Lögrétta

Issue

Lögrétta - 02.11.1916, Page 2

Lögrétta - 02.11.1916, Page 2
i88 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. áður stóðu Sigaunakofar. Á stuttum tíma hefur myndast þar höfuðgata með opinberum skrautbyggingum og miljónamanna-höllum. Undir sóltjöld- um veitingahúsanna sitja stjórnmála- menn utanríkisráðaneytisins og spila fjárhættuspil við æfintýramenn Vest- urlanda, og bak við silkitjöldin sitja Sigaunastúlkur, leika á fiðlur og syngja ástasöngva. Landið er mjög frjósamt og fagurt. En bændurnir, sem yrkja það og rækta, eiga engan blett af því. Þeir þræla, og jarðeig- endurnir hugsa ekki um annað, en fá sem mestar tekjur af eignum sínum til þess að eyða þeim annarstaðar. Bændurnir kunna hvorki að lesa nje skrifa. Þeir eru sljóvir og þunglynd- ir. Ekki óska þeir eftir ófriði. Fyrir 13 árum gerðu þeir reyndar uppreisn og gengu í flokkum út úr þorpum sínum með byssur á öxlum. En það voru landeigendurnir, sem þeir vildu berjast við. Stjórnin sendi herlið móti þeim, og 16 þúsund bændur fjellu. Þar með var þeirri herför lokið. Má vera að þeir vilji enn stríð, en þeir vilja þá hafa það innan takmarka landsins. Sumar fregnirnar spá þar nýrri uppreisn. Þannig lýsir þessi maður ástandinu heima fyrir í Rúmeníu. Bethmann-Hollveg talar. Við setningu ríkisþingsins þýska 28. sept. hjelt rikiskanslarinn, Beth- mann Hollveg, langa ræðu, sagði þar aðdragandann til þess að Rúmenía lenti inn í stríðið og talaði um af- stöðu Þýskalands til friðargerðar. Hjer fara á eftir aðalatriði ræðunnar. Samningar voru til um bandalag milli Rúmeníu og Austurr.-Ungverja- lands, sagði hann. Fyrst voru samn- ingarnir gerðir milli þeirra innbyrð- is, en síðar komu Þýskaland og ítalia inn í bandalagið. I þessum samning- um skuldbundu þessi ríki sig til þess að veita hvert öðru vopnahjálp gegn utanaðkomandi árás, sem ekki væri stofnað til af því eða þeim af banda- lagsríkjunum.sem hjálparinnar þyrfti. í byrjun ófriðarins nú hjelt Karl Rú- menakonungur fast fram þeim skiln- ingi, sagði kanslarinn, að Rúmenía hlyti að standa i stríðinu við hlið mið- veldanna, þar sem hún ætti þeim að þakka 30 ára stjórnmálasjálfstæði og stórmiklar framfarir, sem því hefðu verið samfara. Hún yrði að standa miðveldamegin eigi að eins vegna beinna fyrirmæla í samningunum við þau, heldur og sóma síns vegna. Kon- ungurinn vildi ekkert gera úr þeirri mótbáru, að Rúmeníu hefði ekki ver- ið tilkynt það, er Austurríki sagði Serbíu strið á hendur, nje höfð þar með í ráðum. En konungur var þá, svo sem kunnugt er, orðinrl mjög veiklaður sakir elli, og í krúnuráði, sem hann kallaði saman til þess að gera út um málið, gat hann ekki komið vilja sinum fram gegn mót- stöðu stjórnarinnar, og sagði kansl- arinn að hugur yfirráðherrans, Brati- anu.hefði frá byrjun hneigstað banda- mönnum. Litlu síðar andaðist kon- ungur, og sagði kanslarinn að þetta mótlæti hefði valdið dauða hans. Það varð nú markmið Rúmeníu undir stjórn Bratianu, að auðga sig á kostnað þeirra ríkja, sem yrðu undir i styrjöldinni, án þess að kosta miklu til þess frá sjálfri sjer. Hugsunin var sú, að hafa vakandi auga á því, hvorir mundu verða hlutskarpari og grípa svo inn í ófriðinn á rjettum tima. Þegar á fyrsta ári ófriðarins, liklega eftir að Lemberg fjell i hend- ur Rússa, gerði Bratianu við þá hlut- leysissamning og fór með þær gerðir sinar á bak við konunginn. Og þegar Przemysl fjell einnig í hendur Rússa, þá taldi hann tækifærið komið til þess að koma sjer saman við mót- stöðumenn okkar um Júdasarlaunin, sagði kanslarinn. En það mistókst. Það var þá ætlun Rússastjórnar, að auka land sitt, þótt stórt sje fyrir, með því að leggja undir sig Búkó- vínu, og Serbum ljek einnig hugur á, að auka land sitt á kostnað Aust- urríkis-Ungverjal., en hins vegar var það hugsun Rúmeníustjórnarinnar, að fá ekki að eins Búkóvínu, heldur einnig alt Ungverjaland vestur að Theissfljóti. Samkomulag fjekst því ekki. En hlutleysi Rúmeníustjórnar- innar varð meir og meir þannig lag- að, að hún hlynti að hagsmunum bandamanna. Til þess að styrkja sult- arstríð Englands, var reynt að halda fyrir okkur korni þvi, sem við höfð- ! um keypt í Rúmeníu. Það var látið laust aðeins fyrir það, að mjög J stranglega var eftir því gengið frá okkar hálfu. 1 miðum ágúst komst loks á sam- komulag milli Bratianu og óvina okk- ar. Hann áskildi sjer þó rjett til að á- kveða, hvenær grímunni skyldi kast- að. Konungurinn hafði alt til þessa hvað eftir annað fullvissað okkur um það með hinum sterkustu orðum, að hann, hvernig sem alt ylti, mundi verða hlutlaus, eins og hann hefði verið. 5. febrúar gaf sendiherra Rú- mena hjer í Berlín mjer yfirlýsingu um það í nafni konungs síns, að hann ætlaði að halda Rúmeníu hlutlausri og stjórn sín væri fær um að gera þetta. Bratianu lýsti því þá einnig yfir við sendiherra okkar i Búkarest, Bussche barón, að hann væri fyllilega sam- þykkur yfirlýsingu konungsins. Samt sem áður höfðum við grun um, að ekki væri alt heilt þarna og um samn- inga Bratianu við Rússa í ágúst feng- um við nánar fregnir. Hvað eftir ann- að vöktum við athygli konungsins á pukri yfirráðherrans og mintum hann á hlutleysisloforð hans, og einnig vöktum við athygli marga merkra stjórnmálamanna í Rúmeníu á þessu og lögðu þeir fastlega á móti því að landinu yrði hleypt út í stríðið. Kon- ungur sagði hvað eftir annað, að hann gæti ekki trúað því, að Bratianu hefði bundið sig nje ætlaði að binda sig við bandamenn. Sex dögum fyrir hern- aðartilkynninguna sagði konungur við sendiherra okkar, að hann vissi það, að mikill meiri hluti rúmensku þjóðarinnar vildi ekki stríð. Sama dag sagði hann trúnaðarmanni sínum, að hann undirskrifaði ekki skipun um út- boð hersins. 26. ágúst, daginn fyrir hernaðartilkynninguna, sagði hann við sendiherra Austurr.-Ungv., að hann vildi ekkert með stríð hafa. Og jeg nefni það sem hverja aðra skrítlu, að sama dag fullyrti Bratianu við sendiherrann að hann væri fastráð- inn í því,að halda uppi hlutleysi lands- ins, og sagði jafnframt, að krúnu- ráðið daginn eftir mundi staðfesta orð sín. ur hvert brotið á þjóðarjettinum ann- að. Slík eru meðölin, sem beitt er. L.ngland er sjálfselskufylsti, bitrasti og harðsvíraðasti óvinur sem hugs- ast getur. Gegn slíkum óvini skyldi hver sú hernaðaraðferð notast, sem gerleg er og líkleg til þess að stytta ófriðinn, og hver þýskur stjórnmála- maður, sem hikaði við að beita henni, ætti skilið að hengjast. — Kvaðst kanslarinn ætlast til, að menn skildu það af þessum ummælum sínum, að hann vísaði með viðbjóði og fyrir- litningu frá sjer þeim ásökunum, sem aftur og aftur kæmu fram um það, að hergögn Þjóðverja væru ekki not- uð svo sem vera mætti, „af óskiljan- legri vorkunnsemi og úreltri tilhneig- ingu til samkomulags, eða jafnvel af öðrum ástæðum, sem ekki þyldu dags- birtuna“. — Er þetta svar gegn á- rásum á kanslarann frá mótstöðu- mönnum hans heima fyrir og miðar að deilunni um kafbátahernaðinn, sem margir Þjóðverjar vilja reka með sem mestum krafti af því að þeir hafa trú á því, að með honum ein- um megi takast að hrinda valdi Eng- lendinga á hafinu. Lloyd George talar. Á eftir umræðum þýska kanslar- ans, sem frá er skýrt hjer á undan, skulu nú einnig sögð ummæli enska hermálaráðherrans, Lloyd Georges, um ástandið og friðarhorfurnar, og eru þau frá sama tíma og hin, höfð eftir ameríkskum blaðamanni, sem átti tal við hermálaráðherrann. England er nú fyrst að byrja að berjast, sagði hann. En það hefur þó þegar fórnað þúsundum manna til þess að tryggja menningunni frelsi á ókomnum tímum. Ófriðnum verður haldið fram þangað til Þýskalandi er kollvarpað. Allur heimurinn skal vita það, einnig hinar hlutlausu þjóðir, sem gengur alt hið besta til þess að óska friðarins, að eins og nú standa sakir getur alls ekki verið um að ræða neina utanaðkomandi milli- göngu. Frá Englands hálfu var ekki um hana beðið meðan það var óvið- búið, og nú, þegar það hefur búið sig til ófriðar, vill það enga milligöngu hafa. Fólk, sem nú stendur með tár- vot augu af hugsuninni um, hvað nú sje í vændum, það horfði þurrum Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi íslands. Með 36 myndum. Verð kr. 2.75. KNATTSPYRNULÖG. Gefin út af íþróttasambandi Islands. Með uppdráttum. Verð kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Nýjar bækur: JÓN TRAUSTI: TVÆR GAMLAR SÖGUR. Verð innb. 4.00, í kápu 3.00. SIGURÐUR MAGNÚSSON: BERKLAVEIKI OG MEÐ- FERÐ HENNAR. Verð 1 kr. JULES VERNE: DULARFULLA EYJAN. Verð kr. 0.60. CONAN DOYLE: MORÐIÐ í LAURISTONSGARÐINUM Verð kr. 0.75. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala í Bankastræti 11. Þór. B. Þorláksson. 23. ágúst var stjórnum bandamanna það enn ekki fullkunnugt, hvenær Rúmenía mundi segja Austurr.Ung- verjal. stríð á hendur. Þetta vitum við frá áreiðanlegum heimildum. En svo reka viðburðirnir hver annan í mesta flýti. Frjettir, sem jeg tel á- byggilegar, segja, að Rússland hafi alt í einu sett Rúmeníu tvo kosti: annaðhvort að hún yrði að vera kom- in í ófriðinn fyrir 28. ág., eða þá að rússneskur her hjeldi inn yfir landamæri Rúmeníu. Hvort þetta hef- ur verið aftalað bragð milli Bratianu og Rússa,til þess að herða á eftir mál- inu við konunginn, læt jeg ósagt. En teningunum var þá kastað. Að svo mæltu fór kanslarinn að tala um friðarhorfurnar. Sagði hann að stríðið hefði frá byrjun ekki ver- ið annað af hálfu Þjóðverja en vörn rjettar þeirra, lífs og frelsis. Þess- vegna hefðu þeir orðið fyrstir til að lýsa yfir, að þeir væru reiðubúnir til íriðarsamninga. Kvaðst kanslarinn hafa sagt þetta 9. des. 1905 og oft síðan endurtekið það skýrt og skil- merkilega. Sagði, að Asquith gæti ekki breitt yfir þau ummæli sín með því að halda því fram, að ekki hefði verið lýst yfir því frá Þýskalands hálfu, hver friðarskilyrði þess væru, eða þá hinu, að friðarskilyrði þess væru óþolandi og niðurlægjandi fyr- ir hina. Það hefur ekki staðið á okk- ur, sagði kanslarinn. Eða dirfist nokk- ur að heimta, að við nú sem stendur komum með friðartilboð, þegar mót- stöðumenn okkar, eins og Briand ný- lega, tala um það eins og vansæm- andi hugsun, að minst sje á frið og telja með því svívirta minningu hinna dánu? — Þegar ekki er lengur að óttast nokkra samkepni frá Þýska- lands hálfu, þegar Frakklandi er að mestu leyti blætt út, þegar allar bandamannaþjóðirnar eru fjárhags- lega seldar Englandi í ánauð, þegar allar hlutlausu þjóðirnar í Evrópu verða að haga sjer eftir hverju boði og banni Englendinga og eftir öllum þeirra „svörtu listum“, þá á heims- veldisdraumurinn þeirra að rætast í friðarsamningum, sem gera skulu út af við Þýskaland. Þetta er markið, sem England berst fyrir, og það með slíkri kraftaeyðslu að annað eins er áður óþekt í sögu þess. Og svo rek- augum í byrjuninni á hinn ójafna bar- daga, meðan bandamenn urðu að þola hinn myljandi þunga þýsku hervjel- arinnar. í þeirri ákvörðun Englands að leiða ófriðinn til fullkominna lykta, felst meira en eðlileg krafa um hefndir: þær skelfingar, sem búast má við að framhaldandi ófriður nú hafi í för með sjer, áður en varanleg- ur friður fæst, eru ekki saman ber- andi við þá grimd, sem það væri, að hætta nú stríðinu, meðan hugsanlegt er að menningu heimsins geti enn einu sinni staðið hætta frá sömu átt og nú. Friður nú, eða nokkru sinni, áður en þeirri hættu er útrýmt, — um hann er ekki að tala. Engin þjóð, sem nokkur kynni hefur af enskum borg- urum og her Englands, sem tók móti fyrstu hríðinni í þessum ófriði án þess að mögla eða barma sjer, mun gera tilraun til þess að stöðva stríðið nú. En hvað lengi haldið þjer þá að stríðið standi? spurði blaðamaður- inn. Enski herinn tekur hvorki tillit til klukku nje almanaks, svaraði Lloyd George. Tímareikningurinn kemur hjer ekki til greina. England var 20 ár að sigra Napóleon. Fyrstu 15 ár- in gekk alt illa; þá biðum við hvern ósigurinn eftir annan. En það þarf ekki 20 ár til þess að vlnna þetta stríð. Við Englandingar finnum enga hvöt hjá okkur til þess að setja því nokkurt takmark, hvenær við ætlum okkur að vinna sigurinn. Við gerum okkur engar vonir um, að stríðið sje bráðlega á enda, en við erum ekki í neinum efa um, hvernig það muni enda. Annar blaðamaður, danskur, segist hafa átt tal við háttstandandi em- bættismann enskan eftir að ummæli hermálaráðherrans, sem hjer hafa ver- ið sögð, voru komin fram. Þessi em- bættismaður sagði, að Þýskaland gæti fengið frið hvenær sem það vildi, en aðeins með þeim skilmálum, sem Plnglendingar settu. Því ráðast ekki hinir hlutlausu friðarpostular á Þýskalandi fyrir það, að það biður ekki um frið og vill ekki sæta þeim kostum, sem það getur fengið? sagði þessi Englendingur. Því ráðast allir hinir svokölluðu friðarpostular sí og æ á bandamenn og kalla þá friðar- fjendur? Friðurinn getur fengist und- ir eins á morgun, ef þýskaland vill. Um leið og „Times“ skýrir frá um- mælum þeim, sem ameríski blaðamað- urinn hefur eftir Lloyd Georges, seg- ir það, að kunnugt sje, að frá Spáni, frá Hollandi, frá páfanum og frá Svíþjóð, fyrir nokkru, hafi verið gerðar leynilegar tilraunir til þess að koma friði á. En allar þær tilraunir hafi standað, og setur blaðið skæting og aðdróttanir í þá, sem sjeu að vinna að þessu, og segir, að nú sje tími til þess kominn að tekið sje alveg fyrir slíkar tilraunir, sem það telji bæði móðgandi og lymskufullar. Af þessu má sjá, að friðarútlitið er alt annað en glæsilegt nú sem stendur. í sambandi við ummæli þýska ríkis- kanslarans hjer á undan, benda þessi ensku ummæli ótvírætt á, að aðgang- urinn i ófriðnum muni harðna úr þessu, en ekki draga úr honum. Briand talar. Nálægt 20. sept komu friðarhorf- urnar til tals í franska þinginu. Þing- maður úr flokki jafnaðarmanna, Bri- zon, reis upp út af ræðu sem Briand yfirráðherra hjelt, og mótmælti því að „stríðið væri framlengt um alla ei- lífð“, með því að það kostaði svo mikið bæði í fje og mönnum. Hann vildi láta fara að tala um frið. Til umræðu var bráðabirgðafjárveiting til stríðskostnaðar. Annar jafnaðarmað- ur byrjaði umtalið með því að láta í ljósi, að ófriðurinn kæmi harðast nið- ur á Frökkum og sagði, að banda- menn þeirra yrðu líka að leggja í söl- urnar það sem nauðsynlegt væri. Bri- and yfirráðherra tók þá til máls, til þess að mótmæla þessu, og hrósaði framgöngu bandamanna Frakka, sagði, að rangt væri að dæma nokk- urt land eftir öðrum upplýsingum en þeim, sem fyrir lægju þar heima fyr- ir. Hann kvað Englendinga hafa gert mikið í Frakklandi, auk þess sem þeir væru verðir hafsins. Minti svo á þá erfiðleika, sem Enlgendingar hefðu átt við að stríða áður en þeir fengju myndað hinn mikla her, sem þeir nú rjeðu yfir. Lítið á listana yfir mann- fallið hjá þeim, sagði hann, og dæm- ið eftir þeim. Einnig hrósaði hann ítölum, og um Rússa sagði liann, að þeir hefðu sent herstyrk langar leiðir til þess að berjast á vígvöllunum á Balkan og í Frakklandi. Brizon kom þá fram með friðar- kröfu sína. En yfirráðherrann svar- aði honum jafnskjótt og tók henni fjarri. Við höfum nú varist óvinun- um í meira en tvö ár, sagði hann, og nú hörfa þeir skref fyrir skref aftur á bak. Og svo talið þjer um frið nú. Hvílík svívirðing gegn minningu þeirra, sem fallnir eru! Mörg af hjer- uðum lands okkar eru í höndum Þjóð- verja, sem leika íbúana hart, en samt er hugrekki og þrek landa okkar enn í besta lagi. Og nú er að því komið, að þeir vænta lausnar. En þá segið þjer: Farið þið að semja frið! Þjer þekkið ekki Frakkland, ef þjer hald- ið að það vilji spara nokkra miljarða, eða jafnvel blóð, til þess að fá frið nú. Það yrði ekki til annars en þess, að við ættum á hættu að verða aftur fyrir þeirri hatursfullu árás frá Þýskalandi, sem nú mishepnaðist. Fregnirnar segja, að mesti rómur hafi verið gerður að ræðu Briands og að þingið hafi samþykt að opinber- lega skyldi festa hana upp á götun- um, til þess að öllum veittist færi á að lesa hana. Stefan Tisza talar. Hann hjelt fyrir skömmu mikla ræðu í ungverska þinginu um þrí- veldasambandið gamla og samband Þýskalands og Austurríkis-Ungverja- lands. Hann kvað það ekki nema að nokkru leyti rjett, sem fram hefði verið tekið af öðrum, að þrívelda- sambandið væri rofið, þar sem Italía hefði skorist úr leik. Því þungamiðja þess sambands var altaf bandalagið milli Þýskalands og Austurr.-Ungv., sagði hann. Þau tvö veldi voru kjarni sambandsins. ítalía áuðvitað gleðileg viðbót þar við, en meira ekki. Sam- bandið stendur því í raun og veru enn. Afstaða okkar til Þýskalands hefur á engan hátt breytst við það, að ítalía fór úr sambandfnu. Ef þessi barátta um líf og dauða, sem nú á sjer stað, hefur að nokkru breytt innbyrðis af- stöðu Austurr.-Ungv. og Þýskalands, þá er breytingin sú, að bandalagið er orðið enn innilegra en áður. Engir sjerhagsmunir, frá hvorugri hlið, hafa haft nokkur áhrif í þá átt, að spilla sambandi þeirra. Síðustu frjettir. Skeytin segja frá hörðum atgangi við Verdun; hafi Þjóðverjar reynt að ná aftur því, sem þeir mistu um daginn, en ekki tekist. Nýkomið skeyti segir, að her mið- veldanna í Dobrudscha hafi tekið bæ- inn Hirsova, sem er við Dóná, langt fyrir norðanCernavoda.Hafa Rúmen- ar sprengt upp brúna yfir Dóná hjá Cernavoda til þess að varna því að her miðveldanna kæmist þá leið vestur yfir, en brú þessi var sögð stærsta brú í Norðurálfu. Einnig er í sama skeyti sagt frá framsókn miðveldahersins á vesturvígstöðvunum í Rúmeníu. Af kafbátahernaðinum segja sið- ustu fregnir, að þýskir kafbátar hafi inni í Ermarsundi skotið niður ensk varðskip. Fyrir norðan Noreg hafa jieir orðið mörgum skipum að grandi, sem þar eru í flutningaferðum til Rússlands. Norska stjórnin hefur gef- ið út bann gegn því, að hernaðarkaf- bátar ófriðarþjóða megi hafast við innan landhelgi Noregs og hótað, að ráðist verði á þá fyrirvaralaust, ef þeir hittist þar, án þess að knýjandi nauðsyn sje til þess. Þetta bann gekk í gildi 20. f. m. Er mikil gremja í Noregi út af kafbátahernaðinum þar

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.