Lögrétta - 18.04.1917, Qupperneq 4
7°
LÖGRJETTA
Með báli og brandi.
Beikningur
yfir tekjur og gjöld sparisjóðs Hafnar-
fjarðar frá i. jan. 1916 til 31. desbr. s. á.
Eftir Henryk Sienkiewicz.
X. KAFLI.
Ferðin gekk vel niöur ána, og bar
ekkert til tíöinda, fyr en þeir Skrje-
tuski komu til Khortitza, er liggur
skam frá Sitsch, þar stigu þeir á land
og bjuggust til næturvistar, þvi þeir
vildu ekki koma til borgarinnar aö
næturlagi. Veröir voru settir alt um-
hverfis, en hinir lögðust niður vi'ð
báliö, er kveikt hafði verið. I dag-
renningu kom varömaöur einn til
Skrjetuski, er haföi átt mjög erfitt
meS svefn um nóttina, og sagöi hon-
um, aö þaö færu menn að þeim.
„Hverjir eru það?“
„Veit það ekki. Þeir eru um fimm-
tíu.“
„Nú jæja, það er enginn fjöldi.
Bættu skíðum á bálið.“
Á næsta augnabliki var alt liðið
viðibúið og eldurinn logaði glatt.
Það heyrðist greinilega fótatak er
nálægðist. Spottakorn frá árbakkan-
um stöðvaðist flokkurinn, og einn úr
honum spurði hranalega: „Hverjir
eru þeir, er á hjer á árbakkanum?"
„Flverjir eru þeir sem spyrja,“
„Svarið, vesalingar, annars spyr
byssa mín.“
„Vjer erum sendimenn hins göfuga
fursta Jeremiasar til atamansins í
Sitsch,“ svaraði varðistjórinn.
Hinir námu staðar, sennilega til
ráðagerðar.
„Þjer getið komið nær. Enginn ger-
ir árás á sendiboða og sendiboði ræðst
heldur ekki á aðra.“
Fótatakið heyrðist aftur, og 30 til
40 menn komu í ljós. Á klæðaburði
þeirra og andlitslögun var það auð1-
sjeð, að flestir þeirra voru Tartarar.
Örfáir þeirra voru Kósakkar.
Skrjetuski var þá þegar sannfærð-
ur um að Kmielnitski væri kominn
aftur, fyrst Tartarar voru þar á slóð-
um.
Fremstur í flokknum stóð gamall
Kósakki, risi að vexti, með villidýrs-
svip á andliti; hann kom nær eldin-
um og spurði:
„Hver yðar er sendiboðinn?“ Hann
var auðsjáanlega drukkinn og lagðá
vinþefinn af honum. „Hver yðar er
sendiboðinn?“ spurði hann aftur.
„Hjer getur þú sjeð hann,“ svaraði
Skrjetuski djarflega.
„Ert þú hann?“
„Telur þú mig lagsbróðir þinn, þar
eð þú þú-ar mig?“
„Vertu kurteis,ruddamennið,“ sagði
varðstjórinn. „Þú átt að segja virðu-
legi sendiboði.“
„Fjandinn hafi öll yðar virðuleg-
heit, herjans þjónn. En hvað viljið
þjer atamaninum (yfirmanninum) ?“
sagði hann, og vjek máli sinu að
Skrjetuski.
„Það kemur þjer ekki við. En vilj-
ir þú tóra lengur, þá fylgdu oss und-
ir eins á fund hans.“
„Atamaninn hefur skipað oss hjer
á vörð, til þess að enginn Pólverji
komist til borgarinnar,“ sagði annar
Kósakki, er einnig kom nær. „Oss
var skipað, ef nokkur kæmi, að flytja
hann bundinn fyrir atamaninn, og því
ætlum vjer að hlýða.“
„Þið bindið þó ekki þann, er fylgir
ykkur þangað af frjálsum vilja?“
„Jú, það gerum vjer, oss var það
fyrirskipað.“
„Veistu þá, durgurinn þinn, hvern
rjett sendiboðar hafa? Veistu hver sá
er, sem sendir mig?“
„Nú skulum vjer fylgja virðuleg-
um sendiboða til atamansins,“ sagði
sá, er fyrst hafði talað, „en vjer skul-
um leiða hann þangað á skegginu, til
svona.“
Hann greip i skegg Skrjetuskis, en
á því augnabliki er hann snerti það,
rak hann upp hljóð og fjell dauður
til jarðar, hafði Skrjetuski klofið
hann í herðar niður með stríðsöxi.
„Sækjum fram, fellum hann,“ æpti
óþjóðalýðurinn. Menn Skrjetuskis
komu honum til aðstoðar og skutu
þeir á Tartaralýðinn. Orustan var
snörp; bálið sloknaði, svo að kol-
dimt varð. Síðan var barist í návigi,
og er ekki var lengur höggrúm, komu
hnefar og tennur í stað sverðanna.
Fjandmennirnir tóku að hopa og var
flótti að bresta i liði þeirra, en þá
heyrðist heróp og kom sveit mikil
þeim til hjálpar.
„Til bátanna,“ hrópaði Skrjetuski.
Flokkur hans hlýddi þegar, en til
allrar óhamingju voru bátarnir um
kvöldið dregnir svo langt upp, að
það tók nokkurn tíma að setja þá
fram. Fjandmennirnir blóðþyrstir
ruddust fram.
„Skjótið!“ skipaði Skrjetuski.
Skothríðin stöðvaði þá, þeir hrukku
undan smeikir. Margir þeirra urðu
eftir fyrir fult og alt, bröltu þeir þar
í blóði sínu. Meðan reyndu hinir að
setjt fram bátana, en það varð árang-
urslaust.
Fjandmennirnir höfðu nú áttað sig
og fóru að skjóta á þá; kúlurnar
skullu niður á sandinn og ána, örv-
arnar þutu yfir höfðum þeirra og
kvein hinna særðu blönduðust saman
við vopnabrakið. Tartararnir hvöttu
hverjir aðra með því að hrópa
„Allah!“ og var því svarað með
ópum Kósakkanna: „drepum, drep-
um“. Tíðar og tíðar hljómaði rödd
Skrjetuskis: „skjótið!“
Það var kominn dagur á loft og
sást yfir orustuvöllinn. Landmegin
voru Kósakkar með byssur við kinn-
ar og íbognir Tartarar lögðu örvar á
strengi.
Niður við ána voru bátar tveir
huldir púðurreyk. Fjöldi lá þar á vell-
inum milli flokkanna,dauðir eða særð-
ir. í öðrum bátnum stóð Skrjetuski
berhöfðaður, ör hafð.i verið skotið í
húfuna og numið hana burtu, — en
djarfur og æðrulaus skipaði hann fyr-
ir um vörnina.
Varðstjórinn hvíslaði: „Vjer verð-
um ofurliði bornir, þeir eru svo
margir.“
„Vjer berjumst meðan nokkur
stendur uppi,“ svaraði Skrjetuski.
„Það er vilji vor,“ hrópuðu menn
hans.
„Skjótið."
Bátarnir hurfu í reykmekkinum.
Sóknarmönnunum fjölgaði altaf,
komu ávalt tveir fyrir hvern einn er
fjell, vóru margir þeirra vopnaðir há-
skeptum spjótum eða sigðum. Sumir
þeirra skutu án afláts en að-rir voru
búnir til áhlaupa, ef færi gæfist. Fjór-
ir bátar alskipaðir hermönnum sóttu
og að baki þeim. Þegar þeir voru
komnir í skotfæri, skipaði Skrjetuski
20 af mönnum sínum gegn þeim, en
við það varð vörnin slæglegri land-
megin.
Fjandmenn þeirra landmegin virt-
ust hafa beðið eftir þeim. Varðstjór-
inn gekk að Skrjetuski og mælti:
„Tartararnir hafa tekið rýtingana
milli tanna sjer, þeir ætla að ráðast
á oss.“
Þrjú hundruð Tartarar bjuggust
þar til áhlaups. Höfðu þeir rýtinga
milli tannanna og bjúgsverð í hendi.
Nokkrir Kósakkar fylktu flokk
þeirra.
Það var ætlun óvinanna að sækja
að þeim í senn frá báðum hliðum.
Bátarnir voru komnir í skotfæri og
ljetu þeir kúlurnar dynja á þeim.
Eftir litla stund var helmingurinn af
mönnum Skrjetuskis óvígur, hinir
vörðust sem óðir væru; þeir voru
sótsvartir af púðurreyk, augun blóð--
stokkin, raddirnar hásar og hendur
hinna dauðþreyttu manna brunnu
undan byssunum.
Æðislegt öskur smaug gegn um
loftið. Tartararnir ruddust fram til
áhlaups. Orustan var ógurleg, þar
fjell hver um annan þveran. Reykur-
inn leið frá og stóðu þá enn uppi
nokkrir af mönnum Skrjetuskis, hann
stóð sjálfur við sigluna á öðrum bátn-
um, alblóðugur, sár á enni, og ör
stóð upp að skafti í vinstri öxl hon-
um. Hann bar hátt upp úr þvögunni.
Sverðið leiftraði í höndum hans, og
við hvert högg kvað við vein og
kvalaóp. Varðstjórinn og Kósakki
stóðu hvor til sinnar handar og báru
af honum lög og högg. Tartararnir
hörfuðu skelkaðir frá mönnum þess-
um, en var þegar hrundið frani af
þeim er aftar stóðu. Þustu þeir þá
aftur fram og fjellu fyrir höggum
sverðsins.
„Færum atamaninum þá lifandi,“
var kallað i flokknum. „Gefist upp!“
Skrjetuski gafst upp að eins á náð
drottins, því að í sama bili fölnaði
hann, riðaði við og fjell niður í bát-
. Söðlasmíðaverkfæri fást keypt nú þegar. Einnig talsvert af tilbúnum
virkjum og öðru verkefni til söðlasmíðis.
Kaupandi getur líka fengið verkstæði leigt yfir lengri eða skemri
tíma.
Þeir, sem kynnu að vilja sinna tilboði þessu, snúi sjer til
Crudridar Matthiasardóttur,
Einarshöfn á Eyrarbakka,
fyrir 1. maí næstkomandi.
KBONE LAQEBÖL
er best.
verður háð í Reykjavík miðvikudaginn 20. júní 1917.
Verðlaunagripur mótsins er „Knattspyrnubikar íslands“, gefinn af
Knattspyrnufjelaginu Fram.
Fjelög er ætla sjer að keppa á mótinu, gefi sig fram við formann knatt-
spyrnufjelagsins Fram, Hr. Arboe Clausen, Reykjavík, eígi síðar en viku
fyrir mótið.
Reykjavík, 13. apríl 1917.
Stjórn Knattspyrnnijelagsins Fram.
Aðalfundur
h.f. „Breiðafjarðarbáturinn“ verður haldinn í samkomuhúsinu hjer í Stykk-
ishólmi fimtudaginn 31. maí næstk., og hefst kl. 12 á hádegi.
Stykkishólmi 10. apríl 1917.
Sæm. Halldórsson
p. t. formaður.
Tilbod
óskast um byggingu á barnaskóla-
húsi í Ólafsfirði í Eyjafjarðarsýslu
næstkomandi sumar. Húsið á að
byggjast úr steinsteypu, þar sem möl
og sandur er við hendina.
Lysthafendur, sem leggi til alt efni
til byggingarinnar — nema aflviði,
sem eru fyrirliggjandi að mestu —
geri aðvart fyrir 15. maí þ. á. og
leiti frekari upplýsinga.
Ólafsfirði, 10. mars 1917.
Hreppsnefndin.
„Verið sælir, herra minn,“ sagði
varðstjórinn í örvæntingu.
En á næsta augnabliki fjell hann.
Báturinn var þakinn áhlaupsmönnum.
Orustunni var lokið.
Merchandise
Bought & Sold on Commission
We will buy and sell merchandise
for your account Goods shipped to
us on concignment, we will sell at
the best market price obtainable and
will immediately remit the proceeds,
less the expenses, or if you desire
the amount left as a credit with us
to buy American goods in return for
exportation, we will purchase the
goods out of the funds that we have
in hand and remit the balance if any.
All shipments which are consigned
to us must conform to the laws of
the U. S. and also the invoices must
be made aut on consigned invoice
form in accordance with the- Trea-
sury and Consular regulations and
all shipments both import and export
must be forwardet in accordance
with any other rules and regulations
that may be in effect owing to the
conditions now prevailing,
Terms on Apþlication
F. B.Vandegrift & Company
Custom House Brokers
hnport and Export Commission and
Forwarding Agts. Marine, War, and
Fire Insurance Brokers.
Cable Adress
,Vangrift“ New York, A. B. C. Code,
5th Edition.
15-25 Whitehali St„ New York, U. S. A.
Tekj ur:
1. peningar í sjóði frá f. á. 8214.20
2. Endurborguð lán:
a. Fasteignarveðlán 15590.00
b. Sjálfskuldar-
ábyrgðarlán 380.00
c. Lán gegn annari
tryggingu 122198.00
---------- 138168.00
3. Innlög i sparisjóðum 83176.37
Vextir af innlögum,
lagðir við höfuðstól 5037.44
---------- 88213.81
4. Tekið lán í íslandsbanka:
a. Reikningslán 16458.81
b. Víxillán 00.00
5. Vextir:
a. Af fasteignaveð-
lánum 7820.81
b. Af sjálfskuldará-
byrgðarlánum 33.30
c. Af víxlum 2574.86
d. Af hlutabrjefi í ís-
landsbanka 120.00
16458.81
6. Ýmsar tekjur
10548.97
350.25
Samtals kr. 261954.04
Gj öld:
1. Lánað út á reikningstímabilinu:
a. Gegn fasteignaveði 42200.00
b. Gegn sjálfskuldar-
ábyrgð 00.00
c. Gegn annari
tryggingu 136705.00
-------------------- 178905.00
2. Útborgað af innlögum sam-
lagsmanna: 50553.85
3. Borgað lán í Islandsbanka:
a. Reikningslán 20753.21
b. Víxil-lán 00.00
----------20753.21
4. Kostnaður við sparisjóðinn 1405.80
5. Vextir af sparisjóðsinnlögum 5037.44
6. Til íslandsbanka, vextir og
viðskiftagjald:
a. Af reikningsláni 955-6o
b. Af víxil-láni 00.00
-------------------- 955.60
í sjóði 31. desember 1916 4343.14
Samtals kr. 261954,04
Hafnarfirði 31. des. 1916.
Aug. Flygenring. Guðm. Helgason.
Sigurgeir Gíslason.
Jafnaðarre ikningur
sparisjóðs Hafnarfjarðar 31. desbr. 1916.
Aktiva:
1. Skuldabrjef fyrir lánum:
a. Fasteignaskulda-
brjef 134930.00
b. Sjálfskuldar-
ábyrgðarbrjef 530.00
c. Skuldabrjef fyrir
lánum gegn annari
tryggingu 40375.00
---------- I7S835-00
2. Útistandandi vextir, áfallnir
við lok reikningsársins 15-00
3. Fyrirfram greiddir vextir til
íslandsbanka 00.00
4. Peninga- og skjalaskápur 263.00
5. Hlutabrjef í íslandsbanka 2000.00
6. í sjóði í lok reikningsársins 4343-M
Samtals kr. 182456.14
P a s s i v a:
1. Inneign 645 samlagsmanna 146615.72
2. Fyrirfram greiddir vextir, sem
ekki áfalla fyr én eftir lok
reikningsársins 4610.86
3. Skuld til íslandsbanka:
a. Reikningslán 16458.81
b. Víxil-lán 00.00
---------- 16458.81
Varasjóður 14770.75
Samtals kr. 182456.14
Hafnarfirði hinn 31. desbr. 1916
Aug. Flygenring. Guffm. Helgason.
Sigurgeir Gíslason.
Reikninga þessa, bækur, verðbrjef og
önnur skjöl, ásamt peningaforða sparisjóðs
Hafnarfjarðar höfum við undirritaðir yfir-
farið og ekkert fundið athugavert.
Hafnarfirði 7. mars 1917.
Ögm. Sigurðsson. Böðvar Bóðvarsson.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
Prentsmiðjan Rún,
ínn.