saman. Þetta hefur mjög mikil áhrif á verð húsanna. Þá má nefna þriðja atriðið, að vinnukraftur mannsins er alt af að verða dýrari, en vjelakraftur mjög litið notaður. Það er þó eitt aðalskilyrði fyrir aukningu allrar framleiðslu, að vjel- ar sjeu látnar vinna þyngstu vinnuna. Nú er sem betur fer liðinn sá tími, er verkamenn töldu vjelarnar verstu óvini sína, með því að þær útrýmdu þeim frá vinnu. Nú er þeim orðið ljóst, að vjelarnar eru einmitt þeirra verkfæri. í fjórða lagi eru gerðar kröfur til ýmislegrar smávegis tilbreytni, sem hleypir fram verðinu. Yfirleitt er mjög rík tilhneiging hjá mönnum til að hafa hver sitt snið á hurðum og gluggum og öðru. Út á það er auð- vitað ekki neitt að setja fyrir þá, sem hafa efni á þvi, en það verður miklu dýrara, og ef talað er um að byggja ódýr hús, þá verða menn að láta sjer lynda að hafa hurðir og glugga eins og á húsi nágrannans. — Þetta bygg- ingarlag er nýtt hjá okkur, og menn eru ekki enn þá orðnir nógu þaulæfð- it i öllu því, er að smíðinni lýtur. En þetta á fyrir sjer að lagast með tímanum. Þá má enn nefna það, að innlent byggingarefni er að verða mjög tor- fengið, því að svo má segja, að byggingarefnisnámur þær, sem menn hafa gengið í undanfarið hjer i ná- grenni bæjarins, sjeu að verða upp- unnar, og það er fyrirsjáanlegt, að innan skamms tima verðum við að Trygfg'ing1 fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að versla við V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír cg ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Vandaðar vörur. Smásala. Ódýrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Dvergfur, trjesmíOauerksniiOja eo timberuerslun (Flygeoring S Co.). Hafnarfirði. Símnefni: Dvergur. Talsími 5 og 10. Hefur fyrirliggjandi: Hurðir — Glugga — Lista og yfir höfuð alls konar timburvörur til húsabygginga og annara smíða. — Húsgögn, ýmis konar, svo sem: Rúmstæði — Fataskápa — Þvottaborð og önnur borð af ýmsum stærðum. Pantanir afgreiddar á alls konar húsgögnum. — Rennismíðar af öllum tegundum. Miklar birpllr if siskn tlmbri, sementi og pappa. Timburverslunin tekur að sjer byggingu á húsum úr timbri og steinsteypu, og þar sem vjer höfum fengið betri kaup á timbri í þetta skifti en alment gerist, væntum vjer að geta boðið viðskiftamönnum vorum hin allra bestu viðskifti, sem völ er á. sækja byggingarefni lengra frá bæn- um en hingað til. Jeg er sæmilega kunnugur hjer í nágrenninu, og eftir þeim' kunnugleika mínum þykist jeg mega fullyrða að hið eina, sem getur bjargað okkur í þessu efni, eru betri samgöngutæki á landi, heldur en við eigum nú við að búa. Ef við fengjum járnbraut til Hafnarfjarðar, þá eru á þeirri leið svæði, þar sem allmikið byggingarefni er að fá, og ef við fengjum járnbraut um Mosfellssveit- ina, þá er okkur borgið um langan tíma, því að þar eru afarmiklar nám- ur. Jeg hef ekki getað komið auga á aðrar leiðir en þessar til þess að bæta úr þeim byggingarefnisskorti, sem er yfirvofandi í bænum. Það er nú fullljóst, að ef rætast á úr húseklunni, þá verður að byggja, og það svo ódýrt, að mönnum sje ekki ofvaxið að greiða þá húsaleigu, sem þarf til þess að renta andvirði húsanna og halda þeim við. Þarf því fyrst og fremst að finna leiðir til að gera húsagerðina að einhverju leyti ódýrari en áður, og vil jeg hreyfa nokkrum atriðum, er miða í þá átt, í von um að aðrir íhugi þau og bæti við. Fyrst vil jeg nefna það, að vjela- vinnu þarf að innleiða til þeirra verka við húsabyggingarnar, sem unt er. En á þvi eru þeir erfiðleikar, að ekki er enn þá kostur á því rekstursafli, sem hentast er til þeirra hluta, sem sje rafmagni. Það er vonandi að þess verði ekki langt að bíða hjeðan af, að rafmagnsstöð verði reist fyrir bæ- inn, með svo þjettum leiðslum, að mönnum verði innanhandar að setja sjer upp rafmagnsmótora í sambandi við þær með tiltölulega litlum kostn- aði. Þeir eru ódýrir í samanburði við aðrar aflvjelar, kosta um ioo kr. fyr- ir hvert hestafl, og mjög auðvelt að setja þá í samband við leiðslurnar til að fá afl i þá. Eftir að rafmagn er fengið í bæinn, er sjálfsagt að nota slíka mótora við steinsteypublöndun og flutning steypunnar frá blöndunar- tækjunum þangað sem hún á að vera í húsunum. Svo er annað höfuðatriði, sem sjer- staklega snýr að öllum húsasmiðum, að það er um að gera að þeir muni eftir þvi, að það er nýtt byggingar- lag, sem þeir eru að framkvæma, og þó að þeir hafi sjeð eitthvað fyrir sjer, þá er óvíst að fengin sje reynsla fyrir þvi að það sje það eina rjetta. Þeir verða með öðrum orðum að vera sívakandi og hafa opin augu fyrir öllu því, sem gæti bætt húsagerðina, gert húsin betri og vinnuna auðveldari. Jeg held að það væri heppilegt að þau fjelög, sem mest er í af húsa- smiðum og byggingameisturum, tækju á dagskrá innan sinna vje- banda þau mál, er lúta að sjálfri húsasmíðinni. Þau eiga ekki heima í þessu fjelagi, enda ætla jeg mig ekki þann mann, að jeg geti kent vönum húsasmiðum vinnubrögð. Þeir húsa- smiðir, sem nú lifa, verða að hafa það hugfast, að þeir eiga að vera kenn- arar komandi kynslóða, en til þess þurfa þeir að láta reynsluna kenna sjer að láta hið gamla víkja fyrir öllu nýju, sem til umbóta horfir. Jeg vil þó að eins nefna örfá at- riði, sem húsasmiðir þurfa að taka sjerstaklega til umhugsunar, t. d. fyr- irkomulag á mótum öllum. Nú er trjáviður dýr og því tilfinnanlegt, ef mikið af honum gengur í súginn við að slá saman mót og rífa þau sundur aftur. Það er þvi umhugsunarefni fyrir húsasmiðina, hvort ekki sje hægt að komast hjá því að negla saman mót fyrir eina hæð að eins í einu, rífa þau svo öll í sundur og negla saman alveg að nýju mót fyrir næstu hæð eða næsta hús. Jeg er sann- færður um, að hjer liggur verkefni fyrir menn, sem hafa dálitla hugsun samfara reynslu, að athuga, hvort ekki sje hægt að búa til hæfilega stóra fleka, sem megi flytja, án þess að rífa upp neglingar. Annað má og nefna. Hjer er alsiða að sementshúða steinsteypuveggi að utan, en þvi mið- ur hefur það ekki alt af gefist vel, því að húðin vill stundum springa. Erlendis þykjast menn geta steypt eins til tveggja þumlunga lag úr þjettri steypu yst i veggina, en haft venjulega veggjasteypu á bak við, og þarf þá ekki að sementshúða eftir á. Þarna er lika hlutur, sem reynslan á eftir að skera úr, og þannig má nefna ýmislegt fleira.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.