Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 01.05.1918, Qupperneq 4

Lögrétta - 01.05.1918, Qupperneq 4
75 LÖGRJETTA „íþróttafrjettir". — Ritstj. eí Bene- dikt G. Waage. Víðavangshlaup fóru hjer fram á sumard. fyrsta og voru þáttakendur io. Fljótastur varö Ólafur Sveinsson prentari og rann hann skeiðiS á 15 mín. 50 sek., en það var frá Austur- velli inn aö ÖskjuhliS, um Laufásveg, þaöan norður á Laugaveg, og eftir honum til baka aftur. Næstir honum urðu Bjarni Jónsson og Sigurjón Ei- riksson. i- verðlaun voru gullpening- ur, 2. og 3. silfurpeningar. Kosningarnar í Færeyjum. Sjálf- stjórnarflokkur Færeyinga varð undir í þingkosningunum og fjekk þing- mannsefni hans, Edw. Mortensen fyrv. Fólksþingsmaöur, 2625 atkv., en þingmannsefni Sambandsflokks- ins, Andr. Samuelsen sýslumaöur, hlaut kosningu meS 2726 atkv. Hef- ur þá andófsflokki dönsku stjórnar- innar í Fólksþinginu bætst 1 atkv-, svo aö stjórnin hefur þar aS eins 2 atkv. meirihluta. — Aftur á móti sigr- aði Sjálfstjórnarflokkurinn í kosning- unum til Lögþingsins, fjekk 11 þing- sæti, en Sambandsflokkurinn 9, svo aS Færeyingar leggja Zahlestjórninni til liSsmann í Landsþingu. — BæSi þingmannaefni Færeyinga komu heim frá Khöfn meS Botníu nú síSast. Óðinn. í janúarblaSi hans eru mynd- ir af hjónunum Finnboga Lárussyni á BúSum á Snæfellsnesi og Björgu sál- Bjarnadóttur, og mynd af Þóröi Sigurðssyni í Grænumýrartungu í Húnavatnssýslu. KvæSi eftir frú Theodóru Thoroddsen og Jak. Thor- arensen. Minningargrein um Þórunni Ólafsdóttur prestskonu frá Kálfholti, eftir Sig. GuSmundssonvmagister. í febrúarbl. er mynd af Páli J. Ár- dal skáldi á Akureyri og mynd af HafliSa sál. GuSmundssyni á Siglu- firSi. KvæSi eftir GuSm- FriSjónsson, Jak. Thorarensen, Jak Jóh. Smára og Hallgr. Jónsson. RæSa eftir dr. Jón Stefánsson um ísland og England. I marsbl. eru tvær myndir af Indr. Einarssyni skrifstofustjóra,önnur ný, hin frá stúdentsárum hans, og mynd- ir af hjónunum Kristjáni og Mar- grjeti sál- á Söndum í Stöövarfirði, og skipulagsskrá ættarsjóðs þeirra. KvæSi eftir Margeir Jónsson. BlöSunum fylgja 3 sönglög eftir H. Þorsteinsson viö kvæðin „Gleði- legt surnar", eftir GuSm. GuSmunds- son, KvöldljóS eftir B. B. B., og Bæn, eftir Hallgr. Pjetursson, og lag eftir Björn H, Jakobsson viö kvæSiö „Á svaninn jeg horfi“, eftir Stgr. Thor- steinsson. Úr Strandasýslu er skrifaö 8. apríl: „Hjeðan úr norðurparti sýslunnar fátt markvert að frjetta, nema ótíð- ina sem veriö hefur óslitin í allan vetur og meira til, því veturinn byrj- aði á leitum meö fannkomu og frost- um, sem síöan hefur mátt heita, aS haldist hafi óslitiö alt fram á þenn- an dag. Kýr komu á fulla gjöf strax á leitum, sauöfje um og fyrir vetur- nætur, og hross litlu síðar. Hey þau sem úti voru á leitum — og þau voru töluverð, — spiltust að stórum mun. og sumt náöist aldrei inn, þó heim á tún væri komið fyrir leitir, því á mörgum bæjum hjer viö sjóinn hefur aldrei tekiö upp snjó á túnum síöan á leitum. Gjafatíminn er því orðinn af- arlangur, enda er nú farið aö ganga á heyin hjá öllum almenningi, og út- litiS alt annaö en glæsilegt, ef ekki rætist því betur úr innan skamms, og telja gamlir menn þennan vetur einn með allra verstu vetrum, sem komið hefur nú um fjölda ára, að minsta kosti síöan frostaveturinn mikla 1881. Um jólin kom hláka og hjeltst fram yfir nýár, og kom þá jörS upp, en lítið gagnaði þaS til fram- búSar, því 5. jan. gerSi norðan garS með feikna frosti og samdægurs rak ínn hafísinn, sem alt fylti, svo hvergi sá út yfir og fraus svo alt saman og varð að einni hellu. Voru þá um tima hin mestu frost, sem komiö hafa síðan 1881, ef ekki meiri, og hjeltst þessi mikli frostakafli um það bil í 3 vik- ur, þá fór aö frostlina aftur, en þó hefur aldrei komið hláka, og aldrei komið nokkur snöp síðan á nýári. Vanalega er hjer viða góð fjörubeit á vetrum, en í vetUr hefur hún alger- lega brUgSist vegna ísa og frosta; því bæöi áður en ísinn kom og eins eftir að hann fór, hefur sjávarkuldi verið svo afskaplegur, aS fjörurnar hafa alt af veriö ísaðar. ísinn fór seint í febrúar og vonuðust menn þá eftir að tíðin mundi fara aö batna, en sú hefur þó eigi orðiö reyndin, og í dag er noröan bylur meS fannkomu mikilli og frosti, og hvergi björg aö fá fyrir nokkra skepnu. Sumir eru hræddir um aö ís sje nálægur, og draga þaö af hinum mikla sjávar- kulda, sem alt af er, en samt er von- andi og óskandi að sá vágestur eigi ekki eftir aö koma úr þessu í vor, því ef það yröi þá er enginn efi á því, aS hjer yrði almennur skepnu- fellir- Matarbirgöir hafa veriS sæmi- lega miklar í hreppnum, og munu vera til eitthvað fram á voriö, og er þaö mest og best aS þakka ötulli framgöngu sýslumanns okkar, því hann gekst fyrir því aö útvega hreppnum vörur hjá landsstjórninni, og megahreppsbúarverahonum þakk- látir fyrir ötulleik hans og framtaks- semi í þessu, því heföi vara þessi ekki komið, hefðu áreiöanlega orðið bág- indi hjer hjá fólki meS bjargræöi. Afli af sjó enginn enn þá, og bregö- ur mönnum við þaö, því vanalega fara hrognkelsi aS veiöast hjer í marsmán. og hefur mörgum oröið sú björg aö miklu liði undanfarandi ár, en í vetur hefur ekkert veiöst, enn sem komið er, og hefði fólki þó sann- arlega ekki veitt af að eitthvað heföi fengist úr sjó. — Hjer á dögunum kom hingað áætlun Sterlings, og þótti mönnum gott aS eigavon á þeim ferð- um, en útlit er fyrir, að þær ætli ekki að verSa vel ábyggilegar fyrir fólk, ferSirnar þær, eftir því að dæma, sertj nú er framkomiö, þar sem stjórnin lætur skipiö fara fyrstu ferðin löngu á undan áætlun án þess aö almenn- ingur úti um landið hafi minstu vit- und um, 0g er slíkt tilfinnanlegur bagi fyrir menn, ekki síst kaupmenn, sem munu hafa reitt sig mjög á þessa fyrstu ferö, en hún bregst þeim al- gerlega, án þess þeir hafi hugmynd um, fyr en skipið er komið.“ Úr Fáskrúðsfirði er skrifaö 13. apríl: .... „í hinu afskaplega norö- anroki þ. 27. f. m. vildi það hörmu- lega slys til á vjelbáti, er fór til fiskj- ar kvöldiö áður, aS einn.hásetinn fót- brotnaði svo illa aö hann beið bana af. SlysiS vildi þannig til, að vjelin í bátnum bilaði. ÆtlaSi þá annar bát- ur, sem var þar nær staddur, aö draga hinn bilaöa bát til lands, en varö aS hverfa frá því vegna roksins; náöi þó, meö naumindum, mönnunum, og vildi þá svo illa til aö maöurinn varð meö fótinn milli bátanna og molaðist hann í sundur. Maöur þessi var Björn Benediktsson útvegsbóndi. Hann læt- ur eftir sig ekkju og 3 börn. Björn sál. var maður á besta aldri, einn meS allra duglegustu og efnilegustu mönn- um hjer, og hvers manns hugljúfi, hans er því sárt saknaS af öllum, er hann þektu. — í sama rokinu hrakt- ist bátur frá Eskifiröi til hafs og náöi ekki landi fyr en veðrið lægöi; voru mennirnir orönir þjakaðir mjög og að sögn eitthvað kaldir, sumir. Sjerstak- lega kvað formaðurinn, Valdimar Sigurðsson, ekki vera orðinn jafn- góöur enn, enda kvað hann hafa stað- iö uppi samfleytt 19 klukkustundir, og er það karlmannlega gert í öðru eins roki, meö 15 stiga frosti, á kænu, sem sjórinn gengur stöðugt yfir. Er þaS ekki í fyrsta sinn, sem hinir ís- lensku sjómenn eiga „harða nótt og langa“ á hinum alt of smáu fiskifleyt- um sínum... Úr Skagafirði er skrifað 14. apríl: „.... Hjer lagðist vetur að fyrir fult og alt fullum mánuði fyr en tíma- talið sagði veturinn kominn. öll haustverk urðu þvi í handaskolum, víöa hey úti sem ekki náSust og skepnur hrökuðust dag frá degi, þar til hægt var að ná þeim saman á hús og hey. Elstu menn í Skagafiröi muna aldrei jafn erviða hausttíö, og hugs- uöu því, að varla færi svo, að ekki kæmi góður bati meS vetrarkomu, að minsta kosti um nokkurn tíma, eins og mjög oft er, eftir vonda haust- tíð. En hjer brugðust allar betri von- ir í þá átt. MeS veturnóttum komu sí- feldar snjókomur, með afburSahÖrk- um, einkum á jólaföstu og fram til miðs vetra, svo aS slíkar hafa ekki þekst hjer síSan 1881, — frostavetur- inn mikla. •— ÞaS mátti kalla haga- laust um mestan hluta SkagafjarSar frá miSjum nóvember til febrúarloka. Snemma í mars blotaSi svo, aS upp komu snapir, og hafa þær haldist síSan. En þó getur ekki talist aS hey hafi sparast við sauSfje enn, svo aö nokkru nemi, mest vegna þess, hvaö veSrátta hefur veríS stormasöm, og afar-óstilt. Aftur er dálítiS öðru máh aS gegna meö hross, þau hafa ljett af fóöri aS nokkru leyti, einkum hin betri, en þó aldrei meira en að hálfu leyti, þegar best hefur verið, og öll eru hross í húsi enn, allvíðast. Eitt af því óvanalega viS þennan vetur ei þaS, aS snjóþyngsli í Fljótum og Sljettuhlíö hafa veriS mun minni en inni í SkagafirSi, og eru þess fá dæmi, að á því útkjálkaplássi sjeu hagar, þegar BlönduhlíS er hagalaus, en svona hefur snjóa lagt þennan vet- ur, enda útsynnings-bleytuhríSar, sem mest hafa valdiö jarðbönnum í Skaga- firði, vestan HjeraSsvatna, aldrei orð- ið eins miklar á austurbygö sýslunn- ar, Fljótum 0g SljettuhlíS, og jafnvel HöfSaströnd. Engin höpp hlutu SkagfirSingar með ísnum í þetta sinn, hingaö fluttist aS eins ís, hann svar- aSi engum uppbótum, hefur ekki þótt þaS þeirra gjalda vert, svo fljótt sem hann fór. Því þaS er svo næsta sjald- gæft, aS jafnmikill ís og hjer varð landfastur í vetur, hafi ekki legið viS lengur en tæpl. 2 mánuði. En nú er tíð svo illskiftin, að menn bera mikinn ótta fyrir komu hvíta gestsins aftur, því aldrei þykir hann aufúsugestur, en síst viS sumarmál, eða síðar. Nú er nýlega lokiS forSagætsluskoðunum hinum síöari, og heyrist ekki annað af þeim sagt, en allgott ástand pen- ings og fóðurbirgöa yfirleitt, og má það kalla vel aS veriS, þegar litið er til þess, hve gjafatíminn er oröinn óvanalega langur, og skepnur illa und- ir fóðurtímann búnar frá haustinu. Komist alt sæmilega vel af í þetta sinn, eins og nú lítur þó út fyrir, þá sýnist það vera full sönnun fyrir því, að menn sjeu ekki alveg varbúnir viS vetrinum, og eigi síst skyldar ýmsar aðdróttanir, er bændum berast um ó- hyggilegan ásetning búpenings síns. Annars er þaS nokkuö einkennilegt, þegar hinir og þessir masgeplar, sem ekki þekkja svo mikiö sem einn af þeim mörgu erfiöleikum, er landbún- aðinum fylgir nú á tímum, þykjast vera að víta bændur um eitt og ann- aS í þá átt, er að búnaði lýtur. ÞaS er góðra gjalda vert, og sú vísa aldrei öf oft kveðin, aö brýnt sje fyrir bænd- um, hve mikil nauðsyn sje á nægileg> um fóðurforða, í öllum árum, þegar það gera þeir menn, sem eitthvaö þekkja inn á þau svið, og því eru vaxnir, aö leiöbeina í þá átt. T. d. stendur grein í „Lögrjettu“ frá 20. f. m., eftir Ó. P. um heyásetnings- málin. Á grein þeirri er talsvert að græða. Jafnvel þó að þar kenni dálít- illa öfga um óframsýni bænda yfir- leitt, þá er þó hitt mikiö meira, í á- minstri grein, sem fyllilega er þess vert, aö þáð sje tekiS til greina, og hefur við góöar 0g gildar ástæður að styöjast. í þeirra manna minnum, er nú lifa, eru 3 vetur taldir harSastir á NorS- urlandi: 1. Veturinn 1858—'59. Kall- aður af sumum niSurskuröar-vetur. Þá byrjuðu haröindi meS jólum, og hjeldust til sumars, — kölluS 18 vikna skorpa síöan. — Þá var skorinn pen- ingur í SkagafirSi aö nokkrum mun, stuttu áður en bati kom, og sýnir þ^ð, aS þá hafa bændur ekki verið í hey- fyrningum alment, og því ekki veriö eins viðbúnir hörSum vQtri, og líkur voru til þá, vegna þess hvað vetur 2 árum áður, 1856—7, var frábærlega góöur, svo aS enginn vetur hefur ver- iS slíkur á næstliðinni öld. Hann var nefndur á NorSurlandi: Hundafar- alds-vetur,— 0g er kallaöur svo enn, af sumum. Þá fóru Skagfirðingar 3 saman suSur í Árnessýslu til hunda- kaupa. Þeir lögðu af stað í þriðju viku þorra, 0g fóru Kjöl báöar leiðir. Einn af þeim mönnum lifir enn, Jó- hann hreppstjóri og dbrm. á Brúna- stöðum í LýtingsstaShreppi. Jóhann var þá um tvítugs-aldur, og má nokk- uð af þessari ferö marka táp hans, svo ungur sem hann var þá. Hinir 2 voru: Magnús Jónsson á Ögmund- arstöðum, Magnússonar prests í Glaumbæ, og LúSvík, Þingeyingur aS ætt, þá vinnumaöur á Hóli í Sæmund- arhlíö, 0g hefur hann lifað til skamms tíma á Húsavík eystra. Þennan vetur var og bygð skemma um miSsvetrar- leyti, á Vík í Sæmundarhlíð, og alt efni í hana stungiö og rist um leiS, (sögn Jóns Jónssonar, er þá var hreppstjóri í StaSarhreppi, 0g bóndi á Hóli í Sæmundarhlíð). Annar vetur óvanalega harður var 1880—’8l. ViS honum voru SkagfirSingar betur bún- ir, en hinum, þá komst allur peningur vel af, enda kom þá mjög hagstætt vor. En 3. veturinn, þessi yfirstand- andi.er óefað hinum mikið verri.þegar haústiS er tekið með, En þó er enginn vafi á því, að afkoman verður góð, ef allvel vorar, og virðist það vera sönnun fyrir því, aS bændur eru nú ólíkt gætnari meS ásetning, en veriö hefur fyr á tímum. Því nú er þó pen- ingur miklu fleiri en veriö hefur 1859 og 1881. En nú er heyskapurinn orö- inn bændum svo afar kostnaðarmikill, vinnan svo dýr, aS skepnur fara aS jeta upp veröiS sitt yfir veturinn. Og þá má nú fara aö hætta að öfunda landbóndann af gróðanum. Lítið er hjer talað um stjórnmál á þessum tírnum. Menn verSa mest varir viS dýrtíðina, og því tíSræddast um hana. SkagfirSingar sakna alment Magnúsar sýslumanns. Hann er einn af allra nýtustu mönnum, er Skag- firðingar hafa átt í hans stööu, nú um langt skeiS, reglu- og starfsmaður meS afbrigðum. ÞaS getur ekki heit- iS, að hjer hafi veriö ókvellisjúkt þennan vetur- Jónas Kristjánsson rist- ir menn á hol nær daglega. Hann gerir hvert stórvirkiS á fætur öðru, og er hann mesti íþróttamaöur, sjálfsagt með þeim fimustu í þeirri grein, sem þjóSin á kost á. —• Tímarnir breyta mörgu, og ekki hvaS minst læknis- aSferöum ....“ Ó. S- Undirfellskirkja. Á annan í páskum afhenti hjeraðsprófasturinn Undir- fellskirkju og söfnuSi vandaSa altar- istöflu aS gjöf frá þeim heiðurshjón- um Stefáni Magnússyni og Ingi- björgu Magnúsdóttir á Flögu. — Jeg leyfi mjer, vegna Undirfellskirkju og -safnaðar, aS færa þessum góSu heið- urshjónum alúöarfylstu þakkir fyrir gjöf þessa og samúð þeirra í safnað- armálum. ÞaS skal tekiS fram að gjöf- invar ekki síður kærkominvegna þess að meS henni var uppfylt tilfinnanleg vöntun, því í langt árabil — fullan aldarfjórðung — hefur Undirfells- kirkja enga altaristöflu átt- — Starf- semi þessara valinkunnu hjóna er á margan hátt eftirtektarverS. Skal að eins stuttlega bent á eitt dæmi: Fyrir fullum 17 árum tóku þau aö sjer mun- aðarlaust barn, sem fætt var sá kross- beri aS þaS var andlega og líkam- lega vanheilt. Barn þetta hafa þau alið upp með frámunalegum kærleika og umhyggju sinni. Þetta er stórt mannúöarverk, og eigi það nokkurs- staSar viö aS segja að yfir verkum manna skíni ljós, þá hlýtur yfir svona löguðu verki aS skína bjart ljós, — já, svo bjart, aö þaö lýsi út yfir gröf og dauða. Eyjólfsstööum í april 1918. Þorsteinn Konráðsson, safnaöarfulltrúi. hjónin systkinabörn. Úr fööurhúsum fmttist hún meö manni sínum aö BreiSabólsstað i Þingi og byrjuðu þau þar búskap. Varö sambúS þeirra ekki löng, ]>ví að Bjöin drukn- aði í HvalfirSi 1887. Brjú börn eignuSust þau hjón, eitt dó ungt, en tvö lifa, Margrjet kona Kristjáns Sigurðssonar kennara á Brúsastööum og Benidikt Blöndal, er stjórnaSi búi með móður sinni síð- ustu árin. Eftir fráfall manns sins bjó Gróa í full 30 ár. Eitt ár á BreiSabólsstaö 1 Þingi, en fór þá að Hvammi til Blöndals umboðsmanns, tengdaföður síns og bjó þar á parti í 6 ár, en þó lengst á Brúsastööum og þá á stund- um í þröngum ekkjustakki hvað efni snerti. Varö og aS reyna allmikið heilsuleysi barna sinna. ÆSrulaust vann hún þó hlutverkið tvöfalda, aS vera sem húsbóndi og húsmóSir, faöir og móSir, og naumast gat innil. sam- búS móður og barna. Sjálf vann hún höröum höndum meðan heilsan leyföi. Gróa var mjög fríS sýnum, og bar svipurinn vitni góöum gáfum og val- mensku. í æsku naut Gróa sál. góSrar mentunar í fööurhúsum, því aö faöir hennar var mikill menta- og gáfu- maður og átti góöan bókakost, enda hneigSist hún þá mjög aö bókum og las öllum stundum. Komst hún veh niður í NorSurlandamálum og kunni auk þess nokkuð í enskri tungu og þýskri. Ekki gekk hún þó lengra á mentabrautinni, enda var sú leiS ekkl talin nauðsynleg konum í þann tíma. Skilorður maður hefur sagt þeim, er þetta ritar, að oft hafi prófastur- inn sál. faöir hennar óskaS þess, aö hún hefSi verið drengur, hefði þá ekki taliS eftir að kosta hana menta- veginn, því aS efni voru nóg. Gróa var bjartsýn og stilt, svo aö fáir sátt henni bregSa, og mun þetta skap- lyndi öSru fremur hafa hjálpaö henni að halda horfinu í andviörum lífsins og bregöa birtu yfir rökkurmóSu ein- stæSingsskaparins. Hún var trygg- lynd og vinföst og naut vírðingar sveitunga sinna. Áttu þeir sjer oft glaöa stund á heimili hennar. Var hún þá jafnan „hrókur alls fagnaöar", eins og sagt var um Gissur Hallsson, í banalegunni varS alt af vart söntu stillingar og birtu hugans. Ekki gleymdi hún bókunum, þótt að árin liöu. Hún las ef nokkur tími vanst til frá skyldustörfunum, enda kunni hún glögg skil á viöburðum innan-t lands og utan. ÞaS sem einkendi líf hennar fram- ar öllu ööru, var móöurumhyggjan djúpa og fórnfúsa. NáSi þetta ekki að eins til hennar eigin barna, heldur og tökubarna er hún hjelt. Kunnugur. Eftirmæli. Þann 28. febr. s. 1. andaöist aö heimili sínu, BrúsastöSum í Vatns- dal, merkiskonan Gróa GuSrún Bjarnadóttir Blöndal. Banamein hennar var hjartasjúkdómur. Var legan bæði þöng og þung. Gróa var fædd á Geröhömrum í DýrafirSi 6. mars 1854. Var hún komin af hinni góðkunnu Snæbjarnarætt frá Gríms- tungum, því að faöir hennar var sjera Bjarni prófastur, siðast aS Staö í Steingrímsfiröi, sonur síra Sigvalda Snæbjarnarsonar prests frá Gríms- tungum. MóSir hennar var Gróa Er- lendsdóttir, mesta vegskona. Gróa sál. giftist árið 1882, Birni Blöndal, syni Benidikts G. Blöndal umboðsmanns frá Hammi í Vatsdal, og voru þau Aug'lýsing'. Á síðstliönu hausti var mjer dregið lamb meS mínu marki: Tvístýftfram- an, biti aftan hægra, og SýlhamraS vinstra- Tuska var bundin í horniS með saumuðum stöfum í. Rjettur eig- andi gefi sig frarn viS mig sem fyrst, og semji viS mig um markið. Hróönýjarstööum í Dalasýslu. Sigurhans Einarsson. Eggert Glaessen jrfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17.. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávöruf. Karlmanna og unglinga ytri og innri fatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagam. — Línur. — öngla. — Manilla. Smumingsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð, Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.