Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 09.08.1916, Qupperneq 3

Lögrétta - 09.08.1916, Qupperneq 3
LÖGRJETTA 137 Strídið. Síðustu frjettir. Eftir símfrjettunum frá síðustu vikunni aS dæma, gengur stríðiS í sama þófinu og a5 undanförnu á vest- urvígstöðvunum; þaS er barist viS SommefljótiS og hjá Verdun, og nú sagt, að Frakkar hafi tekiS aftur Tiaumont. Sagt er og aS þýsk Zeppe- línsskip sjeu aftur farin að gera árás- ir á austurströnd Englands. Frá austurvígstöSvunum er ekki sagt frá neinum stórorustum. En FTindenburg hefur nú veriS falin yfir- stjórn alls MiSveldahersins þar, bæSi ÞjóSverja og Austurríkismanna. Tveir uppdrættir fylgja hjer, og er á öSrum sýnd, meS svörtu, feitu striki, herlínan á vesturvígstöSvunum norS- an frá hafi og suSur fyrir Somme. Breiddin á uppdrættinum sýnir nál. 60 kílómetra svæSi. 1 horninu aS of- an, vinstra megin, eru tvær línur, og táknar hin efri, sljetta línan, járn- brautir, og eru þær þannig sýndar á uppdrættinum, en neSri línan táknar skurSi til skipaferSa. Hinn uppdrátt- urinn sýnir greinilegar svæSiS suSur \iS Somme, þar sem höfuSsóknin hef- ur veriS gerS af hálfu bandamanna, en þaS er vestur frá bænum Peronne, og sjest hann á báSum uppdráttun- um. Á þessu svæSi eru sljett og víS akurlendi, meSfram ánum Somme og Ancre, og smáþorp til og frá. Er sagt, aS þetta svæSi sje miklu haganlegar valiS til sóknar af bandamönnum en þaS svæSi, er þeir völdu í fyrra, miklu norSar, því þaS var námahjeraS, meS stórum þorpum, námagröfum og námahaugum, sem komu ÞjóSverjum oft aS góSu haldi í vörninni. Þar er landiS yfir höfuS miklu ósljettara en þarna suSur viS Somme. Sókn banda- manna var byrjuS þarna á svæSinu frá Gommecourt, aS norSan, og sjest sá bær á lengri uppdrættinum, til Es- trées, aS sunnan, en sá bær sjest á hinum uppdrættinum, og verSur þetta glögt, ef uppdrættirnir eru bornir saman. Línan frá Gommecourt til Es- trées er hjer um bil 45 kílóm. á lengd. A nyrsta svæSinu, hjer um bil 10 kíló- metra suSur frá Gommecourt, unnu Englendingar ekkert á. ÞaS 35 kílóm. svæSi, sem þá er eftir, skiftist þannig milli Englendinga og Frakka, aS Englendingar eru á 20 kílóm. aS norS- an, en Frakkar á 15 kílóm. aS sunn- an, og er liS þeirra beggja megin viS Somme, þar sem áin fellur vestur í gegnum herlínuna. Á þessu 35 kílóm. svæSi náSu bæSi Englendingar og Frakkar fremstu vígstöSvum ÞjóSverja, og gekk þó fram- sóknin töluvert greiSara fyr- ir Frökkum, svo aS þeir komust lengra austur á bóg- inn, og var markmiSiS þaS, aS ná bænum Peronne, sem sjest á báSum uppdráttunum. ÞaS er helsti staSurinn á öllu þessu svæSi vegna þess aS þar koma saman vegir og járnbrautir frá ýmsum átt- um. Skömmu eftir miSjan júlí áttu Frakkar ekki eftir nema eitthvaS um 2 kílóm. til Peronne, en síSan munu þeir ekki hafa unniS neitt verulega á. Orsökin til þess aS Frökkum miSaSi miklu skjótar fram en Englend- ingum er fyrst og fremst sögS sú, aS viSbúnaSur ÞjóSverja hafi veriS meiri á því svæSinu, sem Eng- lendingar voru fyrir á, vegna þess aS þeir ætluSu Frakka hafa nóg aS gera hjá Verdun, svo aS þeir gætu ekki safnaS saman liSi til mikilla muna annar- staSar á herstöSvunum. Líka fer landiS aS verSa nokkru hæSóttara og betra til varnar, þegar norSur dregur. Annars er fram- göngu Frakka þarna hrós- aS, einnig í þýskum her- fregnum, og þykir vel gert, aS þeir skyldu geta byrjaS sókn þarna jafnframt vörn- inni hjá Verdun. ÞaS virSast lítil eSa eng- in líkindi til þess, aS bar- dagar á vesturherstöSvun- um geri út um ófriSinn, á hvoruga hliS. Hver smávinn- ingur lands þar virSist kosta svo mikiS þann, sem fram sækir, og vafasamt, aS bandamenn standi þar nokkru betur aS vígi nú en þegar þeir byrjuSu sóknina í sumar, nema þá aS því leyti, aS þeir hafi meS henni stöSv- aS sókn ÞjóSverja viS Verdun. Á ítölsku herstöSvunum virSist nú alt vera kyrt, og þaSan koma eng- ar fregnir. Eigi heldur neinar stór- vægilegar fregnir frá Balkan nje lengra aS austan. Þó sagSi ein sim- fregnin nýlega, aS Tyrkir hefSu gert árás á Port Said, en veriS brotnir á bak aftur. Á tveggja ára afmæli ófriSarins hafSi veriS mikil hreyfing víSa i hlut- lausum löndum í þá átt, aS friSur fengist. En litla áheyrn fá þær raddir enn hjá ráSandi mönnum ófriSarþjóS- anna, og fer þó án efa þeim mönnum sífelt fjölgandi hjá þeim öllum saman, sem helst óska, aS nú fari aS draga aS lokum striSsins, meS því líka, aS þaS þykir mörgum nú fullsjeS, aS hvorugum takist aS gersigra hina og skapa einum friSarskilmálana, en kostnaSurinn viS framhald ófriSarins fer stöSugt vaxandi. f Englandi valda írsku málin enn vandræSum og sundurlyndi, og kem- ur enn ýmislegt fram, er taka þarf til greina áSur öllu er fullskipaS um þau. — R. Casement var líflátinn í Lundúnum 3. þ. m. FerO 1 BarOastrandarsýstu 1916. Efti G. Hjaltason. I. Inngangur. Jeg fór um sýslu þessa í fyrsta sinni um voruS 1913, og hjelt þar 34 fyrirlestra aS tilhlutun sýslunnar, og var einn mánuS í ferSinni. Nú fór jeg á sama hátt um sýsluna, og var nærri þrjá mánuSi, og hjelt meira en helm- ingi fleiri fyrirlestra, kom á nær hálfu fleiri staSi og hjelt fyrirlestra á 20 stöSum, sem jeg hef aldrei áSur talaS á, höfSu því miklu fleiri not af þessari ferS en hinni. GóSar voru viS- tökur þar og athygli 1913, en enn þá betra var þetta nú, alveg hreint fyrir- tak. Jeg ætla nú aS lýsa ýmsu, sem jeg lítiS eSa ekkert nefndi í ferSasögunni 1913. En aftur vera fáorSur um ýmis- legt, sem jeg lýsti þá nákvæmar. AuSvitaS lýsi jeg langmest því einu, sem jeg sá og heyrSi sjálfur, fer samt eftir sögnum kunnugra meS stöku atriSi. II. Bíldudalur. Jeg byrjaSi í Bildudal. Fyrsti fyrir- lesturinn í skólanum, en hinn seinni í kirkjunni, því þá kom svo margt, aS ekkert rúm varS í skólanum. Jeg bjó hjá Hannesi kaupmanni, en 1913 hjá Þorbirni lækni. BáSir staSir skemtilegir, og bókasafn læknis merkilegt. Þeir, sem vilja vekja og fræSa alþýSu, hafa meSal annars gott af aS kynnast læknum og bókum þeirra. Á Bíldudal er nú ungmennafjelag, sem kenslukona Svafa Þorleifsdóttir hefur átt mestan þátt í aS stofna. Eru um 50 í þvi. Þar er líka kvenfjelag, sem líknar sjúkum og gömlum. Fallegt fremur er aS sjá úr Bíldu- dal inn í SuSurfirSina, víSa skógur og tindar bak viS fjöllin milli fjarSanna, hærri en þau, og oft snjór í tindun- um. Skógar sýslunnar eru víSasthvar i vexti, sögSu menn þar. Veitir ekki af. Hún er víSa hrjóstrug. 3. ArnarfjarSardalir. Jeg fór svo vestur í ArnarfjarSar- dali. Fyrst er AuSi Hringsdalur, þar er 1 bær. Svo Hvestudalur, 3 bæir. Svo Hringsdalur, 1 bær. Svo Bakka- dalur, 4 bæir. Þar hjelt jeg fyrir- lestur, og bjó hjá Jóni kaupmanni, föSur GuSm. Kamban skálds. ÞaSan fór jeg í FífustaSadal, yfir Austmannsdal, og bjó hjá Gísla á FífustöSum. Er hann einn af þeim, sem mikiS hafa bætt túniS. Því þegar hann kom þar fyrir 22 árum, fjekk hann 70 hesta af töSu, en nú yfir 380 hesta. 4 bæir eru í daln- um; hjelt þar tvo fyrir- lestra, en kom fátt fólk, enda mannfátt víSa þar vestra, eins og annar- staSar, oft lítiS annaS fólk á bæjum en hjón- in og sumt af börnun- um. í Selárdal var jeg veSurteptur einn sólar- hring. Þar býr Benedikt sýslunefndarmaSur og merkisbóndi. Jeg hjelt 3 fyrirlestra vel sótta. U. m. f. stofnaS í dölunum nýl. Miklir hamrar eru í ArnarfjarSar dölunum, einlægir stallar alstaS- ar, ægilegt yfirferSar, en þar eru miklir kletta- menn. Allmikil kúskeljatekja er í dölunum, er skel- fiskurinn hafSur í beitu. 4. Tálknafjörður. Jeg talaSi á fjórum stöSum í TálknafirSi og prýSisvel sótt. Jeg var þar nótt á 3 stöSum, og skal geta tveggja staSanna. Fyrri staSurinn heitir Laugardalur. Þar eru 7 laugar, og ein þeirra gæti vökvaS vænan kál- garS í brekku móti suöri. Þarna hitti jeg blinda ekkju milli 60 og 70 ára, er hún búin aS missa mann og börn, og er á sveitinni. Var greindar og myndarkona. Duttu mjer þá í hug orS merkisprests hjer sySra, er sagSi á þá leiS í ræSu, að aSrar eins manneskjur ættu aS lifa af heiSurslaunum í ell- ir.ni, en ekki á molum frá mannfje- laginu. Vel virtist mjer fara um ekkju þessa. Enda segja allir sveitamenn mjer, aS nú sje alstaðar á landinu far- iS vel meS sveitarómaga. En skáldin segja nú stundum annað. „Vistaskifti“ Einars Hjörleifssonar og „Helgi“ eft- ir Maríu Jóhannsdóttur, og fleiri skáldsögur vorar benda á,aS ekki sje ómannúSin aldauSa hjá oss enn. Annars hefur of mikiS veriS gert úr þessum mannúSarframförum bæSi hjer á landi og utanlands. Þær eru aS vísu talsverSar. En heimsstríöiS sýnir átakanlega, aS þær eru marg- falt minni en haldiS var. ViS erum flestir sýktir af vitlausu framfara- grobbi, en sýki sú fer nú víst aS smá- læknast. Tvö skólahús eru i Tálknafiröi. Dýrt þar fyrir jafn fámenna og fá- tæka sveit aS viðhalda þeim. Á Sveinseyri var jeg þrjár nætur. GuSmundur bóndi þar fjekk 1902 150 hesta en 1915 víst 235 hesta af tööu. Svona eykst töSufall víða, er þaö mik- il framför og eftirtektarverS, og ættu allir, sem skoSa landiS, aS gæta vel aS henni. Þar er stór laug, víst 30 st. hiti, er mikiS vatn sem rennur úr henni, á viS vænan bæjarlæk. Tvær aðrar laugar eru þar hjá. Laugarnar eru i brekku, og er hún brött og grýtt, og góS mold milli steinanna, spratt þar vel í garSi, eins og víSar þar vestra, er þar og haföur skelja- sandur í garöa. Jeg kom aS nýbýlinu Hvanneyri. ÞaS var bygt 1905. Þá fjekst ein hey- sáta úr mónum, sem bygt var í, en nú, 191^5, 35 hestar. Hefur heyaflinn þannig sjötugfaldast á 10 árum. Nýbýli, nýbýli! Þau eru sárfá í sveitunum. En þeim má til aS fjölga þar sem mögulegt er. Hætta alveg aS setja jarðir í eySi, og eins hætta aS selja landsjóSsjaröir. Býlafjölgun og landsjóSsjarSafjölgun er sjálfsögS, ef nokkuS á aS geta fjölgaS fólki í sveit- unum. En landsjóSsjarSir eiga aS byggjast meS betri kjörum. 5. Á Patreksfirði hjelt jeg 5 fyrirlestra, ágætlega sótt. Og bæSi í verki sem orSi var starfi mínu sýnd mjög mikil og almenn hluttekning, meiri en víSasthvar þar sem jeg hef talaö innan lapds sem ut- an. Prestur og læknir áttu mikinn þátt í þessu. Er fræSslustarfiS skemtilegt, þegar viö annaö eins fólk er aS eiga. Þar er nýstofnaS kvenfjelag meS um 60 meölimum. GleSur þaS fátæk börn og kennir þeim vinnu. Jeg bjó þar hjá Jóni Ólafssyni bakara, bróöur Pjet- urs kaupmanns. Skemtilegt heimili. Framh. Vestureyjar Dana selðar. Símfregnir frá Khöfn segja aS samningar sjeu nú komnir á um þaS, aS Danir selji Bandaríkjunum eyjar sínar vestan hafs, og er söluverSiS sagt 25 milj. dollara. HafSi ríkis- þingiS veriS kvatt saman fyrir skömmu til þess aS gera út um máliS, og hefur þetta gengiö fljótt. NokkuS kom máliö þó til umræöu i blööum og lögöust ýms þeirra fast á móti söl- unni. Menn greindi mjög á um málið, er rætt var um söluna skömmu eftir aldamótin, og var þá danska þjóöin yfirleitt sölunni mótfallin. En siSustu missirin hafa veriö óeirðir meöál svertingja þar vestra, er vel má vera aS heföu ágerst framvegis, og er lik- legt, aS þetta hafi meSfram ýtt undir Dani til þess, aS láta eyjarnar af hendi. Bernstorff greifi, sendiherra ÞjóSverja i Washington nú á ófriSartímunum. Frjettir. Landskosningarnar 5. þ. m. hafa veriS linlega sóttar um alt land, eftir því sem frjetst hefur. Hjer í Reykja- vík kusu 830 af 3800 kjósendum á kjörskrá, á Akureyri 160 af 600, á ísafiröi 160 af 550, í HafnarfirSi 58 af 431, i Vestmannaeyjum 115 af 412, á Eyrarbakka 89 af 272, á Stokks- eyri 54 af 300, í Vík 50 af 160, á Patreksfiröi 16 af 70, á Blönduósi 18 af 50, á Sauðárkróki 32 af 140, í BessastaSahr. 15 af 38, á Seltjarnar- nesi 15 af 89, í Dyrhólahr. 37 af 80, í SkarSshr. í Skagafirði 6 af 44, í TorfastaSahr. í Húnavatnssýslu 8, í Sveinsst.hr. í Húnav.s. 16, í Glæsi- bæjarhr. í Eyjaf. 40, í Öngulstaöahr. í Eyjaf. 60, í Arnarneshr. 18 af 120, i Svarfaðardal 13 af 160, í SúSavík- urhr. á VestfjörSum 9, í Stykkis- hólmi 29, í Helgafellssveit 15, í Skóg- arstrandarhr. 10, á Akranesi 74 af 265, í Borgarnesi 19 af 70, í ViSvík- urhr. í Skagaf. 6. í Rangárvallasýslu er sagt aö kosiS hafi hjer um bil þriöji hver kjósandi. I Ögurhreppi i ísafjaröarsýslu hafSi ekki kjörstjórn- in mætt, matið meira þurkinn, segir frjett í „Vísi“. Þessar fregnir af kosningunum eru sumar teknar upp úr dagblöðunum, „Visi“ og „Morgunbl.“, en aðrar hafa borist Lögr. utan af landi. Theodór Árnason fiðluleikari. I „Vordenborg Avis“ frá 15. júlí er getiS um hljómleik, sem hann hjelt í Kallehave á Jótlandi ásamt frú Ka- ren Höjer frá Khöfn, er ljek á píanó. BlaSiS lætur mjög vel af hljómleikn- um. Var hann haldinn í stórum sal í hóteli bæjarins, og blaSiö segir, aS þeirrar skemtunar verSi lengi minst í Kallehave og þar í grend. Theodór fór þessa ferS i sumarfríi sínu, eftir tilmælum manna þaðan af Jótlandi, sem eitthvaS höfSu heyrt til hans í Khöfn. Bókmentafjelagið heldur 100 ára afmæli sitt 15. þ. m. Um morguninn kl. 9 fer stjórn fjelagsins i bil suSur aS GörSum á Álftanesi og leggur blómsveig á leiSi Árna Helgasonar, sem var annar aöalhvatamaSurinn aS stofnun fjelagsins og fyrsti forseti Reykjavíkurdeildarinnar. Kl. 1 um daginn hefst minningarhátíS i sal neSri deildar í alþingishúsinu og flyt- ur forseti fjelagsins, B. M. Ólsen pró- fessor, þar ræöu, en kvæðaflokkur til minningar um fjelagið verSur sung- inn. Jóhanni Sigurjónssyni er fleira til lista lagt en skáldgáfan. Hann hefur einnig lagt mikla stund á uppfynd- ingar. Nú síSast hefur hann búiS til nokkuS, sem hann á dönsku nefnir „Stövlaag“, þ. e. ryklok. Er þaS ætlaS til þess aS leggja ofan á glös og bolla til þess aS firra innihaldiS ryki og öörum óþverra. Ætlar Jóhann, aS þaS muni sjerlega vel til falliS í sjúkra- húsum og eins viS drykkju undir beru lofti o. s. frv. Hefur Jóhann fengiS einkarjett á þessum hlut um NorSurlönd og er þegar farinn aS selja talsvert. Danska blaöiS „Politiken“ spáir þvi, aS þessi uppfynding Jóhanns muni fara sigurför um landiS. ísaf. Jón Trausti í Danmörku. „Tiden“, vikublaS J. C. Christensens, flytur 30. júni grein um Jón Trausta, ásamt mynd af honum og myndir frá æsku- stöövum hans, þær sömu og eitt sinn birtust í „óðni“. Sagt er í greininni

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.