Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GfSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. LÖGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 17. Reykjavík, 12. apríl 1916. XI. árg». Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fata'efnin best. J J innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í r. Lárus Fjeldsted, Yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síSd. Skattaniáladeilan. Fátt er of vandlega hugað. Eftir Jón G. Sigurðsson á HofgörfJum á Snæfellsnesi. (NiSurl.) Rjett er þaS eigi hjá hr. Sv. Bj. um öll þau gjöld, sem lögS hafa veriS á aS nýju núna eftir aldamótin, aS mik- ill meiri hluti þeirra falli á sjávarút- veginn, t. d. má nefna toll á korn- vöru, sóknargjöld, bjargráSasjóSs- gjald og fl. Annars virSist þaS miS- ur vel falliö til aS auka samúS milli sjómannastjettarinnar og bændastjett- arinnar aS hælast yfir því, aS sjávar- útvegurinn beri landbúnaSinn ofur- liSi. Fyrst sjávarútvegurinn er arS- meiri og rekinn meS meiri kröftum, er ekki nema eSlilegt aS hann beri þyngri byrSar. En þessum samúSar- postulum gleymist aS geta þess, aS sjávarútvegurinn hefur aS nokkru leyti vaxiS og eflst einmitt á kostn- aS landbúnaSarins. Hann hefur ásamt kaupstöSunum teygt til sín vinnu- krafta ofan úr sveitum landsins, og þó aö þaS sje i sjálfu sjer gott og blessaS aS hann eflist sem mest, þá er þaS miSur gott, ef landbúnaSurinn getur ekki þrifist aS sama skapi, eSa líSur mikiS tjón viS vöxt og viSgang sjávarútvegsins. AS líkindum er eng- inn reikningur til yfir þaS, hve marg- ir af sjómönnum hafa notiS uppeldis í sveitunum, þroskast þar og orSiS aS dugandi mönnum á kostnaS landbún- aðarins, en óefaS munu þeir fleiri vera en sveitamenn, er uppeldis hafa notiS á kostnaS sjávarútvegsins. Væru nú allir þeir vinnukraftar, sem land- búnaSurinn þannig hefur mist úr sinni þjónustu, metnir til peninga, mundi koma fram allmikil fjárhæS, og þótt sjávarútvegurinn, sem nú stendur í blóma, endurgildi einhvern hluta þess fjár meS gjöldum í alþjóSar þarfir, virSist þaS eigi mjög mikil óbilgirni. — Þetta er hjer eigi sagt í því skyni aS auka ríg á milli þessara tveggja stjetta, sjómannastjettar og bænda- stjettar, en þar eS eigi virSist trútt um aS veriS sje aS blása eldi aS slíkum kolum meS vanhugsuSu fleypri og fimbulfambi, ber nauSsyn til aS skýra máliS frá rótum. Heldur virSist hr. Sv. Bj. hafa horn í síSu tollanna á aSfluttum vörum, og verSur eigi sjeS, aS hann geri neinn greinarmun á því, hverjar vör- ur þaS eru, sem tollar eru á lagSir. Gallarnir viS slíka tolla hafa nú aSal- Jega veriS taldir þeir, aS tollarnir komi ranglega niSur á einstaklinga þjóSfjelagsins. En hr. Sv. Bj. hefur fundiS öldungis spónnýjan galla á þessum tollum, sern er sá, aS kaup- maSunnn leggi tollinn stundum jafn- vel margfaldan á vöruna. Þessa staS- hæfingu held jeg verSi erfitt aS í Englandi hafa sárir hermenn m. a. stytt sjer stundir meS því aS búa til ýmsa gagnlega muni úr skotvopnabrotum, og er sagt aS verSlaun hafi veriS veitt fyrir aS gera þetta sem haglegast. Nokkrir slíkir munir eru sýndir'hjer á myndinni. sanna, því lítil trygging fyrir sann- gjörnu verSi á vörum virSist í því fólgin, aS þær sjeu tollfríar. Toll- urinn getur alls eigi veitt kaupmönn- um neitt sjerstakt tækifæri til þess aS selja vöruna viS ósanngjarnara verSi heldur en ef hún væri tollfrí. En væri nú þessu svo háttaS, sem reyndar nær engri átt, mundi þá öllu minni hætta á því, aS útflutningsgald af' vörum væri margfaldaö? Þessa æSri og betri þekkingu á tollmargfölduninni virSist hr. Sv. Bj. hafa öSlast eftir síSasta þing, því þá mun hvorki hann nje aSrir hafa taliS hættu á marg- földun útflutningsgjaldsins. ÞaS mun lengstum verSa svo, aS skattar og tollar, í hverri mynd sem eru, verSi eigi rjettlátir taldir af öll- um. Og seint hygg jeg aS auSnist aS finna þann tollstofn eSa skatt- stofn, sem al-rjettlátur sje. AS flestar þjóSir, sem búiö hafa undir tollum, kvarti svo sárt undan þeim, hygg jeg of djúpt tekiS í ár- inni. Raddir einstakra stjetta eSa ein- stakra manna eru eigi ávalt raddir alþjóSarinnar. Og hverjar eru þær menningarþjóSir, sem eru í undirbún- ingi meS afnám tollanna? Jeg veit eigi betur en vjer íslend- ingar höfuS fariS aS dæmum annara þjóSa í tolllöggjöfinni alt til þessa. ÞaS er fyrst nú, aS hin nýja stefna virSist ætla aS rySja sjer til rúms. Hún kemur skýrt fram á síSasta al- þingi. Þá sjer löggjafarvaldiS væn- legra aS leggja skatt á afurSir lands og sjávar en ýmsa aSflutta vöru, sem landsmenn gætu þó minkaS viS sig aS miklum mun og jafnvel án veriS , sumrar hverrar. Mundi nú ekki 'hafa veriS margfalt skynsamara aS knýja landsmenn meS tollum til þess aS minka kaup á ýmislegri munaSarvöru og öSrum gagnslausum hjegóma, glysi og glingri, sem hingaS flytst frá útlöndum, heldur en aS rýra björg fólksins meS óeSlilegum gjöld- um af nauSsynjaframleiSslu í landinu siálfu? Engum, sem um þetta hugs- ar meS skynsamlegri gætni, getur blandast hugur um slíkt. SvipaS sýn- ist mega segja um þá nýbreytni, aS taka upp hina svo nefndu beinu skatta í staS tollanna. Beinir skattar á eignarjettinn eru í raun og veru, eins og áSur er tekiS fram, óbeinir skattar á framleiSslu manna, og þeir hljóta því aS rýra en eigi efla hag þjóSfjelagsins í heild sinni. ÞaS getur vel veriS, aS beinir eignaskattar sjeu bráSnauSsynlegir til þess aS takmarka auSvald einstaklinga, þar sem svo er ástatt, aS slíkt gerir vart viS sig eSa vofir yfir, en hjer á landi mun nú aS svo stöddu varla hætt viS þeim voSa, aS minsta kosti ekki í landbúnaSin- um. HiS helsta i því efni virSist vera, ef einstakir menn næSu aS leggja undir sig margar bújarSir og yrSu á þann hátt ofjarlar í sveitunum, en viS þessu virSist mega sporna meS eins konar hámarks skatti, í líkingu viS uppástungu hr. Jóns H. Þorbergs- sonar. Slíkur skattur ætti helst aS vera svo hár, aS fáir sem engir vildu vinna til aS greiSa hann, og gæti hann því eigi orSiS tekjugrein sem nokk- uru verulegu næmi. En aS leggja skatt á állar eignir, jafnt hins efnalitla og sæmilega eínaSs manns, getur aldrei orSiS rjettlátt. MeS mörgum dæmum mætti sýna slíkt og sanna, en þess gerist varla þörf, og sleppi jeg því aS svo stöddu. ÞaS er vissulega satt, aS tollar vor- ir koma aS sumu leyti misjafnt niS- ur á menn, en þótt svo sje, virSist hin leiSin enn varhugaverSari. ÞaS má kalla þaS fagra og göfuga hugsjón, að vilja velta sem mestum byrSum yfir á ráSdeildarmennina og dugnaSarmennina, máttarstólpa þjóS- fjelagsins, til þess aS hinir eigi þess hægra meS aS lifa eftir sínu höföi, eu varla mundi slíkt reynast í fram- kvæmdinni mjög affarasælt fyrir land og IýS. Efnaleysi, vesalmenska, ráS- leysi og dáSleysi eru aS ýmsu leyti sjálfskaparvíti, og litil framfarahvöt mundi þaS reynast , aS binda hinum betri mönnum alla syndabagga vesal- mennanna og ráSleysingjanna. Hin frjálsa samkeppni i baráttu lífsins meS sem minstum takmörkunum virS- ist ómissandi. — Jeg get eigi stilt mig um aS tilfæra hjer nokkrar setn- ingar úr ritgjörS eftir Einar heitinn Asmundsson í Nesi (BúnaSarrit 3. og 4. ár). Þær hljóSa svo: „.... misskilinn mannkærleikur er þaS, aS veita hinum óráSsama fjár- stofn og fje meS annari hendinni, en svifta hinn íáSsetta þessum gæSum meS hinni. ÞaS hafa, aS því er sög- ur segja, veriS til þjófar og ræningj- ar, sem hafa fylgt þeirri reglu, aS stela og ræna frá efnuSum mönnum til aS gefa hiS stolna og rænda aftur öSrum fátækari. En ætli þaS mann- fjelag væri nokkru betur fariS, þar sem margt væri af slikum mönnum? Ætli ekki verSi rjettara, eSlilegra og affarasælla aS lofa ,þeirri niSurröS- un í náttúrunni, sem einu sinni hefur veriS sett', aS halda sjer, svo hver fái í friSi og frelsi aS sá og upp- skera, eftir því sem hann hefur dug og dáS til?" Hjer kveSur dálítiS viS annan tón en hjá hr. Sveini Björnssyni. En held- ur viröist hjákátlegt, aS reka sig á aSra eins málsgrein og þessa innan um alt moldviSriS hjá honum: „Og markiS, sem aS er stefnt, á aS vera, aS menn fái aS halda sem mestu af vinnu handa og heila, af þeirri fram- leiSslu, eSa þeim hluta framleiSsl- unnar, sem er þeirra verk, verk e i n- staklingsins. Þessi málsgrein kemur eins og skollinn úr sauSarleggnum, og er ó- skiljanlegt, hvernig hann hefur getaS fengiS af sjer aS smeygja slíku inn í ritsmíS sína, því aS þaS ríSur svo á- takanlega í bága viS kenningar hans í öllum atriSum. ÞaS væri víst röng tilgáta, aS þetta væri gert til þess aS ritsmíSin öll og höfundur hennar íengju á sig yfirskin rjettlætisins og Trygfgfing' fyrir aS fá vandaSar vörur fyrir lítiS verS er aS versla viS V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír cg ritfönguni Sólaledri og skósmiðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. VandaSar vörur. Smásala. Ódýrar vörur Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. r Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónr.vörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. SmurnLigsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af lanli svarað um hæl. samviskuseminnar. Og fjarri sje mjer aS leiSa nokkrar getur aS slíku. Fáir hygg jeg fallist á, aS mikiS af verShækkun alls lands stafi eigi af verkum einstaklingsins. ÞaS eru svo mörg dæmin deginum ljósari um þaS, hversu einmitt fjöldi einstakra bænda hefur bætt jarSir sínar af eigin ram- leik og á þann hátt margfaldaS verS- mæti þeirra. AS ýmsar framkvæmd- ir, sem gerSar eru fyrir almanna fje, svo sem samgöngubætur, eigi sjer- lega mikinn þátt í verShækkun jarSa út um land, er sömuleiSis óhætt aS mótmæla. En þótt svo sje, sem auS- vitaS er rjett, aS verShækkun jarSa stafi meSfram eSa aS einhverju leyti af þróun og framförum þjóSfjelags- ins, þá er fjarri öllum sanni aS gera verShækkunina sjerstaklega skatt- skylda í samlagssjóS þjóSarinnar fyr- ir þá sök. Fyrir slíka verShækkun er eigandinn talinn þeim mun efnaSri maSur sem henni nemur. Á hann er lagt hærra sveitarútsvar og ýms önn- ur gjöld fyrir vikiS, svo aS hann greiSir þjóSfjelaginu þannig vexti af hækkun jarSarinnar. ÞaS land og sú jörS, sem hækkar aS verSmæti fyrir umbætur, eykur aS sama skapi fram- leiSslu, en aukin framleiSsla er þjóS- fjelaginu bæSi beinlinis og óbeinlínis til styrktar. Eigandi landsins og not- andi greiSir þannig jafnt og þjett þjóSfjelaginu vexti — oft mjög háa — af allri verShækkun þess, eins þeirri, sem stafar algjört af dugn- aSi hans og atorku. ÞaS mætti segja um jörSina, aS hún væri grundvöllur framleiSslunn- . ar eSa fyrsta skilyrSi fyrir henni, inn- an þeirra takmarkana, sem árferSi o. fl. setur. En hvernig er þá unt aS gera jörSina aS skattstofni án þess framleiSslan verSi jafnframt skatt- stofn ? ÞaS er meS öSrum orSum: JörSin gefur ekkert af sjer án vinnu, og allur skattur, sem á hana er lagS- ur, kemur niSur á framleiSslu þeirri, er af henni fæst meS vinnunni. En ranglátara er auSsjáanlega aS miSa skatthæSina viS jörSina, því aS arSur jarSarinnar, framleiSslan, er misjafn, eins og allir vita. Annars er þessi kenning hr. Sv. Bj. svo frámunalega vanhugsuS, aS þaS nær engri átt aS fara um hana mörgum orSum. ÁSur en jeg lýk máli mínu, verS jeg meS mikilli virSingu fyrir lær- dómi og þekkingu hins hálærSa manns, aS gera örfáar athugasemdir viS ' máliS á ritsmíS hans: i. „Þing sat". Ekki er þetta ís- lenska. „AS sitja þing" er rjett mál, en hitt bögumæli. 2. „ViSskiftateppa" mun vera nýgjörvingur, myndaSur líkt og „þvagteppa", en eigi er orSiS sjerlega fagurt. 3. „AfhroSi" virSist nýmæli höf., en þaS er ramvitlaust í alla staSi. Líklega á þaS aS vera sama sem „úrþvætti". „AfhroS" er til í ís- lensku máli, en þaS á ekkert skylt viS þennan „afhroSa", sem er vitleysa. 4 „Undirstrika" = understrege á dönsku, mesta rasbaga. 5. „LegiS ann- aS fyrir" á líklega aS vera sama sem „legiS annaS til grundvallar". 6. „At- huga máliS meS rósemi", hefSi átt aS vera: „athuga .... meS gætni". 7. „TekiS sönsum". Þetta er hálfdanskt viSrinismál. 8. „ÞaS gott viSurværi" og „siSmenning þaS langt komin". Hjer er „þaS" haft i staSinn fyrir „svo". AuSsjáanlega er þetta komiS úr dönsku. 9. „undir öllum kringum- stæSum" er danski talshátturinn: „Under alle Omstændigheder". 10. „Hvert rjettlæti er þá aS finna i þvi aS segja ...." Heldur skemtileg ís- lenska eSa hitt þó heldur! 11. „Leggja um skattana". „Leggja um" er dönsk rasbaga = omlægge. 12. „Knjesetja". Þetta orS notar höf. i óeiginlegri merkingu, sem virSist eiga miSur vel viS um skatta. — Fleira mætti ef til vill finna af svo góSu, ef vel væri leitaS. Næsta ritsmtS hr. Sv. Bj. ætti aS verSa svo úr garSi gjör, aS hann yrSi eigi til athlægis fyrir móSurmál sitt. Jeg læt nú þessar athugasemdir mínar nægja um sinn. Ef ttl vill mætti síSar sýna þessum hálærSa herra enn betur en hjer er gert, aS hann er ekki eins spakvitur og hann heldur. 20. febr. 1916. \

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.